Morgunblaðið - 20.01.1968, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1968
Miklar umræður í Neðri deild um sölu Setbergs í Eyrarsveit:
Melrakkaey í Grundarf irði verði friðuð
- vegna mikils fuglalífs og undanskilin í sölu
SL. miðvikudag urðu ó-
venjumiklar umræður í
Neðri deild Alþingis vegna
stjórnarfrv. um sölu prests
l setursjarðarinnar Sefbergs
í Eyrarsveit í Snæfellsnes-
sýslu og nokkurra embætt-
isbústaða. Umræðurnar
snerust þó fyrst og fremst
um sölu Setbergs.
Menntamálanefnd deild-
arinnar þríklofnaði í mál-
inu. Meirihluti nefndarinn
ar, þeir Benedikt Gröndal,
Bjartmar Guðmundsson,
Ingvar Gíslason, Gunnar
Gíslason og Birgir Kjaran,
lögðu til að frv. yrði sam-
þykkt með þeirri breyt-
ingu að Melrakkaey í
Grundarfirði og heyrir
undir Setberg verði undan
skilin í sölunni af náttúru-
verndarástæðum, þar sem
mikið fuglalíf sé í eyjunni.
1. minnihluti nefndarinn-
ar, Magnús Kjartansson,
lýsti sig í grundvallarat-
riðum andvígan þeirri
stefnu að selja ríkisjarðir
einstaklingum. 2. minni-
hluti nefndarinnar, Sigur-
vin Einarsson kvaðst telja
að ekki ætti að selja jörð-
ina en núverandi ábúandi
gæti tryggt sér hana til
búskapar með því að fá
hana til erfðafestuábúðar.
í þingskjölum kom fram,
að Náttúruverndarráð hef-
ur ákveðið að leggja til,
að Melrakkaey verði frið-
uð.
Um málið spunnust svo
verulegar umræ'ður og verða
þær raktair að nokkru hér á
eftir:
Benedikt Gröndal (A)
sagði, að það hefði fljótlega
komið í ljós í meðferð mennta
málanefndar að undir prest-
setursjörðina Setberg heyrði
Melrakkaey í mynni Grund-
arfjarðar, sem væri talin
mikil fuglaparadís og mundi
leit að annarri slíkri við land-
ið, bæði a'ð því er snerti
fjölda fuglategunda, sem þar
verpir og hina miklu fugla-
mergð, sem þar lifir- Hefði
raunar komið í ljós áður, að
eyjan væri sérstaklega vel
fallin til ýmis konar rann-
sókna á fuglalífi og hefði ver-
ið nótuð í því skyni. Hing-
að til hefði ekki þótt ástæða
til að friða þessa eyju vegna
þess, að presturjnn, sem set-
i'ð hefur að Setbergi hefur
haft mikinn áhuga á því að
vernda eyjuna og gætt henn-
ar mjög vel. Benedikt Grön-
dal sagði, að þótt nefndin
hefði þríklofnað vegna máls-
ins teldi hann alla nefndar-
menn sammála um að eyjuna
bæri að friða.
Magnús Kjartansson (K)
sagði, að frv. hefði naumast
verið undirbúið með nægi-
legri gát, þar sem undir Set-
berg heyrði fuglaparadísin
Melrakkaey sem væri fráleitt
að selja. Hann ger'ði athuga-
semdir við það, að ekki hefði
verið fullnægt ýmsum lög-
formlegum atriðum í sam-
bandi við undirbúning að
sölu jarðarinnar en lýsti því
síðan yfir að hann teldi rangt
að hafa það sem almenna
reglu að selja ríkisjarðir þótt
einstaklingar vildu kaupa
þær. Brögð eru að því, að
jarðir í einkaeign hafi lent í
braski og jafnvel notaðar til
ýmissa þarfa, sem ekki væru
tengdar raunverulegum land-
búnaði. Ákvæðin um erfða-
ábúð veita ábúendum svo
mikla tryggingu bæði fyrir þá
sjálfa og erfingja þeirra að
ekki er ástæða til að kvarta
undan þeim skilmálum. Og
ábúandi Setbergs mundi vafa
laust geta fengið slík rétt-
indi.
Sigurvin Einarsson (F)
sagði, að niðurlögð prestset-
ur væru eins konar minjar
sveitanna og væru ekki
minna virði en ýmsir fomir
hlutir. Þar væru enn sýni-
leg handverk fjölmargra
þeirra manna, sem vi'ð vild-
um heiðra en virðing okkar
fyrir þessum gegnu mönnum
væri næsta lítil ef prestsetr-
in væru auglýst til sölu. Þing-
maðurinn kvaðst ekki vilja
vera með í því að lima jörð-
ina sundur með því að undan
skilja Melrakkaey en nefndin
hefði verið einhuga um að
þá eyju mætti ekki selja. Á
þessum forsendum kvaðst Sig
urvin Einarssön vera andvíg-
ur því að selja jörðina.
Halldór E. Sigurðsson (F)
sagði, að fyrir sér vekti að
þessi jörð yrði í ábúð. Ég
tel mig hafa nokkra reynslu
af því að eigi ríkið jarðirnar
sé ábúðín ekki alltaf tryggð.
Ég óttast líka í þessu tilfelli,
sem ég þekki nokkuð til að
einmitt það, að ríkið setti
jörðina yrði til þess að hún
færi úr ábú'ð og yrði limuð
sundur til annarra jarða
sveitarinnar.
Ég andmæli því ekki að
Melrakkaqy verði undanskil-
in, hún er ekki jafn mikils
virði fyrir Setberg og áður
vegna breytinga, sem orðið
hafa á búskaparháttum. En
ég vil undirstrika að með til-
lögum meirihluta nefndarinn-
ar tel ég betur tryggt en með
nokkrum öðrum hætti að
þessi jörð verðí í ábúð.
Ingvar Gíslason (F) sagði
a'ð presturinn, sem setið hefði
á Setbergi væri fluttur í
Grundarfjarðarkauptún og
mundi verða það til fram-
búðar, þannig að augljóst
væri að Setberg' yrði ekki
prestsetursjörð á næstunni.
Hins vegar væri þetta allgóð
bújörð og æskilegt að þar
væri rekinn áfram búskap-
ur. Bóndinn, sem á jörðinni
býr hefur búið þar í nokkur
ár, setið jörðina vel og hef-
ur hug á a’ð kaupa hana. Við
höfum árlega haft svipuð mál
til meðferðar og yfirleitt
ekki verið mikil fyrirstaða.
Ég hef í sjálfu sér engan
rétttrúnað um eignaryfirráð
á jörðum en er þó miklu
fremur fylgjandi sjálfsábúð
og tel það eðlilegra og heppi-
legra fyrir þessa jörð að hún
verði rekin af bónda, sem á
hana.
Atkvæðagrei'ðsla fór fram
um málið í gær og var tillaga
meirihluta menntamálanefnd
ar um að undanskilja Mel-
rakkaey samþykkt með 28
samhljóða atkvæðum. Til-
laga Sigurvins Einarssonar
um að jörðin skyldi ekki seld
var felld með 20 atkvæðum
gekn 9 og 1. grein frv. um
sölu jarðarinnar síðan sam-
þykkt með 21 atkv. gegn 4
Svar frá höfundi
Föstudagsgreinanna
EINN af betri borgurum bæjar-
ins, Magnús Scheving Thorsteins
son smjörlíkisgerðarforstjóri, hef
ur komizt úr sálarjafnvægi fyrir
nokkrum dögum við að gera þá
uppgötvun, að nokkur atriði í
erlendri yfirlitsgrein minni um
dönsk stjórnmál í síðustu viku
hafi verið röng og ónákvæm. Af
þessum atriðum sem Magnús
telur í grein í Mbl. í gær, er
það líklega einna verst, að ég
gleymdi því, að auðvitað er
gamli hvíthærði Bomholt forseti
danska þjóðþingsins. Þykir mér
leitt að gleyma honum, en þó
finnst mér hitt öllu leiðara, hvað
þetta hefur valdið gömlum og
góðum manni eins og Magnúsi
Scheving miklum æsingi, eins
og sjá má á fyrrnefndri grein
hans.
Þessvegna langar mig að reyna
að róa hann með fáeinum orð-
um með því að lýsa dálítið fyr-
ir honum hlutverki Föstudags-
greina minna. Ég held að ég
hafi nú skrifað þær samfleytt
i ein fimm eða sex ár, svo þær
ættu að vera komnar vel yfir
200 stykki. Aldrei man ég eftir
því, að neinn annar en Magnús
hafi rokið upp á nef sér út af
þeim á þessum langa tíma og
efast ég þó ekki um, að margt
mætti til tína ónákvæmt og
rangt. En þá verður líka að
gæta að því, að ég hef aldrei
gert þær kröfur til lesenda
minna, að þeir álíti mig óskeik-
ulan. Ég hélt að öllum sem grein
arnar læsu væri það ljóst, að
þær eru fyrst og fremst rabb-
greinar, hugleiðingar um hin
ólíklegustu viðfangsefni í al-
þjóðamálum, þar sem ég læt
hugann reika, austan frá Jap-
an, suður í Suður-Afríku, kem
við á Gibraltar og ísrael, og
heimsæki de Gaulle og Johnson
í Hvíta húsinu.
Ég hefði ímyndað mér af anda
greinanna, að lesendunum ætti
að vera það skiljanlegt, hve
fjarri það er mér, að telja mig
óskeikulan, eða að vilja þröngva
upp á þá fastmótuðum og stein-
gerðum öfgaskoðunum. Fyrir
mér er það aðalatriðið, að hvetja
lesendur mína sjálfa til að hug-
leiða þessi mál. Ég skal ekki
neita því, að sumir lesendur
mínir geta verið miklu fróðari
um ýmis viðfangsefnin en ég og
þó veit ég, að þeir geta haft
ánægju af því að kynnast mín-
um sjónarmiðum, enda þótt þau
séu ekki alltaf nógu vel grund-
völluð- Það er hrein fjarstæða,
sem Magnús byggir grein sína
á, að ég ætli mér með þessum
léttu rabbgreinum að vita allt
einn og miklu betur en allir aðr-
ir. Enda væri það ekki á nokk-
urs eins manns færi, allra sízt,
þegar það er unnið í litlu auka-
starfi, þar sem mér gefst til
dæmis ekkert tækifæri til að
ferðast um í heiminum til að
kynnast atburðunum af eigin
raun.
Þó ég geti þannig ekki gefið
neina tryggingu fyrir að allt sé
hárnákvæmt og rétt í greinum
mínum, vona ég, að þær gegni
samt nokkru hlutverki og er sú
skoðun studd við ummæli fjölda
manna, sem hafa, margir mér
ókunnugir, séð ástæðu til að
þakka mér fyrir þær.
Til að lýsa þessu nokkru nán-
ar, skal ég gefa hér dálítið dæmi
um þetta. f einni föstudagsgrein
minni sem mig minnir að hafi
verið í nóvember síðastliðnum
ræddi ég um efnahagserfiðleika
Breta. Ég sá þegar greinin var
komin í blaðinu, að það voru
villur í máli mínu og ég hafði
tilhneigingu til að gagnrýna
sjálfan mig fyrir það, að ég
hefði ekki lagt nóga áherzlu á
það, hve lokun Súez-skurðarins
var alvarlegt áfall fyrir Breta.
En í þessari grein tók ég all
sterkt til orða og staðhæfði, að
nú væri svo illa komið fyrir
Bretum, að þeir ættu einskis
annars úrkostar en að fella gengi
sterlingspundsins. Minnir mig
jafnvel að ég hafi spáð því, að
gengisfall væri væntanlegt og
yfirvofandi næstu daga. Mér var
það Ijóst, að það var all djarft
hjá mér að segja þetta, á sama
tíma og öll dagblöðin okkar og
útvarpið staðhæfðu í fréttaflutn
ingi sínum, að búið væri að
bjarga pundinu og stór hjálpar-
lán væru væntanleg. En ég
hafði mín rök fyrir því, sem ég
hafði hugleitt vel.
Tveimur dögum síðar var
gengi pundsins fellt, og þannig
kom spádómur minn fram. Ég
er ekki að rekja þetta til að
stæra mig af því, þekking
manns og skilningur á flóknum
heimsvandamálum ristir svo
grunnt, að slíkt sæti illa á
manni. Og á móti þessu eina
lukkuskoti mætti vafalaust sýna
fram á mörg sem geiguðu hjá.
En þarna hefði Magnús Schev-
ing þó betur farið að ráðum
mínum. Hann hefði þá getað
forðað sér frá einhverju gengis-
tapi, eða réttara sagt forðað al-
menningi frá því, að fyrsta verð
hækkunarauglýsing eftir gengis-
fellingu fjallaði um hækkun á
smjörlíki.
Nokkuð sama gildir þær vill-
ur sem hann taldi uþp úr síð-
ustu grein minni. Þar var um
að ræða aukaatriði, sem ég drap
á í leiðinni mest eftir ótryggu
minni. Hlutir sem skiptu engu
máli móti því aðalviðfangsefni
greinarinnar, að ég var að spá
þar nýjum straumhvörfum í
kosningunum 23. janúar, að
stjórn borgaraflokka myndi taka
við af Jafnaðarmönnum. Við
skulum bíða fram yfir kosninga
daginn, þá sést hvort ég hef hitt
í markið, eða skotið geigar. Það
væri gaman að því, ef spádóm-
ur minn reyndist réttur og þó
býst ég við að ég og Föstudags-
greinar mínar standi nokkurn
veginn jafnréttar eftir, þó að
Jafnaðarmenn haldi velli, því að
ég ætla mér alls ekki þá dul,
eins og Magnús virðist ímynda I
sér, að fara að stjórna þjóðmál- I
MBL. hefur borizt eftirfarandi
fréttatilkynning frá Búnaðarsam
bandi Eyjafjarðar:
Búnaðarsamband Eyjafjarðar
hélt aukafund mánud. 15. þ. m.
að Hótel KEA. á Akureyri til
þess að ræða um málefni sam-
bandsins og ýms vandamál
bændastéttarinnar.
Fundinn sóttu fulltrúar frá 14
búnaðarfélögum af 16, sem eru
í sambandinu, enn fremur stjóm
sambandsins, ráðunautar þess,
stjórn SNE. ráðunautur þess og
nokkrir fleiri gestir þar á meðal
einn þingmaður kjördæmisins og
tveir menn úr stjórn Búnaðar-
sambands S.-Þing.
Ármann Dalmannsson formað-
ur sambandsins setti fundinn,
skýrði tilefni hans og lýsti dag-
skrá.
Fundarstjórar voru kjömir
Ármann Dalmannsson og Egg-
ert Davíðsson og fundarritarar
Arnsteinn Stefánsson og Daniel
Pálmason.
Miklar umræður urðu á fund-
inum, einkum um búf jársjúkdóm
inn hringkyrfi og verðlagsmál
landbúnaðarins. Var fulltrúum
skipt í nefndir til að fjalla um
þau mál að loknum umræðum og
var svo gefið fundarhlé meðan
um og kosningum úti í Höfn.
Þessi atriði vildi ég benda hin
um aldna heiðursmanni á og
taka fram um leið, að ég harma
hann skyldi birta grein sína í
blaðinu í gær, ekki vegna þess
að það megi ekki koma fram,
að ég hafi gert mistök, heldur
vegna hins, að það er leiðinlegt
þegar gamall og góður maður
gerir sig að kjána. Og það gild-
ir enn frekar dylgjur hans varð
andi bækur mínar, sem ég sé
ekki ástæðu til að svara hér.
Þorsteinn Thorarensen.
nefndirnar störfuðu.
Er fundu rhófst að ný ju voru
tillögur nefndanna lagðar fram
og voru þær samþykktar sam-
hljóða.
Eftirfarandi samþykktir voru
gerðar á aukarfundi Búnaðarsam
bands Eyjafjarðar að Hótel KEA,
á Akureyri mánud. 15. þ.m. þar
sem mættir voru fulltrúar frá
14 búnaðarfélögum aif 16, sem
eru sambandinu.
„Fundurinn skorar á ríkis-
stjórn og Alþingi að verja fé úr
ríkissjóði til þess að greiða, að
verulegu leyti, skuldahækkanir,
sem orðið hafa við gengisfelling
una á lánum þeim úr Stofnlána-
deild landbúnaðarins, sem hiáð
voru gengistryggingu“.
„Fundurinn beinir þeim til-
mælum til BúnaðaTþings og
Stéttarsambands bænda að
vinna að því við ríkisstjórn og
Alþingi að tryggja þeim, sem
verzla með fóðurvörur, olíur og
aðrar 'helztu lífsnauðsynj ar við
þær hafnir, sem hætta er á að
hafís geti lokað, rekstrarlán,
sem geri þeim mögulegt að hafa
a.m.k. fjögurra mánaða birgðir
um hver áramót".
Snmþykktir Búnaðar-
sambands Eyjafjarðar