Morgunblaðið - 17.12.1967, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.12.1967, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES. 1967 að Titum hans íundið, þá hafa aðfinnslurnar einfcum beinzt að einstökum hnökróttum orðasam- böndum í stíl hans. Og aðfinnsi- urnar ’hafa ekki verið með öllu rakalausar. í iþeirri bók, sem bér er gerð að umræðuefni, koma t.d. fyrir orð og orðasam- bönd, sem þurft ’hefði að hantéra með rauðkrít. En þau glöp eru þó hvorki fleiri né meiri en svo, að glöggur prófarkalesari hefði auðveldlega getað leiðrétt þau. Hvort tveggja er, að mörg þessi mktök kunna að vera penna- villur eða prentviilur, þar eð prófarkir hafa sýnilega ekki ver ið nægilega vel lesnar. Hitt mætti svo ræða sér á parti, hvað annars skuli kalla gott mál og hvað skuH kalla vont mál. Slíkt er ekki aðeins 'háð almennri tízku, heldur einnig sérvizku miálfræðinga og annarra á'hugasamra málvöndunarmanna á hverjum tíma. Fyrir stríð var t.d. tízka að amast við öllum órðum, sem voru dönsk að uppruna; þurfti ekki annað til en orð litu dönsku iega út. Þá voru þau verri en óhæf. Orð, sem komust inn í málið þegar á fjórtándu, fimmtándu öld., voru jafnvel út- hrópuð danska. f>á varð til þessi skólábrand- ari: þú átt ekki að nota sögnina að brúka, þú átt að brúka sögn- ina að nota. Nú er tízkan að því leyti breytt, að síður er amazt við einstökum útlendum orðum, en þeim mun kröftuglegar barizt á móti útlenzkulegri orðaröð og stælingum á útlendum orðasam- böndum. „Hver sem segir, til að byrja með’ hér, verður drep- inn,“ sagði Jón Helgason prófes- sor við ungan fræðimann í Árnasafni. Þá eru ekki hátt skrifaðir þeir, sem beygja rangt gömul og góð íslenzk orð. Þeir mega þola önn fyrir stafkrókana ekki síður en Thiers gamli, þegar hann fann prentvilluna le fyrir de. Sem dæmi kemur mér í hug orðið brúður. í bók Þorsteins bregður því á einum stað fyrir í rangri fallmynd. Slikt er auð- vitað ljóður á svo góðri bók. En hversu margir íslendingar kunna annars að baygja það orð rétt; ég tala ekki um, sé það með viðskeyttum greini? Ætli þeir séu ekki nokkuð fáir? Að sjálfsögðu ber ekki að skilja þessi orð svo, að rangar beygingar séu nokkru sinni af- sakanlegar. En hitt væri jafn fráleitt að dæma slíl höfundar af fáeinum orðasamböndum, sem Framhald á bls. 5. ist. í örvæntingunni hlýddi hún kal'li hans. Hafi þær staðreyndir ekki verið nógu ljósar hingað til, má lesa um þær í bók Þorsteins Thorarensens. „Hin öra þróun nasiistaflokks- ins á árunum 11920—2Q, ‘ segk hann t.d. á einum stað, „verður ekki skilin nema menn hafi það í huga, að Þýzkaland var í reynd inni gjaldþrota TÍki.“ — ★ — Bókin Að Hetjuhöll hefst á frá sögn af ætt og uppruna Hitlers. Þá er sagt frá bernsku og æsku- árum hans, því næst frá fyrri heimsstyrjöldinni og þátttöku Hitlers í henni og síðast frá fyrstu árum hans á vettvangi stjórnmálanna; og lýkur, þar sem hann er hnepptur í fangelsi fyrir uppreisnartilraun. Kér er að vísu um ólík skeið að ræða: ættarsögu, persónu- sögu.stjórnmá'lasögu. En höfund ur tengir þetta svo haglega sam- an, að lítið fer fyrir misfellum í undirhygging bókarinnar. Höf- undur leitast við að skrifa list- ræna sagnfræði. Og honum tekst það. Hann hefur sjálfur kannað söguslóðirnar. Staðháttalýsingar hans eru fyrir bragðið kunnugs manns lýsingar. Höfundur hefur líka viðað að sér firnamiklu efni. Það hefur í sjálfu sér ver- ið ærið verk. En meira er um vert, hvernig hann skilar af sér því efni. Eins og gömlum 'blaðamanni sæmir, segir hann frá skýrt og ljóst, svo allir megi skilja fyrir- hafnarlaust. Án þess að ýkja sjálft efnið magnar 'hann frá- sögnina með þvi að leggja i hana kraft og fjör; skapa spennu og eftirvænting, láta alltaf eitthvað vera í vændum og höfða svo til lesandans, að hann sér jafnóð- um fyrir sér fólk það og atburði, s‘em sagt er frá. Styrkur Þorsteins liggur eink- um í því, að hann lýsir hlutun- um innan frá. Þegar hann segir frá löngu liðnum atvikum, mætti oft ætla af frásögn hans að dæma, að hann hefði staðið á hleri, fylgzt með öllu saman og ekki aðeins skrifað hjá sér, það sem hann sá og heyrði, heldur líka numið og lagt á minnið hita tilfinninganna, undirstraum at- burðanna. Enda þó hann segi frá í þátíð, tekst honum ávallt að magna einihvers konar nútíð upp í frásögn sinni, einhverja frétta- spennu, hraða og þó nákvæma líkt og þlaðamanns er háttur, þegar pressan og lesendurnir bíða eftir stórfréttum. Langar mig þá að víkja lítil- lega að stíl Þorsteins. Hafi verið DALAPRINSINN Ný rómantísk skáldsaga eftir INGIBJÖRGU SIGURÐARDÓTTUR vinsælasta rithöfund aimennings- bókasafnanna. DALAPRINSINN er ástarsaga þeirra Lindu í Dalsmynni og Hlynar í Fagradai. DALAPRINSINN er líka saga brúarsmiðanna, sem dveija sum- arlangt við brúarsiníði hjá Dals- mynni. DALAPRINSINN segir frá því, hvernig Drífa, matráðskona, og Siggi og Geiri, brúarsmiðir, bcita Cllum ráðum til þess að kenna hinu saklausa og fallega sveita- bami, Lindu litlu í Dalsmynni, miður hollar lífsvenjur og lokka hana að lokum til Reykjavíkur, þar sein allt sígur á ógæfuhlið. DALAPRINSINN segir frá því, hvernig æskuástin ber að lokum sigur úr býtum, og bjargar Lindu heim í dalinn til sannrar ham- ingju með Hlyni, æskuvini sín- um. Kærkomin gjöf handa hinum f jölmörgu að- dáendum Ingibjargar Sigurðardóttur. BiÖjið bóksalann yðat að sýna yður BÓKAFORLAGSBÆKURNAR hungur, auðmýking, örkumi milljóna manna — allt er þetta fjarlægt eins og fornaldarsaga, Þó var slíkt einmitt hlutskipti þýzku þj'óðarinnar þau árin, sem Þorsteinn Thorarensen: AÐ HETJUHÖLL, saga Adolfs Hitlers. 462 bls. Bókaútgáfan Fjölvi. Reykjavík 1967. FRÁ því síðari heimsstyrjöldinni lauk og fram undir þennan dag hefur tiitölulega fátt verið skrif að um Hitler og nazismann í Þýzkalandi. Framferði Þjóðverja í styrjöldinni þótti svo glæpsam- legt, að fræðimenn hafa síðan kosið að þegja um alla þá sögu, þar eð svo margir hafa átt um sárt að binda. Það hefur eins og legið í loft- inu, að á svo vondan mann sem Hitler var, mætti ekki varpa neinu ljósi, sem ef til vill kynni að réttlæta eða afsaka framferði hans. Hann ætti það ekki skilið. Nú er svo langur tími liðinn frá stríðslokum, að þeir, sem ekki muna styrjöldina, verða senn fleiri en 'hinir, sem muna þá tíma. Sárin gróa. Atburðirnir hætta að vera tilfinningamál. Við tekur hlutlæg sagnfræði. Ég held ein fjögur ár séu lið- in síðan það kvisaðist út, að Þorsteinn Thorarensen hygðist setja saman bók um Hitler. Og ég get ekki neitað því, þegar mér barst það til eyrna, að mér þótti í mikið ráðizt. Að ráðast í slíkt var ekki aðeins spurning um þekking og hæfni, heldur einnig um kjark. Nú er bók Þorsteins komin út, mikið rit. Að Hetjuhöll nefn- ir höfundur bókina, en undir- titillinn er: saga Adolfs Hitlers, uppruni hans, æska og fyrstu baráttuár. Frá stjórnarárum hans er ekki greint. Síðari heims styrjöldin stendur því utan við efni bókarinnar. Að sjáifsögðu er bókin ekki samin til að afsaka einn né neinn. Höfundur segir aðeins frá og skýrir. Ekki er hægt að kalla það afsakanir, þó hann leiðrétti ýmis miShermi og rangtúlkanir, sem margar 'hafa aí eðlilegum ástæðum stefnt í neikvæða átt, þar eð umrædd persóna átti fjandmienn marga, en formœl- endur fáa. Því svo var um síðir komið, að heimurinn leit á Hitl- er eins og ómennska forynju. Samt var uppruni hans ekki að- eins mannlegur, 'heldur beinlín- is venjulegur miðað við þá tíma og það land, þar sem hann var upprunninn. Og — eins og höf- undur segir í bók sinni: „hvernig sem menn annars líta á verk Hitlers, verður því varla á móti mælt, að 'hann var persóna, sem gerði stórt strik í sjálfa mann- kynssöguna“. En hvernig tókst honum að rista sína hrikalegu feiknstafi á spjöld sögunnar? Var það töfra- máttur þessarar forynju, sem heillaði svo tugmilijónaþjóð, að hún óð eld og brannistein fyr- ir fortölur hans eins? Okkur, friðsömum þegnum í velferðar- ríki, veitist erfitt að gera okkur í 'hugarlund rök þvílíkra stór- merkja. Og þó áttu þau sínar orsakir, sína undirrót En það er næstum sama, þó orsakirnar séu skýrðar fyrir okkur. Sjálfur bak- grunnurinn er orðinn harla fjar- lægur. Örf'át'ækt, klæðleysi, Þorsteinn Thoraremsen nazisminn var að þróast í Þýzka- lægur. Örfátækt, klæðleysi, landi. Upp úr þvílíkum jarðvegi spratt hann. Að þeim staðreyndum gaum- gæfðum verður skiljanlegra, að Hitler var upphafsmaður fárra þeirra hluta, sem síðar á'ttu eftir að kennast við hann öðruni mönnum fremur. Ekki stofnaði hann nazistaflokkinn, svo dæmi sé tekið. Ekki var 'hann upp- hafsmaður gyðingahatursins. Ekki fann hann upp hakakross- inn. Forystuhæfileikar hans voru að vísu óumdeilaniegir. Samt er óvíst, að þeir hefðu nægt honum til brautargengis. ef hann hefði ekki einmitt kom- ið á vettvang á því andartaki, þegar þjóð hans var fui'kom- lega forystulaus og örvilnuð. Styrkur hans magnaðiist að því skapi sem þjóð hans örmagnað- Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR Sagan af Hitler BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR A K U R E Y R I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.