Morgunblaðið - 17.12.1967, Síða 11

Morgunblaðið - 17.12.1967, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES. 1967 11 Umsögn 5.U.S. um œskulýðsmálafrumvarpið: Æskulýösráð ríkisins veröi þjónustuaðili STJÓRN Sambands ungra Sjálfstæðismanna hefur athugað frumvarp það, sem óskað er umsagnar um, og hefur í því sambandi eftirfarandi fram að færa: Aðalfundur F.U.S. Stefnis 1. Frumvarpið gerir ráð fyrir eðlilegum skipu- lagsramma fyrir væntanlegt Æskulýðsráð ríkisins. Mikilvægt er að hinum frjálsu æsku- lýðssamtökum í landinu (þ.e. landssambönd- um) verði ætlað að kjósa meirihluta ráðsins. 2. Nauðsynlegt er, að það hugarfar ríki frá byrjun, að Æskulýðsráði ríkisins verði fyrst og fremst ætlað að vera ráðgefandi ríkisvald- inu og þjónustuaðili við hin frjálsu æskulýðs- samtök, en ekki samkeppnisaðili. í því sam- bandi er mikilvægt að ríkisvaldið auki stuðn- ing sinn við Æ.S.I. og stefnt verði að sam- vinnu þess og Æskulýðsráðs ríkisins. 3. Við setningu reglugerðar sé þess gætt að öll æskulýðsamtök njóti sömu réttinda gagnvart þeim stuðningi, sem frumvarpið gerir ráð fyr- ir 'við hina frjálsu æskulýðshreyfingu. Til menntamálanefndar neðri deildar Alþingis. Aðalfundur F.U.S. ,Týs‘ — Jóhannes Jónsson kjörinn formaður AÐALFUNDUR „Týs“, félags ungra Sjálfstæðismanna í Kópa vogi, var haldinn í Sjálfstæðis- húsinu, Kópavogi fimmtudaginn 7. des. sl. GottfreS Árnason, viðskipta- fræðingur, fráfarandi formaður félagsins, fluttti skýrslu stjórn- arinnar fyrir sl. starfsár, en að- alfundur var síðast haldinn 16. janúar sl. Við stjórnarkjör voru eftirtal- in kjörin í stjórn félagsins fyr- ir næsta starfsár: Jóhannes Jónsson, verzlunar- maður, formaður, ívar H. Frið- þjófsson, forstj., Atli Kristjáns- son, fulltrúi, Gísli Axelsson, nemi, Þórunn Hafstein, húsfrú. Heimdallur í Sovét Stjórn F.U.S. Stefnis 1967—1968. Fremri röð talið frá vinstri: Einar Óskarsson, Kristján Lofts- son, formaður, Björn Eysteinsson. Aftari röð frá vinstri: Sverrir Stefánsson, Kjartan Guð- mundsson, Ævar Harðarson, Hafsteinn Halldórsson, Ólafur Valgeirsson. Á myndina vantar tvo stjórnarmenn. (Ljósm. Kristinn Ben.) - Kristján Loftsson kjörinn formaður AÐALFUNDUR Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafn arfirði, var haldinn í Sjálf- stæðishúsinu fimmtudaginn 16. nóv. sl. Fráfarandi formaður, Jón Rafnar Jónsson, verzlunar- maður, setti fundinn og til- nefndi Þór Gunnarsson, banka- mann, sem fundarstjóra. Fund- arritari var kjörinn Einar Öl- afsson, verzlunarmaður. Fráfarandi formaður flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir síð- asta starfsár. Þrír hádegisverð- arfundir voru haldnir: Sigurð- ur Bjarnason ritstjóri, ræddi um norrænt samstarf, dr. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, talaði um Ólaf Thors, Pétur Benediktsson, alþm., tal- aði um utanríkisþjónustuna. — Einnig voru haldnir nokkrir kvöldverðarfundir. Tókust fund ir þessir vel. Taflkvöld voru haldin. Margir Stefnisfélagar sóttu landsfund Sjálfstæ'ðis- flokksins 1967 og 19. þing SUS. En eins og að líkum lætur mið- aðist starfsemi félagsins og, stjórnarinnar fyrst og fremst við kosningaundirbúning vegna Alþingiskosninganna sl. vor. Þá gerði Kristján Loftsson, skrifstofumaður, grein fyrir reikningum félagsins. Við stjórnarkjör baðst fráfar andi forma'ður eindregið undan endurkjöri. 1 stjórn Stefnis 1967—1968 voru kjörnir: skoðendur voru kjörnir: Birgir Ólafsson og Björn Ólafsson. Ennfremur var kjörið í kjör- dæmisráð, fulltrúaráð Sjálf- stæðisfélaganna og ýmsar nefndir á vegum félagsins. Að loknu stjórnarkjöri urðu fjórugar umræður um starf- semi félagsins. Loks tók nýkjörinn formað- ur til máls og þakka’ði það traust er sér og meðstjórnend- um sínum hafði verið Sýnt og kvatti menn til öflugrar þátt- töku í félagsstarfinu. Jóhannes Jónsson Kristján Loftsson, skrifstofu- maður, formaður; Ævar Harð- arsson, bókavörður, varafor- maður; Einar Óskarsson, "erzl- unarmaður, ritari; Ólafur Proppé, kennari, Sturla Har- aldsson, iðnnemi, Kjartan Guð- mundsson, nemi. í varastjórn voru kjörnir: Hafsteinn Hall- dórsson, nemi, Ólafur Valgeirs- son, Sverrir Stefánsson. Endur- Fjórir hlýleegir sendiráðsmenn tóku á móti Heimdallarfélögun- um, einn þeirra jafnvigur á rúss nesku og íslenzku. Fyrsti sendi- ráðsritari flutti skilmerkilegt er indi á ensku, um samskipti fs- lands og Sovétríkjanna. Þá voru sýndar sovézkar landkynningar- kvikmyndir. Loks þáðu gestir veitingar. Var ferð þessi þátt- takendum til mikillar ánægju. Myndin hér að ofan er tekin við þetta tækifæri. Á mynd- inni sjást Heimdallarfélagarnir hlýða á erindi 1. sendiráðsritara. STJÓRN Sambands ungra Sjálf stæðismanna skipaði nýlega fimm manna nefnd til að vinna stöðugt að upplýsinga- og gagna öflun um utanríkismál íslend- inga, svo og um utanríkis- og alþjóðamál eftir mati nefndar- innar eða stjórnar S.U.S. Starfs- tími nefndarinnar er tímabilið á milli S.U.S.-þinga. í Utanríkismálanefnd S.U.S. hafa verið skipaðir eftirtaldir menn og er starfstími þeirra til næsta S.U.S.-þings: Jón E. Ragnarsson, formaður, Björn Bjarnason, Friðrik Soph- usson, Gunnlaugur Claessen, Hilmar Björgvinsson. Utanríkismálanefnd SUS Jón E. Ragnarsson FYRIR nokkru þáðu 25 Heim- dallarfélagar heimboð sovézka sendiráðsins á íslandi, til að fræðast um land og þjóð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.