Morgunblaðið - 25.11.1967, Síða 17

Morgunblaðið - 25.11.1967, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓV. 1967 17 Hvað segja þeir í fréttum? „Aukin aðsókn að þjóðleikhúsinu Viðtal við Þ|óðleikhússt|óra9 Guðlaug Rósinkranz A NORÐURLÖNDUM er starf- andt Samband leikhússtjóra. Sambandið hélt fund í Stokk- hólmi 6. og- 7. nóv. sl. Samband- ið er hagsmunafélag leikhúsa og tekur fyrir þau mál er snerta hinn almenna rekstur leikhúsa. Þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur Rósinkranz sótti fundinn og hittum við hann að máli og inntum frétta af fundinum og ferð hans. — Hvaða mál voru helzt rædd á fundinum? — Það var t. d. rætt um greiðslu fyrir leikrit og var staðfest fyrri samþykkt um að borga 8% af brúttótekjum leik- sýninga erlendra leikhúsverka og er það sama prósenttala og hefur verið undanfarin ár. í sambandi við óperettur og aðra söngleiki hefur ákveðin greiðsla verið á reiki, eða allt frá 8—14% og einstaka hafa borgað upp í 18%. Nefnd var sett á lagirnar til að koma þessu máli á fastan grundvöll. Á Norðurlöndum er mikill áhugi á þessari teg- und af leikhúsverkum, þannig, að það er mjög nauðsynlegt að hafa þessi mál á hreinu, því fjár- hagsvandræði er stórt vandamál hjá leikhúsum. — Berið þið saman bækur ykkar varðandi leikhús? — Já, það eru gefnar skýrsl- ur frá leikhúsunum í hverju landi fyrir sig. í Svíþjóð virð- ist mestur áhugi fyrir leikhús- um og t. d. í Stokhólmi eru 12 leikhús, sem öll ganga bærilega. Annarsstaðar virðist hafa minnk áð aðsókn t. d. í Noregi og Dan- mörku, en í Finnlandi er þetta mjög misjafnt, því að sum ganga vel og önnur illa. Þau leikhús sem flytja verk á sænsku eiga í erfiðleikum vegna þess að sænskumælandi fólki í Finnlandi fækkar stöðugt og telur nú aðeins 7% íbúanna. Svía leggja mikið fé í leikhús, enda ber það góðan árangur. Ein af nýjungum Svia til þess að hæna leikhúsgesti er að selja ársmiða að leikhúsunum og þetta hefur aukið aðsókn töluvert. Einnig senda þeir leik- flokka út um landið og leik- flokkar eru látnir sýna í almenn- um bókasöfnum og einnig bóka- söfnum skólanna. Aðgöngumfðar á þessar sýningar í bókasöfnum eru mjög ódýrir, kosta um 15— 20 kr. íslenzkar. Á þess'um sýn- ingum eru sýnd bæði sígild verk og nútímaverk. Einnig hafa leikhús og bókasafnsleikflokkar gefið áhorfendum tækifæri á að ræða um leikhúsverkið og er þá gjarnan viðstaddur sérfræðing- ur í leiklistarsögu. Með þessu móti hefur Svíum tekizt að halda leiklistaráhuga Svía mjög vel vakandi og fólkið virðist sjá að leikrit eru hluti af andlegri fæðu, sem það þarf að fá. Sænska ríkið borgar höfundi, sem fær nýtt verk sitt fært upp, kr. 4000 þús. sænskar. Leikhús- in velja aúðvitað verkin, en rík- ið borgar síðan styrkinn. — Eru ekki fjölbreytilegar sýn ingar á sviðum leikhúsa á Norðurlöndum um þessar mundir? — Jú, það má segja það, ég sá nú tíu leikritasýningar í Stokhólmi, Kaupmannahöfn og í London til þess að fá smá yfir- lit yfir það sem var verið að sýna í þessum borgum. Þessi nýju leikrit, sem er verið að Sænska söngkonan Stina Britta Melander mun syngja aðalhlut- verkið í „Brosandi land“, sem sviðsett verður í vetrarlok. sýna finnst mér léleg og höf- und'um þeirra virðist ekki liggja neitt á hjarta, þau virðast að- eins vera skrifuð til þess að leik- húsið geti sýnt eitthvað, án þess að nokkur boðskapur sé þar á bak við. Þau segja fátt, eru klámfengin og djarfar leikmynd- ir, beinlínis ruddaleg án tilgangs. En þetta virðist vera andinn, djarfar sýningar og eilífar glæpa myndir. Þetta er slæm stefna og getur haft slæm áhrif út á við. Á meðan ég dvaldist í Kaup- mannahöfn voru framin þrjú morð og fimm bankarán. Ég spurði gagnfræðaskólakennara um málið og hann sagði: „Er þetta nokkur furða er ekki sjón- varpið alltaf að kenna borgur- unum þetta með stöðugum glæpamyndasýningum". — Voru ekki einhver leikhús- verk, sem komu til greina fyrir Þjóðleikhúsfð? — Nokkur leikhúsverk komu til greina og það er verið að athuga möguleika á að fá þau hingað. Bæði í London og Stokk hólmi er verið að sýna enskt leikrit, gamanleik, sem gerist í London. Þa*ð er eitt af þessum djörfu, en ekki ógeðslegt og það gengur vel. „There is, að girl in my soup“, heitir það og er eftir ungan enskan höfund. Svo er leikrit, sfem hefur verið mikið' umtalað og þykir eitt það bezta í London. Það fjallar um líf Eichmanns og heitir „The man in the glassbooth", eða ,maður- inn í glerbúrinu", og er eftir Robert Shaw. Þetta er alvarlegt leikrit, dálítið óhugnanlegt, en vel sett upp og sérkennilega af rithöfundinum Harold Pinter. Einnig er verið að sýna framúr- skarandi góðan söngleik ame- rískan, sem heitir „Sveet chari- ty“, en er því miður of stórt verk fyrir okkar leikhús. Það eru 32 leikarar og 20 dansarar í því. Þa'ð er verið að semja um sýningarréttinn á tveim fyrst nefndu leikritunum og hugsan- legt að minsta kosti annað þeirra verði sýnt næsta vetur. Það virð- ist vera vinsælt að sýna þessa léttu gamanleiki og þeir eru sýndir jöfnum höndum með klassisku leikritunum í hinum gömlu virðulegu leikhúsum Evr- ópu. í London sá ég leikritið, „Dagbók frú Wilsons", en það er græskulaus gamanleikur, en stundum.er gamanið þó nokkuð grátt. Þar eru Wilson og hans samstarfsmenn teknir fyrir og koma þar ýmsir við sögu m.a. kemur George Brown þar í heim sókn og veður mikið. — Hvaða óperettu er verið áð sýna á Norðurlöndum? — Hjá Óperunni í Stokkhólmi, t.d. vac verið að sýna Svana- vatnið, en leikhúsið hefur mjög góða starfskrafta fastráðna, m.a. Rudolf Nurejev og Erik Bruhn. Margit Fontayn og Rudolf Nu- rejev og Erik Bruhn. Margit Fontayn og Rudolf Nurejev döns uðu aðalhlutverkin í Svanavatn- inu á tveim sýningum og sög'ðu blöðin að dýrustu hTiðarnir á sýninguna hefðu komizt upp í 1600 kr. ísl. Nurejev virðist hafa eitthvað sem aðrir dansarar hafa ekki. Það var viðtal við Nurejev í einu sænska dagblaðinu, þar sem hann gagnrýnir ballett- flokka á Norðurlöndum. Hann segir, að dansararnir leggi sig ekki nógu mikið fram og hafi að sumu leyti of mikið félagslegt öryggi, þeir séu á föstum launum og fari á eftirlaun snemma, kon- urnar 37 ára og karlmennirnir 41 árs. Erik Bruhn sagði, a'ð þetta gæti vel verið rétt og það væri of mikið ríkjandi þessi hugsunarháttur í velferðarþjóð- félaginu, að fólk væri svo upp- tekið í sínu einkálífi að það leggði sig ekki fram í listinni vegna margvíslegra vandamála hversdagslífsins. Nurejev sagði, að þegar hann dansaði, þá legði hann sig allan fram“. „Fólkið hefur borgað fyrir sýninguna", sagði Nurejev, „og það á heimt- ingu á að ég geri mitt bezta, mín vandamál eiga ekki að bitna á fólkinu. Spurningin er bara, hvað get ég gert á sviðinu“? — Hvað um aðsókn að Þjóð- leikhúsinu? — Okkar leikhús virðist nokk- uð vel sótt miðað við leikhúsin í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og miklu betur nú í ár en í fyrra. Ég tel að fólk sé að jafna sig á sjónvarpinu og t. d. eru 3000 fleiri Ieikhúsgestir í Þjóðleikhús- inu, nú í haust, en á sama tíma í fyrra, en það tímabil er aðeins tveir mánuðir. Það eru þrjú leik- rit í gangi. ítalskur stráhattur, sem gengur mjög vel, Jeppi á Fjalli og Galdra-Loftur, sem ganga einnig ágætlega. Tvö leik- rit eru í æfingu, Þrettándakvöld- ið eftir Shakespeare, sem verður frumsýnt á annan í jólum. Leik- stjóri á Þrettándakvöldinu er Benedikt Árnason og Una Col- lins gerir mjög nýstárleg leik- tjöld og svo er verið að æfa íslandsklukkuna og hún kemur væntanlega upp um miðjan jan- úar. Síðasta verkefnið á leikár- inu er óperettan „Brosandi land“ eftir Lehar, en þar syngur Stína Britta Melander aðalhlutverkið. Stína Britta er íslendingum að góðu kunn frá því hún söng Kátu ekkjuna fyrir 12 árum og Gildu í Rigólettó á 10 ára af- mæli Þjóðleikhússins. Ólafur Jónsson kemur frá Lúbeck í Þýzkalandi til að syngja í óper- ettunni „Brosandi land“, og Sven Áge Larssen mun setja verkið á svfð. en hann setti síð- ast upp hér „My Fair Lady“. — Eru nokkrir erlendir leik- flokkar væntanlegir í heimsókn til Þjóðleikhússins? — Það er von til þess að Gull- berg ballettflokkurinn, sænski, komi hingað í heimsókn. Flokkn- um er stjórnað af hinni frægu sænsku ballettkonu, Birgit Gull- Guðlaugur Rósinkranz berg. Ef fæst styrkur frá Menn- ingarsjóði Norðurlanda mun ball ettflokkurinn koma hingað í febr úar n. k. og hafa tvær sýningar. A.J. Fjölbreytt hefti lceland Review NÉTT hefti af tímaritinu Iceland Review er komið í bókabúðir. Er það fjölbreytt að efni og vand að að frágangi eins og alltaf áð- ur, skreytt miklum fjölda ljós- mynda bæði svart-hvítra og í litum. Af helzta efni má nefna grein um íslenzku börnin eftir Alan Boucher með teikningum eftir Baltasar og fjölmörgum mynd- um eftir ýmsa ljósmyndara. Þá skrifar Elsa E. Guðjónsson um íslenzka þjóðbúninginn. Er það sögulegt yfirlit og lýsing á ýms- um einstökum hlutum íslenzkra kvenbúninga, hvernig þeir hafa þróazt allt til vorra daga. Grein- inni fylgja bæði Ijósmyndir og teikningar frá ýmsum tímum. Er þetta kærkomið lesefni þeim sem áhuga hafa á íslenzkum sið- um og þjóðlífi, því hingað til hefur sáralítið verið skrifað um íslenzka búninga á erlendum tungumálum. í ritinu er löng grein um haust ferð í Þórsmörk og fylgja henni fjölda mynda, bæði í litum og svarthvítu. Er þessi grein eftir Pétur Karlsson. Þá skrifar Carolina Gunnars- son um gjöf Vestur-íslendinga til Kanada á 100 ára afmæli landsins í sumar, um athöfnina sem þar fór fram að viðstödd- um mörgum mikilsmetnum mönn um. Hallberg Hallmundsson skrif- ar viðtal við Hannes Kjartans- son, sendiherra Islands hjá Sam- einuðu þjóðunum og grein er eftir Jón Jónsson, fiskifræðing, um áhrif fiskveiðanna á mikil- væga fiskstofna í hafinu um- hverfis landið. Fylgja þessari grein góðar upplýsingar um þróun veiðanna undanfarna ára tugi og áganginn á stofnanna. Prófessor Gabriel Turville- Petre skrifar um íslenzkunám í brezku háskólum, en Turville- Petre er einn af fremstu fræði- mönnum á því sviði. Þá segir Iceland Review frá hinu nýja rannsóknaskipi Árna Friðriks- syni og Gösta von Matern skrif- ar um íslenzka síld á sænskum markaði, þróun innflutningsins til Svíþjóðar á undanförnum ár- um og mat Svía á íslenzku síld- intii. Ennfremur birtir ritið all- margar uppskriftir sænskra rétta úr íslenzkri síld. Sagt er frá prjónastofunni Heklu á Akureyri, almennar fs- landsfréttir eru í ritinu, frétta- þáttur frá sjávarútvegi, bóka- þáttur, fróðleikur um ferðamál og fleira. Iceland Review er sem kunn- ugt er gefið út á ensku til þess að auka kynni og sambönd fs- lands og fslendinga í útlöndum. Með þessu hefti hefst 5. ár út- gáfunnar, sem frá upphafi hef- ur verið í höndum Haralds J. Hamars og Heimis Hannessonar. Káputeikningu þessa heftis gerðu Barbara Stasch og Gísli B. Björnsson, en hann sá enn- fremur um útlit ritsins. Á undanförnum árum hefur fjöldi fólks jafnan sent Iceland Review til vina og kunningja er- lendis fyrir jólin og fleiri og fleiri senda erlendum kunningj- um ársáskrift i jólagjöf. Getur útgáfan annazt slíkt fyrir send- endur. Krists-mynd Dreiers loks- ins gerð... ? Kaupmannahöfn, 24. nóv. NTB KVIKMYNDASJÓÐUR danska ríkisins hefur lýst sig reiðubúinn a» leggja þrjár milljónir danskra króna til þess að láta gera kvik- mynd um KRIST eftir handriti Carls Th. Dreiers. sem legið hef- ur tilbúið til kvikmyndunar frá því árið 1949. Dreier, sem nú er 78 ára að aldri. vill gjarnan stjórna kvik- myndinni sjálfur, en ekki er vit að hvaða félag tekur að sér að gera myndina. Eigandi kvik- myndafélagsins LATERNA. Mog ens Skot-Hansen, hefur þegar lýst sig reiðubúinn til þess- en ekkert hefur verið ákveðið enn- þá. Kvikmyndasjóðurinn styrkir einungis dönsk kvikmyndafélög, svo að erlend koma ekki til greina. Talið er, að milljónirn- ar þrjár dugi fyrir um það bil tveimur þriðju hlutum kostnað- ar við gerð myndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.