Morgunblaðið - 17.12.1967, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.12.1967, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES. 1967 Alveg ný skriftækni Við hugsuðum sem svo: Þar sem kúlupennar eru mest notaðir allra skriffæra í heiminum, er þá ekki hægt að smíða kúlupenna, sem er fallegri í lögun og þægilegri í hendi, nákvæmlega smíðaður — með öðrum orðum hið fullkomna skriffæri. Svo var hugmyndin undir smásjánni árum saman. — Síðan kom árangurinn. 6-æða blekkúlan, sem tryggir jafna blekgjöf svo lengi sem penninn endist. Og til viðbótar hin demantharða Wolframkúla í umgerð úr ryðfríu stáli, Ekki má þó gleyma blekhylkinu, sem endist til að skrifa 10.000 metra langa línu. Að þessu loknu var rannsakað á vísindalegan hátt hvaða pennalag væri hendinni hentugast Þá var fundið upp Epocalagið. Ennþá hefur ekkert pennalag tekið því fram. REYNIÐ BALLOGRAF- EPOCA OG ÞÉR HAFIÐ TILEINKAÐ YÐUR ALVEG NÝJA SKRIFTÆKNI J3aí£OGRAJF epoca Sænsk gæðavara, sem ryður sér til rúms um víða veröld. Umboð: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H.F. Konur í garðinum. (Brot) — Monet... Framhald af bls. 3. aldamótin voru máluð á Signu. Camille Monet lézt árið 1880 og eiginmaður hennar fluttist til Giverny með seinni konu sinni, Alice Hoschedé, árið 1883. I Giverny læsti Monet í kerfi aðferðir sínar við að þróa all- margar „stúdíur" af sömu fyrir mynd í myndaröð, eftir breyti- leik ljóssins, samkvæmt þeim formála impressionista að Ijós- ið kæmi fyrst en síðan fyrir- myndin er ljósið uimlék. Frægust þeirra verka, sem kennd eru við Giverny, eru „vatnagarðarnir", sem Monet málaði með Epte-fljótið að fyr- irmynd. Áður en langt um leið var hægt að finna málverk Monets af vatnaliljum, írisblóm um og pílviðum í flestum meiriháttar listasöfnum heims- ins. Síðustu ár sín helgaði hann þessu „vatnalandslagi" þrátt fyrir þverrandi sjón. í fyrri heimsstyrjöldinni ákvað Monet að vinna að mál- verki til að færa frönsku stjórn inni að gjöf, og var hann hvatt- ur til þess af vini sínum, stjórn málamanninum George Clem- enceau. Monet lézt 5. desemiber 1926 áður en hann lauk við listaverkið, en næsta vor var röð stórra máiverka af garðin- um sett upp í ávölu sölunum tveimur í Tuilerie-höllinni. Impressionisminn. Impressionistarnir sóttust eftir því að festa á léreft skynjun andartaksins og miðla bneytileik hlutanna í hverfulleik Ijóssins. Stefn- an sjálf, impressionisminn, á sér rætur í natúralismanum. Málarar uppgötvuðu í fyrsta sinni, að himinninn var ekki endilega blár og tréð ekki grænt eða kýrin rauð. Þeir tóku eftir því, að sólin gefur himninum gulan litblæ og að í sólskini felur háifrökkvaður skógarlundur í séf næstum allt litrófið. Hitt er annað mál, að impressionistarnir uppgötvuðu ekki þessi fyrirbrigði náttúr- unnar í einni svipan. í Frakklandi hófst 19. öldin með ófrjórri klassískri endur- nýjun, þar sem voru kaldar en vandvirknislegar myndir Dav- ids og Ingres. En þá kom skyndilega fram á sjónarsviðið hinn snilligáfaði Delacroix. Verk hans voru öllu mannlegri. í höndum hans varð klassísk dráttlist leikræn — stundum dramatísk — og ’hann ruddi brautina fyrir impressionis- mann sem leit dagsins ljós hálfri öld síðar. í Englandi var Constable farinn að íhuga margvísleg tilbrigði jarðarinn- ar og meðferð Turners á lit- um var þrungin bakþönkum og undirhyggju. Vatnslita- myndir hans voiu að vissu leyti undanfari þess kvenlega samræmis sem gætir í myndum Monets. Árið 1885 rituðu frönsku im- pressionistarnir bréf til for- stjóra Grosvenor-listasfansins, þar sem þeir lýstu almennum tilgangi hins nýja skóla í mál- aralist: „Hópur franskra málara, sem sömu fagurfræðilegu áhugamál tengja saman, sem barizt hafa í tíu ár gegn viðteknum venj- um og hefð — náttúrustæling- um — sem af ástriðu hafa 'helg- að sig túlkun realískrar hreyf- ingar og flóttafyrirbrigði ljóssins, geta ekki gleymt því, að einn var sá sem fór á und- an þeim, hinn mikli meistari enska skólans, afburðamaður- inn Turner“ Tæknin. Vísindalegur grundvöllur fyrir myndlist Mor.et og sam- herja hans var einfaldlega þessi: Litblanda, sem lögð er flöt með pensli, er aldrei eins lífræn né ljómandi og deplar eða gárar frumliianna, sem í blöndunni voru, lagðir hlið við hlið á striganum og renna sam an í nethimnu augans í réttri fjarlægð: divisionismi. Margt það, sem eldri meist- arar myndlistarir.nar höfðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.