Morgunblaðið - 11.02.1968, Qupperneq 30
30
MORGUN'BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 19ff8
Margra ára draumur Norð-
mannsins rættist í gær
— Hann er jafnbezti göngumaður heims
síðustu árin, en hefur aldrei
sigrað á stórmóti — fyrr en nú
DAGURINN í gær varð mikill
gleðidagur fyrir Norðmanninn
Harald Grönningen — og reynd-
ar alla Norðmenn. Grönningen
hefur um langt árabil verið einn
traustasti og jafnbezti göngumað
ur heims, en aldrei fyrr hefur
„allt tekizt fullkomlega" þegar
hann hefur verið þátttakandi í
stórmótum. Enginn á glæsilegri
feril undanfarin ár en hann —
nema á stórmótunum. Þar hefur
hann komið við sögu en ekki
hreppt hin stóru verðlaun og eftir
sóttu titla. En í gær skeði það
loksins. Hann vann 15 km göngu
og hafði forystu alla leið og var
rúma sekúndu á undan meistar-
anum frá síðustu OL, Eero Mæn
tyranta frá Finnlandi, sem nú
vann sín önnur verðlaun í Gren
oble (áður brons).
Brautin var mjög erfið og
krefjandi og ofan á bættist að
færi var misjafnt og þess vegna
gat mat manna á snjó og hvaða
áburð skyldi nota ráðið miklu.
í þeim efnum er Grönningen sér
fræðingur Hann t.d. skipti um á
burð á síðustu stundu hjá Berit
Mödre, sem vann silfur í göngu
keppni kvenna í gær.
Grönningen hafði rásnúmer 5
og fór geyst þegar í byrjun. Hann
virtist ákveðinn í að láta ekki
sömu mistök henda sig og í 30
km göngunni, en þar mistókst
honum illa — eitt af fáum skipt
um. Hann hafði við fyrsta póst
beztan tíma og var þar hálfri mín
útu á undan næsta manni Jan
Halvorsen.
Það kom í ljós í upphafi að
meistarinn ítalski í 30 km göngu
hafði ekki valið rétt skíði eða
réttan áburð og þrátt fyrir góðar
tilraunir var hann úr sögunni
fljótt.
Grönningen fór fram úr öll
um þeim fjórum, sem á und-
an honum voru ræstir (með
Harald Grönningen
% mín. millibili) og kom fyrst
ur í mark. En þar sem Mæn-
tyranta hafði rásnúmer 29 var
ekki enn ljóst hvað honum
tækist. Hann kom svo í mark
á kröftugum endaspretti — en
í ljós kom að Norðmaðurinn
hafði rúml. sekundu betri
tíma. Minna gat það varla ver
ið eftir 15 km — og loksins
hafði draumur þessa trausta
norska göngumanns rætzt —
Olympíugull.
Haukar í kvöld
1 KVÖLD kl. 8,15 heldur 1. deild
arkeppnin í handknattleik áfram.
Fyrst mætast Valur og Víkingur
og er það síðasti leikur fyrri um-
ferðar mótsins. Valsmenn verða
vart í vandræðum með að sigra
botnliðið, en Víkingsliðið ætlar
sér ugglaust að komast af hættu-
svæðinu og væri sigur í þessum
leik stórt spor í rétta átt.
Seinni leikurinn er milli
Hauka og Fram. Haukarnir byrj-
Verðlaun
uðu illa í mótinu en hafa sótt
sig með hverjum leik. Jafntefli
eða sigur Hauka í þessum leik
gæti komið mikilli spennu í mót-
ið á nýjan leik.
Á undan þessum leikjum fer
fram leikur milli ÍR og ÍBK í ann
arri deild og hefst sá leikur kl.
7,15.
Gangan varð annars mikill sig
ur fyrir Norðurlönd — meiri en
um langan tíma á slíkum mót
um. Og Norðmenn sérstaklega
hafa sýnt stórstígar framt'arir í
göngu. Það ríkir að vonum gleði
gleði I norsku búðunum í Greno
ble — og heima fyrir ekki síður.
1. Harald Grönningen Noregi,
47.54,2
2. Eero Mæntyranta, Finnlandi,
47.56.1
3. Gunnar Larsson, Svíþjóð,
48.33,7
4. Kalevi Laurila, Finnlandi,
48.37,6
5. Jan Halvarsson, Svíþjóð,
48.39.1
6. Bjarne Anderson, Svþjóð,
48.41.1
Vélritunarstúlkan sem vann guliið.
Finnsk vélritunarstúlka
vann gull í 1500 m hlaupi
— og á nú gull-, silfur- og brons-
verðlaun frá Olympíuleikum
27 ÁRA gömul, ljósfhærð finnsk
vélritunarstúlka, Kaija Muston-
en, vann Finnlands fyrsta gull
á þessu mvetrarleikum er hún
sigraði í 1500 m skautahlaupi í
gærmorgun. Hún átti fyrir silf-
urverðlaun frá síðustu OL-leikj
um í Innsbrurk. Þá varð hún önn
ur í þessari grein á eftir hinni
ósigrandi Skoblikovu frá Sovét.
En nú bætti hún Olympíumet
hennar. Á sömu leikum vann
bronsverðlaun í 1000 m. hlaupi.
Svo nú getur hún „leikið sér“
með gull, silfur og brons.
30 stúlkur kepptu í 1500 m
hlaupinu, tvær og tvær saman.
Fyrst af stað var Ludmila Titova
sem vann gullið í fyrradag í 500
m hlaupi og hún náði 2:26.8. Er
á leið dugði það afrek hins ný-
bakaða OL-meistara skammt og
hún varð usn það er lauk að láta
sér nægja 7. sætið.
Mustonen fór geyst af stað og
fipaðist hvergi. Hún ihafði þegar
beztan millitíma og fór æ lengra
framúr einni af bandarísku stúlk
unum, sem silfur unnu í 500 m
hlaupinu, Diönu Holuan. Holum
sagði eftir á: „Hún náði slíku
forskoti er á leið, að ég var að
hugsa um að gefast upp“.
Að keppni lokinni var sex
fyrstu stúlikunum skipað inn í
læknastofu í höllinni ásamt
þeim er urðu nr. 10, 16, 18 og 22.
Þar var tekin þvagprufa og sann
reynt að enginn 'þeirra hefði
neytt örvandi lyfja.
Úrslit:
1. Kaija Mustonen, Finnl. 2:22.4
(OLmet)
2. Carry Ceyssen, Holland 2:22.7
3. Stien Kaiser, Hoilland 2:24.5
4. Sígrid Sundlby, Noregi, 2:25.2
5. L. Kauniste, Sovét 2:25.4
6. Keskivitikka, Finnland 2:26.8
7. L. Titova, S’ovét 2:26.8
8. Schleiermacher, A-Þýzkaland
2:27.1
Sigurvíma Frakka breytt-
og stig | ist í vonbrigði
Silfur Gull Bronzj
Noregur 12 1
Finnland 111
Frakkland 1^1 0
Svíþjóð 10 1
Rússland 10 0
ítalia 10 0
Bandaríkin 0 3 0
Holland 0 11
Sviss 0 0 1
í hinni óopinberu stiga-'
keppni Olympíuleikanna^
standa stigin þannig:
Noregur 24.5 stig, Finnlandj
23.5, Svíþjóð 17, Rússland
12.5, Bandaríki og Frakkland'
12.5, Holland 11, ftalía 10, |
Austurríki 5 og Sviss 4.
— er tvítug austurrísk stúlka
sigraði óvænt í bruni kvenna
OLGA Pall, íturvaxin 20 ára
gömul brúneyg stúlka frá
Austurriki færði landi sínu og
þjóð fyrsta gullið á þessum OL-
leikjum er hún sigraði í bruni
kvenna í gærmorgun. Sigur
hennar kom allmjög á óvart og
segja má, að hún hafi „stolið“
sigrinum úr höndum fyrrver-
andi OL-meistara, landa sínum
Christil Haas og frönsku stúlk-
unni Isabell Mir.
Af þessum þremur fór Christ-
el Haas fyrst í brautinni og
náði beztum tíma fram að því
og vonir um gull blöstu við.
En þær vonir stóðu ekki
lengi. Örskömmu síðar fór Isa-
bell Mir brautina og náði ör-
litlu betri tíma en Haas, eða
sem nam 8/100 úr sek. Fögnuð-
ur Frakka varð gífurlegur, því
nú sáu þeir fram á annað gull
í brunkeppni (Frakki vann
brun karla).
Þáð var eiginlega ekki beðið
eftir öðru en keppninni væri
lokið og Frakkar voru þegar
farnir að fagna vel.
Þá kom röðin að Oigu Pall.
Hún fór brautina af feikilegu
öryggi og miklum hraða. En
sumir horfðu ekki á hana, svo
vissir voru þeir um sigur
frönsku stúlkunnar. En í ljós
kom að Olga hafði unnið allgóð-
an sigur, var 5/10 úr sek. á und-
an Mir.
Henni var vel fagnað — og
heitast og mest af Austuxríkis-
mönnum, sem mistókst illa, mið-
að við fyrri getu, í brunkeppni
karla. Þetta var góð og kær-
komin uppbót áð hljóta nú gull
og brons.
Úrslit:
1. Olga Pall Austurriki 1:40.87
2. Isabell Mir Frakkland 1:41.33
3. Christil Haas Austurr. 1:41.41
4. B. Seiwald Austurriki 1:41,82
5. Annie Famose Frakkl. 1:42,15
6. F. Field England 1:42.87
7. F. Bochatay Sviss 1:42.87
8. M. Goitschel Frakkl. 1:42.95
Japani helur for-
ystu í tvíkeppni
I GÆR lauk stökkkeppninni í
norrænu tvíkeppninni, en gang-
an fer fram síðar. Að stökkinu
loknu er Japaninn Itagaki fyrst
ur með 221.5 stig, Franz Keller,
V-Þýzkland 217.3 st., Erwin
Fiedor Pólland 215,4 st., 4.
Dragin Sovét 208.4 st., 5. Tani-
gushi, Japan 206.8 st. og 6.
Gjert Andersen, Noregi og Mak-
ara, Sovét 204.4 stig. Markus
Svendsen, Noregi, sem er sterk-
ur göngumaður og „stærsta
von“ Noregs í tvíkeppninni er í
10. sæti eftir stökkið með
197.3 stig.
Fundur hjá
íþróttafélagi
Keflavíkur
Kefflavík, 10. ferbúar.
ÍÞRÓTTAFÉLAG Keflavíkur
heldur fund þriðjudaginn 13.
febrúar í Æskulýðsheimilinu kl.
8,30. Rædd verða íþróttamál, og
Guðmundur Þorsteinsson, íþrótta
kennari, talar um íþróttir og sýn
ir franska íþróttamynd. fþrótta-
félag Keflavíkur er tiltölulega
nýstofnað, en hetfur tekið upp
mjög virka og ákveðna afstöðu
í íþróttamálum og þessi fundur
á þriðjudaginn er einn liður i
starfsemi þeirra. Er vonast til að
allir íþróttaáhugamenn komi
þangað til fundar.