Morgunblaðið - 15.10.1967, Síða 16

Morgunblaðið - 15.10.1967, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKT. 1967 Utgefandi: Hf. Árvakur, R’eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. KJARASKERÐING í í BILI EÐA ATVINNULEYSI ær verðlagshækkanir sem þegar eru komnar fram á ýmsum þýðingarmiklum neyzluvörum almennings og skattahækkanir, sem boðað- ar hafa verið, eru að vonum mjög til umræðu meðal fólks. Ekki er við því að búast, að almenningur taki slíkum ráðstöfunum með ánægju en mestu skiptir, að fólk geri sér grein fyrir því, hvers vegna þetta er nauðsynlegt og hverjar afleiðingarnar yrðu, ef til slíkra aðgerða væri ekki gripið. Fyrirsjáanlegt er, að tekj- ur þjóðarinnar á þessu ári munu stórminnka frá árinu áður. Verðfall og aflabrestur veldur því, að útflutnings- tekjurnar munu verða nokk- uð á annað þúsirnd milljón- um minni en sl. ár. Slík tekjulækkun hefur sömu áhrif fyrir þjóðarbúið og tekjulækkun einstaklings hefur fyrir hann og fjöl- skyldu hans. Af þessum sök- um verður þjóðarbúið að draga saman seglin, minnka eyðsluna og meðlimir þjóð- arbúsins verða að taka skerð- ingu á kjörum sínum. Það er óhjákvæmilegt. En hverjar hefðu afleiðing- arnar orðið, ef þetta hefði ekki verið gert? Augljóst er, að þá hefði þjóðin safnað miklum skuldum, lifað um efni fram, rýrt lánstraust sitt og stefnt atvinnuöryggi í landinu í voða. Ýmis verka- lýðssamtök eru þegar farin að senda frá sér mótmæla- ályktanir vegna þessara að- gerða. Slíkt er í sjálfu sér skiljanlegt. En meðlimir verkalýðsfélaganna eiga, eins og aðrir landsmenn, aðeins tvo kosti. Annað hvort að taka þessari kjaraskerðingu í bili eða sjá fram á að at- vinnuöryggi þjóðarinnar verði stefnt í voða. Þetta eru ekki góðir kostir en óhjá- kvæmilegt er að verkalýðs- samtökin horfist í augu við þær staðreyndir, sem fyrir liggja. Valið stendur milli nokkurrar kjaraskerðingar í bili eða tefla atvinnuöryggi í tvísýnu. Vilja verkalýðs- samtökin fremur taka þá áhættu að sjá atvinnuleysi skapast meðal meðlima sinna en að þeir verði að draga saman seglin um skeið? Efast nokkur um, að betra er að taka kjaraskerðingu um sinn en vekja upp vofu atvinnu- leysis? Því verður ekki að óreyndu trúað, að hagsmunasamtök fólksins velji ekki skárri kostinn af tveimur illum og sætti sig við nauðsynlegar ráðstafanir af þessum sökum. Hins vegar munu pólitískir ævintýramenn og verðbólgu- spekúlantar vafalaust reyna að vekja upp óánægju meðal almennings vegna óhjákvæmi legrar kjaraskerðingar um skeið. En þeir menn hafa aldrei borið hagsmuni fólks- ins fyrir brjósti og gera ekki nú fremur en fyrri daginn. HVAÐ MUNDI ÉG GERA? egar fólk vegur og metur aðgerðir ríkisstjórnarinn ar í efnahagsmálum þessa dagana er gagnlegt fyrir hvern og einn að spyrja sjálf- an sig þessarar spurningar: Hvernig mundi ég bregðast við, ef tekjur mínar stór- lækkuðu skyndilega á einu ári? Mundi ég halda áfram sömu eyðslu og áður? Mundi ég lifa um efni fram og safna skuldum? Auðvitað svarar hver og einn þessum spurningum neitandi. Auðvitað gerir hver einstaklingur eða atvinnu- fyrirtæki, sem stendur frammi fyrir stórlækkun tekna sinna, ráðstafanir til þess að draga úr eyðslu, og neita sér um margt, sem menn áður leyfðu sér að gera. Nákvæmlega það sama á við um þjóðarbúið. Tekj- ur þess minnka og óhjá- kvæmileg afleiðing þess er, að minna er til skiptanna en áður. Vafalaust eru til þeir ein- staklingar, sem létu sig engu skipta tekjulækkun, héldu áfram sömu eyðslu og áður, söfnuðu skuldum og rýrðu lánstraust sitt smátt og smátt. Að því kæmi fyrr eða síðar, að þeir einstaklingar stæðu frammi fyrir alvarlegum af- leiðingum fyrirhyggjuleysis síns. Á sama hátt færi um þjóðarbúið nú, ef ekki væru gerðar nauðsynlegar ráðstaf- anir vegna stórmínnkandi tekna. Þjóðin stæði fyrr eða síðar frammi fyrir alvarleg- um afleiðingum slíks ráðs- lags. BAKSVIÐIÐ í nýjustu mynd Ingmars Bergmans, sem hanu hóf að taka í síðastliðnum mánuði, er styrjöldin í Víet- nam og heiti myndarinnar er „Skammen" eða „Skömmin". „Þetta viðfangsefni hefur löngum sótt á huga minn“, sagði Bergmann á blaða- mannafundi, skömmu áður en myndatakan hófst. „Hvernig mundi venjulegur maður, hvernig mundi ég sjálfur, hafa brugðizt við ofsóknum nazista? Hvað langt getur ótt- inn flæmt mannlega veru og hvað verður skömmin mikil?“ „Skömmin" verður dýrasta mynd Bergmans hingað til. Áætlað er að kostnaður verði um það bil 560 þúsund doll- arar, og stærsti kostna'ðar- liðurinn er vegna kaupa á ýmsum hernaðarútbúnaði og bygging á stórum búgarði. Gert er ráð fyrir, að mynda- takan standi þrjá mánuði og er það einnig lengri tími en venjulega. Aðalleikendur eru Max von Sydow, þekktur leikari úr mörgum öðrum Bergmans- myndum og einnig kunnur fyrir túlkun sína á Jesús Kristi, og Liv Ullman, norsk leikkona, sem þurfti að fá sérstakt leyfi til að koma til þessarar eyju, en þar búa 200 íbúar og allmikil hern- aðarmannvirki eru þar stað- sett. Von Sydov/ leikur fy-rver- andi tónlistarmann í landi þar sem styrjöldin hefur kæft alla tónlistarstarfsemi. Hann þjáist af hjartabilun sem úti- lokar hann frá herþjónustu, og hann hefur ásamt konu sinni setzt að á eyju, fjarlægri styrjaldarvafstri. Styrjöldin nær ekki til þeirra fyrr en undir lok myndarinnar, þeg- ar innrás er gerð á eyjuna og þau neydd til áð flýja. Þó að telja megi, að .Skömmin'" sé stríðsmync er þó ótvíræður Bergmans „andi“ yfir henni. Myndm verður tilbuin í febrúar um sama leyti og síðasta mynd Bergmans „Stund úlfsins" veiður frum sýnd í New York og París. „Stund úlfsins", segir Eerg- man, „er stundin milli nætur og sóiaruppkomu, stundin þegar flest fó’k deyr, þegar svefninn er dýpstur, þegar martraðirnar eru áþreifan- legastar. Á þeirri stundu þeg- Ingmar Bergman og Liv Ullman. ar áhyggjurnar ofsækja hina sofandi, djöflar eru á kreiki, og flest börn fæðast. Maðurinn, sem djöflar of- sækja og liefur raun af skörnrn mannkynsins var í prýðilegu skapi á nefndum blaðamannafundi, en það er sjaldgæít að hanr. kæri sig um að hitta blaðamenn. „Skömmin“ veröur mín síð- asta svarthvíta kvikmynd“, sagði sagði hann. „Allar kvik- myndir eru nú gerðar í lit- um og ég býst ekki við að hægt sé að berjast gegn því öllu lengur.“ Meðan á töku „Skammar- innar“ stendur verða nokkr- ar tilraunir gerðar með lit- filmun til undirbúnings næstu viðfangsefnum fiergmans. Bergman hefur aðeins gert eina litkvikmynd, það var 1963, gamanmyndin „Allar þessar konur“. Engin tcnlist verður í þess- ari mynd, þar sem Bergman telur eðli myndarinnar slíkt, að hún hæfi ekki. Bergman býr sjálfur á Farö, sem liggur undan norðurodda sænsku eyjarinnar Gotland. Þar hefur hann byggt sér einbýlishús og unir því vel að hverfa þangað öðru hverju frá heimsins skarki. „Sænskt leikhúslíf er eins aumt eins og sænska kirl j- an,“ sagði Bergman. Fyrir ári sagði hann lausri stöðu sinni sem leikhússtjóri við Konunglega sænska leikhús- ið. „Ég hélt einu sinni, að staður minn væri í leikhús- inu,“ bættl hann víð. „En nú hef ég ákveðið að snúa ekki þangað aftur, fyrr en það hefur cfðlazt gildi á nýjan leik.“ HVAR ERU ÞEIRRA TILLÖGUR? 'tjórnarandstaðan hefur ekki, fremur en fyrri dag n, tekið ábyrga afstöðu til efnahagsaðgerða ríkisstjórn- arinnar. En hver eru þeirra ráð? Hvernig vill stjórnar- andstaðan á íslandi bregðast við þeim vanda, sem stór- kostleg tekjulækkun þjóðar- búsins hefur skapað? Vill stjórriarandstaðan fljóta sof- andi að feigðarósi? Tillögur stjórnarandstöðunnar um lausn þess vanda, sem þjóðin stendur frammi fyrir hafa enn ekki séð dagsins Ijós. Og vafalaust mun stjórnarand- staðan gera sitt til þess að ala á óánægju almennings vegna þessara aðgerða. Póli- tísk ævintýramennska situr enn í hásæti í þeim sölum. Það getur verið býsna dýrt að hafa slíka stjórnarand- stöðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.