Morgunblaðið - 25.11.1967, Side 10

Morgunblaðið - 25.11.1967, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓY. 1967 Börn safnca fyrir Hallgrímskirkiu Á SUNNUDAGINN kemur mun yng-sta fólkið í Hallgrímssöfnuði í Reykjavík standa fyrir al- mennri 'fjársöfnun til áframhald andi byggingar Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð. Söfnun þessari verður þannig hagað, að í nýbyggingu kirkj- unnar — forkirkjunni — verða GJAFABRÉF HALLGRÍMS- KIRKJU á boðstólum, en þau eru til í 100, 300, 500, 1000 og 5000 kr. upphæðum. Ennfremur verða þar fáanlegir PASSÍU- SÁLMAR sr. Hallgríms Péturs- sonar í enskri þýðingu A. Cook. Bók þessa gaf Hallgrímssöfnuð- ur út á sl. ári í tilefni þess að þá voru 300 ár liðin frá fyrstu prentun Passíusálmanna. Þetta er valin bók til að senda ensku- mælandi vinum erlendis nú fyrir jólin, en þessa dagana er einmitt tímabært að hugsa fyrir slíkum sendingum. Loks verða þama á boðstólum jólakort Líknarsjóðs Hallgrímskirkju, smekkleg kort og mjög ódýr. Líkan Hallgrímskirkju verður til sýnis þarna í kirkjunni á sunnudaginn og hjá því verður sámskotabaukur — opinn fyrir gjöfum, smáurn og stórum til kirkjuby gging arinnar. Gert er ráð fyrir að fólkið í HalLgrímssöfnuði fjölmenni í Hallgrímskirkju á sunnudaginn •— í tilefni prestskosningarinnar — og gefst þá einnig gott tæki- færi til að skoða og styrkja með framlögum framkvæmdir við kirkjubygginguna. Um þessar mundir er verið að steypa neðsta h>luta turnspír- unnar og jafnframt er unnið að uppsetningu fólkslyftu í turnin- um, svo hú fer sá tími væntan- lega að nálgast, að almenning- ur geti notið hins mikla og fagra- útsýnis úr turni Hallgrímskirkju. Húsnæðið á 1. hæð í nyrðri álmu turnsins er nú fullinnrétt- að — eða svo til — og hefir safnaðarsystirin, Unnur Halldórs dóttir, haft þar barnastarf sitt að undanförnu, Biblíufélagið hefir einnig haft þar bækistöð sína síð an á sl. vori og á sunnudaginn verður þarna kjörstaður fyrir prestskosningar í Hallgrímssöfn uði. Síðan mu-n hið nýja Safn- aðarheimili í Hallgrímskirkju verður tekið í notkun fyrir fjöl- berytt, kirkjulegt starf almenna safnaðarfundi, • æskulýðsstarf, undirbúning fermingarbarna, starfsemi Hallgrímskórsins og Kvenfélags og Bræðrafélags Hallgrímskirkju o.fl., auk þess sem þar verða skrifstofur sókn arprestanna og safnaðarsystur. Kapellan í kórkjallaranum verður enn um sinn notuð fyrir guðsþjónustu Hallgrímssafnaðar eða a.rn.k. þar til lokið er innri frágangi á suðurálmu 1 .hæðar turnsins. Ánægjulegum áfanga við kirkjubygginguna er nú náð með tilkomu hins nýja Safnaðar heimilis — en betur má — því mikið verk og kostnaðarsamt er framundan við að fullgera Hall- grímskirkju. Nú er sérstaklega heitið á fólkið í Hallgrímssöfn- uði að minnast kirkju sinnar á sunnudaginn kemur — einnig með fjárframlögum til kirkju- byggingarinnar. Reykjavík, 24. nóv. 1967. Byggingamefnd Hallgrímskirkju Matthías Á. Mathiesen formaður þingmannasamlaka NftTO Brússel, 24. nóvember, NTB. MATTHÍAS Á. Mathiesen, al- þingismaffur, var einróma kjör- inn formaffur þingmannasamtaka NATO á fundi samtakanna í Brussel í dag. Tveir affrir íslenzk ir þingmenn sitja fundinn, þeir Matthías Á. Mathiesen. Friffjón Þórffarson og Jón Skafta son. Bandarískur þingmaður, Mend ell Rivers, lagði til á fundinum í dag, að Spáni yrði veitt aðild að NATO, en margir aðrir ræðu- menn gagnrýndu tillöguna harð- lega, þeirra á meðal Erik Kragh úr danska íhaldsflokknum, sem taldi að Spánverjar gætu ekki tekið þátt í samstarfi NATO. Ef taka ætti þetta mál til umræðu verður að undirbúa það vand- lega, bætti hann við. Rivers gagnrýndi Frakka harð lega og sagði, að spánska stjórn- in væri hreinskiptari gagnvart Bandaríkjamönnum en fransk-a stjórnin. Hann sagði, að ef Spán- verja hefði ekki notið við væri ástandið við Miðjarðarhaf enn hörmulegra en það væri nú. Hann harmaði að bandarískir her menn væru flæmdir burtu úr Frakklandi. aðeins nokkrum ár- um eftir að bandarískir hermenn fómuðu lífi sínu fyrir frelsi Frakklands. Nokkrar ályktanir voru sam- þykktar á fundinum í dag, með- al annars ein, þar sem herfor- ingjastjórnin í Grikklandi er gagnrýnd fyrir að fótumtroða lýð ræði, frelsi og mannréttindi. Skorað er á öll aðildarríki NATO, að beita öllum tiltækum ráðum til að leggja fast að grísku stjórn inni, að endmreisa lýðræði og þingræði í landinu. BRIDGE EFTIR fjórar umferðir í úrslita- keppni Bridgefélags Reykjavík- ur er staðan þessi: 1. Símon Símonarson Þorgeir Sigurðsson +184 2. Jón Ásbjörnsson Karl Sigurhjartarson +149 3. Óli M. Guðmundsson Páll Bergsson +118 4. Steinþór Ásgeirsson Vilhjálmur Sigurðsson + 92 5. Halla Bergþórsdóttir Kristjana Steingrímsd. + 77 6. Ásmundur Pálsson Hjalti Elíasson + 72 7. Jóhann Jóhannsson Gunnl. Kristjánsson + 50 8. Benedikt Jóhannsson Lárus Karlsson + 43 9. Sigurður Helgason Jón Arason + 40 10. Guðlaugur Jóhannsson Guðmundur Pétursson + 24 Næsta umferð verður spiluð á miðvikudagmn og hefst kl. 20. Dr. Jóhannes Nordal les tilkynningu Sefflabank ans um lækkun á gengi íslenzku krónunnar í gær á fundi meff fréttamönnum blaða, sjónvarps og útvarps. Við hliff hans situr Davíff Ólafsson einn af bankastjórum Seðlabankans. — Gengi Framhald af bls. 1 þ.m. var gefin út tilkynning um gengislækkun sterlingspunds/ er næmi 14,3%. Var þá þegar hafin svo víðtæk atihugun sem unnt var á því, hver áhrif þessi geng isbreyting ásamt öðrum, setrn færu í kjölfarið, mundi hafa á efnaibagslega stöðu íslendinga. Var það bráðlega ljóst, að það mundi valda útflutningsatvinnu vegum Islendinga mikilli tekju- rýrnun, ef gengi íslenzku krón- unnar yrði óbreytt. Stafar þetta ekki eingöngu af því, að nœr þriðji hluti út.flutnings íslend- inga fer til landa, er fellt hafa gengi sitt, heldur er mikill hluti annarra viðskipta ákveðinn í sterlingspundum. Má gera ráð fyrir því, að útflutningsatvinnu vegirnir mundu verða fyrir tekjurýrnun það sem eftir er þessa árs og á næsti ári, sem næmi u.m eða yfir 400 millj. kr., ef gengi íslenzku krónunnar héldist óbreytt. Er óihugsandi með öllu við núverandi aðstæð- ur, að þeir gætu tekið á sig elík- ar byrðar, og kom því ekki til greina að breyta gengi íslenzku krónunnar minna en til samræm is við gengislækkun sterlings- pundsins. Úr því fyrir lá þegar af þess- um sökum óhjákvæmileg nauð- syn þess, að skráð yrði nýtt gengi íslenzku krónunnar, hlaut að koma til álita. hvort gengis- lækkun til samræmis við sterl- ingspund væri hin rétta leið með tilliti til.þeirra m-iklu vandamála, sem nú er við að etja í þjóðar- búskap íslendinga. Það hlýtur ætíð að vera grundvallarstefna í gengismálum að leitast við að koma í veg fyrir gengisbreyt- ingar, og skaþa ekki óróa og van trú varðandi verðgildi gjaldmið- ilsins. Sterk rök mæltu gegn því, að tekið yrði upp nýtt gengi krónunnar, nema það yrði þann- ig ákveðið. að það gæti tryggt viðunandi jafnvægi í efnahags- málum og staðið til frambúðar. Væri gerð gengisbreyting, er ekki uppfyllti þessi skilyrði, hefði mátt vænta vantrausts og ótta við frekari aðgerðir í geng- ismálum. er hefðu getað gert lausn efnahagsvandamálanna enn erfiðari en ella. Það sem hér hlaut öðru frem- ur að koma til álita var þróun útflutningsframleiðslu og verð- lags. svo og greiðslujafnaðar, að undanförnu. Er það kunnara en frá þurfi að segja, að í þessunj Járnbrautarslys í Belgíu Brussel, 23. nóv. NTB—Reuter. 'ÞRJÁTÍU og átta manns slös- uðust, er farþegalest ók aftan á flutningalest í grennd við Charleroi í gær. Mikil þoka var, þegar slysið vaið og lestarstjórinn sá ekki stöðvunarljósið. Flestir sluppu með skrámur. efnum 'hafa komið upp á árinu meiri vandamál en Íslendingar hafa staðið frammi fyrir um ára- tugi. Hafa horfur varðandi út- flutningstekjur farið síversnandi síðustu mánuði og veldur því margt svo sem verðfall margra mikilvægustu framleiðsluafurða þjóðarinnar, lokun skreiðarmark- aða og erfið aflabrögð. nú síðast á haustsíldarveiðum vegna þrá- látra ógæfta. Til loka september- mánaðar var útflutningur orð- inn einum fjórða minni en á sama tíma árið 1966, og er útlit fyrir, að samainburðurinn verði enn óhagstæðari, þegar á árið í heild er litið. Hdfur þessi þró- un annars vegar valdið alvar- legri rýrnum í afkomu og fjár- hagsgetu sjávarútvegsins. en hins vegar mjög miklum halla í viðskiptum þjóðarinnar við út- lönd, enda hafði gjaldeyrisstaðan rýrnað um tæpar þúsund milljón ir frá áramótum til októberloka. Samfara hinnj miklu tekjurýrn- un sjávarútvegsins hefur jafn- framt orðið almenn tekjuskerð- ing í þjóðfélaginu, lækkun þjóð- artekna og stöðnun í atvinnumál- um. Stefna sú. sem fylgt hefur ver- ið í efnahagsmálum að undan- förnu, hefur miðað að því að leita lausnar á þessum vanda- málum án lækkunar á gengi ís- lenzku krónunnar. Þótti rétt að freista þess svo lengi sem kost- ur var, þar sem gengisbreyting hlýtur ætíð að hafa ýmis efna- hagsleg vandamál í för með sér. Eftir gengisfellingu sterlings- pundsins varð gengisbreyting krónunnar hinsvegar ekki leng- ur umflúin, og var það skoðun Seðlabankans, að við þær aðstæð ur kæmi ekki annað til mála en að miða hina nýju skráningu hennar við heildaraðstæður í ís- lenzkum þjóðarbúskap, eins og þáer eru nú. Miðar því hið nýja gengi að því, að hægt verði að reka útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar í heild hallalaust og án styrkja úr ríkissjóði. Er jafn- framt að því stefnt, að gengis- breytingin geti haft örvandi áhrif á aðrar framleiðslugreinar, svo sem ýmsar mikilvægar grein ar iðnaðar, sem átt hafa við örðugleika að etja að undan- förnu. Megintilgangur gengisbreyting ar þeirrar. sem nú hefur verið ákveðin. er að skapa bætt skii- yrði til framleiðsluaukningar og verðmætasköpunar, en til þess að honum verði náð, er nauð’syn- legt að framkvæma ýmsar hliðar ráðstafanir, er tryggi grundvöll hins nýja gengis og komi í veg fyir óeðlilega efnahagslega rösk- un. Atburði þó, sem að dómi Seðlabankans hafa gert þessa gengisbreyt’ngu óumflýjanlega, bar brátt að, og hefur tími til ákvarðana verið svo stuttur, að ekki hefur reynzt kleift að kanna til fulls, hverra aðgerða væri þörf í þessu efni. Eru mál þassi nú til galumgæfilegrar at- hugunar, en Seðlabankinn vill þó þegar á þessu stigi taka fram eftirfarandi, er hann telur miklu skipta. í fyrsta lagi er á það að benda, að afkoma ýmissa greina sjávar- útvegsins er mjög mismunandi, og hefur því við gengisbreyting- una fyrst og fremst orðið að hafa hliðsjón af meðalafkomu atvinnuvegarins í heild, en ekki af þeim rekstri, sem sýnir beztu afkomu, né heldur þeim, sem verst er staddur. Af þessu leiðir, að nauðsynlegar verða ráðstaf- anir til tekjuöflunar innan sjáv- arútvegsins, svó og aðgerðir, er miði að endurskipulagningu og endurbótum þess hluta fiskiðn- aðarins, sem haft hefur lakasta afkomu að undanförnu. Jafn- framt er nauðsynlegt, að þetta tækifæri sé notað til þess að koma á öflugum verðjöfnunar- sjóði fiskiðnaðarins, er geti í framtíðinni að nokkru leyti var- ið bæði sjávarútveginn sjálfan og þjóðfélagið í heild gegn á- hrifum sams konar verðsveiflna erlendis og átt hafa sér stað und- anfarið. í öðru lagi er það meginskil- yrði þess, að gengisbreytingin geti haft þau áhrif, sem til er ætlazt og leiðrétt það misræmi, sem myndazt hefur í þjóðarbú- skap íslendinga að undanförnu, að tryggt sé, að ávinningur henn ar eyðist ekki upp að nýju í hækkunum innlends verðlags og kostnaðar. Hér verður að hafa í huga, að óhjákvæmilegt er að leiðrétta þann heildarhalla, sem myndazt hefur í þjóðarbúskapn- um vegna tekjurýrnunar undan- farins árs, með því að samræmt sé að nýju neyzla og fjárfesting annars vegar og raunverulegar þjóðartekjur hins vegar. Seðla- bankinn telur einnig sérstaka á- stæðu til að benda á það í þessu sambandi, að hinir háu tollar, sem greiða verður af mörgum vöruflokkum hér á landi, hafa í för með sér misræmi í verðlagi, sem tækifæri er til að leiðrétta, þegar gengisbreyting á sér stað. Er nauðsynlegt að endurskoðun bolla með þetta fyrir augum verði framkvæmd sem allra fyrst. Að lokum vill Seðlabankinn lýsa þeirri von sinni, að takast megi að halda svo á málum, að ekki eigi sér stað, vegna gengis- breytingarinnar rýrnun á verð- gildi peninga umfram það, sem óumflýjanlegt er. Jafnframt mun hann hefja að nýju viðræður við viðskiptabankana um leiðir til þess að taka sem fyrst upp verð- tryggingu sparifjár á grundvelli löggjafar, sem fyrir hendi er um það efni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.