Morgunblaðið - 20.01.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 196« Samfelldur framhaldsskóli rökrétt afleiöing af niðurfellingu landspröfs kennarastéttina. Stökkbreyting- ar yrðu ekki í skólamálum nema kennararnir stykkju með. Síðast fór ræðumaður nokkrum orðum um málefni háskólans og taldi nauðsynlegt að stúdent- ar héldu uppi gagnrýni á kennsluhætti háskólans. Ef stúdentar temdu sér rökvíslega gagnrýni og prófessorar tækju henni vel taldi hann, að háskól- inn gæti orðið öðrum til fyrir- Framhaldsmenntun rœdd á tundi SHÍ Stúdentafélag Háskóla ís- lands efndi til almenns um- ræðufundar í Sigtúni í fyrra- kvöld um framhaldsmenntun á íslandi. Framsögumenn voru þrír: Egill J. Stardal cand. mag., Jóhann S. Hann- esson, skólameistari og Þrá- inn Höskuldsson stud. philol. Að loknum ræðum framsögu manna urðu fjörugar umræð- ur og tóku margir til máls. Stóð fundurinn frá því kl. 20.30 um kvöldið og fram yfir miðnætti. Formaður Stúdentafélags Há- skóla íslands, Jón Ögmundur Þormóðsson stud. jur., setti fund inn og tilnefndi fundarstjóra, Björn Teitsson stud. mag. og fundarritara Pétur Pétursson stud. med. Egill J. Stardal talaði fyrstur framsögumanna. Hóf hann mál sitt með því að vikja að sögu framhaldsmenntunar á íslandi. Rakti hann síðan sögu þessara mála frá siðaskiptum og allt fram yfir landspróf. Dró ræðu- maður fram marga þá þætti í menntunarsögu liðinnar tíðar, sem miður fóru og rakti einnig hvernig miðað hefði fram á við smátt og smátt. 1 lok mál síns Frá fundi Stúdentafélags Háskóla íslands í Sigtúni. (Ljósm. Mbl. Kristinn Benediktsson) Sækið sumaraukann Frá haustnóttum til vordaga er unnt að sækja sumaraukann með því að fljúga með LOFTLEIÐUM vestur til Ameríku eða suður til Evrópu og halda þaðan, þangað sem sólin skín allan ársins hring. Lág vetrarfargjöld og langt skammdegi freista til ferða allan veturinn, en einkum er þó heppilegt að sækja sumaraukann með LOFTLEIÐUM á tímabilum hinna hag- stæðu vor- og haustfargjalda, 15. marz— 15. maí og 15. september—31. október, en þá er dvalarkostnaður í sólarlöndum víðast hvar minni en á öðrum árstímum. ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN 0G HEIM LOFTLEIÐIS LANDA MILLI L WTLEIÐIfí vék Egill að landsprófjnu, sem hann taldi hafa verið stórt spor í rétta átt á sínum tíma. Jóhann S. Hannesson tók það fram í upphafi ræðu sinnar, að hann mundi takmarka mál sitt við landsprófið og afnám þess. Landsprófjð, sagði hann, að væri eitt af okkar stóru þjóðfélags- vandamálum í dag. Margar radd ir heimtuðu afnám þess, en mik- ið vantaði á a'ð þær raddjr væru samhljóða. Tvennt væri það einkum, sem til greina kæmi þegar rætt væri um landsprófið. Annars vegar framkvæmd þess og hins vegar hvort það úti- loki of marga frá æðra námi. Ræðumaður vjtnaði í lögin um landspróf frá 1946, þar sem tal- að er um að með lögum þessum eigi að búa hverjum ejnstakl- ingi þá aðstöðu til framhalds- menntunar, sem hugur hans og hæfileikar standi til og efnahag- ur og búseta megi þar ekki valda torfærum. í lýðfrjálsu landi eigi að gera öllum, sem þess óska og til þess hafa hæfi- leika, kost á að njóta fram- haldsmenntunar. Sagðj Jóhann, að í lögum þessum værj öll áherzla lögð á lýðræðislegt jafn- rétti, en ekki skiptingu í flokka. Virtist því augljóst, að lands- prófinu hefði ekki verið ætlað að velja úr nemendur til fram- haldsnáms. Afnám landsprófs- ins væri því í sambandi við anda gildandj laga um þessj mál. Þá vék ræðumaður að ályktun um, sem get'ðar hafa verið um landsprófið nýlega- Kvað hann unga Sjálfstæðismenn hafa gengið einna lengst í því máli að krefjast afnáms landsprófsins. En þeir hefðu látið hjá líða að draga fram rökrétta ályktun af niðurfellingu landsprófsins. Yrði landspróf lagt niður mætti gera ráð fyrir að fengjst ejnn samfelldur nemendahópur í framhaldsskólana frá 15—19 ára aldri. Próf yrðu væntanlega í mörgum myndum, sem myndu opna nýjar dyr inn í háskólann. Tók ræðuma'ður það fram, að hann væri ekki með þessu að tala um afturhvarf til þess sem var, en hann teldi samfelldan framhaldsskóla rökrétta afleið- ingu af tillögu ungra Sjálfstæð- ismanna um afnám landsprófs- ins. Höskuldur Þráinsson drap á það í upphafi máls síns, að með einhverjum hætti yrði að velja menn úr til framhaldsnáms. Kæmu þar til greina ýmsar leið- ir. Þá vék ræðumaður að fræðslukerfinu almennt og kvað þa’ð þröskuld í vegi allrar mennf unar í landinu, að allt of mikið væri af steindauðum og stirðn- uðum kennurum. Kennurum væri nauðsynlegt að afla sér viðhaldsmenntunar og mætti vel hugsa sér það í því formi, að komið yrði upp endurhæfing- arstöð fyrir kennara. Við þyrft- um að fá lifandi menn, hugsandi menn og starfandi menn inn í myndar að þessu leyti. Dr. Halldór Elíasson tók fyrst- ur til máls, er umræður voru gefnar frjálsar. Gedði hann at- hugasemdir við nokkur atriði í framsöguræðu Jóhanns Hann- essonar, en taldi tillögur hans annars mjög athyglisverðar. Þá taldi hann að kennara vantaði til að taka við auknum nem- endafjölda og lagði til að lok- um, að skólarannsóknir yrðu fluttar inn í skólana sjálfa. Ingvar Ásmundsson, mennta- skólakennari, kvað landsprófið móta mjög kennslu gagnfræða- stigsins og breytingar á núver- andi skipan gætu brugðizt til beggja vona. Lýsti ræðumaður ánægju yfir ræðu Jóhanns Hann essonar og sagði að lokum, að kennslufyrirkomulagið skipti ekki alltaf mestu máli, heldur hitt, hvað gert væri í skólun- um. Þórarinn Þórarinsson, fyrr- verandi skólastjóri, lýsti ánægju sinni yfir því að Stúdentafélag Háskóla íslands skyldi taka þessi mál til umræðu. Mætti þá vænta þess, að málin yrðu rædd af meiri rökvísi, en gert hefði verfð í tímarits- og blaða- greinum ýmsum. Landsprófið sagði hann, að verið hefði á sín- um tíma ein mesta siðbót, sem samþykkt hefði verið á Al- þingi. Fram til þess tíma hefði fjölda nemenda verið bægt frá framhaldsnáminu, en með lands- prófinu hefði öllum landshlut- um verið gert jafnhátt undir höfði með framhaldsmenntun unglinga. Þá sagði Þórarinn, að landspróf hefði á síðari árum meir höfðað til skilnings og al- mennrar greindar en í upphafi. Taldi hann nauðsynlegt, að ungl- ingar landsins sætu allir við sama borð hvað snerti framhalds menntun og niðurfelling lands- prófs gæti í þessu tilliti verið spor afturábak. Vésteinn Ólason stud. mag. kvað þörf á skynsamlegum um- ræ’ðum um skólamál, en það sem nauðsynlegast væri að gera í skólamálum, væri að breyta viðhorfum og viðmiðunum. Breytingar á skólakerfinu ætti ekki að gera með byltingu, en grundvöll allra breytinga ætti að leggja í háskóla og kennara- skóla. Sagði ræðumaður, að þeir sem um þessi mál fjalla, þyrftu að vera á vei'ði gegn hálfkáki í endurbótum. Víða væri þörf mikilla endurbóta á námstil- högun m.a. i Háskóla íslands. Dr Björn Sigfússon, sagði m.a., að við mættum ekki missa lands- prófið fyrr en við vissum, að það væri betra, sem við tæki. Taldi hann rétt að halda landsprófi enn um tíu ára skeið, þvi að þeim tíma liðnum yr*ðu orðnar fastmótaðri þær hugmyndir, sem nú eru uppi um breyt ngar á fræðslnkerfinu. Bjami Krist’ánsson skólastióri Tækniskólans tók næstur til F:amhald á b’s.!7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.