Morgunblaðið - 15.10.1967, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKT. 1967
7
—
Kaffið er uppsett. Kóngur vor dáinn
Komið í Danmörku beljandi stríð
Kaftfið er uppsett,
Kóngur vor dláinn,
komið í Danmörku beljandi stríð.
Fiskur í netimu — sagt er vi ðsjáinn
samt er á nesjun/um bágindar tíð.
í marz °g april, sagt er með sönnu
16 og 20 dánir í sjó.
Póskskipið ókomið, en tvö eru önnur,
atkerum bundin við Reykjavík þó.
UM miðja sl. viku birtum
við gamalt kvæði, það sem
ihér að otfan birtist og báð-
um lesendur að fræða okk-
ur um uppruna þess, höfund
og aldur. Og það stóð ekki
á svörunum! Prentsvertan
var tæpast orðin þurr á blað
inu morguninn eftir, þegar
fyrsta svarið kom, og síðan
hafa borizt sex svör, sem öll
veita upplýsingar, en þó
misjafnar. Bftir þeiim er
sennilegast, að kvæðið sé
eftir Jónas bónda á Ölvalds
stöðum í Borgarhreppi á
Mýrum ,°g líiklegast að það
sé ort á árinu 1664, og sé
því orðið 103 ára gamalt. En
kíkjum nú svolítið á svör-
in.
Fyrst hringdi Matthildur
Kjartansdóttir, fædd 1891.
Hún fór snemma, eða 6 ára,
að læra vísur. Hún er alin
upp á Búðum á Snæfellsnesi,
og þar var þetta kvæði allt
af sungið. MatthildU'r sönig
lagið fyrir okkur í símann,
og okkur þykir verst að
geta birt af því nótur. Kvæð
ið var sagt vera mjög gam-
alt, en annað erindi var allt
af sungið með þvi, og birt-
ist það einnig hér á síðunni.
Matthildur sagði, eftir
að hafa farið með lýsinguna
á embættismönnunum í
seinna erindinu, að mikið
mættum við nú þakka fyr-
ir að hafa góða emíbættis-
menn núna.
Næst hringdi 86 ára göm
ul kona, Guðrún Þorvalds-
dóttir, fædd á Lambastöðum
í Álftaneshreppi á Mýrum.
Hún mundi, að faðir hennar
söng kvæði þetta undir sér-
stöku lagi. Kvæðið var eign
að Helga Böðvarssyni, afa
hans Kiljans. Helgi reri suð
ur með sjó, og kom alitaf
að heimsækja þau að Lamba
stöðum.
Þá fengum við bréf frá
Þórði Þorsteinssyni, trésmið,
Grettisgötu 35 í Reykjavík
og þar stendur: „Þegar ég
var unglingur, heyrði ég
vísuna „Kaffið er uppsett,
o.s.frv." hiklaust eignaða
Jónasi bónda á ölvaldsstöð-
um í Borgarhreppi. Var
hún sögð upphaf á bréfi,
sem hann hefði skrifað vini
sínum á yngri árum, en
hann var sjómaður hér
syðra. „Kóngur vor“ er Frið
rik sá, er var kóngur í Dan-
mörku, næst á undan Kristj
áni IX. „Beljandi stríð“ um
hertogadæmin, skall á milli
Dana og Þjóðverja eftir þau
konungsskipti. Þessir atburð
ir eru svo alkunnir, að ekki
þarf að árfæra vísuna nán-
ar“.
Næst kom Gils Sigurðsson
til oikkar, og hafði dottið í
hug í þessu sambandi kvæð
ið Meyjabæn 1848, sem Jón
Thoroddsen °rti 1848, (bls.
182 í II. útgáfu Ijóða hans),
og einkanlega þessi vísuorð:
„Ljúifi faðir láttu skjótt
linna þessu þýzka stríði".
Jón var þá soldóti hjá
danskinum. „Kóngur vor dá
inn“, datt honurn í hug að
ætti við Kristján VIII, sem
lést í janúar 1848, en frétt-
in barst ekki til Reykjavík-
ur fyrr en um vorið. Telur
hann vísuna vera orta 1848.
Næst heimsótti oikkur Ó1
afur Bjarnason, fyrrum
bóndi á Brimilsvöllum á
Snæfellsnesi, og bonura
sagðist svo frá:
„Þessa vísu lærði ég fyr-
ir aldamót á Hofi á Kjalar-
nesi. Uppruni hennar er frá
1864, þegar fréttist um stríð
ið á milli Danmerkur og
Þýzkalands, og jafnframt
um dauða Friðrifcs VII
Danakonungs. Hann dó í
nóvember 1863. Um höfund
vísunnar veit ég ekkert, ég
man að fullorðið fólk sagði,
að vísan væri frá 1864“.
Friðkik yn Damakonungrur
„Kónguir vor dáinu“
Að síðustu hringdi hing-
að Hildur Valfells, sem kom
in er undir áttrætt. Hún er
uppalin, sem sveitastúlka á
Mýrunum og heyrði fólikið
oft fara með kvæðið, og held
ur, að hiún hafi einnig heyrt
það sungið. Sagði hún kvæð
ið ort 1864, en Friðrik kon
ungur VII hafi dáið, að hana
minni, 5. nóvember 1863, og
skrínlagður í Hróarskeldu-
dómkirkju 18. desember
sama ár. Ekkert fréttist um
lát hans hingað fyrr en í
apríl 1864. Kvæðið segir hún
hafa verið alkunnan hús-
gang. Hún sagðist hafa heim
sótt frændkonu sína á föstu
dag, sem einnig hafi átt
heima á Mýrunum, og hafi
hún fullyrt að kvæðið væri
eftir Jónas bónda á Ölvalds-
stöðum, en hún var uppalin
á næsta bæ við Ölvaldsstaði
og man vel eftir Jónasi.
Hann hafi verið talandi
S!káld, og muni hann hafa
sent frændkonu sinni, Þór-
unni, konu séra Jónasar á
Hrafnagili, kvæðið, senni-
lega til birtingar, en af því
varð ekiki.
Þessi frændkona Hildar
Valfells hefur stálminni, svo
að varla fer milli mála, hver
er höfundur kvæðisins.
Látum við svo þessu lok-
ið, en þökkum öllum þeim,
sem látið hafa okkur í té
þessar upplýsingar, sem við
vomum, að verði einhverj-
um til ánægju og fróðleiks.
— Fr. S.
Seiirna erindi kvæðisins
„Af hverju kemur kvefið og hóstinn?
Það kemiur af leti og því er nú ver.
Ekkert gengur að afgreiða póstinn,
og aldrei úr bælinu hreppsstjórinn fer.
Aldrei nennir faktor úr fleti,
fyr en klufckan orðin er tólf.
Prófastur prédikar leti,
með pípuna amtmaður gengur um gólf“.
Spakmœli dagsins
Vér fyrirlítum svo margt til
þess að k»mast hjá því að fyrir
líta sjálfa oss. — Vauvenargues.
FRÉTTIR
Heimatrúboðiff
Almenn samkoma sunnudag-
inn 15. okt. kl. 8,30. Allir vel-
komnir.
KFUM, Amtmannsstíg
Fundir eru byrjaðir aftur fyr
ir 10—12 áTa drengi á sunnu-
dögum kl. 1,30 í húsi KFUM
og K að Amtmannsstíg 2B. All
ir drengir velkomnir.
Fré kvemnajdeild
Skagfirðingtifélag*inis
Félagsikonur, munið aðalfund
inn í Lindarbæ uppi miðviku-
daginn 18. okt. kl. 8:30.
SystraJélag KeflavíkutrkiB’kju
Að'alfundu’r verður haldinn i
Æs’kulýðs'heimilinu þriðjudajg-
imn 17. ofct. kl. 8,30.
Kvemfélaigs Frikirkjusafnaðar
ins í Reykjavik
heldur fund mánudaginn 16.
okt. í Iðnó uppi, kl. 8,30.
Systrafélagið Alfa*
Keflavík
heldur sinn ánlega basar
sunnudaginm 15. okt. í Æsku-
lýðshúsinu við Auisturjgötu 13
kl. 2.
yiSUKORIM
Öfugrnælavísa leiffrétt
Þegar rekstrararður er
afganginn heimtar þjóðin.
Tíðarandinn temur sér
að tæma varasjóðinn.
hjb.
sá HÆST bezti
Eitt sinn bjó hér í Reykjavík öldruð heiðurskona, sem ekki
var sama um, hve hún var gömul, sagði engum aldur sinn, oig
var fyrir satt, að hún segði sig a.m.k. þremur árum yngri en
hún var í raun og veru.
Á afmælisdaginn hennar í nóvember k«m jafnan til hennar
fjöldi fólks, því að gamla konan átti trygglyndan vinahóp og
fjölmennan. Meðal annars kom alltaf til hennar sófcnarprest-
ur hennar, en hún mat prestinn ákaflega mikils, jafnvel dýrk-
aði hann. í einni afmælisveizlunni, verður prestinum það á,
að spyrja, svo að allir heyrðu:
„Hvað eruð þér annars gömul, frú Kristín“?
Gamla konan varð skrítin á svipinn (hún var þá komin yfir
áttrætt), en þegar hún sá, hver spurði, sagði hún undirleit
og feimin:
„Af því að það eruð þér, séra Árni, skal ég segja yður það
Ég er einu árj eldri en ég var í fyrra“.
Gluggahreinsun Tökuim að okkur glugga- hreingerningar. — Vanir tmenn — góð vinna. Sann- gjarnt verð. Uppl, í símum 10018 og 15154. Bólstrun Klæðningar og viðgerðir á húsgögnum. Sótt heim og sent. Bólstrun Sigurffar Hermannssonar, Síðumúla 10, sími 83050.
Keflavík — Suðurnes Hef opnað hannyrðaverzl- un við Hafnargötu 15, Keflavík. Þyri Hólm. Lán óskast 200 þús. kr. óskast í 20 mán uði. Tilboð merkt: „Trún- aðarmál 2709 sendist Mbl. fyrir hádegi á þriðjudag.
BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Ráðskona óskast á gott heimili í sveit. Má hafa 1—2 börn. Uppl. í sima 19683.
Gluggaskreyling
Tek að mér skreytingar (útstillingar) búðar-
glugga, Upplýsingar í síma 32449, milli kl. 7—8
á kvöldin.
Nýkomnar
Helena Rubinstein
snyrtivörur
í miklu úrvali.
Austurstræti 16 — Sími: 19866.
Vetrarstarf fimleika-
deildar Armanns
er hafið. — Æfingar fara fram á eftirtöldum stöð-
um:
Frúarleikfimi
Æfingar fara fram í Breiðagerðisskóla á mánu-
dögum kl. 8.20 og á miðvikudögum kl. 8.30.
Kennar: verður Kirstín Guðmundsdóttir.
Old boys
Æfingar fara fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteins-
sonar, við Lindargötu 7, á þriðjudögum kl. 9—10
og á föstudögum kl. 8—9 auk gufubaðs. Einnig
verður tími á þriðjudögum kl. 8—9 með gufubaði.
Kennari verður Halldór Gunnarsson.
Drengjaleikfimi
verður í Laugarnesskóia á mánudögum og miðviku-
dögum kl. 7.20.
Kennari verður Jóhannes Atlason.
/. flokkur karla
æfir í fþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á mánudög-
um, miðvikudögum og föstudögum kl. 9—10.
Kennari verður Ingi Sigurðsson.
II. flokkur karla
gefir í fþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á miðviku-
dögum og föstudögum kl. 8—9.
Kennari verður Herbert Halldórsson.