Morgunblaðið - 03.01.1968, Side 20

Morgunblaðið - 03.01.1968, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 196S *• MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA Þar var Jim ekki á sama máli. — Þegar vi<5 komumst til botns í þessu, sagði hann, — miunum við komast að iþví, að Don Mioirg- an, árásin á Bessie, hvarf EJvans og jafnvel spellvirkin í kirkju- garðinum, eru öll í samlhengi. Hér hefur ekki verið glæpur framinn í héraðinu í m'ínu minni. Bér er löghlýðið fólk En svo kemur hver dularfu'llur viðtourð urinn á fætur öðTum. — Það er hægt að hafa mörg einkenni með aðeins einum sjúkdómi, bætti hann við og glotti. Hopper fór aftuir til borgar- innar, til þess að hefja aftur leitina að Evans eða líki hans. Næsta dag voru lögregluíbátarn- ir aftur komnir út á ána, og vand leg leit var hafin aftur um allt nágrennið. En Jim sat í skrif- stofunni sinni og athugaði öll gögn, sem fyrir lágu um málið, en starði þess í milli á auðan vegginn. Doksins sendi hann eftir mér. Þetta var síðdegis, og hann gaf mér vindling og kveikti í honum áður en hann hóf mál sitt. — Mig langar til að biðja þíg að hjálpa mér, Pat, sagði hann. Ég þykist muna, að þú hafir ein- hvern tíma unnið inni í borg- inni. Þú ert kunnug skrifstofum og öllu þessháttar. — Ætli ekki það, sagði ég. — Mér 'hefur að minnsta kosti ver- ið fleygt út úr ýrnsum beztu skrifstofum. — Þú hlýtur nú samt að vita, hvar til dæmis ritarar borða og allt þessháttar, hvað þeir hafast að og hvernig hægt er að ná sam bandi við þá. — Sambandi? Hvernig það? — Fá þá til að tala. Ekki þá ungu. Gömlu kellingarnar, Þær, sem hafa verið í starfi svo sem fimimitán ár eða rneira. Það er ein slík í skrifstofunni þar sem Morgan var á sínum tíma, en hún vill ekki ljúka upp munni. Ég er viss um, að 'hún andar eingöngu með nefinu. Þarna kom það. Hann vildi fá upplýsingar um þessa Weston- stelpu. — Þú verður að ná í þær fyrir mig, sagði hann. Þeg- ar Morgan kom heim aftur, rugl aði hann fyrir þeim Lydiu og Bill Sterling. Nei, þú þarft ekki að setja upp þennan svip, ég hef hvorugt þeirra grunað um að hafa kálað Don Morgan. En kál- að var 'honuim. Og þar var ekki um neitt slys að næða. Þetta var vel undirbúið, held ég, Það varð að losa sig við hann. Hvers vegna? Vegna iþess, að einhver hataði hann eða var í hættu af honurn. — Hættu? Hverjum gat Don Morgan gert mein? Til þess var hann búinn að vera of lengi burtu. Hann yppti öxlum. Getur skeð og getuir skeð ekki. Þú veizt, hvernig hann fór. Það vita all- ir. Hann strauk með stelpu, var það ekki? Gott og vel. Segjum, að hún hafi gifzt síðan. Eða að minnsta kosti setzt að um kyrrt, orðið skikkanleg, áunnið sér stöðu í heiminuim, Ætli hún vildi ekki halda í þá stöðu? — Ég fæ enn ekki séð, hvern- ig hann gæti orðið henni hættu- legur. — Hann hefði getað reynt að hafa út úr henni peninga. Eða þá, að maðurinn hennar hefur ekkert vitað um þessa fortið 'hennar. Hvað ætli hún gæti ver- ið gömul, á að gizka? Þrját'íu og fimm? — Já, eitthvað þar um bii, býst ég við. Ég er ekki viss um það. Hún var mjög ung, þegar þetta gerist, eftir því sem Lydia segir. — Það sem ég vil, að þú ger- ir, er að ná í þennan kvenmann. Reyndu að komast að því, hvern ig þessi Weston-'kvenmaður leit út. Hvar hún átti heima. Kannski er einhversstaðar til mynd af ‘henni. Ef svo er, þá vil ég fá hana. Hvað segirðu um þetta? Ég stóð upp, bálvond. — Þú heldur, að þetta hafi verið Bessie, er það ekki? Og að Tony hafi hjálpað henni til að koma líkinu fyrir? Ég segi ekki annað en það, að m'ér finnst .... — Hlustaðu nú á mig, Pat. Vertu nú sanngjörn. Hugsum okkur, að hún hafi hitt Mtorgan, fengið reiðikast og slegið hann niður í sundlaugina. Hún getur ekki náð honum upp atftur, sivo að hann drukknar. Við vitum, að Tony var úti þetta kvöld og þó ekki í klúibbnum allan tím- ann. Segjum að hún hatfi hitt hann og sagt honum alla söguna. Þetta eru bölvuð vandræði og hann verður að hlítfa henni mömmu sinni. Hvað getur hann gert? Hann flytur lákið eins langt burt frá Klaustrinu og hann getur, og þar sem hann hefur aldrei þekkt Morgan, hef- ur enginn hann grunaðan. Þú verður að muna, að hann hafði kappnógan tíma. Hann játar sjálfur, að hann hafi ekki komið heim fyrr en klukkan háltftvö. En ég tók þetta ekki í mál. Það gat einhver annar gert skít- ver.kin þeirra. Ég gat ekki farið að njósna um húsbændur mína. Ég man, að Jim maldaði í mó- inn og meira að segja elti mig alla leið út að dyrum, þegar ég fór. — Athugaðu miál'ið, sagði hann. — Bf Tony er við þetta riðinn, hefur hann sennilega verið tilneyddur. Ef hann er það ekki, hversvegna þá ekki að reyna að hreinsa hann af því, áðuT en hýenurnar frá saksókn- aranum reyna að éta hann upp með húð og hári? Og, vel á minnzt: Etf þér skyldi snúast hug ur, iþá er naínið á kellingunni Oonnor. Ungtfrú Connor. Hrein mey og hreykin af því! 48 Ég svaf ilia um nóttina. Þetta féll allt ó'hugnanlega vel sarnan sem Jim hafði verið að segja. Og gæti meira að segja verið skýr- ing á Evansmálinu. Segjum, að Evans hefði sloppið út úr sjúkra húsinu þessa sömu nótt? Hvert var Mklegra að hann myndi labba en til Klaustursins? Ha,nn kynni að hafa séð Töny. Gæti meira að segja hafa hjálpað hon- um. En hann myndi aldrei ljóstra upp um hann. Heldur mundi 'hann strjúka eitthvað burt. Það var meira að segja hugsanlegt, að Tony heíði hjálp- að honum til að strjúka, hugsaði ég, döpur í skapi. 22. kafli. Þá kem ég l’oksins að hinu raunverulega sorgaretfni okkar. Þó kom það ekki strax. Ntokkrir friðsælir dagar liðu áður — Amy var farin og Maud kom niður á hverjum degi til að drekka te. Tony lagði áherzlu á að vera þá á staðnum, en hann sá — ekki síður en ég — breytinguna, sem á henni var orðin. Einn daginn, þegar veðrið var sérlega gott, ákvað hún að fara ofurLítið út í garðinn. Ég náði í kápu handa henni og Andy Mc Donald leiddi hana með mér, hægt og hægt, allt kring um húsið. Við skoðuðum gróður- húsin og sitt'hvað fleira. Þegar þessu var lokið, settist hún á bekk og leit á gamla manninn, sem henni þótt afskaplega vænt um. — Þú ert búinn að vera hérna lengi, Andy, sagði hún. Ef ég verð einhverntíma að fara héð- an, þá vona ég, að þú getir verið hér átfram. — Fara héðan, frú? — Þetta er al'lttof stórt fyrir mig eina, og ekki verð ég eilíf fremur en aðrir. — Þér lifið mig að minnsta kosti mörg ár, sagði Andy ein- beittur. Og hvað snertir að fara héðan, þá mundi yður aldrei líða vel annarsstaðar. — Nei, sagði hún og þagði síð- an stundarkiorn. En þegar hún fór atftur að tala, var það um Evans. — Hvað er um hann? spurði 'hún. — Þú þekktir hann vel. Átti hann nokkra óvini? — Það má svara því bæði með sjá og nei, sivaraði Andy var- lega. — Hann var efcki það sem kalla mætti vinsæll maður. En hinsvegar skipti hann sér ekki mikið af öðrum, ef svo rnætti segja. Og hann var ekfci sérlega skrafhreifinn. Hún stóð upp og leit fast á gamla Skotann. — Þú heldur, að hann sé dauður, er það ekki? — Ef hann er, ætti líkið að finnast. Og það er öfundið enn. — Jæja, það gæti nú verið í ánni, Andy. — J'á, vitanlega, svaraði Andy en þagnaði síðan. Þegar Maud batnaði, fylltist al'lt af gestum hjá ofcfcur. Flesta þeirra hitti ég, en þó voru ifrá því nokkrar undantekningar. Einn daginn sagði hún, að sig langaði að 'hitta Lydiu, og Lydia kom seinnipart dagsins. Þetta var skemmtileg heimsófcn og Maud hellti sjálf í tebollana við arininn, en rétti kökurnar. Að- eins einu sinni, þegar Lydia var að svara miér einhiverju, leit Maud á hana, svo að ég tæki eftir því, og tdlitið var hugsi og næstum dapurlegt. Þegar Lydia stóð uipp til að fara, tók Maud í hönd henni og hélt lengi í hana. — Við sfculum sleppa ftortíðinni, elskan mín. — Það er framt'íðin, sem öUu iruáli skiptir. Og ég vona, að þú verðir hamingjusöm. — Ég er þegar hamingjusöm, sagði Lydia. Ég <he(f verið að velta þvá fyr- ir mér síðan, til hvers hún hatfi verið að senda etftir Lydiu, þenn- an dag. Var hún enn í óvissu? Eð'a hafði hún þegar gert þessa áætlun sína? Ég man eftir að Lydia stöðvaði mig, frammii í tfor sttotfunni og greip í handl'egginn á mér. — Hún er atfskaplega áhyggjutfull, er hún það ekki, blessuð manneskjan? En hvers- vegna? Er það Tony? — Hún hefur verið mjög veik, Lydia. — Já, kannski það sé toara það, sagði hún . — En ef ég vœri spurð .......... Reynolds var að hjálpa henni í kápuna, frammi í forstotfúnni, en Thomas var vdð dyrnar og Stevans úti fyrir bílnum hennar. — Guð minn góður, hvaða skil yrði þú verður að lifa við, Pat. Ég held ég mundi aldrei þola það. Við hitturn talsvert oft Marg- ery Stoddard, þegar Maud fór að batna. Ég held, að hún hatfi verið talsvert einmana, bæði vegna þess, að þegar Julian var ekki í skrifstofunni, var hann úti á vedðum. Hún hafði aldrei tekið mikinn þátt í samfcvæmum. En hún 'hafði áhyggjur af ástand- inu yfirleitt, enda þótt hún nefndi það ekkert við Maud. Hún hitti mig eina, eánn dag- inn og sagði mér þá, að hún hafi sent börnin til fóilfcsins hans Jul- ians í höimsókn. — Ég sakna þeirra óskaplega, sagði hún, en Julian þótti það öruggara. Að minnsta kosti vil ég efcki hafa þau hérna, ef ein'hver rnorð- vargur er á ferðinni. Hún minntist aldrei á Bessie, né ritfrildið, sem ég hafði orðið áheyrandi að á stígnum, en stundum sá ég að hún leit á mig, rétt eins og til þe®s að vita, hvað ég legði upp úr þvi. Þegar þær háttust, sem sjaldan var, voru 'þær kuldalega kurtieisar hvor við aðra. En oftar en einu sinni, sá ég hana elta Bessie með augunum, og mig hnykkti við þvi, sem ég sá í þeim auguim, Einn daginn sagði Maud henni, að svo kynni að fara, að ihún losaði sig við Klaiustrið. Við vorum úti í húsa- garðinum í snarpri golu, og ég man eftir, að Maud var að prjóna. Hún varpaði þessari sprengju sinni hægt tog rólega. — Það er allt of stórt og ytfir- leitt eru svona stór hús alveg að komast úr tízku. En það gæti orðið ágætis barnáheimilishús. — Öll þessi herfbergi handa börn um til að leitoa sér í og þessi garður handa gamla fólkinu til að liggja í sólskiniin'U. Margery var á svipinn eins og hún tryði þessu efcki. — Þú meinar þetta ekki í alvöru, sagði hún. — Þér getur efcká verið al- vara. — Jú, vitanlega er mér al- vara. — En hvað um hana Ttony, sem þykir svo vænt um húsið? — Tony skilur þetta, svaraði hin alvarlega, og svo sló hún út í aðra sáimia. Hún var þá þegar búin að taka ákvörðun sína, enda þótt við vissum þáð efcki. Og hvernig hafði það átt að vera? En hún hafðá hatft allar þessar rúmlegu- vikur til að hugsa um það, og nú var hún áfcveðin. En þó ekki alveg strax. Hún gatf sjáltfri sér noktourra daga frest. Hún þurfti að styrtojast. Og einnig að gera áætlanir. Hið ytra var hún alveg eiras og hún átti að sér. Hún hatfði eitthrvert fólto í teíboði í raæstu vitou te- boði, sem nú reyndar var mest RAFHITABLÁSARAR Blásari til festingar á vegg. Er fáanlegur í stærðunum 3, 5, 10, 15 og 25 kw 3ja fasa 380/ 220 v. Blásari til að standa á gólfi. Eink- um ætlaður til notkunar I ný- byggingum. Er fáanlegur í stærð- unum 5, 10, 15 og 25 kw 3ja fasa 380/220 v. Blásarana útvegum við með stuttum fyrirvara. Hafið samband við JOHAN RÖHNING Skipholti 15 — Símar 10632 og 22495.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.