Morgunblaðið - 11.02.1968, Síða 17

Morgunblaðið - 11.02.1968, Síða 17
MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1968 17 Mannskaðar og harðindi Óþarft er að fara mörgum orðum um þann söknuð og samúð, sem mannskaðarnir við strendur landsins að undan- förnu hafa vakið í hugum ís- lendinga. Við erum sjónum svo nátengdir, að öllum landsmönn- um finnst nærri sér höggið, þeg- ar manntjón verður við strendur landsins, hvort heldur það bitn- ar á útlendum eða innlendum mönnum. Jafnframt þökkum við drengilegt björgunarstarf, sem nú hefur verið innt af höndum, og gleðjumst yfir hinni frábæru þrautseigju, sem brezki stýri- maðurinn Eddon sýndi. Björgun hans er hetjusaga, sem lengi mun í minnum höfð. í rauninni má segia, að undursamlegt sé, að ekki skyldu þó verða fleiri stórslvs í foráttuveðrinu um síð- ustu helgi. Aðvaranir veðurþión ustu og varúð sjófarenda eiga þar vafalaust mikinn hlut að. Samkvæmt lýsingum hefur veð- urofsinn þá verið með eindæm- um í okkar ve'ðrasama landi. Um Stórhríff fylgdí óveffrinu á Vestfjörffum um síðustu helgi, og á ísafirffi fylltist allt af snjó. — Myndin er tekin í einni götunni þar í bænum, og eins og sjá má, hafa stórir skaflar hlaffist iupp. Ef vel er aff gáð má sjá bifreið á kafli í skaflinum. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 10. febrúar veðurfar erum við vissulega ýmsu vanir og hefur þó sjaldan verið jafnlöng umhleypingatíð og menn hafa orðið að þola síð- ustu mánuði. Vonandi hefur of- viðrið nú verið lokahrinan að þessu sinni, og fer því þó fjarri, að nokkur geti séð slíkt fyrir. Veðrahamurinn hefur gert ska’ða jafnt til sjávar og sveita. Gæftir hafa verið óvenju lélegar og bændur víðsvegar segja hreinan voða fyrir dyrum, ef vorið verði ekki því betra. Skjótur vorbati sé m.a.s. ekki einhlýtur vegna þess, að samfelldir svellbunkar á túnum í heilum byggðarlögum skapi stórhættu á kali næstá sumar. Erfitt iim athafnir Geta má nærri, að slíkar ham- farir hljóta að trufla athafnalíf stórlega. í öllum norðlægum löndum er það viðurkennd stað- reynd, að mjög dregur úr úti- vinnu að vetri til. Þar sem at- vinnuleysi liggur í landi þykir þáð því sjálfsagt, að atvinnu- leysingjatala aukizt mjög um vetrarmánuði, enda hefur sú orðið raunin síðustu mánuði í Stóra-Bretlandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu. Öll eiga þessi lönd við mun betra veðurfar að þúa en íslendingar. Þegar slíkt þykír sjálfsagt í þeim, er þess vegna ekki að furða, þó að þrengra verði um atvinnu hér á landi um hávetur en að sumri, og þá ekki sízt í þvílíkum vetr- arhörkum, sem við höfum nú við að búa. Útistörf vfð bygg- ingarvinnu hljóta að leggjast nið ur á meðan svo viðrar. Eitt af nýmælum í framkvæmd bygg- ingaráætlunarinnar í Breiðholti er það, að beitt er tækni, sem gerir mögulegt að halda áfram látlaust hvernig sem viðrar. Enn er þetta á tilraunastigi en virð- ist gefa góða raun. Gæftaleysi að undanförnu hefur einnig að mestu hindrað ró'ðra og þar með hefur stórlega dregið úr atvinnu í öllum sjávarplássum. Þessir örðugleikar bætast ofan á þann hnekki, sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir vegna halla útflutn- ingsatvinnuveganna á sl. ári, en hans vegna er mun minna fé til framkvæmda en vera mundi, ef allt hefði verið með felldu. Þeg- ar á allar þessar aðstæður er lit- ið, er það sannarlega hámark ó- bilgirni, þegar bæði Framsókn- armenn og kommúnistar kenna stefnu ríkisstjórnarinnar um það atvinnuleysi, sem nú hefur 01*0- ið vart. Atvinna átta hundruð manna Eitt af því, sem stjórnarflokk- ana og stjórnarandstæðinga hef- ur mest greint á, er það, hvort gera ætti samninginn um bygg- ingu álbræðslu í Straumsvík og þar með skapa skilyrði fyrir virkjun Þjórsár við Búrfell. Stjórnarandstæðingar segjast nú aldrei hafa verið á móti Þjórsár- virkjuninni, enda hafi þeir m.a.s. samþykkt virkjunarlögin. Rétt mun það, að þeir þvældust að lokum til að greiða atkvæði með virkjunarlögunum. Komm- únistar höfðu þó árum saman reynt að gera þessa virkjun tor- tryggilega og vitnuðu þá óspart til álitsgerða Sigurðar Thorodd- sens verkfræðings og Sigurjóns Rists vatnmælingamanns. Fram- sóknarmenn reyndu og að drepa málinu á dreif með því að legja áherzlu á, að Jökulsá á Fjöllum yrði virkjuð á undan, þó að greinilega væri sýnt fram á, að einmitt virkjun Þjórsár væri forsenda þess, að Jök- ulsá á Fjöllum yrði virkjuð í þágu stóriðju. Þegar á reyndi, þorði þó hvorugur þessara flokk® að snúast gegn sjálfum virkjunarlögunum, enda voru þau einungis heimildarlög. Eins og þá stóð var öllum ljóst, að fjór til virifcjunarinnar yrði ekki aflað né væri hún fjárhagslega hyggileg nema unnt væri að selja verulegan hluta aflsins til stóriðju. Þess vegna er það ó- hnekkjanleg staðreynd, að bygg- ing álbræðslunnar í Straumsvík er alger forsenda fyrir því, að úr Þjórsárvirkjuninni hefur nú get- að or’ðið. Við framkvæmdirnar í Straumsvík og við Búrfell vinna nú h.u.b. átta hundruð ís- lendingar. Fleiri njóta góðs af I núverandi atvinnuástandi hefur það úrslitaþýðingu, að um hávetur skuli þarna vinna h.u.b. átta hundruð manns. Auk þeirra, sem þarna hafa beina atvinnu, er svo fjöldi manna, sem vegna atvinnu þessara manna fær vinnu við ýmiskonar þjónustu- störf, fleiri en nöfnum tjáir að nefna. Sennilega er þess vegna ekki of í lagt, að gert sé ráð fyrir, að a.m.k. þúsund manns fleiri væru hér nú atvinnulaus- ir, ef ekki hefði verið ráðist í þessar framkvæmdir. Það var einungis fyrir har'ðfylgi ríkis- stjórnarinnar og stuðnings- manna hennar, að ákvarðanir í þessum efnum voru knúðar fram vorið 1966. Þá var það ein af aðalmótbárum gegn þessum framkvæmdum, að þær tækju til sín of mikið vinnuafl, ykju á þenslu og mundu t.d. torvelda sjávarútvegnum að fá nægilega starfskrafta. Forystumenn hrað- frystihúsanna létu hafa sig til að ganga á fund ríkisstjórnar- innar til að mótmæla fram- kvæmdunum sem sérstaklega hættulegum fyrir. sína atvinnu- grein. Þar höfðu sig mest í frammi sömu mennirnir og nú beittu sér fyrir hinu fáheyrða umbúðabanni og óhyggilegri vinnslustö'ðvun. Mótmæltwn þeirra var þá mjög haldið á lofti í Þjóðviljanum og var ekki um að villast, að línukommún- istar töldu þetta frumhlaup mik- inn hvalreka á sínar fjörur. Auka atvinnuleysi Fjarri fer að ætla megi jafn- vel gallhörðustu andstæðingum sínum svo illt, að þeir vilji vís- vitandi efla atvinnuleysisbölið. Um hitt er ekki að villast, að athæfi hinna óbilgjörnustu stjórnarandstæðinga, bæði á meðal línukommúnista og harð- svírúðustu Framsóknarbrodda, hlýtur að leiða til aukins at- vinnuleysis. Þegar ríkisstjórnin á dögunum var að undirbúa að- stoð til hraðfrystihúsaeigenda, unni og vináttunni í garð hrað- frystihúsamannanna eins og í hitteð fyra. þegar verfð var að egna þá til að mótmæla fram- kvæmdunum, sem nú eru hald- beztar til atvinnuaukningar. Frumskilyrði þess, að atvinna haldist í landinu er þó, að sjáv- arútvegurinn geti gengið trufl- unarlaust. En auðvelt er að vekja tortryggni gegn hrað- frystihúsaeigendum, ekki sízt vegna þess, hversu þeir hafa sjálfir haldið óhönduglega á sín- um málum. Engu að síður er það staðreynd, að þeir hafa orðfð fyrir sér óviðráðanlegum áföll- um, bæði stórfelldu verðfalli og minnkun hráefnis. Þess vegna er það ekki einungis nauðsyn þeirra sjálfra heldur þjóðar- heildarinnar að þeim sé veitt að- stoð, sem geri atvinnurekstur þeirra mögulegan. Því fór fjarri að hægt væri að verða vi'ð þeirra eigin kröfum, vegna þess að þá hefði nokkur hluti húsanna feng ið óeðlilegan hagnað á erfiðleika tímum. Tillögur ríkistjórnarinn- ar miða einmitt að því að gera rekstur húsanna mögulegan án þess að skapa slíka hagnaðarað- stöðu á kostna'ð almennings, en þeir, sem snúast á móti tillögum stjórnarinnar eru þar með að skapa aukna hættu á atvinnu- leysi. Atviiina eða ó- raunhæf kröfu- gerð f samþykktum sínum á dögun- um lagði Alþýðusambandsþingið ríkasta áherzlu á fulla atvinnu, baráttu gegn atvinnuleysi. Eng- inn efi er á því, að um þá við- leitni vilja allir góðviljaðir menn sameinast. Þess vegna má með vissu treysta því, að ríkis- stjórn og Alþingi taki feginssam- lega upp samvinnu við verka- lýðsamtökin um allar raunhæfar ráðstafanir í þessa átt. Kröfurn- ar um óslitna, fulla verðtrygg- ingu launa brjóta hins vegar, eins og nú standa sakir, á móti þessu. Ekki svo að skilja, að verðtryggingarkrafan sé í eðli sínu ósanngjörn. Þvert á móti, sem meginregla er hún skiljan- leg og æskileg, og raunar for- senda þess að vinnufriður hald- ist. En engin regla er án undan- tekninga, og nú stendur svo á, að allir verða að taka á sig kjaraskerðingu sökum minnk- unnar útflutningsteknanna á Sl. ári. Eftir síðustu tölum lítur út fyrir að tekjurýrnunin hafi þá beinlínis numið 1750 millj. kr., eða 29% frá næsta ári á und- an. Þá er á það að líta, að vöru- birgðir af innlendri framleiðslu eru nú minni en á árinu áður og i þeim birgðum er skreið fyrir h.u.b 300 millj., sem í bili er ó- seljanleg. Þegar á allt er litið, er því sízt of í lagt það, sem oft hefur verið sagt, að útkom- an 1967 sé raunverulega h.u.b. 2000 milljónum krónum lakari en árinu áður eða sem næst þriðjungi. Af þesum sökum er kjaraskerðing óhjákvæmileg, hvort sem mönnum líkar betur e'ða ver. Full, óslitin verðtrygg- ing kaups mundi leggja á at- vinnuvegina byrðar sem þeir eru nú ómegnugir að bera. En þeir yrðu engu að síðar til þess neyddir, mundi af því leiða ann- aðhvort atvinnustöðvun og at- vinnuleysi eða styrkir af al- mannafé, sem ekki er hægt að fá nema frá almenningi sjálfum! Sósíalismi og atvinmileysi Oft hefur verfð á það bent, að núverandi ríkisstjórn hafi beitt öllum tiltækum ráðum gegn verðbólgu nema því að 3fna vísvitandi til atvinnuleysis. 5nda hefur því verið lýst yfir if hálfu stjórnarinnar, að af tvennu illu, þá væri verðbólga þó betri en atvinnuleysi. Aðrir hafa á þessu aðra skoðun. Sósíal istinn Harold Wilson, forsætis- ráðherra í Bretlandi, valdi það sem eitt höfuðráð í baráttunni gegn verðbólgu þar í landi, að afna áð ásettu ráði til vaxandi atvinnuleysis. Framsóknarmenn hér hafa oft ögrað Alþýðuflokkn um með því, að hann væri lin- ari í sókn til sósíalisma en t.d. Verkamannaflokkurinn í Bret- landi eða verkamannaflokkarnir á Norðurlöndum. Það er Alþýðu flokknum til lofs, að hann hefur ekki viljað taka upp samskonar ráð í þessum efnum og Wilson efndi til í Bretlandi. I Svíþjóð og Danmörku hefur atvinnu- ieysi farið mjög vaxandi á und- anförnum mánuðum, og er nú orðið alvarlegt áhyggjuefni í báðum löndunum. Athyglisverð- ast af öllu er þó e.t.v. það, að eftir að danska stjórnin var orð- in háð Axel Larsen og hálfkomm únistum, sem í flokki hans voru, þá fór atvinnuleysið fyrst að stóraukast þar í landi. Því fór sem sagt fjarri, að sósíalísk stefna dygði þar til að koma í veg fyrir þetta þjóðfélagsböl. Hitt er svo annað mál, að stjóm- arandstæðingar í Danmörku, sem nú hafa tekið við stjórn, sýndu litla fyrirhyggju, þegar þeir í desember felldu tillögur Krags um frestun á grefðslu verðlagsuppbótar. Nú eru þeir sjálfir teknir við vcJldum og þá þurfa þeir öllu öðru fremur á þessu úrræði að halda. Þess vegna leita þeir nú eftir að ná samkomulagi um það, en viðbú- ið er að Alþýðusambandið danska, sem vildi veita Krag þessa heimild, verði tregt til að fallast á hana handa þeim, sem sýnjuðu henni fyrir tveimur mánuðum. r 0tt*st skoðana- köimun Sl. mfðvikudag var á Alþinpi útbýtt frumvarpi frá tveimur línukommúnistum um breytingu á stjórnarskránni, þar sem m.a. er ráðgerð stórrýmkúð heimiH til þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmiskonar mál. Á þessum sama fundi fjölyrtu kommúnistar mjög um nauðsyn þess, að hindra að hægt sé að horfa á Keflavíkursjónvarpið annars staðar en á flugvallarsvæðinu sjálfu. Jóhann Hafstein, dóms- málaráðh., skaut því fram hvo' t það mundi verða til styrktar ar málstað þeirra, ef kannað á meðal sjónvarpsnotenda, hvort þeir óskuðu eftir, að mega siá Keflavíkursjónvarpið eða ekki. Þá brá svo við, að tillögumenn- irnir um þjóðaratkvæðagreiðslu urðu hinir verstu, og Þjóðvil - inn segir svo í þingfréttum s1. fimmtudag: „Jóhann Hafste'n dómsmálaráðherra lagði orð i belg í þessum umræðum á al- þingi í gær og jók ekki við fyrri orðstír sinn eða ríkisstiórnar- innar í málinu". Ómögulegt er að skilja þessi viðbrögð á annan veg en þann, að kommúnistar telji að meirihluti manna sé and- vígur öllu þeirra brambolti í þessu máli. Má raunar einn;g sjá að svo er af forsíðugrein Þjóðviljans 10. jan. sl., þar sem hann birti mynd af auglýsingu um „uppsetningar og breytingar fyrir Keflavíkursjónvarp“, og segir mikla eftirspurn eftir slík- um breytingum, en lýkur grein- inni með þessum orðum: „Samkvæmt ferli sjónvarps- málsins hér á landi þyrfti ekki áð koma á óvart sú staðreynd, að hér væri bandaríska hernáms sjónvarpið komið í hvert hús á nýjan leik, þó að íslenzkir ráða- menn þættust ekki vita um það, og hvað líður þeim takmörkun- um á sendingum, er bandaríski hemámsstjórinn talaði um fyrir nokkrum vikum í viðtali við Þjóðviljann? Það er spurning dagsins.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.