Morgunblaðið - 20.01.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.01.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1968 17 Vilborg Gísladóttir Kveðja frá dótturbörnum Aldrei við þér gleymum elsku góða amma. Mynd þína við geymum svo milda, hreina og sanna. í>ú varst atofninn sterki: Við erum veikar greinar. Nú er aðeins eftir minningarnar einar. Þaer ylja okkar hjörtu og lýsa langan veg. Þær koma aftur, aftur, sem angan dásamleg. Þú skildir barnsins mál. Við hljótum þig að dá. Við þroska viljum fræin, - FUNDUR SHÍ. Framhald af bls. 12. máls og svaraði nokkrum at- hugasemdum, sem að þeim skóla höfðu beinzt fyrr í umræðun- um. Dr. Björn Bjömsson var síð- astur á mælendaskrá Kvað hann nauðsynlegt að ræða þessi mál málefnalega og reyna að hafa heildarsýn yfir vandamálið fremur en a'ð beina athyglinni að einstökum þáttum þess. Fé- lagsfræðileg sjónarmið yrði jafn- an að hafa í huga þegar þessi mál væru brotin til mergjar. Lýsti ræðumaður sig samþykk- an tillögum Jóhanns Hannesson- ar, en taldi tíu ár of langan tíma þar til þeim yrði hrundið í framkvæmd. Framsögumenn tóku að lokum til máls, svöruðu fyrirspurnum og athugasemdum, sem til þeirra hafði verið beint. Var fundi slit- ið laust eftir mfðnætti. Fundurinn var allvel sóttur. Var þar margt kennara og ann- arra áhugamanna um skólamál, einnig menntamálaráðherra. - HANDTÖKUR Framhald af bls. 1 Engin skýring er gefin á hiandtöku hans nú. Þá var handtekinn í Aþenu í gær aðalritstjóri blaðsins ETHNOS, að nafni Ionnis Kapsins. Það blað styður einn ig Miðsamibandið. Kapsis er náinn vinur Andreas Papan- dreu. - SIKILEY Framhald af bls. 1 koma í veg fyrir útbreiðslu sjúk dóma. í dag birta ítölsk blöð harka- lega gagnrýni á þá, sem að björg unarstarfinu vinna, og þykir framkvæmd þess í flestu áíbóta- vant og fyrir neðan allar hellur á mörgum stöðum. Matvörur eru látnar hlaðast upp og eyðileggj- ast á ýmsum stöðum og hið nauð stadda fólk fær hvorki mat né aðhlynningu, þótt nægar vistir af matföngum hafi borizt bæði frá meginlandi ftalíu og öðrum löndum síðustu daga. Sagt er, sð f'öldi fólks hafi látizt úr kuMa og hungri. og megi rekja þe ". a beinlínis til slóðaskapar og -'kiipulagsleysis þeirra, sem bjö 'Juriarstörfin voru failin í he"r1ur. sem fólst þú okkur hjá Þú sagðiir okkur sögur og last fyrir okkur ljóð. Og eins og sólin fögur þú varst hlý og góð. Þú vermdir kaldar hendur og kysstir votar kinnair. Við áttum unaðsstundir við arinn sálar þinnar. Þú ofit varst mikið lasin og . margt fékkst þú að reyna. En þú varst kona hugprúð, með hjartað góða og hreina. Þitt sálarþrek var mikið. Þú miðlaðir öðrum af. Þinn andi nærðist á guðstrú, sem styrk og hlýju gaf. Allar góðu stundirnar í sveitinni hjá þér, amma, þær viljum við nú þakka þér. Einnig pabbi og mamma. Við síð,an eigum minningar, sem við aldrei, aldrei gleymum. í okkar hug og hjörtum við minningu þína geymum. Er kveðjum við þig elsku amma þá hrynja tár af hvörmum. Við þökkum þér allar stundirnax sem bargt þú okkur á örmum. Við biðjum guðs friðarengil fyrir kveðju okkur frá. Seinna við hittum þig, amma sólfagra landinu á. S.M.K.S. 'RITHÖFUNDARNIR Framhald af bls. 1 þessum aðgerðum öryggislögregl unnar og héldu með sér fund í dag til að ræða málið. í gærkvöldi símaði blaðadeild sovézka utanríkisráðuneytisins til allra erlendra fréttastofnanna í Moskvu og tjáði þeim, að sam- kvæmt sovézkum lögum, settum á Sitalínstímanum, væri erlend- um fréttamönnum óheimilt að ræða við sovézka borgara nema með blaðadeild ráðuneytisins sem millilið. Sagði talsmaður blaðadeildarinnar, að það mundi hafa alvanlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkomandi frétta- stofnanir, ef þær sendu blaða- menn sína á boðaðan blaða- mannafund á heimili frú Gins- burg. Eftir að hinar fjórar al- þjóðlegu fréttastofnanir í Moskvu, AP, UPI, AFP og Reuter, höfðu haft sam'band við aðalatöðvar sínar á Vesturlönd- um ákváðu þær að senda ekki fréttamenn sína á fundinn til að setja þá ekki í hættu né skaða athafnasvið fréttastofnananna í Sovétríkjunum, sem mun nóg.u þröngt fyrir. Sjö fréttamenn, fjórir banda- riskir og þrír sænskir, sem eru Lausráðnir, ákváðu að fara á blaðamannafundinn, enda voru þeir ekki í beinum tengslum við neina sérstaka fréttastofnun og þeim hafði ekki verið tilkynnt persónulega um, að bannað væri að sækja fundinn, þótt ailir hafi þeir vitað um bannið. Er þeir komu að húsi Ginsburg fjölskyldunnar voru þeir stöðv- aðir af óeinkennisklæddum ör- yggislögreglumönnum, sem skip- uðu þeim að snúa við. Er fréttamennirnir spurðu um ástæðuna til þessa vísuðu lög- reglumennirnir til skilaboða blaðadeildar utanríkisráðuneytis ins og sögðu ,að þeir gætu feng- ið það staðfesit á skrifstofum sin- um. Meðan blaðamennirnir töl- uðu við öryggisvörðinn ljósmynd aði einn lögreglumaðurinn þá alla saman og sitt í hvoru lagi og tók einnig myndir af bifreið- ’im þeirra. Ljóst er, að frú Ginsburg hafði boðað fréttamenn á sinn fund til að ræða handitöku og fangelsur sonar síns og þeirra Galanskovs og Dobrovolskis, og var ráð fyr- ir gert að ættingjar þeirra síðast nefndu mundu koma saman á heimili frú Ginsburg. Leylandverk- smiðjurnar og BMC sameinasi London, 17. janúar — NTB BREZKU bifreiðaverksmiðjurn- ar „British Motor Corporation“ og Leyland Motor Corporation“ sameinuðust í dag og eru þannig orðnar stærsti bifreiðaframleið- andi landsins. „British Motor Corporation“ hefur einkum fram.leitt smábíla óg Leyland er þekkt sem stræt- isvagna- og vörubifreiðafram- leiðandi, ien framleiðir einnig dráttarvélar og ýmis önnur farar tæki. Eru Leyland verksmiðjurn ar einhver stærsti útflutnings- aðili Bretlands og flytja út fram- leiðsluvörur sínar til 14'0 landa. Eitt þessara landa er Kúba, en útflutningur á Leylandstrætis- vögnum til eyjarinnar hefur valdið óánægju í Washingtom. Hið nýja fyrirtæki mun nefn- ast „British Leyland ' Motor Corporation“ og verða starfs- menn þess um 200.000 og vöru- salan um 800 mil'lj. .stenlingspund á ári. M.eð þessum samruna mun mestur hluti brezkrar ibílafram- leiðslu vera kominn undir eina st'jórn. - SAMÞYKKTIR Framhald af bls, 8 Um verðlagsmál landbúnaðarins. „Aukafundur í Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar haldinn á Ak- ureyri 15. jan. 1968 undrast það seinlæti yfirnefndar að ákveða verðlagsgrundvöll landlbúnaðar- ins eins og átti sér stað á sl. ári. Þá mótmælir fundurinn harð- lega úrskurði meiri hluta yfir- nefndar, þar sem verðlagsgrund völlur sá, sem ákveðinn er, get- ur á engan hátt veitt bændum tékjur, er séu sambærilegar við tekjur annara vinnandi stétta. Er með því lítilsvirtur lögihelg- aður réttur bænda, enda lögin sniðgengin með úrskurðinum. Fundurinn krefst þess, að ríkis- sjóður greiði að fullu saman- lagt fj'árhagstjón, að ujjpttiæð 45—50 millj. kr. sem hlauzt af því, að verðlagning landlbúnað- arvara var ákveðin þremur mán uðum síðar en lög áfcveða. Enn f.remur, að landbúnaðurinn njóti svipaðra hliðarráðstafana og hann naut við verðlagningu haustið 1966. Felur fundurinn Stéttarsamhandinu að vinna að framgangi málsins og gera rífcis- valdinu ljóst, að bændur uni ekki við jafn skarðan hlut í verð lagsmálum sínum og þeim er nú búinn. Lofcs telur fundurinn, að nauðsynlegt sé að setja skorður við því, að sama öngþveitið í verðlagsmálum og á síðasta hausti endurtakist". Allar tillögurnar voru sam- þykktar samlhljóða. Engin mót- atkvæði. - UTAN ÍJR HEIMI Framhald af bls. 14 arbyltin,guna“ gagnvart hern um og varaformaður „menn in.garbyltingarnefndar flókks ins.“ í Moskvu velta menn þvi fyrir sér, hvort Chiang Chings a.f opinberum vett- vangi sé fyrirboði fálls ann- arra val'damifcill'a persóna eins og Chen Po-tas, yfir- manns menning^rbyltingar- innar og fynrum einkaritari Maos og Kan,g Shengs, yfir- manns leynilögreglunnar. Þetta kann að vera ósk- hyggja af hálfu vaLdamanna í Moskvu, en það er hins veg- ar rétt, að Kang ag Chen voru báðir öflugir stuðningis- menn eiginfconu Maœ. Minnk andi vald Chiang Chings, gæti þýtt, að helztu stuðn- ingsmenn hennar yrðu einn- ig að sæta því, að dregið yrði úr völdum þeirra og áhrifum. Auður M. Árnadóttir með nýársbarnið. Ljósm. Pétur Garðarsson. Fréttabréf frá Suðureyri Suðureyrii, 8. jan. 1968. KLUKKAN 14.25 á nýársdag fæddist stúlkubarn á sjúkrahús- inu hér á Suðureyri. Foreldrar þessu eru hjónin Auður M. Árna dótitir og Bjarni H. Ásgrímsson. Á,ttu þau fyrir eina dóttur. Þetta var fyrsta fæðingin á sjúkra- skýlinu hér og gekk hún vel og líður bæði móður og barnii vel. Ljósmóðir er Guðrún Friðriks- dóttir og ‘héraðslækni Guðsteinn Þengilsson. Á síðasta ári fædduat þrettán börn í Súgandafirði. Kommúnistaþing: 70 flokkar af 88 taka þátt í því .Búdapest, 17. jan. AP STJÓRNARVÖLDIN í Ungverja landi birtu í dag tilkynningu þess efnis, að 70 af 88 starfandi og óstarfandi kommúnistaflokfc- um heims hefðu þegið boð um að senda fulltrúa á eina allsherjar ráðstefnu kommúnista'leiðtoga, sem haldin verður í Búdapest 26. fébrúar. Markmið ráðstefnunnar er, að ræða sameiginleg hags- muna- og áhugamál og væntan lega að samræma stefnú komm- únistaflokka hinna ýmsu landa. Ungverskt blað hefur lagt á- herzlu á það sjónarmið, sem ríkjandi mun þar í landi, að hug sjónaibarátta sú, sem kínverski flokkurinn heyr nú við ýmsa aðra kommúnistaflokka skuli alls efcki tekin til umræðu á fundinum. Allmargir flokkar hafa lýst yfir andúð sinni á þessari fyrir- huguðu ráðstefnu, þar á meðal eru flokkar Rúmena og Norður Vietnam, og er ástæðan m.a. tal in sú, að þeir óttist að þeir blandist þá einmitt inn í deilur hinna sovéz'ku og kínversku trú bræðra sinna. Um miðjan nóvember hóf Leik félag Súgandafjarðar æfingar á leikritinu „Júpiter hlær“ eftir A. J. Cronin. Leifcstjóri er Erlingur E. Halldórsson frá Reykjavík. Ledkritið var frumsýnt 12. des- ember og hafa sýningar alls ver- ið þrjár, allar hér á Suðureyri. Leikritinu var vel tekið og ætlar Leikfélagið að ferðast með það um Vestfirði síðari hluita vetrar, ef aðstæður leyfa. M'jög hefur borið á truflunum í útvarpi hér. Munu þær stafa frá lóranstöðinni á Snæfelis.nesi. Er það svo, að í svartasta skamm- deginu heyrist stundum ekki orðaskil og á tónl'ist þýðir ekki að reyna að hlusita. I sambandi við útvarpið má einnig geta þess, að Súgfirðingar urðu undrandi í byrjun desem'ber, þegar sagt var frá því í útvarpi, það kom reyndar í dagblöðum líka, að all- ir vegir á landinu væru færir. Vegurinn til Súgandafjarðar hef ur verið lokaður síðan um miðj- an nóvember og senniilega fleiri vegir á Vestfjörðum. Siðastliðið ár opnaðist vegurinn hingað ekki fyrr en í maí. Einu sam- göngurnar yfir veturin.n er á sjó og kemur Djúpbáturinn Fagra- nes hingað tvisvar í viku. Hér er engin sjúkraflugbraut og er það mikið áhugamál okk- ar að fá brauit hér sem allra fyrst. Tveir bátar hófu róðra með línu í lok september. Um miðjan október bættust fjórir bá.tar við. Einn þeirra hætti róðrum um miðjan d-esember. Tíð var stiirð og afli rýr. Fram að áramótum báruat á land 854,2 tonn í 200 róðrum. Mesta afla í róðri hafði Friðbert Guðmundsson 16,2 tonn. Minnsti afli í róðri var 1 tonn. Það sem af er þessu ári hafa að- eins tveir bátar komizt á sjó. Sif fór einn róður og fékk 9,1 tonn og Ólafur Friðbertsson fór tvo róðra og hefur fengið 7,3 tonn. Ól’afur var á síldveiðum síðast- liðá sum.ar og hóf róðra með línu um áramót. Á sama tíma í fyrra höfðu borizt á landi hér 151,5 tonn í 24 róðrum. — Fréttaritari. Árshátíð StangaveiÖifélags Reykjavíkur verður haldin að Hótel Sögu (Súlnasal) föstudag- inn 2. febrúar 1968 kl. 6.30 síðdegis. Miðasala og borðpantanir verða afgreiddar á skrifstofu félags- ins, Rergstaðastræti 12 B laugardaginn 20. janúar n.k. frá kl. 2—6 og mánudaginn 22. janúar frá kl. 5—7 e.h. Samkvæmiskiæðnaður. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.