Morgunblaðið - 03.01.1968, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 1908
Rækjum frændsemi við skyldar
þjóðir og vinskap við allar
> * *
Nýársávarp forseta Islands, Asgeirs Asgeirssonar
Góðir íslendingar, nær og
fjær!
ÉG óska yður öllum, hverjum
um sig og þjóðinni í heild, góðs
og gleðilegs nýjárs. Ég þakka
einnig innilega gamla árið og
öll árin síðan víð settumst að
hér á Bessastöðum, góðvild og
vináttu, sem þeir. sem hér sitja,
geta sízt án verið.
Á þessum fyrsta degi ársins
1968 tilkynni ég, svo ekki verði
um villzt, að ég mun ekki verða
í kjöri við þær forsetakosningar,
sem fara í hönd á þessu nýbyrj-
aða ári. Fjögur kjörtímabii,
sextán ár í forsetastól, er hæfi-
legur timi hvað mig snertir. og
þakka ég af hræðum huga það
'traust, sem mér hefir þannig
verið sýnt.
Það er margs að minnast frá
þessum árum, þó það verði ekki
rakið í þessu stutta áramóta-
ávapi, og hugljúfastar eru end-
urminningarnar frá þeim tólf ár-
um, sem okkur Dóru auðnaðist
að búa hér saman. Ég minnist
hennar, og ég veit þjóðin öll,
með aðdáun og virðingu. Nóg um
það, að þessu sinni. Mér er enn
..tregt tungu að hræra“.
Það tekur nokkurn tíma að
venjast nýju umhverfi, og það
liðu nokkur ár þar til okkur
varð eðlilegt að segja „heim að
Bessastöðum“. En Bessastaðir
eru tilvalið forsetasetur, bæði
jörðin, húsnæðið og kirkjan.
Helztu umbætur eru á þessum ár
um Tjarnarstíflan, skreyting
kirkjunnar og nýbyggð Bók-
hlaða. Er nú kirkjan og Bessa-
staðastofa komin í það horf. að
ég hygg að ekki þurfi um að
bæta né við að auka um langt
" skeið En minna vil ég þó á,
að forseti þarf einnig að hafa at-
hvarf í Reykjavík, einkum að
vetrarlagi. Það mun og til þess
draga um leið og sinnt verður
hinni ríku þörf Alþingis, ríkis
stjórnar og ríkisstofnana fyrir
aukin húsakynni Eru það tilvald
ar framkvæmdir, ef þörf verður
aukinnar atvinnu, enda vísasf tifl.
sparnaðar en ekki útgjaldaau.,a.
Mér er það ljóst, að það mun
fæstum koma á óvart, að ég
hefi nú lýst yfir þeirri ákvörðun
sem er ekki ný, að vera ekki
oftar í kjöri. Ég verð orðinn
sjötíu og fjögra ára fyrir kjör-
dag. ef ég lifi Það hefði þótt
hár aldur fyrir hálfri öld. Ekki
skaltu freista drottins Guðs þín,
og þá ekki heldur þjóðar þinnar
með þrásetu En það kalla ég
þrásetu, að sjá ekki sitt aldurs-
mark. Nýjar kynslóðir vaxa upp.
en vér sem erum á áttræðisaldri,
vöxum fram af.
Vér höfum og lifað tvenna
tímana En tímamótin myndi ég
setja nálægt upphafi fyrri heims
styrjaldar, en þó hafa stórfelld-
astar breytingar orðið frá hinni
síðari styrjöld og til þessa dags.
Hið yngra fólk gerir sér vísast
ekki ljósa þá breytingu, sem orð-
ið hefir í íslenzku þjóðfélagi og
á kjörum fólks á einum manns-
aldri. Og vér, sem munum aftur
fyrir aldamót, eigum að sjálf-
sögðu erfiðara með að laga oss
eftir hinum nýja tíma síðusui
ára en yngri kynslóðin.
Ég minnist þess. þegar stjórn-
in var flutt inn í landið og hinn
fyrsti íslenzki ráðherra steig af
skipsfjöl. Ég minnist fullveldis-
ins 1918 og að sjálfsögðu endur-
reistar lýðveldis árið 1944. Og þá
minnist ég ekki sízt Aiþingishá-
tíðarinnar 1930, sem átti ríkan
þátt í að efla sjálfstraust Is-
lendinga og athygli og álit er-
lendra manna á fámennri, af-
skekktri þjóð, sem átti þúsund
ára þingsögu að baki. Einn
brezki fulltrúinn stóð að vísu
fast á því, að brezka Parlia-
mentið væri móðir þjóðþing-
anna, en jiátaði fúslega. að Al-
þingi íslendinga væri þá amma
þeirra. Með slíka forsögu getum
vér hvorki leyft oss né megum
óvirða vort eigið Alþingi. Því
ber að halda í hæstum heiðri.
Ailt eru þetta merkisatburðir,
sem ég hefi rakið. Úr nýlendu
er orðin frjóls og fullvalda þjóð.
Vér höfum ekki orðið fýrir
vonbrigðum um árangur sjálf-
stæðisbaráttunnar. Jafnframt
hafa orðið stórfelldar breytingar
í atvinnulífi og um búsetu. Fram
um aldamót má heita að hér
hafi verið bændaþjóðfélag. En
þess verður að gæta, að bóndinn
og hans fólk lagði jafnframt
stund á heimilisiðnað og karl-
menn fóru í verið á vertíð. Einn
og sami maður við orfið, árina
og vefstólinn.
Vöxtur kauptúna og kaup-
staða er í rauninni eðlileg verka
skipti.ng, sem leiðir af aukinni
véltækni og batnandi skipakosti.
Þar sem ekki var komizt á milli
héraða áður fyrr, jafnvel til hjálp
ar í hallæri, þá eru nú allar
leiðir opnar að kalla. bíllinn er
kominn í stað hestsins. Og enn
hafa flugsamgöngur þróazt bæði
innanlands og utan, svo að fjar-
lægðir hafa breytzt í nálægð.
Einangrun lands og þjóðar er úr
sögunni. Það þarf bæði þrek og
góða greind til að aðlagast slík-
um stökkbreytingum á fáum ára
tugum. En þjóðarstofninn hefir
sýnt, að hann er traustur og góð-
ur. Sú upplausn, sem rætt er um
að sé í þjóðfélaginu, er vonandi
bernskutorek, sem eiga eftir að
hverfa með vaxandi þroska.
Svo virðist sem ýmsir hafi á-
hyggjur af því, að einangrun Is-
lands sé úr sögunni. Og ekki er
því að neita, að á þessari öld
tækninnar, kafbáta, flugvéla og
eldflauga er ísland, eins og önn-
ur lönd, komið inn á hættusvæði
Ásgeir Ásgeirsson
ófriðartíma. Atomöldin gengur
og jafnt yfir alle. Og þá er að
taka því með skilningi og drengi
legri sambúð við aðrar þjóðir.
Vér búum við gott nágrenni. Ó-
friðarhætta milli þeirra þjóða,
sem búa á ströndum norðanverðs
Atlantshafs að vestan og austan,
er einnig úr sögunni. Oss ber að
rækja góða frændsemi við skyld
ar þjóðir. og vinskap við allar
þjóðir, sem vér höfum nokkur
samskipti og viðskipti við. Stór-
veldisdraumar eru engin freist-
ing fyrir vopnlausa, fámenna
þjóð. En það getum vér sýnt
umheiminum, að smáþjóðir eiga
rétt á sér jafnt og aðrar, og að
skilyrði til mannlegs þroska séu
þar sízt lakari en meðal stór-
þjóða. Forystumaður eins og Jón
Sigurðsson er fyllilega á borð við
hvern annan leiðtoga milljóna-
þjóða. Ég verð þess oft var með-
al erlendra þjóða, að íslenzk
þjóð hefir gott mannorð að
þeirra áliti, sem nokkuð þekkja
til, og er það hin mesta þjóðar-
nauðsyn. að vér varðveitum það
og sýnum oss þess maklega.
Sumir virðast og hafa auknar
áhyggjur um framtíð íslenzks
máls og menningar. En þá væri
hvort tveggja lítils virði, ef það
gæti ekki þrifizt nema í ein-
angrun, eins og viðkvæm jurt
undir glerþaki eða fornminjar á
safni, íslenzbt þjóðerni er málið,
hugsundarhátturinn og óslitin
saga frá upphafi fslands byggð-
ar. Hein og svipmikil tunga stóð
af -sér allar hættur nýlenduár-
anna um margar dimmar aldir.
Meðal allrar alþýðu manna
hefir tungan lifað með litlum
breytingum frá upptoafi sagna-
og ljóðagerðar. Það stækkar fá-
menna þjóð að geta enn notið
alls þess, sem hugsað hefi verið
og skráð á þúsund árum og einni
öld betur. Og það sameinar ís-
lenzka þjóð, að tungan er ein og
engar mállýzkur. Tungan þekkir
enga stéttaskiptingu og verndar
þjóðlegan hugsunarhátt. Meðan
hennar vanarveggur stendur, er
íslenzku þjóðerni borgið. íslend-
ingar eru enn hin mesta bók-
menntaþjóð.
Góðir íslendingar! Ég lýsti yfir
því, að ég verð ekki lengur í
framtooði. Á þessu ári eru liðin
fjörutíu og firnm ár síðan ég var
fyrst kjörinn á þing. söguríkt
tímabil bókmennta og lista, fram
fara og kjaratoóta.
Þetta er ekki kveðjuræða.
Enn er eitt misseri til kosninga
og mánuði betur til fardaga hér
á Besisastöðum. Nú á útmánuð-
um kjörtímabilsins vænti ég að
hitta margan mann að máli, og
Láta eitthvað til mín heyra.
Ég endurtek þakkir mínar
fyrir liðin ár, og óska þjóðinni
árs, og friðar og Guðs blessunar!
Gleðilegt nýár!
Lifðu lífinu lifandi
ÞETTA heitir hún, bókin sem ný-
komin er út eftir hinn alkunna
rithöfund og kennimann, dr. Nor-
man Vineent Peale. Á frummál-
inu heitir hún Stay Alive All
Vour Live.
Fyrir tveim árum kom út á
íslenzku bókin Vörðuð leið til
lífshamingju, eftir sama höfund.
Fullvíst er að sú bók hefur
reynst mörgum manninum holl-
ur ráðgjafi og hin bezta hjálpar-
hella. Báðar þessar bækur hefur
íslenzkað Baldvin Þ, Kristjáns-
son.
Höfundur bókanna er orðlagð-
ur víða um lönd sem hinn snjall-
asti rithöfundur, kennimaður og
hollasti ráðgjafi fjölda manna,
•em leitað hafa til hans og þeirr-
ar leiðbeiningastofnunar, sem
hann rækir í samstarfi við lækna
og aðra sérfróða menn. Bækur
hans hafa verið metsölubækur.
Þar finna menn hrjáðum sálum
sínum og hugarangTi sínu álíkan
heilsugjafa sem hin hollasta
fæða er líkama mannsins.
Sá megin kraftstraumur, sem
flæðir um allar bækur höfundar-
ins, er trúin á hina duldu vara-
orku í sálardjúpum hvers manns,
og vakin meðvitund mannsins um
aðgang að þeim ummyndandi og
endurnýjandi krafti sem guðs-
samband trúarinnar á föðurlega
handleiðslu veitir. Bækurnar eru
sérlega frjóar af sannfærandi frá-
sögnum um glæsilegan árangur,
sem hugarfarsbreytingin hefur
veitt fjölda manna, sem fúsleik
hafa átt til að slá inn á braut
hins sigursæla lífs. Hvatningin
er þessi: „Lifðu lífinu lifandi",
en láttu það ekki verða það, sem
Skáldið kallar „lifandi dauða“.
Þetta er þér unnt, segir dr. Nor-
man Vincent Peale, ef þú viUt
leita til kraftsuppsprettu allrar
sköpunar og taka á því, sem þú
átt bezt í varasjóði sálar þinnar.
Áhættulaust er að mæla með
þessari bók.
Hversu góðar sem bækur
kunna að vera, er þó oftast unnt
að benda á einhverja galla, ekki
sízt þegar um þýðingu er að
ræða, og hógværlega skal það
sagt hér, að sumar setningarnar
í þýðingu þessara nýju bókar
gætu verið íslenzkari, en slíkt
mun samt ekki verða til þess að
draga úr gildi bókarinnar til
þeirra mörgu, sem mest þarfn-
ast heilræða hennar. Fyrri bókin
hlaut verðskuldað lof, sökum
hinna heilnæmu og aðgengilegu
kenninga hennar, og þessi síðari
mun vissulega ekki valda von-
brigðum. Allir þráum við að geta
lifað sigursælu lífi og fögnum
því hverju hollráði, sem okkur
gefst.
Pétur Sigurðsson.
í STDTTU tóLI
Rómaborg. 30 des. A P
SNARPIR jarðskjálftakippir
fóru í nótt um nokkrar borgir
í Ítalíu, aðallega á 250 km.
svæði meðfram Adriatoafsströnd
inni suður af Feneyjum. Tölu-
verður ótti greip um sig meðal
íbúanna á svæðinu en ekki er
til þess vitað, að tjón hafi orð-
ið. Jarðskjálftanna varð vart
kl. 4,20 GMT og stóðu þeir
nokkurn tíma. Lengstu kippirn-
ir stóðu í alit að 13 sekúndur.
Þeir mældust af ýmsum styrk-
leika, allt að fimm stigum á tíu
stiga Mercalli-skalanum.
íbúar í Feneyjum, Padua, Ferr
ara, Bologna og Forli vöknuðu
við að hús þeirra hristuist og
skulfu og hlutir færðust úr stað
— en ekki er vitað um nein slys
eða tjón.
ÉG HEF sótt sömu kirkjuna í næstum tvö ár, og ég
hugsa, að ég gæti talið það fólk, sem hefur heilsað
mér með brosi eða handabandi. Segir Biblían ekki
eitthvað um gestrisni? Viljið þér ekki segja mér,
hvers vegna fólk, sem ekki er trúhneigt, er oft vin-
samlegra en kirkjufólk?
Þó nokkrir menn hafa skrifað mér um þetta efni,
og er ég alveg óviss um, hvort ég veit svarið —
hvern vegna sumt kirkjufólk er „óvingjarnlegt“. Ef
til vill er um að kenna þeirri eðlislægu feimni, sem
er í fari okkar. Má vera, að þetta fólk sé með hug-
ann við eitthvað annað. Það er engin afsökun fyrir
þessu, hver sem orsökin kann að vera. Við gætum
kennt því um, að fólkið sé ekki nógu andlegt eða
skorti umhyggj usemi. En þá er bara þess að gæta,
að verzlunarmenn, bankastarfsmenn og meira að
segja afgreiðslumenn á bensínstöðvum, sem játa enga
trú, eru vinsamlegri en margt kirkjufólk. Vinsemd
er vani, og við getum öll tamið okkur hann. Óvin-
semd er líka vani, en hann ætti að rjúfa, einkanlega
ef hlutaðeigandi er lærisveinn Krists, hann sem
sagði: „Ég hef kallað yður vini“.
Ritningin minnir okkur á, að spekin hýrgi and-
lit okkar og að við skulum leggja stund á gestrisni.