Morgunblaðið - 15.10.1967, Síða 17

Morgunblaðið - 15.10.1967, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKT. 1967 17 Langt jafnað Hvað, sem menn segja um kommúnismann, eðli hans og áhrif eru allir sammála rnn, að fáir afdrifaríkari atburðir hafi gerzt á þessari öld en þegar kommúnistar hrifsuðu ti'. sín völdin í Rússlandi í nóv. 1917. Þeir atburðir vöktu óhug margra, en mikinn fögnuð og sannarlegt trúnaðartraust í hug um annarra. Þrátt fyrir andúð ýmissa á hinum nýju stjórnar- herrum og aðferðum þeirra, þá voru samt fáir utan Rússlands verjandur zardæmisins, sem áð- ur hafði ríkt þar í landi, enda var búið að steypa því af stóli áður en kommúnistar komu verulega til sögunnar. Á meðal frjálshuga manna um heim allan var zardæmið talið ímynd dug- lauss og spillts stjórnarfars. Sjálfur var síðasti zarinn Niku- lás II. talinn góðlátleg mann- leysa, sem að undanteknum veikindum einkasonarins lífði i „algerri heimilissælu“ með fjöl- skyldu sinni og „naut í einkalífi sínu hinnar miskunnarlausustu verndar" fyrir áhyggjum og bar í fyrrinótt kom lagís á Tjömina í fyrsta sinn í haust. REYKJAVÍKURBRÉF áttu almennings. TTm velvild hans efuðust fáir, en sú velvild var ekki talin skipta miklu máli, vegna fjarlægðar hans frá fólkiau og ókunnugleika á þörf- um þess og óskum. Þess vegna var það, að margir sem í sjálfu sér ógnaði hrottalegar aðfarir kommúrista, töldu engu að sfður, að vegna uppruna þeirra úr fjöldanum og þeirra eigin hörðu lífsbaráttu áður fyrr þá hlytu þeir í öllu sínu hátt- erni að verða nær almenningi en zararnir höfðu reynzt. Þeir ógnaratburðir, sem í Sovét-Rússlandi gerðust sann- færðu heilskyggna menn skjót- lega um, að þar var ekki allt með felldu. Fáir hafa þó hing- að til haldið því fram, að sá maður, sem lengst hefur ráðið ríkjum í Sovét-Rússlandi, hafi skapað sjálfum sér umhverfi eins fjarlægt öllum almenningi og sjálfur zarinn og hans fjöl- skylda átti við að búa. Dætur Zarsins hafa naumast lif- að einangraðra lífi“ Þetta áttu menn þó eftir að lesa og það í sjálfum Þjóðvilj- anum. Hinn 7. okt. segir Austri þar m.a. þegar hann ræðir um bók Svetlönu dóttur Jósefs Stalins og vitnar í dóm Olofs Lagercrantz ritstjóra sænska blaðsins Dagens Nyheter: „Lagercrantz leggur þar á- herzlu á það hvað heimildar- gildi bókarinnar sé einstaklega þröngt, hann segir um Svet- lönu: „Hún hefur lifað í nám- unda við einhvern voldugasta mann sögunnar, en einkalíf hans naut hinnar miskunnar- lausustu vemdar. . . Faðir henn ar vakti ótta allra í ríki sínu. Enginn lét Svetlönu nokkru sinni heyra annað en að hann væri beztur og ljúfastur allra lifandi manna. Hún bjó eins og spörfagl í arnarhreiðrinu Kreml.“ Enn er eftir Lagercrantz haft: „Hún bjó við algera heimilis- sælu og hafði enga hugmynd um það sem var að gerast í Sovétríkjunum. Dætur zarsins hafa á sínum tíma naumast lif- að einangraðra lífi en hún.“ Þá segir Austri: „Síðar ydd- ar Lagercrantz þessa niðurstöðu sína, eins og skáldi og Dante- fræðingi samir: „Hún líkist manneskju sem alizt hefur upp •Laugardagur 14. okt í helvíti, en á aðeins ljúfar minn ingar þaðan.“ Við þetta bætir Austri síðan frá eigin brjósti: „Er.ginn efi er á því að þessi skilgreining Olofs Lagercrantz á vitnisburði Svetlönu Jósefs- dóttur er rétt.“ „Haldreipi handa þeim sem eru ein- faldir í sálinni46 Ekki skýrir Austri hvernig þessi ósköp hafi orðið, en hann fullyrðir: „- slagorð eins og „Kerfi“ og „manndýrku.i“ skýra ekkert vandamál; þau eru aðeins haldreipi handa þeim sem eru einfaldir í sálinni.“ Þrátt fyrir þessa sko’ðun Austra, er viðbúið. að harla margir reynist svo „einfaldir í sálinni“, að þeir telji það einmitt býsna harðan dóm um „kerfi“ kommúnista að hinn æðsti maður þess, sem var einhver voldugasti maður sög- unnar, 'iafi „í einkalífi notið svo miskunnarlausrar verndar", að „dætur zarsins hafi naumast lif- að einangraðra lifi“ en dóttir þessa mikla byltingarforingja, vinar alþýðunnar og hvað hann nú á sínum tíma var kallaður í Þjóðviljanum Slíkur dómur hefði þótt me'ð ólíkindum, ef hann væri kveðinn upp af hat- römmum andstæðingi kommún- ista og allra þeirra kenninga hvað þá af Austra, sem hefur aldrei verið grunaður um óholl- ustu við kommúnismann. En skýring hans er alveg ótviræð. Einangrun Stalíns í hans einka- lífi verður ekki við annað jafnað en einangrun zarsins. Lengra verður ekki komizt í fjarlægð frá venjulegu fólki, áhyggjum þess og amstri. Þessu heldur Austri fram um Stalín og dóttur hans, — „kerfinu“ og kommúnis- manum til varnar, — jafnvel þótt öðrum sýnist „heimilissælan" hafi naumast getað verið svo „al- ger“ í Kreml sem þeir Lager- crantz og Austri vilja vera láta. Sitthvað þar sýnist óneitanlega hafa hlotið að minna á „helvíti“, svo að orðbragð Dante-fræðings- ins sé við haft. Öllum kemur sam an um, að með hverjum hætti, sem móðir Svetlönu hafi dáið, þá hafi dauða hennar þó borið að með voveiflegum hætti, svo voveiflegum, a’ð fásinna er að tala um „algera heimilissælu" þar sem slíkt getur skeð. Sjálf- ur játaði Jósef Stalín á sínum tíma í samtali vi'ð Churchill, að það hafi verið erfiður tími, þegar hann átti í höggi við rússnesku bændurna og talið er, að a.m.k. 10—15 milljónir manns hafi misst lífið fyrir beinar aðgerðir æðstu manna Sovétríkjanna. Ómannlegt væri og að ætla, að „alger heimilis- sæla“ hafi ríkt umhverfis Jósef Stalín á þeim árum, þegar sagt er, að 20 millj. Rússa hafi misst lífið af völdum innrásar Hitl- ers og kumpána hans. Allra sízt þar sem þeir Stalin og Hitler höfðu með köldu blóði komi'ð sér saman um að hleypa seinni heimsstyrjóldinni af stað með þessum ógurlegu afleiðingum fyrir Rússland og siðan svip- uðum fyrir Þýzkaland Það þarf sannarlega töluverðan tvískinn- ung „í sálinni“ til þess að geta haldið áfram að trúa á „kerfið" eftir að opinbert er orðið, að öll þessi ósköp gátu gerzt undir handarjaðri hins æðsta manns þess. Og enn ömurlegra verður þetta þó ef menn trúa því, að þessir hroðalegu atburðir hafi engin áhrif haft á Stalín og umhverfi hans. Tvískinnungur í sálinni Á Alþingi Islendinga var það hið fyrsta verk Magnúsar Kjart- anssonar, eftir að hann tók þar sæti sem kjörinn aðalfulltrúi kommúnista í Reykjavík, að hann greiddi atkvæði á móti því, sem hann ákafast hafði haldið að kjósendum fyrir kosn- ingar í vor. Um það bil, sem framboð Hannibals Valdimarssonar í Reykjavík var ráðfð í vor, sagði Magnús Kjartansson í Þjóðvilj- anum: „Þau tiðindi hafa nú gerzt, að Hannibal Valdimarsson hefur yfirgefið Alþýðubandalagið og hyggst bjóða i'ram klofnihgs- lista gegn því í Reykjavík. — — — Þessi klofningslisti verður að sjálfsögðu ekki v'ðurkennd- ur af Alþýðubandalaginu, at- kvæði þau, sem hann kann að fá, falla dauð og ógild og koma engum að gagni nema ríkis- stjórnarflokkunum, og þeir, sem taka sæti á klofningslistanum eru a’ð sjálfsögðu þar með að segja sig úr Alþýðubandalag- inu.“ Og enn sagði Magnús: „Ástæðan til þess að Hanni- bal Valdimarsson hefur sagt skilið við Alþýðubandalagið er ekki ágreiningur um málefni. Hann hefur ekki talið sig þurfa að marka sérstöðu sína um eitt einasta atriði stjórnmála. Til- efnið er það eitt, að sonur Hannibals, Jón Baldvin, reyndist ekki hafa fylgi til þess á almenn um fundi Aiþýðubandalagsins í Reykjavík að fá sæti á fram- boðshstanum. Þetta er eina til- efnið. — — — Því varð það þrautalending þeirra Hrnnibals- sona að leita til föður síns og biðja hann ásjár. Hann hefur nú orðið við þeirri beiðni. Verk- efni nans í íslenzkum stjórn- málum eru ekki lengur stjórn- mál, heldur fjölskyldumál." „Þyngra en tárurn taki“ Magnús Kjartansson herti enn á þessu og sagði: „Hér er ekki um að ræða stjórnmálahreyfingu, ekki fólk, sem lyftir fána nýrra stefnu- miða af áhuga og djörfung. Þetta er aðeins ein tegund heimilis- böls sem er þyngra en tárum taki.“ Ekki er um það að villast, a'ð höfndurinn taldi hina „algeru heimilissælu" innan Alþýðu- bandalagsins úr sögunni. Og sjálfur ráðgerði hann sízt af ö!lu að tak-v þáit í ,heimilisböli“ Hannibals Valdimarssonar, enda sagði hann í forustugrein Þjóð- viljans hinn 10. maí 1967: „— — — er slíkur fram- bóðslisti klofningsframboð gegn Alþýðubandalaginu í Reykjavík og þvi með öllu óviðkomandi. Tilraunir þær, sem gerðar hafa verið til að telja mönnum trú um að slíkur listi geti einungis með því að kalla sig Alþýðu- bandalagslista orðið aðrijótandi réttinda og viðurkenningar sem listi Alþýðubandalagsins ásamt hinum lögmæta lista þess, eru í ætt við fáránlegustu sjónhverf ingar og blekkingar Léti ein- hver kjörstjórn eða stjórnmála flokkar á Alþingi tillei'ðast að samþykkja slíkt, yrðu afleið- ingarnar alger ringuireið un: framboð.----- -----Segja má að slík heim- ild, sem misnota mætti af hvers konar klofningshópum og vand ræðamönnum, jafngilti því að afnema stjórnmálaflokka á ís- landi, — — —“ Herbragð, sem tókst Nú er það að vísu svo, a’ð þeg- ar nær dró kosningum dró veru lega niðri í eista manni á G-list- anum. Að því var vikið í Morg unblaðinu einmitt sunnudaginn hinn 11. júní, á sjálfan kjördag- inn. Þá var um þetta sagt hér í Reykjavíkurbréfi: „Tvískinnungur Alþýðubanda- lagsm.anna, einkum I.úðvíks Jósefssonar og Magnúsar Kjart- anssonar, um framboð Hanni- bals Valdimarssonar verður nú berari með hverjum degi sem líður. I tvöfeldninni fer Magnús Kjartansson þar jafnvel fram úr Lúðvík Jósefssvni og má þess vegna segja að 'nonum hafi tek- izt að vinna nokku’ð það, sem ætla mátti að fáum væri fært.“ I Reykjavíkurbréfinu segir enn um þetta: „Hannibal Valdimarsson villir hins vegar alls ekki á sér heim- ildir. Hann býður sig fram í nafni Alþýðubandalagsins og krefst þess, að öll þau atkvæði, sem listi hans fær, komi Al- þýðubandalaginu að gagni, og ætlar sjálfum sér að njóta upp- bótarsætis hjá því, ef á þarf að halda. Engin ástæða er til að efa, að á milli Hannibals og annarra forustumanna Alþýðu- bandalagsins sé viss ágreining- ur. En Hannibal telur — — — þann ágreining vera hreint inn- anflokksmál, sem þeir eigi að gera upp sín á milli. Það er þess vegna fráleitt, ef aðrir ætla sér að skerast í þann leik. Lúðvík og Magnús fara öðru vísi a’ð. Þeir gera sem allra minnst úr ágreiningnum og segja, að hann sé alls ekki um málefni, en krefjast þess að listi Hannibals verði metinn sem utanflokka listi, það er að segja að Hannibal fái hvorki notið uppbótarsæta hjá Alþýðubanda laginu né atkvæði lista hans komi Alþýðubandalaginu að gagni, þegar uppbótarsætum verður úthlutað. Þegar þeir hins vegar eru krafðir sagna um, hvernig þeir ætla að bregðast við á Alþingi, þá fást þeir með engu móti til að segja neitt um afstöðu sína þar. Þeir láta sér nægja að spyrja, hvernig aðrir ætli að líta á málið, þó að skoð- un annarra hljóti að mótast eft- ir kröfugerð og afstöðu aðila sjálfra. Það er þess vegna ekki um það að villast, að fyrir Al- þýðubandalagsmönnum vakir að geta tileinkað sér atkvæði Hannibals eftir kosningar, ef þeir þá telja sér það henta. En af hverju afneita þeir þá Hanni- bal nú? Skýringin er ofur ein- föld. Hún er sú, að þeir telja, að ef Hannibal sé skoðaður sem utanflokksmaður, sem sé í al- vöru baráttu við kommúnista, þá muni hann líklegur til að fá atkvæði víðsvegar að. Þess vegna muni listarnir tveir fá mun fleiri atkvæði ef þessi hátt- ur er á hafður, en ef ljóst væri, að báðir séu raunverulega Al- þýðubandalagslistar." Lagði brosandi blessun yfir „bölið“ Allt, sem í þessum dálkum Reykjavíkurbréfs var sagt, reyndist rétt. Magnús Kjartans- son var síður en svo þannig á svipinn, þegar hann tók ábyrgð á „heimilisböli" Hannibals með atkvæði sínu á Alþingi, að hon- um þætti það þyngra en tárum tæki. Hann var hinn hnarrreist asti þegar hann kyngdi Þjóð- viljaskrifunum. Herbragð hans hafði, heppnazt. Hann hafði ríkulega ástæðu til að vera glaður. Auðvitað vedður aldrei með vissu sagt um það, hversu margir létu blekkjast af þessu herbragði þeirra kumpána, en víst er, að það var fjölmennur hópur. Menn trúðu því í raun og veru, að kommúnistar ætluðu að níðast á Hannibal Valdimars syni og vildu með atkvæ’ði sínu styrkja hann í þeirri baráttu, enda höfðu þeir barnalega trú á því, að Hannibal mundi ekki ganga þessum mönnum á hönd áð nýju. Atkvæðagreiðslan á Alþingi sannar til hlitar, að kommúnistar hafa með blekk- ingum og svikum fengið miklu fleiri en ella til þess að kjósa sig. Of margir trúðu á, að þarna væri um raunverulegan ágrein- ing að ræða og báðir meintu það, sem þeir hástöfum höfðu haldið fram í kosningabarátt- unni. Þeir, sem létu blekkjast hafa illilega hlaupið á sig. Sem betur fór réðu atkvæði þeirra þó ekki úrslitum um stjórnmála- viðhorf í landinu, en sjálfir hafa þeir fengið dýrkeypta reynslu, enda eru þeir um þess- ar mundir margir, sem heita því að láta vítin sér að varnaði verða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.