Morgunblaðið - 17.12.1967, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.12.1967, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES^ 1967 3 MONET OG IMPRESSIONISMINN FYRIR nokkrum dögum seldist á uppboði hjá upp- boðsfyrirtækinu Christie’s Lundúnum málverk eftir franska impressionistann Claude Monet. Málverkið, sem nefnist „La terasse á Sainte-Adresse“ keypti lista verkasalinn Geoffrey Agn- ew á 81 millj. kr. Það var málað fyrir réttri öld, þeg- ar listamaðurinn svalt undir súð í París. Á sínum tíma seldi hann málverkið á 17 pund. Agnew telur þetta listaverk eitt hið feg- ursta eftir franskan impress ionista, sem ekki er í eign opinberra safna. Monet var brautryðjandi í málaralist á sínurn tíma og ekki úr vegi að riifja lítillega upp ævi háns og starf nú þeg- ar lisf hans hefur vakið slíkt umtall og eftirtekt. Claude Monet var leiðtogi þeirra listamanna, sem um miðja 19. öid tóku upp á því að mála undir berum himni •— flurttu listina úr vinnustofun- um, ef svo má segja — og hann var einn helzti förvígismaður impressionismans. Hann fæddiist í París 14. nóv ember 1840. Fimm árum síðar flutti fjölskylda hans til Le Havre. Þegar í barnæsku iðk- aðd hann helzt að teikna skop- myndir af kennurum sínum. Fimmtán ára gamall hafði hann getið sér nokkurn orð- stír sem snjall grínmyndateikn ari og vann sér þannig inn lít- ilsháttar tekjur. Monet var einlægur og ákaf- ur nát.túrudýrkandi, en það var ekki fyrr en hann kynnt- ist Eugéne Boudin, sjávarmál- aranum frá Honfleu.r, að hann hóf að festa haf og himinn á léreft. Monet hélt til Parísar 1859. Þar sá hann málverík Charles Daubigny og Constant Troyon og varð fyrir töluverðum óhrif um af þeim. Það olli fjölskyldu hans sárurn vonbrigðum, er hann neiitaði að láta skrá sig til náms í Listaskólanum, Éc- ole des Beaux-Arts, en var tíð- ur gestur á samkomum þrosk- aðra listamanna og starfaði við svissnesku akademíuna, þar sem hann kynntiisit Camille Pissarro. Hvað srierti þjálfun og undirbúning undir ævistarf- ið fór Monet eki| troðnar slóð- ir, en þráðurinn slitnaði, er hann var kvaddur í herinn í Alsír. Hann hreifsf af litbrigð- um og ljósi N-Afríku og gæt- ir þess í málverkum hans frá þessum tíma. Monet veiktist í hernum og sneri heim til fjöl- skyld sinnar í Sainte-Adresse í grennd við Le Havre. Sainte- Adresse var sá staður, sem hann leitaði til þegar hungur og fjárskortur svarf að honum í París og á þessum árum mál aði hann sína frægu mynd. Hann tók á nýjan leik að fás't við hugstætt yrkisefni sitt: haf ið, ásamt Boudin og nú hitti hann hollenzkan bróður sinn í listinni, Johann Jongkind. Síðla 1862 hélt hann aftur til Parísar og í híbýlum meistar- ans Charles Gleyre kynntist hann listamönnunum Frédéric Bazille, Alfred Sisley og Aug- uste Renoir. Þessir listamenn lentu í deiíum við meistara sinn, Gleyre, og héldu til Font ainebleau-skógarins í þessum skógi við Chailly, málaði Mon- et þremur árum (1865) síðar eitt meistaraverka sinna „Le Déjeuner Sur l’Herke", í anda Le terasse á Sainte-Adresse Edouard Manets og Gustave Courbets, en Monet þekkti þá báða og dáði lisf þeirra. Þar sem listaverk Monets var í samræmi við velsæmis- reglur franskra góðborgara á þeim tíma var málverk Manets með sama nafni — einnig mál að í Fontainebleau-skóginum — öllu djarfara og vakti því- líka andúð og hneyksli, að Manet varð að hrökklast úr landi um tíma. Málverk hans sýnir nakta konu á fcali við tvo prúðbúna herramenn. Þetta fræga málverk í anda impress- ionismans var sýnt í Salon des Refusós 1863 og sjálfur keisar- inn lýsti því yfir, að það væri „óisæmilegt". Það var á þessu tímabili, sem Claude Monet uppgötvaði jap- anska list, „dekóratíva" flatn- eskju, sem átti eftdr að hafa mikil og víðtæk áhrif í þróun nútíma málaralistar í Frakk- landi. Listþroski. Árið 1872 hafði Monet náð fullum tökum á list sinni og stefna hans var augljós. Hann hafði setzt að í þorpi á Signu- bökkum, Argenteuil, með konu sinni Camille og fimm ára gömlum syni, Jean. List hans hafði náð fullum þroska og hann hafði hitt málverkamiðl- arann Durand-Ruel, sem tók hann að sér. Hann hafði málað í ljósaskiptunum í Le Havre og Honfleur, í Englandi og Hol- landi, á Signufljóti og í skóg- unum. Hann var einnig þekkt- ur fyrir manna- og kyrralífs- myndir sínar. Árið 1867 lauk hann við mikið listaverk, „Kon ur í garðinum“, sem að öllu leyti var málað undir berum himni. Þetta málverk er hið fyrsta sinnar stærðar, sem málað er eingöngu utan dyra. Byltingar- kennt yfirbragð þess var svo augljóst, að myndlistarfrömuð- ir neituðu að sýna það í París árið 1867. Monet fékk hug- myndina að mólverkinu frá ljós mynd og eiginkona hans, Cam- ille, var fyrirsæta allra þeirra kvenna, sem verkið sýnir. Á þennan hátt opnaði Monet dyrnar að spánýjum heimi myndlistar, heimi fagurra garða að vori, hljóðlátum síð- kvöldum borgaranna og í þessu andrúmslofti blómguðust beztu verk impressionismans og þau verk, sem eru mest einkenn- andi fyrir þessa skammlífu stefnu. „Konur í garðinum" innsigluðu, ef þannig má að orði komast, dauðadóminn yfir hefðbundnum skilningi á ljósi og formi. f tæru sólskini leiftra á andlitunum bláir og grænir skuggar og skuggamyndir kvennanna fljóta í ljósvakan- um meðal blómanna og miðla þessari ljósflæðiparadís lífi og yndisþokka — þannig er þetta listaverk Monets. Með þessu snilldarverki tryggði Monet sér sæti meðal meistara im- pressionismans — og hefðu þó önnur málverk hans nægt til að halda nafni hans á lofti í sögu myndlistarinnar. Ásamt Pissarro hélt Monet til Lundúna árið 1870 og dvald- ist þar í eitt ár. Kveikjan að þessu ferðalagi er sérstaks eðlis og skal ekki rakin hér. f Lund- únaheimsókn sinni sá Monet útilífsolíumyndir John Constabl es og rómantískar landslags- myndir J. M. W. Turners. Sér- staklega höfðaði Turner til frönsku impressionistanna og síðar hylltu þeir hann sem meistara. Á þessum tíma var Monet í félagsskap manna, sem mörg- um myndlistarmanninum r.ú þætti öfundsverður, það voru listamennirnir Manet, Pissarro, Sisley, Cézanne, Guillaumin, Morisot og Renoir. Menningar- yfirvöld Parísarborgar neituðu mörgum þessum listamönnum um að halda samsýningu í Lista höllinni í París 1874. Þeir leigðu sér annan sýningarsal og vakti sýningin mikla eftir- tekt, þó ekki í jákvæðri merk- ingu þess orðs. Á þessari sýn- ingu var málverk Monets, sem bar heitið „Sólarupprás: im- pressiori". Franskur blaðamað- ur notaði orðið „impression“ í háðungarskyni í skrifum sínum um sýninguna. Þetta nafn varð brátt á allra vörum, fyrst sem hrfjóðsyrði en festist brátt við stefnuna sem terminus techni- cus um allan heim yfir fyrstu byltingarhreyfinguna í nútíma málaralist. Fyrir þetta eina mál verk var Monet hafður að spotti og aðhlátri i meira en tólf ár. Nú þykir verkið ekki lengur sérkennilegt né nútíma- legt. Það hefur gegnt sínu hlut- verki og á nú heima í safni lið- ins tíma. En sæti þess í lista- sögunni er tryggt. Málað á Signu Á sjöunda tug 19. aldarinnar var það fljótið fremur en haf- ið, sem var Monet að yrkisefni. Fram'haid á bis. 4. Le déjeuner sur l’Herbe: Monet Le déjeuner sur l’Herbe: Manet

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.