Morgunblaðið - 20.01.1968, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1068
MAGINIUSAR
SKIPHOLTlZl SIMAR 21190
eftír VoLun »lml
BÍLA
LEIGA
mmmm
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald
Sími 14970
Eftir lokun 14970 eða 81748
Sigurffur Jónsson
BÍLALEIGAIM
- VAKUR -
Sundlaugavegi 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
[ÆÖÆœrœr
RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022
Nýr sími
23-222
SENDIBÍLAR HF.
Einholti 6.
BEZT að auglýsa
í Morgunblaðinu
AU-ÐVITA9
ALLTAF
★ Skulu sjómenn róa
á föstudaginn
langa?
P. P. skrifar og biður um
upplýsingar að . gefnu tilefni.
Svo sé méil með vexti, segir
hann, í sambandi við samninga
sjómanna og útvegsmanna, að
fram hafi komið kröfur frá úi-
vegsmönnum, um að bátar megi
og eigi að fara í róður á föstu-
daginn langa. Spyr P. P., hvort
héf sé ekki seilzt inn á svið,
sem kirkjan ein eigi að ráða,
og hvort kristnin leyfi slíkt.
Einnig spyr hann, hvort sjó-
menn séu þá eina stétt lands-
ins, sem megi vinna þennan
helga dag.
„Vona ég“, segir P. P. að lok-
um, „að einhver kirkjunnar
þjónn komi áliti sínu á þessu
máli á framfæri hjá Velvak-
anda".
— Velvakana er gersamlega
ókunnugt um þetta mál, en
væntir svars frá íróðum aðilj-
um.
fg; Frímerki með
mynd séra Friðriks
„Austurbæingur" skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Mig langar til að biðja þig
að koma þeim tilmælum til
þeirra, sem sjá um frímerkja-
útgáfu fyrir póst- og simamála-
stjórnina, hvort ekki væri vel
viðeigandi, að gefið væri út
frímerki á eitthundrað ára af-
mæli hins óumdeilda og ást-
sæia æskulýðsleiðtoga, séra
Friðriks Friðrikssonar, í maí-
mánuði næstkomandi
íslenzka þjóðin stendur í svo
mikilli þakkarskuld við séra
Friðrik Friðriksson, að það ætti
að vera kærkomið tækifæri
fyrir póst- og símamálastjórn-
ina og þann ráðherra, sem hef-
ur með póstmái að gera, að fá
svona sérstakt tækifæri til að
heiðra minningu þessa mæta
manns fyrir hans fórnfúsa
brautryðjendastarf í þágu ís-
lenzks æskulýðs, með því að
gefa út frímerki af honum á
100 ára afmæli hans, 25. maí
næstkomandi.
Austurbæingur".
^ Enskur bréfavinur
Enn skrifar útlendingur
til Velvakanda og vill eignast
bréfavin á íslandi. Að þessu
sinni er það 24ra ára gamall,
enskur piltur, sem vill mjög
gjarnan skiptast á bréfum við
einhvern í Reykjavík, sem get-
ur bjargað sér í ensku.
Nafn hans og heimilisfang er:
Mr. Anthony Lee,
80, Portland Crescent,
Barrow-in-Furness,
Lancashire,
England.
★ Þakklætiskveðjur
til ljósmyndara
(o.fl.)
,JCeli" sendir eftirfarandi
bréf, og þakkar Velvakandi það
kærlega.
„Kæri Velvakandi!
Viltu skila kæru þakklæti tii
ljósmyndara Morgunblaðsins
fyrir faLIegar myndir, sem birt-
ar voru í blaðinu um jólin og
nýjárið?
Þær voru reglulegt augna-
yndi, og mættu þeir góðu
myndasmiðir birta meira af
slíku.
Svo er líka ánægjulegt, hve
vel blaðið er prentað, (sem
ekki er alltaf hægt að segja um
dagblöðin).
Og þér, Velvakandi, sendi ég
beztu þakkir fyrir pistlana á
liðna árinu og óska þér gæfu
og gengis á því nýja.
Keli".
Tollalækkanir
Velvakanda barst eftir-
farandi frá Einari Ásmunds-
syni um tolialækkanir:
,X hinu nýja frumvarpi til
tollalækkunar, sem ekki er bú-
ið að leggja fram enn, er meðal
annars gert ráð fyrir v#rulegri
lækkun á tollum á smíðajárni
og stáli svo og öðru efni til vél-
smiðja. Vélsmiðjurnar, hvax
sem er á landinu, eiga í mikl-
um erfiðleikum meðal annars
vegna erlendrar samkeppni
Það er líka önnur hlið á þessu
máli, sem væri nauðsynlegt að
fá upplýst. En það eru skipti
þau, sem vélsmiðjurnar hafa
átt við sjávarútveginn og hin-
ar ýmsu greinar hans, sem nú
krefjast uppbóta og þar með
nýrrar gengisfellingar á sama
tíma, sem gera á örlitla tilraun
til að treysta gengið með Iítilii
tollalækkun, þar á meðal með
því að lækka tolla á því nauð-
synlega efni, járni og stáli, sem
sjávarútvegurinn þarf til sinna
þarfa.
Af þessu tilefni væri það
skylda fjármálastjórnarinnar í
landinu að fá upplýst hvað
mikinn þátt sjávarútvegurinn á
í örðugleikum járniðnaðarins,
eða hvað það er, sem leggur
hann í þá rúst, sem hann er nú
í.
Þetta er nefnt hér af því til-
efni, að með verkfallshótunum
útgerðarmanna og frystihús-
anná er verið að reyna að eyði-
leggja þessar litlu skynsamlegu
aðgerðir, sem lúta að verðhjöðn
un.
Það virðist vera að skapast
sú siðvenja, að hin ýmsu sam-
tök hóta verkfalli eða stöðvun
til að ná oft ósanngjörnum kröf
um sínum fram. Slíkt hið sama
gæti járniðnaðurinn að sjálf-
sögðu gert, en það virðist vera
að verða of seint, þar sem hann
er að stöðvast hvort eð er.
Einar Ásanundsson".
t)r Söguþáttum
landpóstanna
Kæri Velvakandi!
Aðeins örfáar línur:
22. des sl. fékk ég bréf
hingað suður í Kópavog, og var
það komið alla leið frá Reykja-
vík. Bréf þertta var fundarboð,
og skyldi halda fundinn 19.
des. Bréfið var póststimplað í
Reykjavík 17. des.
Einu sinni fékk ég bréf af
Langholtsvegi í Reykjavík. 9
(níu) dagar liðu frá þvi það
var póststimplað í Réykjavík
og þar til ég fékk það heim. En
þá bjó ég líka í Hafnarfirði!
Vinsamlegast,
Jón Vigfússon,
Borgarholtsbraut 60,
Kópavogi".
Skrifstofustúlka - einkaritari
Skrifstofa í Reykjavík óskar eftir stúlku hið allra
fyrsta.
Enskar bréfaskriftir, vélritun, símavarzlá. Þarf
að geta unnið sjálfstætt.
Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir n.k. föstu-
dag, merkt: „Trúnaðarstarf 5160.“
sn/ffur ÍBRAUÐ.
smurt brauö IHÖLLIN1 brauötertur
LAUGALÆK 6
iopið frá kl. 9-23:30 ST SÍMI 30941
næg bílastæði(
Verzlunar- og skrifstofufólk
Af óviðráðanlegum ástæð-
um, verður hádegisverðar-
M ú r a r a r
Tilboð óskast í að múra stigagang og eina íbúð
í blokk.
Upplýsingar í síma 14089.
fundi VR. með Hannibal
*
Valdimarssyni forseta ASI
frestað til 27. janúar nk.
VER/LUKARMAIUIVAFÉLAG l$LW
HESTUR
Tapazt hefur 4ra vetra rauðblesóttur foli úr hög-
um í ÖJfusi. Mark vinstra, tvíbit framan og biti aft-
an hægra. Folinn er með brennimarkinu A2 á
vinstra framhóf. Allt bendir til þess að folinn hafi
verið tekinn í misgripum.
Sigurður Haukur Guðjónsson, sími 38011.