Morgunblaðið - 04.01.1968, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.01.1968, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1968 Annast um skattframtöl að venju. Tími eftir sam- kamulagi. Friðrik Sigurbjörnsson, lögfræðingur, Harrastöðum v/Baugsveg. Sími 16941 og 10100. Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. HEMLASTILLING H.F. Súðavogi 14 - Sími 30135. íbúð óskast Óska að taka á leigu 3ja— 4ra herb. íbúð. Mánaðarleg greiðsla. Upplýsingar í síma 36721 eftir kl. 7 á kvöldin. Til sölu Hjónarúm og sófasett, lítið notað og 8 stálofnar. Uppl. í síma 37437. AUPAIR Stúlka óskast á gott heim- ili í London. Góð reynsla ís lenzkra stúlkna undanfarin ár. Uppl. í síma 12475 frá 3—6 og 34394 kl. 7—8. Vinna Kona, helzt vön vélprjóni, óskast á prjónastofu hálfan eða allan daginn. Upplýs- ingar í síma 10536. Hafnarfjörður fslenzk kona, gift Banda- ríkjamanni, óskar eftir íbúð í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 50491. Atvinna óskast 21 árs gamall maður óskar eftir atvinnu. Hefur bílpróf, gagnfræðapróf og hefur lok ið tveimur bekkjum í iðn- skóla. Upplýsingar í síma 51184. Til Ieigu Góð 3ja herb. íbúð í Hafn- arfirði. Bílskúr gæti fylgt. Fyrirframgreiðsla æskileg. Tilb., merkt: „íbúð — 5452“ sendist Mbl. fyrir 10. jan. Mann vanan þungavinnuvélum vantar atvinnu nú þegar, ekkert frekar í Reykjavík. Hefur bílpróf. Uppl. í síma 83062. Skattaframtöl o. fl. Aðstoða við gerð skattfram tala. Tek einnig að mér smærra bókhald og bók- haldsuppgjör. Upplýsingar í síma 52246. Ungur maður þaulvanur skrifstofustörf- um, einkum bókhaldi ósk- ar strax eftir starfi. Hálfs dags vinna kemur til greina. Tilboð sendist Mbl. fyrir 9. jan. merkt: „Reglu- semi — 5451“. íbúð óskast Ungt kærustupar utan af. landi óskar eftir 2—3 herb. og eldhúsi. Tilboð merkt ,,Bindindi 5379“ Sendist Mbl. Stigaþvottur Kona óskast til stigaþvotta i HvassaleitL Uppl. í síma 38360. að hann hefði hreinlega blásið í kaun, þegar hann kom út í morg- unsárið í gær, jafnvel varð honum sérstaklega kali á löppunum, enda fer þetta allt á sama veg, þegar maður klæðist ekki föðurlands- nærbuxum og þykkum sokkum. Hvernig á manni líka að lítast á blikuna, mér, sem ættaður er sunnan frá Egyptó, þar sem hægt er að ganga berfættur árið um kring? En l.s.g., meðan Hitaveitan blífur, en hvað verður það lengi? Og hvað líður langur tími þar til menn geta farið á skautum upp á Skaga? Ekki mjög langur, ef þessu heldur áfram. Sem ég renndi mér fótskriðu á einu svellinu við Tungötuna, hitti ég mann hjá Uppsölum, sem blátt áfram hafði týnt sínum ára- mótum. Storkurinn: Og ekki ennþá kom- inn yfir áramótin, manni minn? Maðurinn hjá Uppsölum: Og varla von, og hafa þó þeir Símon og Viðar í Nausti gert sitt til að hjálpa mér yfir erfiðasta hjallann. En hitt máttu bóka, að gamlárs- kvöld fór fyrir ofan garð og neðan hjá þeim, sem heima sátu, hjá sinni fjölskyldu og vinum, og í hæsta lagi ætluðu að hlusta á ann- álinn hinn ágæta hjá Vilhjálmi Þ., sem orðinn er þjóðarsiður, og verður raunar voðalegt að missa af, einhvemtíma í framtíðinni. Dagskrámar hjá sjónvarpi og hljóðvarpi voru með þeim ágæt- um, að fólk hafði ekki tíma til neins annars en að hlusta og horfa. Gamlárskvöldið gleymdist. Allir fomir siðir, brennur og flug- eldar runnu á rassinn, uppbyggi- legar samræður fóru í hundana. Þurfum við virkilega að láta hugsa fyrir öllu handa okkur? Nei, og aftur nei, sagði storkur og varð hinn sperrtasti. Mættum við biðja um þessar góðu dag- skrár á einhverju öðru kveldi, en einmitt þessu. Það yrði áreiðan- lega til að gera kvöldið eftir- minnilegra og skemmtilegra, bæði fyrir unga og aldna. Og með það var hann floginn um veröld víða, og allsstaðar var sama sagan efst á baugi. FRETTIR Hjálpræðisherinn Fimmtudag 4. janúar ' kl. 20,30 jólafagnaður fyrir sjómenn og Færeyinga. Kaptein Djurhuus og frú stjóma. Föstudag 5. janúar kl. 20,30 norsk Juletrefest. Kaptein Morken stjómar. — Velkomin. Filadelfía, Reykjavík Bænasamkoma á hverju kvöldi vikunnar kl. 8.30. Kvenfélag Lágafellssóknar Fundur að Hlégarði íimmtudag- inn 4. janúar kl. 8.30. Hulda Jens- dóttir sýnir myndir og segir frá ferð sinni til Biblíulandanna. KFUM og K í HafnarfirSi Jólatré fyrir böm sunnudaginn 7. janúar kl. 2.30 og kl. 5. Að- göngumiðar verða afhentir föstu- daginn 5. janúar kl. 4—7 í húsi félaganna við Hverfisgötu 15. Unglingadeild KFUM í Hafnarfirði Fundur mánudagskvöld kl. 8. — Kvikmynd og fleira. Drengir 13— 16 ára velkomnir. Óháði söfnuðurinn Jólatrésfagnaður fyrir bern kl. 3 í Kirkjubæ sunnudaginn 7. janú- ar. Aðgöngumiðar kl. 1—6 föstud. og laugard. I Kirkjubæ. Kvenfélagið Bylgjan Munið fundinn fimmtudaginn 4. janúar kl. 8.30 að Bárugötu 11. — Eiginmennirnir boðnir á fundinn. Kvenfélagskonur, Sandgerði Munið aðalfundinn fimmtudag- inn 4. janúar i Félagsheimilinu klukkan 9. Kvenfélag Lágafellssólmar Fundur að Hlégarði fimmtudag 4. jan. kl. 8.30. Fíladelfía, Reykjavík. Bænasamkoma hvert kvöld vik- unnar kl. 8.30. Spakmœli dagsins Hin svokallaða „alvara lífsins" er hjá öllum fjöldanum falin í því að leita sér munaðar og nautnar. — E. Hebbel. Vísukorn Liðin tíð Amma er hætt að segja sögu, sögu er fræddi börnin hljóð, og afi að kenna brag og bögu, bögu fagra um land og þjóð. Jakob Jónasson. GENGISSKRANING Nr. lOl - 2B. dosohber 1M7. Sk rín frá tinlng Kaup ðala 27/11 '67 lBandar. riollar 56,93 57,07 2B/12 - lStorlingspund 137,04 137,38l 28/12 - lKnnodudolInr 52,65 52,79i 15/12 - lOOBanakar krónur 763,40 765,26 27/11 - lOOHorakar krónur 796,92 798,88 28/12 - lQOSwnskar krónur 1.103,151. . 105.85J 11/12 * ÍOOF1 nnsk nðrk 1.356,14 1. .359,48 27/12 - lOOFransklr fr. 1.160,121. .162,96 27/11 -lOOBolg. frankor 114,72 115,00 21/12 - lOOSvlsnn. fr. 1.316,16 1 ,319,40 27/11 - lOOGylltnl 1.583,60 1 .587,48 - - looTckkn. kr. 790,70 792,64 22/12 -lOOV.-þýxk mörk 1.427,60 1 .431,10 - - lOOLÍrur 9,12 9,14 14/12 - lOOAusturr. sch. 220.60 221,14 M/12 • ÍOO Pes*-tar 81.80 82,00 27/11 - ÍOO Re t kn 1 ngsk rónur Vdrusklptalhiiil 99. B6 100,14 * « 1 Ro 1 kn i ng-ipund- VöruskIpta1Ond 136,63 136,97 Broytlng frá síðustu *krántngu. Jesús sagði: „Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu ails ekki undir lok líða“. (Matt., 24,35). í DAG er fimmtudagur 4. janúar i og er það 4. dagur ársins 1968. Eftir Iifa 362 dagar. Jörð næst sólu. Árdegisháflæði kl. 8.20. Upplýsingar um læknaþjónustu í borginni eru gefnar í sima 18888, símsvara Læknafélags Reykjavík- ur. Slysavarðstofan í Heilsuverndar- stöðinni. Opin allan sólarhringinn — aðeins móttaka slasaðra — sími: 2-12-30. Læknavarðstofan. Opin frá kl. 5 síðdegis til 8 að morgni. Auk þessa alla helgidaga. — Sími 2-12-30. Neyðarvaktin i.'ívarar aðeins á virkum dögum frá kl. 8 til kl. 5, sírai 1-15-10 og laugard. kl. 8—1. Kvöldvarzla í lyfjabúðum i Reykjavík vik- una 30. des. — 6. jan. er i Lauga- vegs Apóteki og Holts Apóteki. Næturlæknir í Hafnarfirði aðfaranótt 5. janúar er Kristján Jóhannesson, sími 50056. Næturlæknir í Keflavík: 2/1 og 4/1 Arnbjörn Ólafsson. Keflavíkurapótek er opið virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—2 og sunnudaga frá kl. 1—3. Framvegis verður tekið á móti þeim, sem gefa vilja blóð i Blóð- bankann, sem hér segir: mánud., þriðjud., fimmtud. og föstud. frá kl. 9—11 f.h. og 2—4 e.h. Miðviku- daga frá kl. 2—8 e.h. og laugardaga frá kl. 9—11 f.h. Sérstök athygli skal vakin á miðvikudögum vegna kvöldtímans. Bilanasími Rafmagnsveitu Rvik- ur á skrifstofutíma er 18-222. Næt- ur- og helgidagavarzla, 18-230. Skolphreinsun hjá borginni. — Kvöld- og næturvakt, simar 8-16-17 A.A.-samtökin Fundir eru sem hér segir: í fé- lagsheimilinu Tjarnargötu 3c: Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21. Langholtsdeild, i Safnaðarheimili Langholtskirkju, laugardaga kl. 14. Orð lífsins svarar í sima 10-000. CJriCarimó Cjucf Friðarins Guð þú sem fæddist um jól frelsarinn góði í heimi, ljómar þín Betlehems lýsandi sól lifandi Guð er vort örugga skjól, gæðum hans aldrei ég gleymi. Betlehems stjarnan hún birtist oss skær blessun og geilsasól veitir, hér til vor á jörðu himni af kær, heilögu jólanna gle’ðina ljær, er lofa englana sveitir. Konungur jólanna, kærleikur þinn Kristur, þú blessun oss gefur, eilíf þín gæði þau eru hvert sinn athvarf vort, fyrir þann jólamáttinn, hjálpað þú Drottinn mér hefur. Betlehems stjarnan hún blikar svo góð boðskap sinn lætur enn hljóma, Dýrð sé þér heilagur Drottinn, mín ljóð, djörf og góíð lofi þig hjá vorri þjóð, falleg með fagnaðaróma. Margrét Jónsdóttir frá Búrfelli. só N/EST bezti — Var konan þín þreytt eftir veizluna? — Þreytt. Ég hef nú bara aldrei vitað annað eins. Hún gat varla haldið munninum opnum. En brást þó ekki HITA VEITAN BREGZT í Með hverju eigum við nú að borga hitaveitureikninginn, þegar við erum búin að eyða öllum peningunum í kol?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.