Morgunblaðið - 17.12.1967, Síða 13

Morgunblaðið - 17.12.1967, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES. 1967 13 Vikingur hefur reynzf gott og lipurt síldveiðiskip -segir Valdimar Indriðason frá Akranesi VALDIMAR Indriðason, fram kvæmdastjóri Síldar- og fisk- mjölsverksmiðju Akraness, er einn þeirra útgerðarmanna á LÍÚ-fundinum, sem er full- trúi fyrir togaraútgerð. Valdi- mar er maðurinn sem stendur að baki tilraunanna með tog- arann Víking, sem nú er stærsta síldiveiðiskip, sem veiðir me'ð hringnót í Norður- Atlantshafi. Við hefjum því samtalið við Valdimar með því að spyrja hann um til- raunirnar með Víking: — Við létum setja viðbót- arútbúnað til síidveiða á Vík- ing síðastliðið haust, en því miður hefur ekki gefið á sjó — tíðarfar hefur verfð slæmt. Þó hefur hann farið á veiðar og kastað nokkrum sinnum og virðast tilraunimar hafa gef- izt vel. Allt virðist vera í bezta lagi, skipið lipurt og gott. Bindum við miklar og góðar vonir við skipið. — Nei, það er ekki ákveð- ið, hve lengi hann verður á síld. Það fer eftir aflamagni togaranna. Víkingur hefur ís um borð og er nú nýfarinn frá Akranesi á mfðin fyrir austan. Mun hann jafnvel sigla með aflann, sem fæst og selja hann á Þýzkalands- markaði. — Það er mjög tvísýnt með afkomu sjávarútvegsins I dag. Erfitt er að segja, hverja stefnu málin taka, en óhætt mun að segja að vandamálin, sem að steðja eru mörg og afar mikil. Ég tel mjög óvíst, hvort sú gengisfelling, sem gerð var nægi sjávarútvegin- um, svo að hann komist úr þeirri kreppu, sem hrjáð hef- ur hann að undanförnu. En það verður að bjarga þessum atvinnuvegi, svo að hann geti enn sem á'ður gegnt því for- ustuhlutverki, sem hann hef- ur gert í íslenzku þjóðlífi. — Jú, umræður hér á fund- inum hafa verið mjög fjörug- ar, en menn eru mjög ugg- andi og nú er ekki unnt að sjá hvernig málin munu þró- ast, sagði Valdimar að lokum. VIÐ náðum tali af Svani Sig- urðssyni, skipstjóra, sem er einn af eigendum útgerðarfé- lagsins Braga hf. á Breiðdals- vík. Svanur sagði: — Frá Breiðdalsvík hafa verið gerðir út tveir bátar Eru það Sigurður Jónsson, og í sumar og haust á síldina. v.b. Hafdís, og hafa báðir þessir bátar landáð aflanum Þurfum að finna aðferðir til að nýta aflann betur um borð -segir Svanur Sigurðsson frá Breiðdalsvik að miklu leyti heima. Eru þeir búnir að fá um 3000 tonn samanlagt, þannig að útgerð- in kemur mjög illa frá þessari vertíð. Við gátum ekki stund- að síldveiðarnar meðan síld- in var fjærst í burtu, því að bátarnir höfðu ekki nægilega stóra olíugeyma til áð komast báðar leiðir á miðin, og við urðum að halda kyrru fyrir talsverðan tíma. — Voru ykkar skip ekki í hópi þeirra fyrstu, sem reynd- uð að salta síld um borð? — Jú, ég held að við höfum verið fyrstir ásamt v.b. Ár- sæli Sigurðssyni. Við gerðum tilraun til þess að fara me'ð tunnur á miðin og salta um borð í því skyni að fá meiri verðmæti fyrir aflann. Við fórum fyrstu ferðina hinn 10. september og fóru báðir bát- arnir tvær slíkar ferðir. Við fullsöltuðum hluta aflans en settum hinn í pækil, en síðan var sú síld unnin að fullu þegar heim kom. Skapaði þetta gó'ða atvinnu heima á Breiðdalsvík, og þótti góð verkun á síldinni, og m.a. Svíarnir kváðu þetta vera ein hverja beztu síld, sem til Sví- þjóðar hefði komið. Það ér tiltölulega auðvelt að framkvæma þetta. Við komum t. d. með pækilinn til- búinn í tunnum, og vorum við þá aðeins um sólarhring að setja síldina í 700 tunnur. Hins vegar byrjúðum við því miður alltof seint á þessu, og ég tel að mjög athugandi sé, að einstaka bátar stundi þetta eingöngu, þegar leyfi til sum- arsöltunar hafa fengizt að nýju. Þessi aðferð hefur líka einn annan stóran kost, því að með þessu móti þurfa skip- stjórarnir ekki að hafa stöð- ugar áhyggjur af því, að farm urinn skemmist og verði að graiít í lestinni. í stað þess fer þetta allt í mat, og kemur aúðvitað mun betur út bæði fyrir áhöfn og útgerð. — Hvað hyggist þið fyrir í vetur? — Ég býst við að báðir bát- arnir verði gerðir út á net í vetur. Ég hef trú á að það geti gengið sæmilega, við verðum að gæta þess áð hafa ekki of mikið af netum úti í einu, og þá ættum við að geta dregið á öll í sæmilegu tíðar- fari, og fengið upp sæmilegt hráefni. Miðin sem við sækj- um á eru frá Stokksnesi hér rétt austan við Hornafjörð og allt vestur að Hjörleifshöfða, en á þessum sló'ðum hefur ver ið reytingsafli undanfarin ár. Annars er ákaflega erfitt að segja nokkuð til um veiðarn- ar í vetur, því að þetta er allt svo óljóst ennþá, en við erum ákveðnir að reyna, svo framarlega sem flotinn fer al- mennt af stað í vetur. En svo ég víki að verkun aflans, þá er það ákaflega áríðandi einmitt núna, að við reynum áð finna okkur nýj- ar leiðir til að nýta aflann um borð, þannig að hann verði að mat og það góðum mat, m. a. með því að setja síld í pæk- il eða með því að fullsalta um borð. Þá hef ég þá trú, áð útkoman yrði betri ef þessir stóru bátar reru með net og söltuðu þann afla um borð. En á hinn bóginn geri ég ráð fyrir að erfitt yrði að fá mann skap til þessa, því að vinnan er bæði erfið og vinnuaðstað- an um borð slæm. Ég hef fylgzt nokkúð með saltfiskveiðum Norðmanna á 4—600 tonna skipum með yfir byggðu þilfari, og tel að vert væri fyrir okkur að gefa þeim gaum. Þessi skip fara tvo túra á ári á Grænlands- og Nýfundnalandsmið þar sem þau stunda línuveiðar og salta aflann um borð en frysta einn ig. Hefur útkoma þeirra verið mjög góð. í ár fóru t. d. 15 skip í fyrri túrinn og fengu þau frá 300 og upp í 510 tonn af saltfiski og frystum flök- um. Að vísu þarf nokkru stærri áhöfn á þessi skip, en útkoman hefur samt sem áður verið mjög gó'ð, jafnt fyrir út gerð sem áhöfn. Efast ég ekki um, að við ættum að geta afrið eins að ef síldin byrgð- ist. Sumir síldveiðikaup- endur hafa dregið kaup sín til baka — segir Hreiðar Valtýsson trá Grenivík f ■W ViiwSSti HREIÐAR Valtýsson, Greni- vík, er fulltrúi útgerðarfyrir- tækisins Valtýr Þorsteinsson, sem gerir út þrjá báta, Þórð Jónasson, Akraborg og Ólaf Magnússon. Við hefjum við- talið með því að spyrja Hrei'ð- ar, hvernig síldveiðarnar hafi gengið og hann svarar: — Vertíðin hefur verið ákaflega erfið. I fyrsta lagi hefur bræðslusíldarverðið lækkað geysilega og í öðru lagi hefur aldrei verið eins langt að sækja síldina og ein- mitt nú í sumar. Þegar síld- in svo loks kom var komið haust og skapaði þetta atriði mikil vandamál. — Jú, við rekum tvær síld- arverkunarstöðvar, aðra á Raufarhöfn og hina á Seyðis- firði. Þær eru sem sagt eins vel staðsettar og unnt er mið- að við síldargöngurnar. En ýmist ótíð eða síldarskortur hafa lagst á eitt til að mynda erfiðleikana. Við höfum nú saltað á báðum stöðum 15.500 tunnur, sem er líti'ð saman- borið við t. d. í fyrra, er við söltuðum 25 þúsund tunnur og þar áður 28 þúsund. Nú er t. d. ekki enn lokið við að salta upp í gerða samninga. Síðustu tölur, sem ég heyrði nefndar voru að 60 000 tunn- ur vantaði svo að unnt væri að standa við skuldbindingar. Sumir kaupendur hafa og dregið samninga sína til baka af þessum sökum. Markaður- inn breytist þegar haustar og því er ekki gott að sitja uppi með mikið magn síldar á er- lendum markaði. Auk þess breytist fitumagn síldarinnar og hún rýrist öll með haust- inu. — Það er erfitt að svara því, hver áhrif gengislækk- unin hefur á fiskiðnaðinn. Enn er ekki fyllilega unnt að gera sér grein fyrir afleið- ingunum, en ég óttast og það gera einnig flestir, sem ég þekki til, að hún hrökkvi skammt fyrir öllum þörfum, sagði Hreiðar áð lokum. Fyrra bindi Grikkland eftir Durant komið út hjá Menningarsjóði ásamt fimm öðrum bókum VT eru komnar á vegum bóka- útgáfu Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins sex bækur, og að auki þrjú tímarit. Þá eru vænt- anleg til viðbótar ein bók, svo og eitt tímarit. , Á fundi með blaða'mönnum í gær gerði Gils Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgáfunnar nokkra grein fyrir þessum bók- um. Hann kvað bókaútgáfu Menningarsjóðs nú vera nokkru minni en oft áður, og væn höf- uðástæðan fyrir þessu sú, að talsvert fé væri bundið í öðrum verkefnum, sem ekki voru tök á að koma út á þessu ári. f þvi sambandi gat hann sérstaklega alfræðiorðabákarinnar, sem hann kvaðst vona að mögulegt væri að koma út á næsta ári. .Tíimaritin þrjú sem Menningar- sjóður og Þjóðvinafélagið gefa út í sameiningu eru: Studia Is- landia, sem Steingrímur J. Þor- steinsson, prófessor, ritstýrir, Andivari, sem Helgi Sæmundsson ritstýrir og Almanak Þjóðvina- félagsins, en ritstjóri þess er Þorsteinn Sæmundsson. Hann tók við ritstjórn á því í fyrra, og jók efni þess og breytti, og hefur hann haldið þeirri stefnu áfram með almanaki því, er nú kemur út. Eftir áramót kemur væntanlega út tímarit, sem gefið er út í samvinnu við Félag íslenzkra fræða. Af útgáfubókunum sjálfum skal fyrsta telja fyrsta bindi af Grikklandi hinu forna, eftir bandaríska sagnfræðinginn Will Durant, í þýðingu Jónasar Krist jánssonar. Áður hefur komið út hið forna hjiá Menningarsjóði Rómaveldi eftir Durant, sem hlaut hér mjög góðar viðtökur. Durant hófst handa um að semja sögu mannkynsins árið 1927, og átta árum síðar birtist fyrsta bindið, um frumsögu austrænna þjóða, en tíunda og síðasta bindið er nýkomið út, og fjallar um frönsku stjórnarbyltinguna. Þá er að nefna nýja bók í flokknum Lönd og Lýðir. F.r þetta 17 bókin í þessum bóka- flokki, og fjallar um Frakkland, en höfundur hennar er Magnús G. Jónsson, menntaskólakenn- ari. Ennfremur kemur út núna ferðabók eftir Jóhann Briem, listmálara, sem hann nefnir Til Austurheims. Segir hann þar frá ferðum sínum um Arabalöndin 1965, og ennfremur eru í bók- inni teikningar og myndir eftir bókarhöfund frá ýmsum stöðum. Þá er að nefna bók Hannesar Péturssonar skálds, og nefnist hún Eyjarnar átján. Þar segir Hannes frá Færeyjardvöl sinni og er bókin unnin upp úr dag- bókarblöðum, sem hann skrif- aði meðan á dvöl hans stóð þar. Hann ritar einnig löng inngangs orð um sögu lands og þjóðar. Allmargar teikningar eru í bók- inni, eftir listamanninn Sven Havsteen-Mikkelsen, sem er af færeysk-íslenzkum ættum. Menningarsjóður og Þjóðý-ir.a- félagið gefa út í sameimngu lít- ið kver eftir Helga heitinn Hjörvar ,sem nefnist Konur á Sturlungaöld. Er hér um að ræða erindi er Helgi flutti í útvarp- ið skömmu áður en hann lézt. Þá er að lokum að geta um bók í smábókaflokki Menningar- sjóðs, sem byrjað var að gefa út 1959, og hafa nú komið út 23 bækur í þessum flokki undir ritstjórn Hannesar Péturssona'-. Er hér um að ræða forngríska harmleikinn Agamemon eftir Aiskýlos í þýðingu dr. Jóns Gís.a sonar, skólastjóra, sem jafn- framt ritar ýtarlegan inngang að bókinni um skáldskap Forn- grikkja. Viðskiptafræðingur ÓSKAR EFTIR ATVIIMM) með nokkurra ára starfsreynslu Tiiboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt: „Áramót — 5152“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.