Morgunblaðið - 11.02.1968, Page 4

Morgunblaðið - 11.02.1968, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1*«8 * 0 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 e»a 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAINI - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. yy—--'BUAlf/GA\Af RAUOARARSTlG 31 SlMI 22022 Nýr sími 23-222 SENDIBÍLAR HF. Einholti 6. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu AUDVITAÐ ALLTAF ÍC Fyrir hvað er verð- launað? Þorri skrifar: Velvakandi góður! Kannski er það af illkvittni eða öfund að mér kom þessi spuirning í hug, þegar ég las í blaðinu í morgun, að 266 bitf- reiðaeigendur hefðu verið verð launaðir fyrir akstur. — Svarið virðist liggja í augum uppi. menniTnir eru verðlaunaðir fyr ir „öruggan akstur“. En, góðir hálsar, 1 hverju er þessi „ör- uggi akstur“ fólginn? — Jú, við lestur fréttarinnar kemur í ljós, að hann er fólginn í því að hafa ekki valdið tryggingar- félagi sínu tjóni í fimm eða tíu ár. Og mjög er eðlilegt að trygg ingarfélagið virði það við mennina, raunar sjálfsagt fm þess bæjardyrum séð. En nú verðið við að fyrir- gefa þó illur grunur læðist að mér. Er alveg vist, að þessir „öruggu" bílstjórar hafi ekki valdið öðrum bílstjórnum tjóni, t.d. ekið á kyrrstæða bíla og stungið af — í og með til þess að krækja sér í „örugga“- stimpilinn? — Að sjálfsögðu fæst aldrei úr því skorið, en því kem ég með þessa rudda- legu athuigasemd, að ég er dá- lítið beiskur þessa dagana. Á sl. ári var nefnilega ekið þrisv ar sinnum á bílinn minn á bíla stæði og stungið aif. Ég veit ekki, hvort neinn af þessum „öruggu“ mönnum hefur gert það, en það er öruggt, að eitt- hvert tryggingarfélagið hefur þar losnað við að greiða álit- lega fjárhæð — vel andvirði nokkurra merkja, jafnvel úr gulli. Fyrirgefðu tilskrifið. Þorri. Aðeins það bezta inn á íslenzk heim- ili- Velvakanda hefur að und anförnu borizt mergð bréfa, sem innihalda gagnrýni á sjón varpið. Sýna þau glöggt, að al- menningur fylgist gjörla með því hvað sjónavrpið býður við skiptavinum sínum að sjá og gerir talsverðar kröfur til þess um efni. Hér birtist eitt þess- ara bréfa: Kæri Velvakandi! Viltu nú vera svo vænn að koma því á framfæri við for- ráðamenn sjónvarpsins, hvort eki sé tímabært að athuga hvað telst sýningarhæft inn- an vébanda íslenkzra heimila. Margar af þeim kvkmyndum sem sýndara hafa verið í vet- ur, eru satt að segja algjör viðbjóður, ég tilefni aðeins þá síðuistu: „Blúndur og blásýra" sem auglýst var sem skop- mynd og ekki bönnuð bömum. Ég verð að játa að ég hefi ekki svo mikla kímnigáfu ,að ég geti séð neitt spaug í þessu, en hitt er Ijóst, að með því að sýna svona myndir og reyndar margt af þessum myndum þar sem byssan, eða hnífurinn er öðru hverju á lofti allan tím- ann og alltaf verið að drepa einhvern þá hlýtur að mótast í hugsun þeirra sem oftast horfa á þetta, liti'lsvirðing fyrir lífinu, að ekki sé meira sagt. Gæti ekki farið svo, þegar búið er að endurtaka þetta nógu oft og lengi að það þyki þá ekki meira að reka hníf í bakið á náunganum, en það þykir nú að drepa lax, eða bara þorsk. Með því að endurtaka sífellt dráp í alls konar ógeðslegum myndum, er smátt og smátt, reynt að grafa undan heil- brigðri virðingu fyrir lífinu sjálfu og höfundi þess og er þá von að sé fyrir hendi virð- ing fyrh því sem minna er, svo sem eignum annarra, enda hef- ur sjónvarpið séð fyrir því að við igetum srvo sem gert okk- ur grein fyrir því hvernig auð veldast er að komast í vasa náungans og heyrt hefi ég að þess muni dæmi, að óvitabörn hafi verið að gera tilraun til að leika „Vasaþjófinn", en sú mynd var' viðurstyggð og þó ekki bönnuð börnum. Sjónvarpið er of mikið menningartæki til þess að það sé notað til þess að sá eitri mannvonzku og óheiðarleika í sálir íslenzkrar æsku. Enginn má taka orð mín svo að ég telji forráðamenn sjónvarpsins vil’a sá slíkum fræjum. Ég held að hér sé um vangá að ræða, sem hægt er að kippa í lag með góðum vilja og meðan við sjónvarpsnotend- ur þegjum yfir því sem aflaga fer, má segja að við séum sam- sek. Það hlýtur að vera rétt- lát krafa allra mæðra þessa lands, að reynt sé að vanda sem bezt til þess, sem sýna á innan vébanda heimilanna, a. m.k. tekið til endurskoðunar hvað banna á fyrir börn. Væri ekki nær að fækka út- sendingum, ef sómasamlegt Golfkhibburinn Keilir Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis verður haldinn I Sjálfstæðishúsinu, Hafnarfirði sunnudaginn 11. febrú- ar kl. 2 eftir hádegi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Einnig verður umsóknum um inntöku í félagið veitt móttöku á fundinum. STJÓRNIN. Til sölu 2ja herb. íbúð við Rauðarárstíg. 3ja herb. íbúð við Hringbraut. 3ja hehb. kjallaraíbúð við Drápuhlíð. 3ja herb. íbúð við Hvassaleiti . 3ja herb. íbúð við Glaðheima. SVERRIR HERMANNSSON, Skólavörðustíg 30, sími 20625, heimasími 24515. Barrystaines linoleum parket gólfflísar. Stærðir 10 cm x 90 cm. 23 cm x 23 cm. Gott verð efni er ekki fyrir hendi? Margt í sjónvarpinu er mjög gott, t.d. margir músikþættir, stundin okkar, o.fL o.fl. og starfsfólkið sem kemur þarna fram eru þegar orðnir góðkunn ingjar á heimilunum. En kjör- orðið þarf að vera: Aðeins það bezta inn á ís- lenzk heimili. Skrifað á þorranum 1968. Jóhanna Vigfúsdóttir. ir Eins og ný útgáfa Passíusálma Verzlunarskólanemi skrif ar: „Kæri Velvakandi! Nú get ég ekki lengur orða bundizt og sé ég mér ekki ann að fært en að skrifa lítið eitt nöldurbréf. Tilefnið er sú nið- urstaða blaðamannanefndarinn ar, að sæma Guðberg Bergs- son verðlaunum fyrir bók sína „Ástir samlyndra hjóna“, sem varla er bókmenntir kallandL Stendur íslenzk bókmennta- gagnrýni á þeim úthjara sið- ferðilegra hugsana, að hún telji þessar „klámbókmenntiir“ Guðbergs verðar hárra verð- launa? Mér er spurn. Ef svo er, þá er mikið óefni komið og vona ég að sem skjótust bót verði ráðin. Ýmsir urðu hissa, er Guðbergur hlaut listamanna laun fyrir bókina „Tómas Jóns son — Metsölubók." En þó rak almenning þó fyrst í rogastanz, er þessar niðurstöður voru gerðar heyrinkunnar. Og enn meira undrandi urðu menn, er þeir heyrðu séra Árelíus Niels son, þann mann sem kjörinn hefur verið maður ársins og fl. og fl. kasta blesisun sinni á bókina og niðurstöður nefnd arinnar eins og um nýja út- gáfu Passíusálmanna væri að ræða. Nei, íslendingar. Ef við vilj- um ekki horfa upp á skútú menningar vorrar sökkva í ólg- andi djúp öfugra ti’lhneiginga og annars, er miður gott telst, þá spyrnum strax ó móti og spyrnum fast. Gaman þætti mér að heyra álit fleiri manna á þessu. V erzlunarskólanemi. P

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.