Morgunblaðið - 17.12.1967, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES. 1967
7
Gunnar Einarsson í Leiftri með bækurnar 35 fyrir framan sig.
(Ljósm.: Mbl. Sv. I>.)
þjóðminjavörður. Bókinni er ætl-
að að vera til minningar hverj-
um þeim, sem þegar hefur séð
ísland — og til kynningar hin-
um, sem hingað koma á næstu
árum.
íslendingar kannast flestir við
rithöfundinn og háðfuglinn Mark
Twain. Yngri kynslóðin þekkir
verk hans, svo sem sögurnar
um Tuma litla og Freknótta-
Finn, og hinir eldri kannast við
mörg fræg verk hans. I þessari
bók eru fjórar smásögur, m.a. hin
fræga saga Twains — Milljónar-
seðillinn, enda heitir bókin:
MiJljónarseðillinn og fleiri sögur.
Ljóð Einars H. Kvaran hafa
ekki fengizt í bókaverzlunum í
mörg ár. Bókin kom út 1948 og
seldist upp á skömmum tíma. En
svolítið af upplaginu var ekki
bundið og komst ekki í fram-
kvæmd fyrr en nú.
Nú skulum við athuga barna-
og unglingabækurnar mínar.
Kristján Jóhannsson kennari,
sem á sínum tíma var einn af
okkar beztu hlaupagörpum, hef-
ur í þessari bók ráðizt í að skrifa
stutta þætti um „fimmtán íþrótta
stjörnur1', eins og hann kallar
bókina. I þessari bók eru þættir
um: Ágústu Þorsteinsdóttur,
Finnbjöm Þorvaldsson, Gunnar
Huseby, Eystein Þórðarson, Örn
og Hauk Clausen, Rikharð Jóns-
son, Hörð Haraldsson, Hilmar
Þorbjörnsson, Gu’ðmund Gísla-
son, Svávar Markússon, Kristleif
Guðbjörnsson, Hörð Felixson,
Valbjöm Þorláksson og Vilhjálm
Einarsson. Eins og sjá má er
þetta allt fólk, sem skarað hef-
ur fram úr og borið uppi hróð-
ur Islands heima og erlendis.
Todda í tveim löndum er
fjórða og síðasta TODDU-bókin
eftir Margréti Jónsdóttur, þá
kunnu konu, og birtist bókin hér
í annarri útgáfu.
Kristján Jóhannsson á hér
aðra bók: Steini og Danni á
öræfum og er þetta þriðja sag-
an um þá félaga Steina og
Danna. Þessi saga gerist á tveim-
um sólbjörtum sumardögum og
er ekki síður góð en fyrri bæk-
ur Kristjáns um þá félaga.
Ólöf Árnadóttir á heiðurinn
af þessari bók, sem heitir:
Skessan í Útey. Öllum börnum
þykir gaman að láta segja sér
sögur og í þessari bók segir
Staðar-Bogga börnunum söguna
um Skessuna í Útey.
Þegar Mary Poppins kom fyrst
út, var henni strax skipað á bekk
með frægustu barnasögum, sem
skrifaðar hafa verið. Mary Pop-
pins kemur til barnanna eins og
góður álfur til að gleðja þau og
hugga. Þetta er önnur bókin
um Mary Poppins.
Grimms ævintýri eru til á
flestum íslenzkum heimilum.
Þegar börn fara að stafa er
hyggilegt að gefa þeim mynd-
skreytta bók með stuttum' ævin-
týrum. Þessi bók, sem heitir:
Gömul ævintýri og er þýdd af
Theodóri Árnasyni er raunveru-
lega framhald af Grimms ævin-
týrum og hliðstæð þeim að efni.
Pétur Most er fyrsta bókin í
flokki drengjabóka, sem kom út
fyrir allmörgum árum og seld-
ust þá upp á skömmum tíma.
Hér er bókin um Pétur Most
komin aftur út.
Þessi bók heitir: Sléttubúar
og er eftir enska höfundinn J. F.
Cooper. Sagan fjallar um fyrstu
landnemana, sem þokuðust vest-
ur sléttur Ameríku og er sið-
asta sagan um Fálkaauga —
framhald af Skinnfeldi og Síð-
asta Móhíkananum.
Hér eru svo nokkrar unglinga-
bækur í viðbót, sem flestar eru
framhald bókaflokka, sem hafa
komið út á undanfömum árum,
en sumar eru fyrstu bækumar í
nýjum flokkum.
Hér eru 14. og 15. bókin um
Bob Moran og heita þær: Hefnd
Gula skuggans og Dalur forn-
aldardýranna.
Þá eru hér einnig tvær bæk-
ur um Kim, þann fræga dreng:
Kim og lestarræningjarnir og
Kim og frímerkjaþjófamir.
Nancy er ekki ókunn íslenzk-
um stúlkum. Hér eru 4. og 5
bókin um hana: Nancy og dular-
fulla sumarhúsið og Nancy og
leyndardómur veitingahússins.
Framhald á bls. 19.
LITAVER - LITAVER / / /
LÆCSTA VERB K GOLFTMM HLISL Erum að fá nýja, stóra sendingu af EK
NEODON-GÓLFTEPPDM
frá Vestur-Þýzkalandi.
100% NYLON-yfirborð — margir litir
Þessi teppi hafa þegar verið í notkun hérlendis í yfir tvö ár og hlotið almennt lof.
Getum enn annast lagningu teppanna fyrir jól
Veljið strax meðan allir litir eru til
LITAVER SF. B
Grensásvegi 22 — Sími 30280 — 32262.
• SKUGGSJÁ • SKUGGSJA • SKUGGSJA •
HÉR ER BOKIN
fÁRussoSNMÁR Fróðleiksþættir og sögubrot
Enginn hefur logt meira að mörkum til rannsókna ís-
lenzkri sögu ó síSari hluta 20. aldar en Magnús Mór. (
Hér er leyst góta ValþjófsstaSahurðarinnar frœgu, tek-
in til meðferðar persónusaga, réttar- og tónlistarsaga,
grundvöllur íslenzkrar hagsögu treystur til muna og
galdrablað dregið fram í dagsljósiS. Kr. 451,50.
JONAS
PORBERGSSON:
ATÓK m ALDAHVÖRF
Það verður aldrei sagt um Jónas, að hann hafi setið ó
friöstóli þau ór, sem hann tók þótt í opinberum mól-
um. Hér segir hann fró svœsnum ótökum nýrra blaða t
og stjórnmólaflokka og umbyltingu atvinnu-, mennta-
og félagsmóla. Kr. 397,75.
EIRIKUR SKIPHERRA
GUNNAR M.
MAGNÚSS:
Eiríkur Kristófersson fyrrum skipherra segir fró draum-
um sínum og dulskynjunum og hversu þessir eiginleikar
oftlega komu honum að hagnýtu gagni í starfi, — eink-
um ó sjónum. Hann segir einnig fró síðustu starfsórum
sínum hjó Landhelgisgœzlunni og „þorskastríðinu", er *
þó stóð sem hœst. Kr. 397,75.
hagaun': Marus ð Valshamn oq meistari Jon
Mórus bóndi lendir í andstöðu við meistara Jón og rek-
ur sagan viðskipti þeirra, sem oft verða hörð og bros-'
leg og veitir ýmsum betur. Þjóðtrú og þjóðlífslýsingar
speglast í frósögn Hagalíns af þessum sérstœðu við-
skiptum og mun bókin verða talin í hópi beztu bóka {
hans. Kr. 365,50.
clausen: Sögur og sagnir af Snæfellsnesi
Hér eru sögur af mörgum kynlegum kvistum, sagnir um
bótstapa og skipsströnd og sitthvað fleira er gerðist ó
Snœfellsnesi fyrr ó tíð. Kr. 397,75,'
æ’o&T.R, DULRÆN REYNSLA MIN
Frú Elínborg segir fró því, hvernig hún öðlaðist óbilandi
trú ó framhaldslífið og hvernig þessi trú hennar hefur
gefið henni styrk til að taka ceðrulaust því sem aö hönd-
um hefur borið. Hún segir einnig fró ýmsum drauma
sinna og fyrirbœrum margs konar, er fyrir hana hafa
borið ó langri lífsleið. Kr. 365,50. (
rh»a,^sdot„r: MIÐARNIR voru þrir
Guðrún er Reykjavíkurstúlka og ekki vön að gera sér
grillur út af smómunum. Hún kemst að raun um, að lífið
er ekki leikur, leyniþrœðir hjartans eru flóknari en hún
hugði og óstin ekki að sama skapi langvinn sem hún er*
djúp og heit. Fyrri bœkur Hönnu eru metsölubcekurnar
„Ást ó rauðu Ijósi" og „Segðu engum". Kr. 298,85.
EINUM VANN EG EIÐA
INGIBJORG
JONSDOTTIR:
Geirþrúður er óframfœrin og feimin og þróir vini og1
félaga, en ó erfitt með að eignast þó. Hún þróir óst,
eiginmann og heimili, en þar bregzt lífið henni. — En
barnið bregzt henni ekki, — barnið sem hún eignaðist I
með kvœntum manni. Kr. 298,85.
01AFUR
TRYGGVASON:
SIGUR ÞINN ER SIGUR MINN
Höfundur bókanna „Huglœkningar", „Tveggja heima
. sýn" og „Hugsað upphótt" skrifar hér baróttusögu hjón-
anna Sólveigar og Fjölnis, — sögu um óstir og örlög
ólíkra manngerða. I hinni hörðu baróttu lífsins er kœr-
leikur og fórnarlund þau vopn sem bezt bíta, og óst og
andlegur styrkur munu um síðir fó mykrið til að víkja *
fyrir Ijósinu. Kr. 344,00.
THERESA CHARLES-.
MAÐUR HANDA MER
Ný spennandi óstarsaga um dularfullt herragarðsfólk,
eftir höfund bókanna vinsœlu, „Falinn eldur", „Höfn,
hamingjunnar" og „Húsið ó bjarginu". Kr. 298,85.
CARL H PAULSEN:
SKYTTUDALUR
Hrífandi fögur óstarsaga eftir höfund hinna vinsœlu
bóka, „Með eld í œðum", „Sonurinn fró Stóragarði" og
„Skógarvörðurinn". Kr. 298,85.1
PER HANSSON-
TEFLT A TVÆR HÆTTUR
„Stórkostleg bók, skelfileg, en jafnframt mjög hrífandi
í allri sinni einföldu viðkvœmni", segir Arbeiderbladet.
— Þetta er ekki skóldsaga. Þetta er skjalfest og sönn(
frósögn um Norðmanninn, sem gerðist nazistaforingi og
trúnaðarvinur Gestapo, — samkvœmt skipun fró London.
SKUGGSJA Kr-34400-<
• SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA •