Morgunblaðið - 11.02.1968, Síða 14

Morgunblaðið - 11.02.1968, Síða 14
lá MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRUAR 196« eftir Borgþór B1. Jónsson, veðurfræðing BORGÞÓR H. Jónsson, veð- urfræðingur, skrifaði merka grein um ill vetrarveður fyr- ir Vestfjörðum og sérstak- Iega um myndun ísingar í tímaritið Veðrið, 1. hefti 1956. Þar sem þessi mál eru nú ofarlega á baugi eftir mannskaðaveður það, sem nýlega er afstaðið, höfum við fengið leyfi höfundar til að birta þessa grein, sem fer hér á eftir. Það munu vera fá svæði á Norður-Atlantshafi, þar sem sjó- sókn og siglingar eru meiri hætt- um og erfiðleikum bundnar en á hafinu umhverfis og við strendur íslands. Kemur þar ýmiislegt til greina, svo sem óblíð og stormasöm veðrátta, ísing, hafstraumar o. fl. Þegar litið er lauslega yfir skýrslur um skipsskaða, virðast tvö svæði hér við ísland séystak- lega vahhugaverð í þessu sam- bandi, en það eru suðaustuc- strönd íslands, sérstaklega Meðallandsbugurinn, og svo Vestfjarðamiðin og þá sérstak- lega Halamiðin. Þau eru orðin nokkuð mörg skipin, sem hafa strandað við suðausturströndina, og það ein- kennilega er, að oft gerist þetta við svipað veðurlag, þ.e. stöðug suðlæg átt hefur ríkt í nokkra daga, og venjulega hefur ríkt stórviðri frá Kötlutanga og vest- ur fyrir Reykjanes, en skipin hafa strandað rétt austan við þetta óveðursbelti. Margt bendir ti'l þess, að breytingar á haf- straumum eigi talsverðan þátt í þessu. Á Halamiðum gegnir öðru máli. Þar eru skipstapar ekki nærri því eins tíðir, enda eru siglingar skipa um þær slóðir ekki eins tíðar, en þeir eru því ægilegri, að venjulega er þar ekki um mannbjörg að ræða. Skal nú vikið að þeim atrið- um veðurfarsins, sem telja má að valdi því, að á Halamiðum geisa stundum slík fárviðri, að flest öllum skipum er hætta bú- in. Það mun óhætt að fullyrða, að veðurfar á Halamiðum sé að jafnaði ekki verra en á öðrum miðum hér við land að sumar- lagi. Norðaustan hvassviðrin og þokuloftið eru oft þreytandi, en hættuleg verða þau tæpast talin. Það, sem hér fer á eftir, er því eingöngu miðað við vetrartím- ann. Veðurathuganir frá Halamið- um eru af skornum skammti en samt má ráða af þeim, að al- gengasta vindáttin þar er frá austri og norð-austri, og það eru einmitt norð-austan aftakaveðr- in, sem hafa reynzt hættulegust. „Hæð yfir Austur-Grænlandi, en suðvesbur í hafi er lægð, sem dýpkar ört og hreyfist hratt norðaustur. Veðurútlit fyrir Vestfjarðamið: Vaxandi austan- átt, norðaustan rok í kvöld og nótt. Snjóboma". Það eru sennilega fáir nema sjómenn, sem gera sér ljóst, hvað felst í þessari þurru og stuttorðu veðurlýsingu, sem útvarpið flybur þeim frá Veðurstofunni, og reyndur skipstjóri á skipi sínu á Halamiðum mun senni- lega búa sig undir það að leita skjóls á næsta firði á Vestfjörð- um. Annar skipstjóri ákveður ef til vill að halda áfram að toga, þar til komin eru 6-7 vindstig, en eftir það er tæplega fænt að halda áfraim, og þá er haldið í skjól. Þriðji skipstjórinn heldur kyrru fyrir og ákveður að bíða af sér veðrið úti á miðunum, og hann leggiur sjálfan sig og áhöfn- ina stunduim í tatsverða hættu. Hæbturnar eru aftaka veðurhæð ásamt snjókomu og særoki, sem hlaða ísingu á skipið. Einnig má búast við miklu hafróti á mótum Austur-Grænlands- straumsins og Irminger-straiums- ins, en þau liggja einmitt á þess- um slóðum frá norðaustri til suðvesturs. Fyrsta mynd sýnir í stórum dráttum hafstraumana umhverf- is ísland. Örvarnar sýna straum- stefnuna, en feitu línurnaT straummó'tin. Þrálát norðaustan átt virðist skerpa straumamótin á Halamiðunum og oft myndast þá misjafnlega breitt illviðra- belti á þessum slóðum og sam- fara því hafrót í röstinni milli straumafina. Skilyrðin fyrir aftakaveðri á Halamiðum eru þau, að yfir Grænlandi sé nærri kyrrstætt háþrýstisvæði, en djúp lægð ein- hversstaðar í námunda við ís- land. Önnur mynd er ekki sýnis- horn af neinu sérstöku veður- korti, heldur má kalla hana samnefftara allra þeirra veður- korta, sem sýna, þegar austan og norðaustan stórviðri geisa á Halamiðum. Á norðurhveli jarðar blæs - vindurinn andsælis kringum lægðarmiðjuna, en rétt sælis kringum hæðarmiðjuna. Frá norðurheimsskautinu blæs því kaldur vindur og frostið er venjulega 10-20 stig. Þetta kalda loft blandast svo sarnan við hlýrra og suðrænna loft og hlýn- ar þannig, að frostið verður um 3-7 stig á Halamiðum. Þegar svo lægðin hreyfist norðaustur yfir ísland eða fyrir sunnan og aust- an land, herðir á norðanáftinni og hitaskilin hreyfast norður og norðvestur og hafna að lokum yfir Vesbfjörðum eða Vestfjarða miðum. Snjókoma eykst að sama skapi á þessu svæði, eftir því sem skilin færast nær, og vind- urinn verður byljóttari. Þriðja mynd sýnir meðallags- hita sjávar í febrúar. Það skal sérstakilega tekið fram, að þetta er meðallag og er því talsverð- 'im breytingum undirorpið. 3. mynd: Meffalhiti sjávar í febrúar. Síðari hluta október 1950 mældist sjávarhitinn -(- 7 stig um 90 km. norðvesbur af Horn- bjargsvita, en 35 km. frá þeim stað hafði hitinn fallið niður í -(- 1 stig, og jafnvel -f- 1 stig. Þessar mælingar voru augsýni- lega gerðar á straumamótunum, sem sýnd eru á fyrsbu mynd og gefa skýra hugmynd um það, hve mikill mismunur er á sjávar hitanum á þessum slóðum. Þá koimum við að síðasta atr- iðinu, en það er ísingin. Spurn- ingin er, að hve mikilu leyti get- ur ísing orsakað skipsiskaða, og hvenær væri helzt að vænta mestrar ísingar. Fnostragn, þ. e. regn, sem frýs um leið og það fellur á jörðina, er frekar sjald- gæft hér á landi, en getur valdið mikilli ísingu og verið stór- hættulegt. Snjókoma og særok geta orskað mikla ísingu undir vissum kringumstæðum, og skal það nú rætt nánar. Yfirborð lygns sjávar byrjar að frjósa við 2-3 stiga frost, og í 11 vindstigum rýkur særinn sem mjöll. Til þess að mikil ís- ing myndaðist, þyrfti því norð- austan fárviðri, 10-12 vindstig, tveggja til þriggja stiga frost eða meira og langvarandi snjó- komu. í slíkri veðurhæð rýkur særokið a.m.k. upp í 300-400 m. hæð og hefur því nægan tíma til að væta snjóinn, en sú kulda- blanda gebur auðveldlega mynd að ísingu. Því kaldara sem yfir- borð sjávarsins er, því örari er ísmyndunin. Það er samt hæpið, að ísing ein valdi skipssköðum, tíl þess þarf allt, sem áður er ta'lið, að verka í sameiningu, en það er: 1) Talsvert langvarandi norð- austan átt, 8-10 vindstig. 2) Hitastig loftsins -r- 1 til 2 stig eða lægra. 3) Samfell'd snjókoma. 4) Hafrót. 5) Hitastig sjávarins + 1 til -4- 2 stig. Það er sem betur fer, frekar sjaldgæft, að alt þetta verki sam 2. mynd. „Lægff suðvestur af íslandi en hæð yfir Grænlandi“. an í einu, en þegar. það gerist þá er betra að hypja sig af Halan- um. Að lokum skal rætt lítils hátt- ar um þau tvö aftakaveður, sem mannskæðust hafa vejið á Hal- anum, en þau gengu yfir árin 1925 og 1955. Hala.veffriff 1925: Síðari hluta laugardags 7. febrúar skall á norðaustan ofviðri á Halanum. Ofviðri þetta gekk svo yfir vest- anvert ísland dagana 7.-8. febr- úar og olli margvíslegu tjóni og í þessu veðri urðu tvö bör.n úti, unglingspiiltur, kona og fulltíða maður. Mesti mannskaðinn varð sarnt á Halamiðum, en þar fór- uöt tveir togarar með 68 manns. í bókinni Öldin okkar, fyrra, bindi, eru frásagnir skipstjóra, sem voru á skipum sín.um á Hala miðum, þegar ofviðrið skall á, og er bezt að láta þá lýsa því. Togarinn Egill Skallagrímsson var á Halamiðum þennan dag, en skipstjórinn, Snæbjörn Stef- ánsson, lýsir veðrinu þannig: „Þegar ofveðrið skaill á síðari hluta laugardagsis 7. febrúar, voruim við staddir á Halanum. Upp úr hádeginu var hætt að toga, enda sjór tekjnn mjög að spillast og veðurhæð í hröðum vexti. Skömmu siðar var komið ofviðri, með ofsaveðri, af norð austri, blindhríð og stórsjór. Veðurofsinn var svo mikill, að „stíma“ varð með hálfri ferð og jafnvel fullri, til þess að halda í horfinu. Síðari h'luta nætur breyttist sjólagið skyndilega og um'hverfðist alveg. Tel ég líklegt, að skipið hafi þá verið komið í straumröstina, sem þarna mynd- aðist á mótum Golfstraumsins og Pólstraumsins. Leið ekki á löngu þar til stórsjór lenti á skip inu og varpaði því á hhðina, svo að stjórnpallurinn fór á kaf bak- borðsmegin. Við veltuna kast- aðist allt, sem lauslegt var, út í aðra hlið skipsins, kol, salt og fiskur“. Eftir að skipíð hafði verið ré.t við, fékk það annan stórsjó, sem varpaði því á sömu hlið og fyrr, en eftir 36 klst. björgunar- starf var hægt að halda áleiðis til lands. Úrdráttur úr dagbók botn- vörpuskipsins Guiltopps, skip- stjóri Jón Högnason: Skipinu haldið upp í veðrið með ýmist hálfri eða fullri ferð. Rétt eftir miðnætti kom brotsjór á stjórn- borðssíðuna og kastaði skipinu á hliðina. Mestallt saltið í lestinni kastaðist yfir í bakborðssíðuna og mikið af kolum færðist til, annar björgunarbátunnn brotn- aði, allar lifratunnurnar fóru fyrir borð og miklar skemmdir urðiu aðrar“. Það, sem vekur sérstaka at- hygli við lestur þessara frásagna, er það, að ekkert er minnzt á ísingu, og verður þess vegna að álykta, að hún hafi ekki verið svo mikil, að orð væri á gerandi. Það, sem skipstjóramir leggija áherzlu á, er veðurhæðin, blind- hríðin og sjólagið. Halaveffriff 1955. Tæpum 30 ár- um síðar varð annað stórslysið á Halamiðum. Það skeði 2)6. jan- úar 1955, þegar fcveir brezkir tog- arar fórust með 42 mönnum á Halamiðum. Veðiurfarið var svip- að og í fyrra skiptið. Á Hala- miðum geisaði norðaustan af- takaveður með snjókomu og frosti. Dagana 23.-2i9. janúar ríkti stöðug norðaustan átt á Halamiðum. Lægðarmiðjurnar hreyfðust norðaustur fyrir sunn- an land, en yfir Grænlandi var háþrýstisvæði. Þann 25. janúar nálgaðist ein lægðamiðjan Reykjanes úr siuðvestri. Sam- skilin, sem fyLgdu þessari lægð voru í eðli sínu hlý, þar eð til- tölulega hlý suðvestan átt var á bak við þau, en köld austan og norðaustan átt blés á undan þeim. Klukkan 6 að morgni 25. janúar fóru samskilin yfir Reykjavík og veðurhæðin mældist 7 vinds'tig. Samskilin þokuðust hægt í norðvestur, en lægðarmiðjan var um 400 km. suðvestur af Reykjanesi. Kl. 6 síðdegis sama dag var veður á Hornbjargsvita sem hér segir: vindur norðaustan 10 vindstig, frost 1 stig, miki'l súld, sem fraus jafnskjóbt og hún féli til jarðar og myndaði glerung. Þarna var augsýnilega hlýtt loft efra, sem streymdi yfir kalt yfirborð jarð- arinnar, og það má búast við að skip á þessum slóðum hafi feng- ið mikla ísingu á sig. Daginn eftir eða 26. janúar lágu samskilin yfir Breiðafirði og Húnaflóa frá norðaustri til suð vesturs, og þar virtust þau hafa staðnæmzt. Norðvestan við þau ríkti r>oirðaustan stórviðri og snjókoma og síðdegis þennan dag fórust brezku togararnir eins og áður var sagt. Klukkan 12 á hádegi voru 7 vindstig á Hornbjargsvita, frost 2 stig og snjókoma, en í Reykja- vík var hiti 0 stig og í Vest- mannaeyjum 2 stig. Klukkan 6 síðdegis voru 8 vindstig af norð- austri, 5 stiga frost og talsverð snjókoima á Hornbjargsvita. Loftþrýstingur var þá 967,3 mb. þar, en á sama tíma var loft- þrýstingurinn 1006,7 mb. á Tobin höfða á Grænilandi og norðaust- an 8 vindstig með snjókamu og 13 stiga frosbi. Þessi mismunuir á loftþrýstingi, gefur til kynna, að á hafinu milli íslands og Grænlands hafi geisað fárviðri eða 10-12 vindstig. Óveðurs'befcið náði frá Jan Mayen um Vest- firði og suðvestuir á Grænlands- haf, og má gera ráð fyrir, að á öllu þessu svæði haifi veðrið ver- ið slíkt, að það hafi verið hættu- legt öll'Uim skipum, sem þar voru stödd. Orsakirnar að þessum slysum eru, að því er bezt verður séð, aftaka norðaustanveður, mikil ísing og hafrót. í þessu sam- bandi má benda á það, að land- helgistakmörk komu hér ekkert málunum við. Það miá telja víst, að það hafi verið ógerlegt að toga á Halamiðum frá 23. janúar til 29. janúar. Skipstjórarnir á brezku togurunum höfðu því 2-3 daga til þess að láta ganga frá veiðarfærum og halda til lands, en því miður tóku þeir þá óheilla væniLegu ákvörðun að andæfa úti fyrir og einmitt á þeim slóðum, þar sem telja má víst, að veðrið og sjólagið hafi verið verst. Samkvæmt eins nákvæmnum upplýsingum og hægt er að fá var ekkert ísrek þarna um þetta leyti, svo að ekki þarf að reikna með árekstri á ísjaka. Að síðustu er ekki úr vegi að athuga, hvað megi gera til þess að auðvelda rannsókn á ísingar- myndun, og um leið hvort ekki sé hægt að spá fyrir, hve mikil Framh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.