Morgunblaðið - 17.12.1967, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.12.1967, Qupperneq 12
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES. 1967 Rætt við útgerðarmenn á LlU-fundi Ógæftir hafa verið með eindæmum á haustsíldveiðunum -segir SveinJbjörn Sveinsson, Néskaupstað fjarlægum miðum, og var I sumar. Ennfremur er það mjög mikilvægt að fundnar séu einhverjar aðferðir til að fá síldina ferskari til lands af þessum fjarlægu miðum, svo að hún nýtist betur. — Hefur ekki verið mikil endurnýjun á síldveiðiflota Norðfirðinga? — Jú, við höfum fengfð marga nýja báta upp á síð- kastið, en _ hins vegar hefur afkoman ekki verið eftir því, og ég held að allir útgerðar- menn þar eigi í erfiðleikum. Svo ég taki útgerðarfélag mitt sem dæmi, þá þurfum við að afla síldarverðmæta sem svara til verðs bátsins, eða 13—14 milljónir, en verðmæti síldarafla bátsins, það sem af er, eru eitthvað um fjórar milljónir, svo a'ð það hrekkur skammt. — Ætlið þið að stunda síld- veiðamar áfram? — Já, ég geri ráð fyrir að við reynum að halda þetta út. Við Austfirðingar eigum miklu auðveldara með það en aðkomubátarnir. Á okkar bát um eru allfflestir skipverjar heimamenn, og þeir geta all- af vitjað heimila sinna öðru hverju, en fyrir áðkomubát- ana er þetta miklu erfiðsu-a, og útivist skipverja orðin æði löng. — Ert þú yfirleitt sjálfur með bátinn? — Nei. Skipstjóri á bátnum VIÐ ræddum fyrst við Svein- björn Sveinsson, útgerðar- mann frá Norðfirði, en hann gerir út bátinn Svein Svein- björnsson. — Báturinn er 250 tonn að stærð, sagði Sveinbjörn, og er um það bil ársgamall. Hann kom til landsins í lok október í fyrra frá Noregi, þar sem hann var smíðaður. — Hvernig hefur bátnum gengið núna á síldveiðunum? — Mjög þokkalega. Veið- amar gengu ágætlega fyrri hluta sumarsins, en hins veg- ar höfum við verið óheppn- ir núna í seinni tíð enda hef- ur varla gefið á sjó núna í hálfan mánuð. Hefur tíðarfar- fð verið með eindæmum slæmt, og hafa það varla ver- ið nema nokkrir tímar, sem hægt hefur verið að kasta. Við erum núna búnir að fá 3500 tonn, en það nægir eng- an veginn til þess að endarn- ir nái saman. Verðið á hrá- efni hefur verið miklu lægra núna en í fyrra, eins og allir vita, og megnið af afla okk- ar hefur farið í bræðslu — það hafa aðeins fengizt um 15—1600 uppsaltaðar tunnur úr heildaraflanum, það sem af er. — Var landað mikið úr Sveini Sveinbjörnssyni í síld- arflutningaskipin, Haförninn og Síldin, meðan síldin veidd- ist eingöngu á hinum fjar- lægu miðum? — Nei, ég held, að það hafi aðeins verið um 300 tonn, sem landað var í þau skip. Yfir- leitt sigldi báturinn með afl- ann til Norðfjarðar. Hins veg- ar tel ég mikinn ávinning í því að hafa síldarflutninga- skipin á miðunum, því að ákaflega dýrt er áð sækja aflann á svona fjarlæg mið vegna olíueyðslunnar o. fl. En í þessu sambandi vil ég geta þess, að nauðsyn er á meiri þjónustu á síldarmiðin. Til dæmis þarf að fá þangað fullkomið viðgerðarskip, svo og læknisþjónustu, sem ég tel reyndar vera brýnasta hags- munamálið. í>á er einnig að mínum dómi, þörf á því að fá olíuskip á miðin, því að mörg skip hafa tæpast svo miklar olíubirgðir, áð þau gætu stundað veiðar á svo í sumar og haust hefur verið Aðalsteinn Valdimarsson skip stjóri, en hins vegar var ég sjálfur með bátinn á vertíð- inni í vetur. *— Hvar stunduðuð þið þá aðallega veiðar? — Við byrjuðum við Vest- mannaeyjar, en fórum sfðan í Meðallandsbugt, og lönduð- um þá aflanum heima. Hafa það verið um 300 tonn, en alls fengum við 560 tonn af þorski á vertíðinni, sem er of lítill afli. I Meðallandsbugt eru einu miðin, sem við getum sótt á, ef okkur á að vera kleift að landa aflanum heima, því að engin þorskamið eru út af Austfjörðum. Er þetta um 14—18 tíma sigling. — Útlitið er allt annað en glæsilegt, sag’ði Sveinbjöm að lokum. — Enn er allt óráðið, að hvaða veiðum við snúum okkur eftir áramót. Netin gætu orðið fyrir valinu, en þó er maður ekki bjartsýnn á veiðar í þau, því að formað- ur LÍÚ upplýsti á fundinum í ræðu sinni, að vegna styrj- aldarinnar í Nígeríu væru til í landinu ársbirgðir af skreið, en sem kunnugt er fer jafn- an stór hluti netaaflans til herzlu. Ég er líka mjög van- trúáður á að við munum gefa okkur að línuveiðum, enda þurfum við að gera nokkrar breytingar á bátnum til að það sé mögulegt. Ekki á ég heldur von á að um loðnu- veiði verði að ræða eftir ára- mótin, en hins vegar gæti far- ið svo að einhver síldveiði verði núna eftir áramót fyrir austan, eins og var í janúar- mánuði í fyrra, en þá fengum við ágætan afla. En þetta er allt í deiglunni, og maður verður bara að bíða og sjá hvernig framvinda mála verð- Lífsnauðsyn að línu- útgerð verði haldið gangandi — segir Guðmundui Guðmundsson, útgerðarmaður á ísafirði ÞÁ náðum við tali af Guð- mundi Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra útgerðarfélags- ins Hrönn hf. á ísafirði. Það gerir út tvo báta, Guðbjörgu, sem stundar síldvefðar fyrir austan, og Hrönn, sem gerð er út á línu. Guðbjörg er 260 tonna bátur, og kom til lands- — Er ætlunin að stunda síldvefðarnar áfram? — Já, ég býst við að reynt verði að halda þetta út fram að jólum, enda þótt útlitið sé ekki glæsilegt. Það hefur lít- ið sem ekkert verið hægt að kasta núna undanfarið, þar sem ómögulegt hefur verið fyrir skipin að athafna sig vegna ótíðar. Hins vegar er alveg óljóst hvað tekur við eftir hátfðarnar, það fer allt eftir aðstæðum. Við spyrjum Guðmund um línuveiðamar. Hann segir, að ógæftirnar hafi verið með ein dæmum, og varla verið hægt að fara einn einasta róður í haust. — í þessi fáu skipti, sem það hefur verið reynt, hefur aflinn verið 2—3 tonn í róðri, en til þess að hægt sé áð hafa fyrir kostnaði er talið að báturinn þurfi að fá átta tonn í róðri miðað við núverandi fiskverð. En ég vil nota tækifærið og geta þess, að vestfirzkir út- gerðarmenn hafa nokkra sér- stöðu í þessum efnum, þar sem 30% vertíðaraflans er steinbítur. Er hann í mun lægri verðflokki en t. d. þorskur, og þetta gerir allar útgerðaraðstæ'ður vestra mun verri en annars staðar. Til þess að jafna þetta þyrfti að fást hærra verð fyrir stein- bítinn en nú er. — Hvernig gekk línuvertíð- in í fyrra? — Við áttum þá ekki við svona miklar ógæftir að stríða, en aflinn var þó held- ur lélegur. Annars hefur ástandið farið hraðversnandi núna á undanförnum fjórum árum, en var þó alls ekki gott á'ður. Hér er ekki hægt að kenna um ræktarleysi við línuveið- arnar, því að vestfirzkir línu- bátar hafa stundað þær á eðlilegan hátt. Það er því ekki nema eðlilegt, þótt við séum svartsýnir á horfurnar, og ég tel að ekki verði hægt að bæta úr þessu, nema vem- leg hækkun á fiskverði komi til, og séð verði fyrir raun- hæfum grundvelli fyrir út- gerðina. En þetta dugar þó ekki til, ef sama afla- treg’ða helzt áfram. Afli sá, sem útgerð línubáta hefur borið að landi til verk- unar er meginuppistaðan í at- vinnulífi Vestfirðinga. Á tíma bilinu október til loka febrúar er varla um aðra útgerð að ræða, þar sem aðstæður til útgerðar báta, sem veiða með botnvörpu eru ekki veiða með botnvörpu eru ekki fyrir hendi hjá Vestfirðing- um. Það er því lífsnauðsyn að möguleikar séu fyrir hendi til að halda línuútgerð gang- andi. ms í mai í vor. Við vikum fyrst að síld- veiðunum. — Það hefur lítið verið að hafa núna í haust fyrir austan vegna ótíðar, sagði Guðmundur. — Bátur- inn er þó búinn að fá 4.400 tonn það sem af er, svo að hann er nú í hópi aflahærri báta. Allnokkuð af þessum afla hefur veri'ð saltað, en ég geri þó ráð fyrir að þriðj- ungurinn hafi farið í bræðslu Við lönduðum talsvert af okkar bræðslusíld um borð í síidarflutningarskipin tvö, og það er tvímælalaust stórbót í að hafa þau þarna á miðun- um. — Hverjar eru afkomuhorf urnar á úthaldi bátsins eftir síldveiðarnar? — Enda þdtt síldarafli báts- ins, það sem af er, sé hár miðað vfð mörg önnur skip, held ég, að afkoma hans verði engan veginn góð, vegna af- urðaverðsins og mikils til- kostnaðar. Langstærsti hluti tilkostnaðarins hefur farið í olíuna, og myndi ég áætla að kostnaður við hana væri 35— 40 þúsund krónur í hverri veiðiferð. Rekstrargrundvöllur bátaflotans og fiskiðn- aðarins í heild verði endurskoðaður -segir Gísli R. Sigurðsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum GlSLI R. Sigurðsson útgerð- armaður frá Vestmannaeyj- um, rekur útgerðarfyrirtæki þar, sem heitir Heimaey. Gerir það út vélbátinn Far- sæl, sem er 50 smálestir að stærð. Við spyrjum Gísla fyrst um rekstur fyrirtækis- ins, og hann svarar: — Við höfum gert út á tog- veiðar undanfarin ár. Þetta hefur gengið svona upp og ofan, en í vetur hefur afli verfð góður, miklu betri, en búast hefði mátt við miðað við aðstæður. Hins vegar var hann lakari í sumar, gæftir slæmar og það einnig fram- an af vertíðinni. — Það eru miklir erfið- leikar við útgerð á bát af þessari stærð. Okkur eru bannaðar veiðar á þeim svæð- um, sem henta bátum af þess- ari stærö, og á ég hér við landhelgina. Ef nokkuð ber út af er erfitt að athafna sig og oftast eru einnig meiri lík- ur á afla innan línunnau- en utan. — Fjárhagsafkoman er ekki góð. Fiskverð er fyrst og síð- ast of lágt miðað við þann kostnað, sem útgerðarmenn þurfa að leggja í. Það má segja að grundvelli til rekst- urs hafi hrakað mjög á síð- ustu árum fyrir þessa stærð báta. Þa’ð sem til þarf hefur stöðugt hækkað, án þess að sambærilegar hækkanir hafi komið á fiskverði. — Nei, ég get ekki sagt að ég sé bjartsýnn eins og mál- um er háttað í dag. Gengis- lækkunin kom á versta tíma. Það hefði verið betra að fá hana eftir áramótin, er öflun veiðarfæra til vertíðarinnar er lokið. Við fáum nú á okkur allar verðhækkanirnar þegar í sta'ð, bæði á olíum og veiðar- færum, en allt virðist óvíst um verðlag afurðanna. Ég geri ráð fyrir að þær hækki eitthvað, en hef ég trú á því að það verði svo mikið að það þeki þann kostnað, sem bætist við venjulegan út- haldskostnað. — Ég tel það höfuðnauðsyn, að allur grundvöllur fyrir rekstur bátaflotans og fiski- iðnaðinn í heild verði endur- skoðaður, sagði Gísli að lok- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.