Morgunblaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 1’998 Heildorfishollinn 1967 vor 339 þús. lestum minni en úrið úður HEILDARFISKAFL.I lands- manna á árinu 1967 var 901 þúsund lestir en var árið áð- ur 1240 þúsund lestir. Síldaraflinn á síðasta ári var 470 þúsund lestir og loðnuafli 97 þúsund lestir. — Heildarbolfiskafli varð 330 þúsund lestir, þar af var afli togara 70 þúsund lestir en afli báta 260 þúsund lestir. Humar- og rækjuafli varð alls um 4 þús. lestir. Sjúkraflutningar í veðurofsa Egilsstöðum, 2. janúar. HINN 30. desember sl. þurfti nauðsynlega að flytja tvo sjúkl- inga frá Egilsstöðum til Nes- kaupstaðar. Farið var á tveimur bifreiðum, Volvo-Lapplander og Rússajeppa og lagt af stað um þrjúleytið. Þegar komið var niður í Fagra dal skall á ofsaveður á norðan, svo að illstætt var, gátu ferða- langarnir þó brotizt áfram til Reyðarfjarðar án aðstoðar, en veður var svo slæmt, að hvað eftir annað urðu þeir að stanza og bíða milli hryðjanna. Vega- gerðin sýndi mikla hjálpsemi og sendi talstöðvarbíl á móti þeim frá Reyðarfirði að sæluhúsinu í Fagradal og fylgdi sú bifreið leiðangursmönnum niður i Reyð arfjörð, en þangað var komið um kl. sex. Þá var ekki talið fært að halda lengur áfram vegna veð- urofsa og var beðið átekta, en um níuleytið fór veðrið heldur að ganga niður og hélt svo áfram fram til kl. 11. Þá var lagt af stað aftur. Sendi Vegagerðin með í leiðangurinn stóra drátt- arbifreið með áföstum snjóplógi og eins voru fengnar tvær jarð- ýtur til þess að ryðja veginn um Oddsskarð. Ferðin gekk hægt og bítandi og var komið til Neskaupstað- ar kl. 3 um nóttina. Þá var kom ið allra sæmilegasta veður. — Heimferðin tók hins vegar að- eins 2 tíma. Sjúklingunum líður eftir at- vikum vel. — HA. Töluvert ishröngl er undan Norðurlandi. Þannig leit isröndin út síffastliðinn sunnudag, þegar Sif, flugvél Landhelgisgæzlunnar flaug yfir hana. Gera má ráff fyrir aff ísinn hafi færzt nokkuff nær landi síðustu daga, vegna norðanáttarinnar, og í gær voru t. d. farnir aff sjást stakir jakar á Siglufirffi. Hinsvegar var skyggni yfirleitt mjög slæmt fyrir Norðurlandi vegna hríffar þannig, aff ekki hefur sézt til hans svo aff vitaff sé. Síldarveröið ákveðið VERÐ á bræffslusíld af Norffur- og Austurlandsmiðum hefur Tunnuverksmiðjan ú Siglu- firði tekin til stnrfu Ovíst hvort sú á Akureyri fer at stað TUNNUVERKSMIÐJAN á Siglu firffi tók til starfa í gærmorgun og vinna þar nú um 45 manns. Verksmiffjan á Akureyri er ekki byrjuð að framleiða. og óvíst hvort hún verffur sett í gang. Þaff eru 65 þúsund tunnur sem Ráðizt inn í íbúð til búa þarf til og ef verksmiffjan á Siglufirði verffur ein um hituna mun framleiffslan taka fimm til sex mánuði. Töluvert efnismagn er ókomið erlendis frá, og ef ákveffiff verff- ur að láta verksmiðjuna á Akur eyri taka til starfa, er hægt aff stefna skipunum þángað fyrir- varalaust. Tunnuverksmiffjan á Siglufirffi getur framleitt um 12 þúsund tunnur á mánuði, og af- kastageta verksmiffjunnar á Ak- ureyri er svipuff. veriff ákveffið kr. 1.25 fyrir hvert kg., en fyrir suffurlands- síld kr. 0,85 fyrir hvert kg. aff viðbættum fimm aurum fyrir flutning á síldinni úr skipi og í verksmiffjuþró. Þetta verff gildir frá 1. janúar 1968 til 29. febrúar. Þaff var sam- þykkt á gamlársdag, meff atkvæff um fulltrúa síldarseljenda og oddamanns gegn atkvæðum fulltrúa síldarkaupenda. Sjúkruflutningui tók 11 klukkust. Húsavík, 2. janúar . SJÚKLINGUR var sóttur á bæ hér í sveitinni og fluttur til Húsavíkur, þar sem grunur lék á að hann hefffi hlotiff slæmt fót brot. Framhald á bls. 16 Ashkenazy á Akureyri Akureyri, 30. desember. VLADIMIR Ashkenazy hélt píanótónleika á vegum tónlistar- félags Akureyrar í Borgarbíói í gærkveldi. Húsfyllir var og við- t'ökuir áheyrenda frábærar. Við- fangsefnin voru eftir Beethoven, Chopin og Prokoffiev. Listmann- inum bárust blóm, og hann varð að leika aukalag, f fyrrakvöld voru jólatón- leikar í Akureyrarkirkju. Þar léku lúðrasveit Akureyrar og lúðrasveit drengja undir stjórn Jan Kisa og kirkjukór Akur- eyrar söng undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Kirkjan var þétt- skipuð þakklátum áheyrendum. — Sv. P. konu á nýársnótt RÁÐIZT var inn í íbúff til konu á nýársnótt. Var konan ein heima ásamt tveimur börnum sínum, og flúffi hún til nágranna sinna. Lögreglan var kvödd að húsi við Laugarnesveg, en þegar hana bar að var maður sá, sem ráðizt hafði inn, flúinn af hólmi. Konan kvaðst hafa verið sof- andi, en vaknað um nóttina á fimmta tímanum við barnsgrát. Fór hún til að sinna barninu, en var þá vör við að það logaði ! í steik í ofni eldavélarinnar. Hljóp hún þá út til að ná í að- stoð — hitti tvo menn, sem hún bað að hringja á lögregluna. Fór hún síðan aftur inn, en iitlu síðar bar þar að mann, sem bauð aðstoð sína. Vildi konan ekki þiggja hana, en maðurir.n réðst þá inn í íbúðina. Varð konan hrædd og flúði með börn sín í næsta hús, en maðurinn veitti henni eftirför nokkurn hluta leiðarinnar. Hjá nágrönn- unum gat konan svo gert iög- ' reglunni viðvart. Bodil Begtrup í gólcsheimsókn — FRÚ Bodil Begtrup ambassador Dana í Sviss heifur dvalið hér í Reykjavík um hátíðarnar. Hún M var eins og kunnugt er sendi- herra Dana hér á landi í 8 ár og ávann sér aimennar vinsæld- ir. S.l. 7 ár hefur hún verið sendiíherra Dana í Sviss með að- setri í Bern. Þetta er í þriðja sinn, sem frú Bodil Begtrup heinmsækir ísand síðan hún fór héðan Þegar Morgunblaðið átti stutt samtal við hana í gær sagði hún, að það heíði verið sér mikil gleði að fá nú tækifæri til þess að hitta marga vini sína hér á landi og rifja upp gömul kynni. Hún kvaðst fagna stöðugt batn- andi sambúð íslendinga og Dana, sem ævinlega væri sitt stóra áhugamál. Starfið í Sviiss kvað frúin verða stöðugt umfangs- meira vegna vaxandi samvinnu Norðurlandaþjóðanna ó sviði efnahagsmála við aðrar þjóðir Evrópu. íslendingar minnast mikils og góðs starrfs Bodil Begtrup hér á landi. Þess vegna þakka þeir henni komuna hingað og óska henni alls velfarnaðar. Fimmburar fæddust í Ástra- líu á gamlársdag Líðan þeirra góð og allar líkur á, að þeir muni ná að lifa Brisbane, Ástralíu, 7. janúar NTB—ÁP FYRSTU fimmburarnir i Ástralíu — þrjár telpur og tveir drengir — fædd- ust snemma á gamlárs- dag á sjúkrahúsi í borg- inni Brisbane. Af hálfu sjúkra hússins hefur veriff skýrt frá því, aff bæffi þeim og móffur þeirra, frú Patriciu Braham, sem er 36 ára gömuh líffi vel og aff bjartsýni ríki um, aff fimmburarnir muni allir Iifa. Foreldrar þeirra áttu fjögur börn fyrir, son sjö ára gaml- an, telpu fimm ára og tví- bura, dreng og telpu, sem eru eins árs. Á þessari öld hafa einungis sex fimmburar hald iff lífi af þeim fimmburafæff- ingum, sem orffiff hafa. I dag var fimmburunum gefin móðurmjólk í fyrsta sinn, en tii þess hafði þeim aðeins verið gefið þrúgusyk- ur og vatn. Þessi breyting á fæðu fimmfouranna var gerð að fenginni skýrslu læknanna um framför þeirra. Móður- mjólkin er fengin frá öðrum mæðrum á sjúkrahúsinu. Síðdegis í dag lét barna- læknirinn. dr. Granteley Stable, sem hefur yfirumsjón með meðferð fimmburanna, frá gér fara tilkynningu, þar sem segir, að líðan fimmbur anna og móður þeirra =é góð. Tveir af fimmburunum voru seinni að ná sér eftir fæðing una en hinir þrír, en þeim fer einnig fram, segir í til- kynningunni. Fæðing fimm- buranna tók alls klukkurÍTia og fimmfán mínútur. en þeir fæddust sex vikur fyrir tím- ann. Gert er ráð fyrir, að foeir verði hafðir í súrefniskössum í um það bil hálfan mánuð. Á gamlárskvöld var móðir fimmfouranna ekið í hjólastól til þeirra, svo að hún bæti séð hin nýfæddu bórn sín fimm, sem þegar hafa öðlazt heimsfrægð. Nöfn þeirra fara hér á eftir í þeirri röð, sem börnin fæddust: Annabel, Dorothy, Richard Gibson. Faith Elízabet, Caroline Jean og Goffrey Roger. Faðirinn, Roger Braham, sem er lögfræðingur eyddi gamlárskvöldinu í ró og kyrrð ásamt nokkrum vinum sínum. Fimmburarnir voru ekki vikt aðir strax eftir fæðingu þeirra, en dr. Stahle læknir hyggst nú rannsaka þá til þess að kanna, hvort þeir séu orðnir nógu hraustir til þess að vikta þá. Hann taldi. að við fæðinguna hafi þeir verið um 1,3 kg. hver . Móðir fimmburanna mun ekki hafa fengið nein frjósem islyf, en til þeirra má rekja, að því er talið, margar fæð- ingar að undanförnu, þar sem mörg börn hafa verið al in í einu af sömu móður. Það er enn mjög sjaldgæft, að fimmiburar fæðist lifandi, þrátt fyrir að frjósemislyf hafa verið notuð í vax- andi mæli í heiminum á síð- ustu árum. Fyrstu fimmburarnir. sem vitað er um á okkar dögum, að lifað hafi af fæðinguna, voru fimm dætur frú Olive Dionne í Ontario 28. maí 1934. Ein þeirra, Emile, lézt 20 ára gömul, en hinar eru enn á lífi. Vitað er um fimm fimmbura sem allir eru á lífi nú. Þeir eru: Fjórar telpur og einn dreng ur, börn frú D.W. Lawson í Auckland í Nýja Sjálandi. en þau fæddusit 27. júlí 1965. Tveir drengir og þrjár telp ur, sem frú Diligenti, kona auð ugs iðjúhölds í Argentínu, ól árið 1943. Fimm drengir, sem fæddust 6. septemfoer 1963, en móðir þeirra er frú Ines Marie Cuervo de Prieto, búsett i Maracaibo í Venesuela. Fjórar telpur og einn dreng ur, sem frú Andrew Fischer í Aberdeen í Suður-Dakóta ól 14. september 1966.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.