Morgunblaðið - 17.12.1967, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES, 1967
5
tekið gott og gilt hvarf í bylt-
ingu litarína. Línur bráðnuðu,
skuggam.yndir hurfu, formið
týndist í andrúminu. En unn-
endum myndlistar nægði þetta
ekki til langframa. í samstill-
ingu, sambræðingu ljóas og
skugga, sem impressionistarnir
gerðu að takmarki sínu er sakn
að forms, uppbyggingar, mið-
þyngdarstaðar. Impressionist-
arnir höfðu náð meistaratökum
á litunum, eftirkomendum sín-
um til gagns og gleði, en þeir
höfðu týnt niður skipulaginu.
Frumkvöðlarnir voru Monet
og Pissarro og Monet var fræg-
astur meistaranna. Málverk
hans eru nú í öllum stórum
listaverkasöfnum heims.
Monet leysti í sundur litina,
uppgötvaði nýjar hliðar nátt-
úrunnar, og miðlaði okkur
ferskri fegurð hugnœmustu
hliða náttúrunnar.
í samfélagi nútímamálara,
modernistanna, þeirra sem
telja sig tilknúða að setja á lér-
eft þúsund hliðar fallvaltleik-
ans, virðist Monet kraftlaus.
Hitt er annað mál, að hann var
einn þeirra snillinga, sem af
innblásnum listgáfum og vægð
arleysi sneri baki við viðtekn-
um hugmyndum, sígildum
kenjum klassísku málaranna,
og ruddi braut list dagsins í
dag.
(Heimdldir: Men of Art:
Thomas Craven, 1940. Mod-
ern Art: Sami höfundur,
1940. Impressionismi: Jean
Leymarie. E. Brittanica).
SÍÐASTA ORUSTAN
Dr. Hakon Stangerup
SIÐASTA ORUSTAN
eftir Cornelius Ryan.
Hersteinn Pálsson þýddi.
Bókaútgáfan Fifill.
B E R L í N hefur verið einstæð
borg á okkar dögum, eða síðan
heimsstyrjöldinni síðari lauk —
klofin í tvennt og með skilvegg
á milli, múrnum fræga, en ráða-
menn í hvorum hluta svarnir
fjandmenn þótt samlandar eigi
að teljast. Margir hafa talið það
mikið vorkunnarmál, að landið
er skipt í tvö ríki, en þó er það
alls engin ný bóla, fá lönd hafa
orðið eins oft fyrir slíkum ör-
lögum, hefur landið raunar verið
ekki aðeins tvískipt heldur marg
skipt á fyrri tímum, og eru þeir
að vísu ófáir, sem telja slíkt öllu
tryggara til að friður haldist
frekar í álfunni. En skipting
Berlínar í tvennt gegnir talsvert
öðru máli og hefur skapað, væg-
ast sagt, ankannalegt og grát-
broslegt og iðulega hryggilegt
ástand íbúum borgarinnar, borg-
arhlutanna, sem kenndir hafa
verið við austur og vestur, til
aðgreiningar, þótt aðrir en sjálf-
ir borgarbúar hafi talað og skrif-
að af meira ofstæki en viti um
þessa borg og fólkið þar frá því
er stríði lauk. En, hvað um það,
þetta einkennilega ástand er
sprottið af því, að herir banda-
manna úr austri og vestri mætt-
ust á þessum slóðum, er þeir
gengu milli bols og höfuðs á
Þriðja ríkinu svonefnda, og tók
svo hver sinn skikann til her-
setu, hernámssvæðin fjögur.
Margar eru þær orðnar bækurn-
ar, sem settar hafa verið saman
og útgefnar um styrjöldina í Evr
ópu, sem átti að verða sigur-
ganga nazistanna þýzku til heims
yfirráða og þúsundáraríkis, en
varð þeirra banabiti eftir tólf
ára tilveru. Og álíka margt hefur
verið sinnið og skinnið þeirra
höfunda, sem fjallað hafa um
þessi mál, en meðal þeirra hafa
verið sagnfræðingar og herfræð-
ingar, herforingjar og óbreyttir
hermenn, rithöfundar og blaða-
menn. Úr hópi þeirra síðast-
nefndu er höfundur bókar, sem
Sfangerup féhk Holbergs-
verðlounin
NÝLEGA — á fæðingardegi
Holbergs — voru bókmennta-
verðlaun, sem við hann eru
kennd, heiðursmerki og 5900
danskar krónur, veitt prófessor
dr. phil. Hakon Stangerup.
Menntamálaráðiherra Dana,
Bodil Kodh, afhenti verðlaupin,
og við þá atbíöfn flutti prófessor
Oluf Friis ræðu og gerði grein
fyrir v&rðlaunaveitingunni.
Samkvæmt reglugerð þar um,
ber að veita verðlaunin skáldi
eða vísindamanni, og að þessu
sinni varð vísindamaður fyrir
valinu, og vísaði Oluf Friis í
dloktorsiritgerð Stangerups,
„Romanen i Danmark í det 18.
Srhundrede“, en þar er m.a. í
fyrsta sinn skáldsaga Holbergs
„Nils Klim“ skilgreind frá fag-
urfræðilegu sjónarmiði, og gerð
grein fyrir afstöðu Hollbergs til
skáldsagnaritunar. Einnig vísaði
Friis til bókarinnar um danska
ljóðskáldið „Schack-Staffeldt"
og hins mikla ritverks Hakonar
Stangerup „Kulturkampen“,
sem fjallar um bókmennta- og
menningarbyltinguna, sem stóð
yfir í Danmörku á síðustu ára-
tugum 19. aldarinnar, en áhrifa
hennar gætti einnig hér á landi.
Holbeirg-verðlaunin eru hin
mesta viðurkenning, sem veitt
eru á sviði bókmennta í Dan-
mörku, og það mun gleðja hina
mörgu vini prófiessors Stanger-
up hér á landi, að hann hefur
hlotið þennan 'heiður.
Cornelius Ryan.
bókaútgáfan Fífill hefur nýverið
gefið allmyndarlega út í ís-
lenzkri hýðingu, en það er bókin
„Síðasta orustan" eftir írska
blaðamanninn Cornelius Ryan.
Þessi ungi íri komst fyrst í
snertingu við styrjöldina sem
fréttamaður á meginlandinu
rösklega tvítugur, er styrjöldin
stóð sem hæst. En þótt hann
starfaði sem blaðamaður í nám-
unda við þessa miklu atburði
aldarinnar, er þeir voru að ger-
ast, leitaði hann samt víða til
fanga, er hann hóf feril sinn
sem rithöfundur. Hann hefur
rætt við hundruð manna er stóðu
í eldinum á þessum árum, jafnt
háa sem lága, hefur tekizt að fá
stjórnmálaforingja, hershöfð-
ingja og herráðsmenn til að
leysa frá skjóðunni um margt,
er fáir eða engir fréttamenn aðr-
ir hafa átt aðgang að og hann
hefur kannað hundruð skýrslna
og heimilda í ríkisvörslu til að
kryfja þessi mál til mergjar eft-
ir því, sem föng voru á. Og rit
hans eru langt frá að vera þurr
fróðleikur skýrslna. Það sannað-
ist fyrst af hinni fyrri stríðs-
bók hans, sem hann reit um inn-
rás bandamanna á meginlandið
yfir Ermarsund og nefndist
„Lengstur dagur“, og ekki tekst
honum lakar til við þessa afleið-
ingaríku atburði hjá og í Berlín
nokkra daga og nætur vorið
1945. Bókin vegur salt milli þess
sem gerist í stjórnstöðvum hers-
höfðingjanna, þeirra sem sækja
að borginni, og hinna, sem sitja
á fundum með vitfirringslegum
höfuðpaurnum Hitler í sprengju-
heldu neðanjarðargreni í hjarta
borgarinnar, og þess sem gerist
meðal óbreyttra hermanna og
hundrað þúsunda borgarbúa,
sem ýmist sprungu af tauga- og
hjartaáreynslu þessara sólar-
hringa, eða létu lífið í eldi árás-
anna eða kusu að falla fyrir
eigin hendi, en þann kost tóku
æði margir. Ekki skortir spenn-
andi efnivið í alþýðlega frásögn
af þessum atburðum. En höf-
undur lætur ekki nægja að gera
bók sína spennandi, heldur
,,sögulega“ í bezta skilningi,
unna jafnt af fræðimennsku og
frásagnarlist, margur lesandinn
stendur sjálfsagt á öndinni iðu-
lega og leggur ekki frá sér þessa
löngu bók fyrr en í sögulok. Ef
nokkurrar teljandi hlutdrægni
gætir hjá höfundi, mætti líklega
helzt telja það, hve hermenn
bandamanna aðrir en rússneskir
eru hvítþvegnir af dýrslegri
framkomu við konur, er þeir
koma því við að svala þorsta
sínum. En í flestu tilliti virðist
þessi bók opna almenningi trú-
verðuga sýn á þennan hrunadans
áformaðs heimsveldis, sem stjórn
að var til hins síðasta af froðu-
fellandi geðsjúklingi. — Af því
er mörg ófögur frásögn í þess-
ari bók, en líka mörg manneskju
leg lýsing í daglegu lífi óbreytts
fólks, sem lét leiða sig út í þessa
ógæfu, og er því mikill fengur
að bókinni.
G. B.
— Sagan af Hitler
Framhald af bls. 20.
í strangasta skilningi teldust
málfræðilega röng.
Stíll bókar verður fyrst og
fremst að hæfa efni hennar, fa'la
mátulega að því. Hann má
hvorki vera rislágur né upp'haf-
inn. Lesandinn á ekki að verða
hans var. Og sú er raunin um
st'ílinn á bókum Þorsteins. Hann
er stílisti í þeim skilningi fyrst
og fremst, að hann velur jafnan
orðið, sem hverju sinni hæfir
frásögninni.
Það væt'i bókstaflega villandi
að tilfæra hér fáeinar málsgrein-
ar, þar sem hann kemist vel eða
prýðilega að orði, enda þó af
nógu væri að taka, því orð og
málsgrein nýtur sín að sönnu
ekki betur annars staðar en í
þeirri heild, þar sem henni hefur
verið valinn staður, og á það
ekki sízt við um stíl af því tagi,
sem Þorsteinn hefur tamið sér
að rita.
Bókin Að Hetjuhöll er prýdd
mörgum myndum, og er.u þær
prentaðar á sérstakan mynda-
pappír. Hlífðarkápan er dáHtið
auglýsingarleg, en annars
„sterk“ og efiirtakanleg og ’hæf-
i.r vel því efni, sem fjallað er
um í bókinni.
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA
5ÍMI 10*100
O0t>AN 2M6 !
* *
ÍZ Ér liw NY SKALDSAGA:
’ ■ „Ást í álfum tveim“
j ™ “ * ' ITöfundur
Páll Hallbjörnsson
rtÉÍS Hvai er lífshamingju að 1‘inna?
Því cr svarað í bókinni á bls. 112 og 155.
BÓKAÚTGÁFAN rein.
Mrv H£ I MSMEt
f SÖL LL
KlllllVena/a
3>/)$LE<$ S/IL-A
YFJR 3 1'V'i~L-7ÓNJK
/\f /-i
VE’R'Ð 1<R ■ S, 7S