Morgunblaðið - 04.01.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.01.1968, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1968 :-------------------------------£5 ERLENT YFIRLIT Johnson og Thieu er þeir hittust í Canberra fyrir jóL Johnson fær aukið svigrúm SÁTTAUMLBITANTR Jolhnsons forsieta um jólin hafa engar und- irtektir fengið í Hanoi eins og margir t'öldu reyndar að búast mætti við, en athygii vekirr að Van Thieu, forseti Suður-Viet- nam, hefur einnig hafnað hinum nýju tillögum Johnsons. Hins vegar er afstaða Johnsons sveigj anlegri en áður, og telja frétta- ritarar að hann hafi betra svig- rúm en áður til þess að leita eft- ir friðsamlegri lausn. En vænt- anlega kemur ekki í Ijós fyrr en í vor, alllöngu eftir að vopna- hlénu á nýársfhátíð Vietnanu- manna lýkur, hvort hin nýju við bonf forsetans bæti horfurnar á friðsamlegu samkomuilagi. Bandarikjamienn hafa ekki viljað gera löng híé á bardögum um hátíðirnar að þesisu sinni og telja litlar líkur á þvi að slík vopnahlé geti leitt til friðarvið- ræðna e'f dæma eigi eftir reynslu fyrri ára. En fylgzt hefur verið nákvæmtega mieð þvi hvernig Norður-Vi'etnamar og Vietcong hafa notað vopnahléstímana. Joftinson hefur margoft gert norð ur-vietnömskum leiðtogum grein fyrir því, að Bandiarikja- menn bíði eftir merki frá iþeim um, að þeir séu fúsir til að draga úr stríðsrekstrinum þar sem S'líkt skref eigi að geta leitt til samningaviðræðna. Sérstaklega hefiur verið fýlgzt með því, hvort Norður-Vietnammenn hafi notað hin stuttu hlé á loftárás- unum á Norður-Vietnam til þess að flytja menn og vistir til Suð- ur-Vietnam. í Suður-Vietnam nær land- stríðið venjulega hámarki á hverju ári í lok þurrkatímans á vorin. Norður-Vietnammenn og Vietcong hafa ár hvert skipu- lagt hernaðaraðgerðir sínar þannig, að þær nái hámarki með vetrarsókn, og að þessu sinni hefiur ekki verið brugðið út af venju í þessu tilliti. Skjöl, sem tekin hafa verið herfangi, sýna að leiðtogar kammúnista gera sér vonir um, að takast megi að vinna stórsigra á hersveitum Bandarikjamanna — og er greinilegt að þeir vona, að slíkir sigrar stuðli 'að stríðsþreytu og uppgjafaranda í Bandaríkjunum. En bandaríska stjórnin er á ihinn bóginn þeirrar skoðunar, að óvinahermenn Bandaríkja- manna í Suður-Vietnam, einkum Vietcong, hafi beðið hvern ósig- urinn á fætur öðrum á síðast- liðnurn tólf mánuðum ef ekki lengur. Ósigrarnir 'hafi valdið miklum þrengingum og dregið úr baráttuþreki og þoli, en hér sé ekki aðeins um að ræða ósigra í orrustum. Margt annað komi til, allt frá eyðingu neðan- jarðarforðabúra til truflana á samgönguleiðum í Norður-Viet- nam. Þessi trú valdamanna í Was- hington, sem ef til vill lýsir of mikilli bjartsýni, hefur gert það að verkum, að þeir hafa fylgzt af mikilli athygli með undar- legri stjórnmálarefskák Þjóð- frelsisfylkingarinnar (stjórn- málahreyfingar Vietoong) á und- anförnum mánuðum. í októlber gaf ÞjóðfreTsisfylk- ingin út stefnuyfirlýsingú, þar sem hvatt var til þess að mynd- uð yrði samsteypustjórn í Sai- gon með þátttöku Vietcong, og fréttir hermdu, að hreyfingin hefði sent t’vo fulltrúa út af örk- inni til þess að leita hófanna ihjá fuHtrúum SÞ í New York. All't bendir til þess, að hreyfingin hafi sent einn fulltrúa til Saigon í þeim tilgangi að hitta banda- ríska sendiiherrann, Ellsworth Bunker, að máli, en hann var handtekinn af suður-vietnömsku lögreglunni áður en hann gat rætt við Bunker. Þjóðfrelisisfylk- ingin fékk að dreifa stefnuyfir- lýsingu sinni í aðalstöðivum SÞ í desemlberbyrjun, þrátt fyrir þá yfirlýstu afstöðu Norður-Viet- namstjórnar og Þjóðfrelsisfylk- ingarinnar, að SÞ hafi ekkert umboð til þess að skipta sér að V ietnammáTinu. Þótt leiðtogar S'uður-Vietnam hafi látið í veðri vaka, að þeir séu fúsir til viðráeðna við full- trúa Þjóðfrelsisfylkingarinnar, hafa þeir í raun og veru verið mótfallnir sTíkum viðræðuro, þar sem þeir telja hætt við að þær geti veikt pólití'ska aðstöðu þeirra. í sjónvarpsviðtali er fór fram skömmu áður en Johnson lagði upp i Asíuferð sína fiyrir jólin, lýsti forsetinn því raun- verulega yfir, að .hann væri stað ráðinn í að kanna og ef kleift væri að hagnýta sérhvert tæki- færi til samningaumleitana sem Þj'óðfrelsisfylkingin kynni að bjóða upp á. Forsetinn hefur áreiðan'lega ætlað að reyna að treysta aðstöðu sína heima fyrir með slíkri yfirlýsingu. En margt bendir til þess, að hér hafi hann mótað nýja stefnu, sem full al- vara búi á bak við. Verður Novotny látinn víkja? DEILUR stalínista við frjál'S- lyndari kommúnista í Tékkósló- vafcíu hafa harðnað svo mjög á undanförnum mánuðum, að leg- ið hefur við borð að upp úr Novotny. Verðar hann að hætta? syði. Breytingar í frjálsara horf hafa verið hægfara í Tékkó'sló- vakíu, en þó hefur ýmislegt verið gert að dæmi annarra kommúnistalanda, sem eru Tengra á _ veg komin í þess'um efnum. Árið Ii966 var þannig komið á ýrnsum umbótum í efna hagsmálum og síðan hefur verið losað um hörolur á utan- ríkisviðiskiptum og fyrirtækjum veitt aukið sjálfsákvörðunar- vald. Margvíslegir erfiðleik'ar í efnalhagsmál'unum gerðu það að verkum, að þessar umbætur voru óumflýjanlegar, en þær mættu samt harðri mótspyrnu afturhaldssamra kommúnista. Frjálslyndari kommúnistar hafa engu að síður verið óþolin- mióðir og finnst þróunin of hæg- fara. Ágreiningurinn jókst um allan helming þegar aukið frjáls- lyndi í menningarmálum mætti vaxandi mótspyrnu af hálfu yfir valdanna, og fengu rithö'fundar að finna fyrir þessari andstöðu, ekki sízt þegar menningar- og U'pplýsingamálaráiðuneytið í Prag tók að sér að ritstýra tíma- ritinu „Literarny Noviny“, aðal- málgagni frjálslyndra mennta- manna úr kommúnistaflokknum. Á þingi, sem tékkneskir rithöf- undar héldu í sumar, var vegið hart að stjórninni, og rithöfund- ar í Slóvakíu veittu þeim ein- dreginn stuðning. Hér kom enn einu sinni í ljós vaxandi þjóð- ernisvitund Slóvaka og andúð þeirra á stjórninni í Prag, þar sem Tékkar hafa jafnan öll tögl og hagldir. Ólgan meðal rithöfundanna jókst um allan helming eftir styrjöld Araba og ísraelsmanna og varð til þess að þekktasti rit- höfundur landsins, Mnacko, sem er sannfærður kammúniisti af garola skólanum, gagnrýndi hina fjand'samlegu stefnu stjórnarinn ar í garð ísraelsmanna og flúði land. Andstaðan breiddist nú út til h'áskóla og annarra mennta- stofnana. Yfirvöldin tóku þessa andstöðuhreyfingu mj'ög klunna- legum tökuro, og að lókum var lögregTu beitt tii þess að bæla niður stúdentaóeirðir í Prag og sýndi hún töluverða harðýðgi. Síðan hefur sjáif flokksfor- ystan verið aðaivettvangur þessa uppgjörs milli afturhalds- manna og þeirra sem frjálsiynd- ari eru. Meðlimir miðstjórnar- innar og stjórnmá'laráðsins hafa krafizt þess í vaxandi mæli, að aðalleiðtogi flokksins, Antonin Novotny, sem er gamall stalín- isti, verði settur af og jafnframt verði gerðar róttækar hreinsanir í flokksforystunni og breytt al- gerlega um stefnu. Óttazt hefur verið, að upp úr kunni að sjóða í Tékkóslóvakíu líkt og í Pól- landi og Ungverjalandi haustið 1996, en hingað til hefur þróunin í frjá'lsara horf komið í veg fyr- ir slíkt, þótt hún hafi verið hæg- fara. Margt bendir nú hins veg- ar til þess, að þróunin sé orðin langtum hraðari en svo að Novotny geti ráðið við hana og haft vald á henni. Ástandið í Tékbóslóivakíu hef- ur vakið mikinn ugg í öðrum kommúnistalönd'um, ekki sízt í Austur-Þýzkalandi. Ul'brieht er kvíðaful'lur og hefur reynt að hafa á'hrif á þró'un mála í Tékkó- slóvakíu, nú seinast með því að fá sovézka kommúnistaleiðtag- ann Bresjnev til þess að fara tii Prag og skerast í leikinn. Deilur þessar eru enn óútkljáðar og engu er hægt að spá um únslit- in, en breytingar þær, sem hrundið hefur verið af stað í Tékkósláva'kíu, eru áhaggan- legar og ekki er hægt að stöðva þá þróun, sem er hafin. Konstantín með heimþrá KONSTANTÍiN Grikkjakonung- ur hefur í nýársboðskap sínum, sem hann sendi grísku þjóðinni og birtur var að nokkru ieyti í grís'kum blöðum, lýst yfir þeim ásetningi sínum að snúa aftur úr útlegðinni og endurtekið áskorun sína um að lýðræði verði endurreist í Grikklandi. Herforingjastjórnin hefur ailt- af sagt, að konungurinn hafi sjálfur tekið þá ákvörðun að fara úr landi og honum sé frjáist að snúa aftur hvenær sem hann óski þess, en hins vegar verði að semja um völd konungsins í framtíðinni. Ljóst virðist, að herforingjastjórnin sé klofin í afstöðu sinni til honungsins, og innan hennar eru skiptar skoð- anir um það, hvort æskilegt sé að hann snúi aftur og hvort nauð synlegt sé að fá hann heim aftur ti'l þess að tryggja hinni nýju stjórn, sem mynduð var eftir gagnbyltingartilraunina, opin- bera viðurkenningu. Papadopoulos og aðrir helztu valdamenn í Grikklandi eru sagðir hlynntir því, að bonungur inn snúi aftur, en ungu ofur.st- arnir, sem margir h'verjir eru andvígir konungsdæminu, vilja að völd hans verði skert og gerð jafniítil oig völd konunga á Norð urlöndum. Hingað til hefur kon- ungurinn neitað að ganga að iþessum kröfum og sett það skil- yrði á móti, að byltingarstjórn- in skuldbindi sig til að efna til frjálsra þingkosninga á nánar tilgreindum tíroa. Konungssinnum hefur verið vikið úr herfloringjastjórninni og konungssinnar í hernum hafa verið hreinsaðir. Stuðningsmenn konungs meðai óbreyttra borg- ara hafa einnig verið handtekn- ir og herflqringjastjórnin hefur hefir nú náð yfirhöndinni í flot- anum og fluglhernum, sem fylgdu konunginum að málum. Papadopoulos, sem 'hefur haldið sig mest að tjaldbaki, hefur tek- ið að sér foryistuhlutverkið í stjórninni með Patakos hershöfð ingja sér við hlið, en hann er varaforsætisráðherra. Aðeins einn kunnur stjórnmálamaður á sæti í stjórninni, Pipineiis utan- ríkisráðherra, og hann hefur verið talinn fylgja klonungi að roálum. Náðanir þær, sem Papad'op- oulos boðaði um jólin, eru enn eitt dæmið um klofninginn í stjórninni. Talið er, að banda- ríska stjórnin hafi lagt fast að Papadopouios að náða alla póli- tíska fanga, og hann og tiltölu- lega hófsamir meðlimir herflor- ingjastjórnarinnar virðast hafa faliizt á þá kröfu. En náðanirnar virðast hafa mætt harðri mót- spyrnu ungra og ofstækisfullra liðsforingja svo að þær voru tak markaðar þannig að aðeins 2-300 fangar verða látnir la'usir í stað 2.500 eins og boðað var í fyrstu. A1 Badr, fv. kommgur í Jemen: Sigrar hann lýðveldisisinna? Lýðveldisstjórn Jemens í vanda AFSTAÐA lýðveldisstjórnarinn- ar í Jemen hefur veikzt til muna að undanförnu, enda þótt 'henni hafi borizt aðstoð frá R'ússum. Konungssinnar hafa gert nýjar árásir á höfuðborgina, Sana, sem er sögð í ennþá meiri hættu nú en í desemiberbyrjun þegar árás- um konungssinna á borgina var hrundið eftir harða viðureign. Hergögn þau, sem lýð'veldis- stjórnin hefur fengið frá Sovét- ríkjunum, geta ekki riðið bagga- muninn í þessum átökum, en lýðVeldissinnar virðast reyna að tefja tírnann unz aukin hernaðar aðstoð berst frá Rúss um, Feisal konungur í Saudi-Ara- bíu, sem hefur stutt konungs- sinna af alefli og meðal annars útvegað iþeirn gull og vopn, er staðráðinn í því að halda stuðn- ingi sínum áfram þar sem sigur þeirra virðist vera á næsta leiti, og tillögur um friðarviðræður eiga ekki upp á pallborðið hjá honum eins og nú standa sakir. Utanrí'kisráðherra fraks, Ismail Khairallah, sem á sæti í þriggja manna nefnd er skipuð var á fundi æðstu manna Arabaríkj- anna í haust til að koma á friði í Jemen, hefur hvatt til þess að nefndin koma þegar í stað sam- an til fundar til þess að fcoma í veg fyrir að ástandið í Jemen versni um allan helming. Hinir nefndarmennirnir, Móhammed Ahmed Máhgtub frá Súdan, sem er formaður hennar, og Ahmed Laraki, utanríkisráðherra Mar- obkó, hafa fallizt á tillögu Khairallahs um að nefndin komi saman í Kaíró. Lýðveldissinnar hafa hingað til neitað að ræða við nefndina í þeim tilgangi að stuðla að því að efnt verði til þjóðarráðstefnu í Jemen til þess að koma sá þj'óð- arsáttum. Þess vegna er talið að Khairallah sé nú að reyna að koma því til leiðar að Jemen- nefndin leggi fast að konungs- sinnum að hætta bardögum þeg- ar í stað. En Feisal konungur, sem er áhyggjufullur vegna her- gagnasendingar Rússa eftir brott flutning egypzku hersveitanna, sem er að miklu leyti l'okið, er ekki fús til þess eins og stendur að halda aftur af konungssinn- um. Vitað er, að stjórnin í írak dregur taum lýðveldissinna, en Marokkómenn standa nærri Saudi-Arábíumönnum og hall- ast því að konungssinnum. Talið er, að Marokkóstjórn vilji fá tryggingu fyrir því, ef vopna- 'hléi verður komið á, að lýðveld- isstjórnin semji við konungs- sinna um þjóðareiningu og frið. Aref, forseti írak, sendi rétt fyr- ir áramót Nasser Egyptalands- forseta orðsendingu um Jemen- málið, og um leið bendir margt til þess að Egypfcum gremjiist aulk inn stuðningur Saudi-Arabíu við bonungssinna. Síðan Nasser og Feisal komust að samkomulagi um Jemen á Khartoumráðstefn- unni hafa egypzk blöð ekki minnzt á aukinn stuðning Saudi- Arabíumanna við konungssinna þar til allra síðustu daga. Fá Spánverjar aftur konung? JUAN Carlos, prins af Bourbon, sem almennt er talinn standa næst þvi að taka við konung- dómi í Spáni, verður þrítugur 5. janúar og nær þá tilskildum aldri til þess að stíga i hásætið samkvæmt spönskum lögum. I orði kveðnu er Spánn konungs- rí'ki, en Franoo þjóðarleiðtogi hefur gert lítið til þess að búa þjóðina undir valdatöku nýs kon ungs síðan hann sigraði lýðveld- issinna í borgarastyrjöldinni 1936-39. Þótt Franco sé mótfall- Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.