Morgunblaðið - 03.01.1968, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1068
Bifreiðastjórar
Genun við allar tegundir
bifreiða. — Sérgrein hemla
viðgerðir, hemlavarahlutir.
HEMLASTILLING H.F.
Súðavogi 14 - Sími 30135.
Reglusöm og bamgóð
kona getur fengið leigt her
bergi gegn húshjálp fyrri
hluta dagsins. Upplýsingar
í síma 51344.
Trésmíði
Vinn alls konar innanhúss
trésmíði í húsum og á verk
staeði. Hefi vélar á vinnu-
stað. Get útvegað efni. —
Sími 16805.
Keflavík
Vantar kokkpláss á góðum
línubát frá Keflavík. —
Uppl. í síma 2013.
Skattframtöl
bókhald, endurskoðun.
Pétur Bemdsen,
endurskoðandi.
Borgartúni 3 . Sími 10135.
Til sölu
gamall bíll í gangfæru
standi, mjög litið verð. —
Uppl. í síma 34297.
Innréttingar
Get bætt við mig verkefni.
Smíða eldhús- og fataskápa.
Upplýsingar í síma 31307.
Smíðum
eldhúsinnréttingar, svefn-
herbergisskápa og sólbekki.
Símar 20572 og 51228.
3ja herb. góð íbúð
á góðum stað í bænum,
laus nú þegar. Tilboð send-
ist Mbl., merk't: „Strax —
5448“.
Píanó — Orgel
6ska að kaupa notað píanó
og orgel harmonium. —
Uppl. í síma 32977 e.h.
Húsnæði ósllfllt
fyrir rakarastofu. — Ti'lboð
sendist Mbl. fyrir föstudags
kvöld, merkt: „Beztur stað
ur — 5378“.
Skrifstofuherbergi
Til leigu nokkur skrifstofu
herbergi, í nýlegu húsi. —
Til greina kæmi leiga fyrir
léttan iðnað. Upplýsingar í
síma 32281 og 37132.
Vil selja
fasteignatryggð skuldabréf
til sex ára. Tilboð sendist
afgr. Mbl., merkt: „5417“
fyrir 5. þ. m.
Ford Pick up
óskast, aðrar tegundir koma
til greina. Upplýsingar í
síma 51004.
Til leigu
Góð 3ja herb. íbúð á jarð-
hæð nálaegt Sjómannaskól-
anum til leigu. Sérinngang-
ur. Tilb. er greini fjöl-
Skyldustærð sendist Mbl.,
merkt: ,,Austurbær - 5398“
Gleðilegt ár, gott og frjósamt í
allar áttir, mínir elskulegu, en eitt-
hvað fannst mér hann nú blása
kuldalega á mann þarna I gær,
þegar maður kom út í morgun-
sárið, dúðaður í trefla og peysur
og Belgjagerðarúlpu þar utanyflr.
Auðvitað lét maður þetta ekkert
á sig fá, bætti bara á sig frost-
legi eins og Helgi S. í Keflavík,
settist upp í bilinn (n.b. ég er
nefnilega hættur að fljúga, þegar
kalt er), og hann fór í gang á
stundinni, enda rafgeymirinn frá
honum Magga í Pólum, og þrátt
fyrir míkla hálku, rann hann ekk-
ert geysilega til.
Þeir japönsku kunna nefnilega
sitt fag, og Bridgestonehjólbarð-
arnir mínir sviku mig ekki frek-
ar en fyrri daginn. Skyldu þeir
annars búa líka við svona hálku
í landi sólaruppkomunnar? Ja,
ekki veit ég, en eitt kann ég þó
upp á japönsku, og hefur oft kom-
ið mér vel; ég kann að segja: Ég
elska þig, á japönsku, og það er
svona, ef einhver skyldi þurfa á
þeim orðum að halda. Aldrei er að
vita, hvar frómur flækist. —
„Whiata kusiva, anata suki maza“,
og hana nú!
Og sem ég ók þarna rakleitt
niður í Miðborg, tók ég eftir
manni, sem norpaði við einn götu-
kantinn, og í heldur súru skapi.
Storkurinn: Gelðilegt ár, lagsi!
Færðu ekki magasár af því að
byrja árið í svona súru skapi?
Maðurinn i kuldanum: Jú, ætli
það ekki . En ég er reiður. Ný-
verið hafa tveir bílstjórar „svín-
að“ á mér á braut, sem þó er
kyrfilega merkt til beggja hliða,
að hafi biðskyldurétt. Er það svo,
að mennirnir sjái ekki merkin,
eða þá, að þeir viti ekki hvað
þau merkja?
Storkurinn: Ég er alveg jafn-
nær, en svona akstur getur auð-
veldlega valdið stórslysum, og
þyrfti lögreglan að skera upp her-
ör gegn þeim bílstjórum, sem virða
ekki biðskyldu eða stöðvunar-
skyldu. Sérlega bagalegt er þetta
þó, þegar bílar koma á vinstri hlið
manns á biðskyldubraut, og ætla
sömu leið, það er sök sér, ef þeir
ná að komast yfir og aka í gagn-
stæða átt. En nú má ég ekki vera
að þessu masi lengur og með það
var storkur floginn upp á tum-
inn á Fríkirkjunni og söng með
trega: „Nú árið er liðið í aldanna
skaut, og aldrei það kemur til
baka“.
Áheit og gjafir
Strandarkirkja.
Afhent Morgunblaðinu:
A. G. 1000 krónur, M.D. 100, Jó-
hanna 100, N.N. 100, E.E. 100, C.
800, N.N. 300, Álfheiður 500, Ó.B.
50, Þ.S. 15, Pett 800, G.H.H. 200,
K.S. 65, E.G. 300, M.K. 100, Þ.Þ.
200, A.B. og V.E. 100, Gússí 100,
Kristján 100, B.B. 225, S.R. 200.
A.H. 1000, K.H. 300, H.K. 300, I.V.
1000, G.G. 1000, Ó.E. 1000, H.M.
100, Ó.G.Ó. 100, ómerkt 200, G.G.
50, H.J. 100, Nanna 1000, nokkur
áheit frá gamalli konu 1000, Þ.M.
300, B.G. 500, g. áh. S.S. 1000, N.N.
25, L.G. 300, L.B.J. 50, Indriði 200,
I.Þ. 200, María 100.
Sólheimadrengurinn
Afhent Morgunblaðinu:
B. K. 300, Fanný Benónýs 500,
N.N. 100, B.K. 300, R.J. 200.
Hallgrímskirkja í Saurbæ
Afhent Morgunblaðinu
Skuld 100 krónur.
Á „Mokka“
Rautt og svart,
hvítt og svart,
Sigríður Björnsdóttir listmálari
sýnir á Mokka.
Viðfeldin áhrif,
yfirlætíslaus,
en þó sterk.
15. 12. 1967.
Eggert E. Laxdal.
FRÉTTIR
Óháði söfnuðurinn
Jólatrésfagnaður fyrir börn kl.
3 i Kirkjubæ sunnudaginn 7. janú-
ar. Aðgöngumiðar kl. 1—6 föstud.
og laugard. í Kirkjubæ.
Kvenfélagið Bylgjan
Munið fundinn fimmtudaginn 4.
janúar kl. 8.30 að Bárugötu 11. —
Eiginmennirnir boðnir á fundinn.
Kvenfélagskonur, Sandgerði
Munið aðalfundinn fimmtudag-
inn 4. janúar í Félagsheimilinu
klukkan 9.
Kvenfélag Lágafellssóknar
Fundur að Hlégarði fimmtudag
4. jan. kl. 8.30.
Fíladelfía, Reykjavík.
Bænasamkoma hvert kvöld vik-
unnar kl. 8.30.
6ENGISSKRANINQ
101 - 28. dn««at»er 1067.
8krá« fri Elnlnic Ifaup 8a!a
27/11 '87 lBandnr. dollnr 56,93 »7,07
28/12 - lStorlIngspund 137,04 137,38
28/12 - IKanadudollnr 52,65 52,79^-
15/12 - lOOflanskar krónur 763,40 765,26
27/11 - 100Nor»kar krónur 796,92 798,86
28/12 - ÍOO Samska r krónur 1.103,151.103,85
11/12 - 100 Plnnsk mörk 1.356,14 1.359,48
27/12 • lOOPransklr fr. 1.160,12 1.162,9«
27/11 - lOOBolg. frankar 114,72 115,00
21/12 - lOOSvlssn. fr. 1.316,16 1.319,40
27/11 - ÍOO Gylllni 1.583,60 1.587.46
- • loOTókkn. kr. 790,70 792,64
22/12 -lOOV.-þýzk mörk 1.427.60 1. .431,10
- - lOOLÍrur «,12 9,14
14/12 - tOOAusturr. nch. 220,80 221,14
13/12 • iOOP«a«-tar 81,80 82,00
27/11 - ÍOO Roikningskrónur-
Vörusklpt.a IöimI 99,86 100,14
- - J Rplkning ip'Jnrt-
Vöruskl pto ltínd 136,63 136., 97
•4» Brrytin* fr« aflfuntts «krúntn*u.
S Ö F M
Þjóðminjasafnið, opið þriðjudaga,
fimmtudaga, laugardaga og sunnu-
daga kl. 1,30—4.
Listasafn fslands er opið þriðju-
daga, fimmtudaga, laugardaga og
sunnudaga frá kl. 1,30—4.
Listasafn Einars Jónssonar er
opið á sunnudögum og miðvikudög
um frá kl. 1,30—4.
Náttúrugripasafnið, Hverfisgötu
115, 3. hæð opið þriðjudaga, fimmtu
daga, laugardaga og sunnudaga frá
kl. 1,30—4.
Héraðsbókasafn Kjósarsýslu, Hlé
garði. Útlán eru þriðjudaga, kl. 8
til 10 e.h., föstudaga kl. 5—7 e.h.
Bókasafn Kópavogs í Félagsheim
ilinu. Ú+lán á þriðjud., miðvikud.,
fimmtud. og föstud. Fyrir börn kl.
4,30—6. Fyrir fullorðna kl. 8,15—
10. Barnaútlán í Kársnesskóla og
Digranesskóla auglýst þar.
Sá, sem sér mig, sagði Jesú,
sér þann, sem sendi mig. Ég er
Ijós í heiminn komið, til þess að
hver sem á mig trúir, sé ekki í
myrkrinu. Jóh., 12, 45).
f DAG er miðvikudagur 3. janúar
og er það 3. dagur ársins 1968. Eft-
ir lifa 363 dagar. Við verðum að
sleppa flæðum, því að allar verzl-
anir voru lokaðar í gær vegna
vörutalningar og hvergi hægt að
fá sjómannaalmanak eða Þjóðvina-
félagsalmanak.
Upplýsingar um læknaþjónustu i
borginni eru gefnar í síma 18888,
símsvara Læknafélags Reykjavík-
ur.
Slysavarðstofan í Heilsuverndar-
stöðinni. Opin allan sólarhringinn
— aðeins móttaka slasaðra —
sími: 2-12-30.
Læknavarðstofan. Opin frá kl. 5
síðdegis til 8 að morgni. Auk þessa
alla helgidaga. — Sími 2-12-30.
Neyðarvaktin **varar aðeins á
virkum dögum frá kl. 8 til kl. 5,
sími 1-15-10 og laugard. kl. 8—1.
Kvöldvarzla
, í lyfjabúðum I Reykjavík vik-
una 30. des. — 6. jan. er í Lauga-
vegs Apóteki og Holts Apóteki.
Næturlæknir í Keflavík:
2/1 og 4/1 Arnbjörn Ólafsson.
Keflavíkurapótek er opið virka
daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—2
og sunnudaga frá kl. 1—3.
Framvegis verður tekið á mótl
þeim, sem gefa vilja blóð í Blóð-
bankann, sem hér segir: mánud.,
þriðjud., fimmtud. og föstud. frá
kl. 9—11 f.h. og 2-4 e.h. Miðviku-
,"Vga frá kl. 2—8 e.h. og laugardaga
frá kl. 9—11 f.h. Sérgtök athygli
skal vakin á miðvikudögum vegna
kvöldtímans.
Bilanasimi Rafmagnsveitu Rvík-
ur á skrifstofutíma er 18-222. Næt-
ur- og helgidagavarzla, 18-230.
Skolphreinsun hjá borginni. —
Kvöld- og næturvakt, símar
8-16-17
A.A.-samtökin
Fundir eru sem hér segir: f fé-
lagsheimilinu Tjarnargötu 3c:
Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21.
Langholtsdeild, í Safnaðarheimili
Langholtskirkju, laugardaga kl. 14.
Orð iífsins svarar í síma 10-000.
Tæknibókasafn IMSÍ —
Opið alla virka daga frá kl.
13—19, nema laugard. frá 13—
15. (15. maí — 1. okt. lokað á
laugardögum).
Borgarbókasafn Reykjavíkur:
Aðalsafn ,Þingholtsstræi 29A
sími 12308.
Mán. — föst. kl. 9—12 og 13—22.
Laug. kl. 9—12 og 13—19. Sunn.
kl. 14—19.
Útibú Sólheimum 27, sími 36814.
Mán. — föst. kl. 14—21.
Útibú Hólmgarði 34 og Hofs-
vallagötu 16.
Mán.—föst. kl. 16—19. Á mánud.
er útlánsdeild fyrir fullorðna í
Hólmgarði 34 opin til kl. 21.
Útibú Laugarnesskóla.
Útlán fyrir börn:
Mán., mið., föst.: kl. 13—16.
Bókasafn Sálarransóknarfélag
Islands,
Garðastræti 8, sími 18130, er op
ið á miðvikud. kl. 17,30—19. Skrif-
stofa SRFÍ og afgreiðsla „MORG-
UNS“ opin á sama tíma.
LÆKNAR
FJARVERANDI
Ófeigur J. Ófeigsson fjarv. til
15. jan. Stg. Jón G. Nikulásson.
Börn heima kl. 8
Munið eftir
smáfuglunum
Munið eftir að gefa smáfugl-
unum, strax og bjart er orðið.
Fuglafóður Sólskríkjusjóðsins
fæst vonandi í næstu búð.
■ ANDLEG HREYSTI-ALLRA HBLL*
sá NÆST bezti
A: Nú, svo þér viljið fá stöðu? Getið þér hirt eldavélar og
ofna, kveikt upp og því um líkt?
B: Ætli það ekki. Ég sem hef setið í tugthúsinu fjrir að hafa
kveikt í húsi.
GRÓFARBRYGGJA eftir Eggert Laxdal