Morgunblaðið - 04.01.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1-968
17
- GULLRÝRNUN
Framttial'd af bls. 1
hafa greitt uim 59% alls taps
sem Alþj óð agullsj ó ðurinn hefur
orðið fyrir síðan FraKkar drógu
framlög sín til baka í fyrrasum-
ar. Sjóðurinn var myndaður
1901 til þess að tryggja ólbreytt
gengi á gulli, sem er 35 d'ollarar
únisan og hafa Bandaríkj am«nn
haldið þessu verði stöðugu síðan
1934.
Verð á gulli lækik'aði óðfluga
á gullmarkaðinum í London í
dag og heíúr gullverðið aldrei
verið lsegra síðan í apríl í fyrra.
Verðið hefur lækkað um fjóra
af hundraði síðan á föstudag og
rúma tvo af hundraði síðan í
gærkvöldi. Verðfallið á gullinu
er t-alið bera vott um aukið
traust manna á dollaranum og
jafnframt er eftirspurn eftir
gulli sama sem engin en framboð
þó nofckurt.
Japanir heita aðstoð
Sato, forsætisráðherra Japans,
sagði í dag, að japansfca stjórn-
in mundi hafa náið samstarf við
bandarísku stjórnina í þeim til-
gangi að verja dollarann. Sato
mun hafa sagt þetta í viðtali við
Eugene V. Rostow, aðstoðarut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
sem Jtalhnson forseti hefur sent
út af önkinni til þess að gera
grein fyrir hinum nýju efnahags
ráðstöfunum, sem gripið verður
til í því skyni að treysta greiðslu
jöfnuð Band'aríkjanna. Annar
aðstoðarutanríkishráðherra, Nic-
holas Katzenbadh, er í Evrópu,
þar sem hann gerir ríkisstjórnum
grein fyrir aðgerðunum.
Skert aðstoð við erlend ríki.
Johnson, forseti, undirritaði í
dag lögin um aðstoð við erlend
ríki, sem nemur 2.2195 milljónum
dollara á nœsta ári og verður
þriðjungi lægra en Jolhnson for-
s-eti fór fram á og jafnframt
minni en nokkru sinni fyrr síð-
an Bandaríkjamenn hófu aðstoð-
ina við erlend ríki fyrir 20 árum.
Aðall-ega verður dregið úr að-
stoð við Indland, Pakistan,
Tyrkland og Afríkuríki og hern-
aðaraðstoð skert um 35% í 400
milljón dala. Sú skerðing bitnar
helzt á Tyrklandi, Grikklandi og
Formósu.
- ÍÞRÓTTIR
Framihald af bls. 30
2. fl. kvenna: UMFK—KFK
9:3.
M.fl. kvenna: UMFK—KFK
4:3.
4. fl. karla: UMFK—KFK 16.12.
3. fl. karla: UMFK—KFK 16:16
2. fl. karla: UMFK—KFK 18:3.
M.fl. karla: UMFK—KFK
24:18.
Einnig fóru fram tveir auka-
leikir í 2. fl. kvenna og vann
UMF Njarðvíkur þá KFK 5:2
en jafntefli varð hjá UMFN og
UMFK 4:4.
Daníel Benjamínsson dæmdi
alla leikina nema í 2. fl. kvenna.
Allir leikirnir fóru fram í íþrótta
húsi Njarðvíkur nema í meistara
flokki karla, sem leikinn var í
íþróttahúsinu á Keflavíkurflug-
velli.
- LÍÐAN PHILIPS
Framlhald af bls. 1
ákveðið u«m, hvernig Blaiberg
muni reiða af.
Loui's Was'hkansky lifði í 18
daga, eftir að skipt hafði verið
um hjarta í honum og þegar lífs-
kraftur hans þvarr og líkami
hans gafst upp, var það lungna-
bóLga, sem á'tti sök á dauða hans,
en hið nýja hjarta hans starfaði
fullbomlega eðlillega, þar til að
hann lézt.
í kvöld hvíldilst Blaiberg þægi-
lega í súrefnistjaldi í einkaher-
berginu, sem hann er látinn
d'veljást í á sjúkrahúsinu og hef-
ur henbergið verið sótthreinsað
sérstaklega. Læknarniir sögðu þó
ákveðið, að heilsufar hans væri
betra en Washkanskys á sama
stigi eftir hjartgræðsluna og að
BLailberg mynidi þegar eftir
nokkra daga geta byrjað að
borða mat eins og linsoðin egg
og grænmeti. Þegar sjúklingur-
inn vaknaði efti> dijúpan nætur-
svefn svæfingar þeirrar, sem
hann hafði hlotið, talaði hann í
fyrsta sinn eftir skurðaðgerðina
og fyristu orð hans voru samkv.
framanisögðu: — Ég er þyrstur.
Verið svo vinsamleg að skila
kveðju til konu minnar.
Læknarnir fluttu konu hans
frú EiLleen Bilaiberg strax
kveðju hans ,en hún hafði dvalizt
í sjúkrahúsinu þá um nóttina til
þess að geta verið sem næst
manni sínum, sem hún hefur
ékki enn séð, frá því að hjarta-
græðslan fór fram.
Annars eru það aðeins fiáar og
stuttorðar uppiýsingar, sem
veittar eru um meðferð Blai-
bergs eftir hjartagræðsluna og
er það gagnstætt því, sem átti
sér stað, er aðgerðin var fram-
kvæmd á Washkansky, en þá
þustu nær allir læknarnir, sem
átt höfðu hlutdeild í aðgerðinni
auk margra, sem ekki höfðu átt
þar 'hlut að málli, um allt skýrðu
frá öllu varðandi áistand sjúkl-
ingsins og aðgerðina. Nú eru það
einungis stuttorðar tiikynningar,
sem berast til eyrna blaðamönn-
um og aimenningi varðandi
sjúklinginn og sjúkrahússtjórnin
hefur lálti'ð grípa til ókveðinna
ráðstafana tii þess að halda
blaðamönnum og ljósmyndurum
í öruggri fjarlægð frá þeirri
deild sjúkrahússins, þar sem
Blaiberg liggur.
Síðasta hjartagræðslan
í S-Afríku að sinni
Hj artagrœðslan á Blailberg,
sem fékk hið nýja hjarta sitt úr
24 ára ganmla múlatta, Clive
Haupt, verður efitir ölLu að dæma
hin síðasta, sem verður fram-
kvæmd í Suður-Afríku að sinni.
Bernard prófessor sagði í dag, að
það væri útilokað að hann og
starflsfélagar hans muni fram-
kvæma sams konar aðgerð á
næstunni, án þess að hann vildi
þó útskýra hvers vegna.
Aðalspurningin, sem verður
ósvarað í marga daga enn er
eft.ir sem áður sú ,hiversu vel
Blaiberg muni takast að samlag-
ast hinu nýja hjarta, þannig að
hann geti einhvern tímann farið
af sjúkrahúsinu sem heilbrigður
maður. Washkansky máði aldrei
svo iangt, enda þótt horfur væru
góðar á því um tíma. Möguleikar
Blaibergs ættu að vera mun
meiri en Washkanskys af tveim-
ur ástæðum, að því er haldið
er fram í Höfðaiborg.
f fyrsta lagi fengu læknamir
umfangsmikla og gagnilega
reynislu við fyrri hjartagræðsl-
una, er 'hjarta hinnar 25 ára
gömlu stúlku Denise Darvall,
var grætt í Wasihkansky, þannig
að nú geta læknarnir unnið með
miklu meira öryggi og þekkingu
á þeim flóknu vandamálum, sem
þeir standa frammi fyrir. í öðru
lagi er Blaiiberg heppilegri tii að-
gerðarinnar en Washkamsky var,
því að hinn síðarnefndi þjóðist
auk hjartasjúkdöms sína af syk-
unsýki, en það ó'tti sinn þátt í
því að veikja móts'töðuafl hans
gegn hugsamlegum sýkingum,
sem síðan kom á daginn, að varð
honuiti að aldurtila. Blaifoerg
þjáist ekki af neinum slíkum
sjúbdómum og þetta á mikinn
þátt í þeirri miklu bjartsýni,
sem kemur fram í tilkynningum
læknanna í Groote Shuur-sjúkra-
húsinu.
Læknir í Bamdaríkjunum, dr.
Paul I. Terasaki við New Parnia
háiskóia, sem er sérfræðingur í
vefjafræði, sagði í gær í viðtali
við blaðið „The Los Angeles
Times’1, að það væri mögulegf,
að hvítur maður og bróðir hans
væri frábrugðmari hvor öðrum
varðandi vefjagerð likamans
heldur en tveir menn, sem væru
sinn af hvorum kynþættinum, og
lýsti þannig yfir því áliti sínu,
að það ætti ekki að koma að sök,
þó að Blaiberg og Clive Haupt
hefðu ekki verið af sama kyn-
þætti.
Kynþáttaaðskilnaðurinn
og hjartagræðslan
Sú staðreynd, að Blaifoerg er
Gyðingur að uppruna og trú og
lifÍT nú með hjartað af múlatta,
hefur ekki vakið sérstaka athygli
í Suður-Afríku, þar sem kynþátta
málin eru svo rík í hugum fólks.
Tilfærsla á líffærum úr fólki
af einum kynþætti í annan er
þar líka ekkert nýtt fyrirbrigði.
í samfoamdi við hj artagræðsluna
í Washkansky, var grætt nýra úr
Denise Drwill í 10 ára gamlan
blökkudreng. Ekki kom tii
neinna sérstakra viðbragða fólks
vegna þessa.
Stuðningsmemn kynþáttaað-
skilnaðarstefnunnar héldu því
fram í dag, að það væri á engam
hátt andstætt grundvaUarregluim
„Apartheid“-stefnunnar, að slík-
ar líffæragræðslur ættu sér stað.
W. A. Lamdmann, kunnur prest-
ur innan hollenzku kirkjimnar í
Suður-Afríku, sagði í dag, að
það væri miklvægara nokkru
sjónarmiði öðru að bjarga manns
lífi. — Ef á leið minni verður
hörund-sdökkur maður og hann
þarfnast hjál.par minnar þegar í
stað, til þess að lífi hans verði
bjargað, þá er það skylda mín
að gera allt, sem í mínu valdi
stendur til þess að hjálpa hon-
um og ef nauðsyn er á hjarta
Stutta
buxnabeltið
undir
sokkabuxurnar
Litir: Hv. og Sv.
Biðjið um
Kantpr’s
og þér fáið það bezta.
úr hvítum mmmi í þess-um til-
gangi, þá mun ég ekki finna neitt
athugavert við það að segja:
Notið það, ef kostur er á. Kirkju
söfnuður séra Lamdmanns er ó
meðal helztu stuðningishópa
,, Apartheid“-stef nunnar.
Franska nefndin, sem stofnuð
hefur verið till þess að vinna
gegn „Aparthesd“-stefnunni, en
heimspekingurinn og skáildið
Jean Paul Sartre er ó meðal
helztu meðlima hennar, lét í dag
frá sér fara yfiirlýsingu, þar seim
segir, að það ætti að setja al-
þjóðleigt lagaákvæði, sem banni
flutning líffæra úr fólki, sem
svipt hefur verið mannréttind-
um eða dæmt hefur verið til
dauða, án tiffli'ts til þess, hvort
þetta fólk hefur veitt samþykki
si-tt til flutningsins. Benti nefnd-
in á, að kynþáttasjónarmiðið við
skurðaðgerðirnar í Suður-Afríku
væri alvarlegt og kvaðst nefnd-
in harma, að þær hefðu vakið
slíka athygli, að það skyggði á
hinar sorglegu hliðar hins sitjórn-
málalega oig mannlega hvers-
dagsleika Suður-Airíku,
Senílisveiim
vantar til starfa nú þegar eða á næstunni, hálfan
eða allan daginn. Upplýsingar í síma 14994.
Vinna fyrir eldri manu
Okkur vantar ullarmatsmann. Tilvalið fyrir fyrr-
verandi bónda eða aðra ekki yngri en 50 ára.
ÁLAFOSS, Þingholtsstræti.
Breyttur viðtalstími
Framvegis mun ég einungis taka á móti sjúkling-
um í einkatímum. Auglýstur viðtalstími kl. 9.30—
1.00 fellur því niður.
Tímapantanir í síma 2-38-85 á lækningastofu minni
kl. 9—12 daglega.
Guðmundur Björnsson, augnlæknir.
Domus Medica.
Frá Matsveina- og
veitingaþjónaskólanum
Kennarar í næringarefnafræði, bókfærslu og reikn-
ingi óskast nú þegar. Nánari upplýsingar í síma
19675 og 17489.
Skólastjóri.
Jazzballettskóli BÁRU
Stigahlíð 45. Ný námskeið að hefjast
Innritun daglega
í síma 15702 frá 3—8 e.h.
Almennir flokkar,
táningaflokkar,
barnaflokkar,
frúarflokkar,
framhaldsflokkar.
Eitthvað fyrir alla.
Jazz — IVIodern — Stage — Show Business