Morgunblaðið - 17.12.1967, Síða 21

Morgunblaðið - 17.12.1967, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES. 1967 21 Biöjid bóksalann yöar aö sýna yöur BÓKAFORLAGSBÆKURNAR BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR . AKUREÝRI Oddný Guðmundsdóttir ORLIK reykjarpípur ORLIK reykjarpípa hinna vandlátu. ORLIK heimsþekkt gæðavera. ORLIK munnstykki, ávallt fyrirliggjandi. ORLIK er glæsileg jólagjöf. Verzlunin ÞÖLL Veltusundi 3 (gegnt Hótel ísland bif- reiðastæðinu). — Sími 10775. H.F. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON Afbragðsgóð og skemmtileg íslenzk skáldsaga <// //^í AV/J HULDUFOLKIÐ í HAMRINUM eftir EIRÍK SIGURBERGSSON. Hér er á ferðinni afbragðs góð og skemmtilcg íslenzk skáldsaga sem \ crð kr. 220.00 án sölusk. allur almenningur getur lesið sér til ánægju. Þess má gcta, að flugufótur er fyrir því, scm gerist í sögunni, þótt hún sé að vísu alger skáld- skapur. Sögusviðið cr Eyrarbakki og nágrenni og Skaptafellssýsla. Skuld ££ Ný skáldsaga Höfundur: Oddný Guðmundsdóttir KOMIN er út á vegum prent- smiðjunnar Leiftur H.F. ný skáldsaga eftir Oddnýju Guð- mundsdóttur frá Hóli. Þetta er allstór bók, bundin í sérting og allur frágangur góður, pappír góður og prófarkalestur mjög sæmilegur. Bók sína nefnir Oddný — Skuld — og er nafn- ið vel til fundið. Oddný er tals- vert þekktur rithöfundu. ug hef ur vakið athygli á sér með bók- um sínum, þó kannski mest með bók sinni „Svo skal böl bæta“, sem fékk góða dóma. Þessi nýja bók Oddnýjar „Skuld“ er sveita lífssaga. rammíslenzk, allvel byggð, málið hreint, stílbrögð víða hnyttin, en að mínum dómi mættu mannlýsingar vera gleggri. Fyrsti kafli bókarinnar, sem er ö'.stuttur, segir frá gan.alli konu frá Brimnesjum. Hún er sögð allra íslendinga elzi .Þekkti menn sem voru vinir Jóns Sig- urðssonar. þekkti Bólu-Hjálmar, dáði Þorstein Erlingsson, sem hún veit að er dáinn fyrir nokkr- um árum. Þetta kemur í ljós um borð í skipi, sem gamla konan er að ferðast með. Tveir ungir piltar hlúa að henni með tepp- um í klefa skipstjórans og kalla hana ömmu. Þetta er mjög for- vitnilegur kafli og veku. for- vitni og spennu hjá lesandan- um, því höf. hefur góðar gætur á bví, að segja ekki of mikið. Aðalpersónu sögunnar ne'r í.r höf. Unu, örlagaþráður íennar er langur og margslunginn. Þeg ar frásögnin af Unu hefst. er hún 17 ára, hraust og falleg stúlka, en búin að missa báða fore’dra sína og frænda og vinafá. Hún raeður sig í vist hjá gömlum hjónum á bæ þeim er Brafna- gjá heitir, heimili þeirra ir frá- munalega sóðalegt og hjó vn þvílíkir nirflar, þrátt fyrir góð efni, að þau svelta heimilisfolk- ið. í stað kaffi er grasvatn og maturinn grautarsletta m?3 und anrennu út á. Vistarvera Unu er herbergiskitra undir blakkri skarsúð og gólfið moldargólf. Þar liggur fyrir ung stúlka. sem er komin að því að deyja úr berklum og vanhirðu. A kvöldúi eftir vinnu, vinnur Una að því að hreinsa sár hennar og hreinia óþrif af henni. Una lánar henni undirsængina sína, en kastar heyruddanum og megninu af tuskunum, sem Gunna hefur leg ið við. Una gefur henni það i bezta af mat sínum og ásetur sér að reyna að láta Gunnu fitna og komast til heilsu, en það tekst ekki, Gunna deyr. Þetía lýsir vel innræti Unu. Það má segja það í sem fæstum orðum. að þarna á Hrafnagjá, kelur Unu bæði á sál og líkama. Hún kynnist sýslumannssynin- um á Breiðabóli, sem er næsti bær við Hrafnagjá. Hann lætur sem svo, að hann elski Unu, dáist að fegurð hennar og með undirferli og blekkingum tekst honum að fleka þessa saklausu umkomulausu stúlku. Eftir Jð hann veit að hún gengur með barn hans, fýkur ást hans á henni út í veður og vind, en segist munu láta hana hafa pen- inga — ef barnið lifi. — Una tekur þetta mjög nærri sér og skömmu síðar veikist hún. Hef- ur sennilega smitast af Cunnu. Hún liggur rúmföst allan vetur- inn og að síðu-tu er svo kom- ið. að hún óskar sér þess eins, að fá að deyja eins og Gunna, og vissulega deyr sterkur pátt- ur í tilfinningalífi hennar. Um síðir kemst hún þó á fætur og stór atburður gerist sem er þó nokkuð þokukenndur í frásögn höf. í miklum rigningum sumarið eftir þennan langa vetur, fell- ur skriða á bæinn Hrafnagjá og undir henni grefst súrmatur ~g hangikjöt húsfreyjunnar, sem hún hafði ekki tímt að gcfa ifólkinu. Þetta verður Unu til láns. Smiður úr annarri sveit er fenginn til að byggja upp bæ- inn að nýjú, hann er nokkuð eldri en Una, efnaður og ágætis ■maður. Hann verður strax ást- fanginn af Unu. og enda þátt ihún tortryggi hann á marga lund, sem sjá má á þessum orð- um er hún lætur falla til Ög- mundar smiðs, frá Skógum, en svo hét bær hans. „Ég trúi því tæplega. að ríkur maður ætli að eiga umkomu- lausa stúlku. Það er ekki sið- ur“. Þó fer það svo að hún gift- ist Ögmundi og flytur með hon- um yfir heiðina heim að Skóg- um og gerist þar húsmóðir. En 'hefndin, sem hún bar til fólks- ins á Breiðabóli og Hrafnagjá fylgir henni yfir heiðina og and- úðin á öllu ranglæti. sem allsstað ar blasti við henni. í hinu nýja umhverfi snýr ‘hún sér fljótlega að hugðarefn- um sínum, sem þykja nokkuð nýstárleg þar í Brimnesjum. það er, að beita sér fyrir því, að rétta hlut hinna veiku og smáu, sem þjakaðir eru af rang- snúnum aldaranda og alls kon- ar hindurvitnatrú, flæma Bakk- Us frá dyrum fátæklinganna og fá fólkið til að uppgötva sjáift sig. Með öðrum orðum, leiða fáfróðan. kúgaðan lýðinn út úr miðaldamyrkrinu fram í ljós nýs dags. Þessu starfi miðar hægt, en þokast þó í rétta átt. „Skuld“ er mikil saga og hef- ur marga kosti. Einhverjum kann að þykja hún nokkuð lang dregin, en hvergi eru í henni dauðar iægðir. Oddný er gædd ágætri frásagnargáfu og frá- sagnargleði, harðskeytt og bein- skeytt á köflum. kaldhæðin og ómyrk í máli. -ívergi er hún h' gróf í frásögn sinni, þótt fyrir- litningin skíni í gesn hjá henni á „nirflunum" sem hún kallar. Oddný gerir lítið úr því að lýsa ytra útliti sögupersóna sinna. Mér finnst ég geta iesið það milli línanna, að hún vilji segja við lesandann. Af verk- unum skuluð þið þekkja þá. — Una er kalinn kvistur. sem kól á vordögum æsku sinnar. Þessi kalsár virðist hún bera ill gróin fram á lokadag. Að mín- um dómi er Una góð spegilmynd af mannlífinu eins og það var á því tímabili sem sagan spann ar yfir og aldamótafólk mun kannast vel við. Um hitt mætti deila hvort lýsingar séu dregn- ar fram með fullsterkum litum eða ekki, hitt er víst að sagan er enginn reifari eða skrök. Þegar líður að sögulokum ó- . skýrist þráðurinn, sem Una spinnur í söguna, og þó, lesand- inn hittir fyrir háaldraða konu, sem spyr: ..Hefurðu heyrt getið um manneskjur, sem dóu í heift og gátu ekki rotnað“. Þetta er viðamikil spurning, sem ekki verður svarað nema af þeim sem lesa söguna með athygli. Oddný á þakkir skilið fyrir þessa sögu, hún mun þykja nokk urs virði er fram liða stundir. Jakob Jónaisson. Jlloir^unMaMti RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍIVII lO'IQD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.