Morgunblaðið - 23.03.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.03.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1968 Guðrún Jónsdóttir á Eyri — Minning ELZTA kona í Árneshreppi, Guðrún Jónsdóttir, anda'ðist að heimili sínu Eyri í Ingólfsfirði 8. jan. sl. og var jarðsungin að Árnesi 27. sama mánaðar. Alla ævi var hún heilsuhraust, rúm- föst var hún ekki nema rúma viku fyrir andlát sitt og hélt að mestu andlegum kröftum fram tii hinztu stundar. Guðrún var fædd í Norður- firði í Árneshreppi 23. sept. 1870 og því komin á 98. aldursár, þeg ar hún lézt. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jón Jónsson bóndi í Norðurfirði og Ingibjörg t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, Guðsteinn Einarsson, lézt í Landakotsspítala að- faranótt 22. marz 1968. Hertha Einarsson, Elsa Guðsteinsdóttir, Margeir Ingólfsson, Anný Guðsteinsdóttir, Wendel Baker, Bent Guðsteinsson, Guðlaug Ragnarsdóttir og barnabörn. t Útför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Guðlaugar Jónsdóttur, Merkurteig 4, Akranesi, fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 26. marz kL 14.00. Blóm og kransar afbeðnir. í>eir, sem vildu minnast hinnar látnu láti Sjúkrahús Akraness njóta þess. Hjalti Benónýsson, Guðbjörg Hjaltadóttir, Jón B. Hjaltason, Sigurrós Jóhannesdóttir og barnaböm. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, Böðvar Jensson, Kársnesbraut 1S, lézt í Borgarsjúkrahúsinu 21. marz. Sigríður Þórarinsdóttir, Margrét Böðvarsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Gunnar Böðvarsson. t Jón Eyþórsson veðurfræðingur, var jarðsettur að Þingeyrum í Húnavatnssýslu laugardag- inn 16. marz. Minningu hans hefir verið margvíslegur heiður sýndur af stofnunum, félögum og einstaklingum og þökkum við það af alhug. Sérstakar þakk ir færum við Guðmundi Jósafatssyni frá Brandsstöð- um fyrir ómetanlega aðstoð. Börn, tengdabörn og bamabörn. Gísladóttir. Sjö ára gömul missti hún föður sinn og ólst upp með móður sinni fram á tvítugsald- ur. Þá gekk hún að eiga Guð- mund Arngrímsson, bónda á Eyri, sem þá var ekkjumaður, en fyrri kona hans hét einnig Guðrún. Sonur þeirra var Jón, er lengi bjó á Seljanesi í Árnes- hreppi. Þessum stjúpsyni sínum reyndist Guðrún sem bezta móð- ir. Einnig var hún stjúpa tveggja barna Guðmundar manns síns, sem hann átti áðuT en hann kvæntist, þeirra Guðmundar skipstjóra, sem kenndur var við Eyri og lengst af bjó á ísafirði, og Þorbjargar, ekkju Eiríks Einarssonar frá Sandnesi, hafn- sögumanns á tsafirði. Þessum stjúpbörnum sínum gekk hún einnig í móður stað, enda elsk- uðu þau hana og sýndu henni ávallt mikla ræktarsemi. Guðrún og Guðmundur eign- uðust fimm mannvænleg börn: Guðjón bónda og hreppstjóra á Eyri, Ólaf framkvæmdastjóra í Reykjavík, Guðrúnu ekkju Guð- mundar Magnússonar skipstjóra, nú til heimilis í Hafnarfirði, Hólmfríði, sem er látin, og Jón, sem á heima í Reykjavík. Um 70 afkomendur GuðTÚnar munu nú vera á lífi. Hjónaband þeirra Guðmundar Amgrímssonar og Guðrúnar var hið farsælasta. Eyri er lítil jörð, en þó búnaðist þeim þar fudðuvel sakir dugnaðar og hag- sýni og voru alltaf fremur veit- endur en þiggjendur. Guðmund ur var hinn mesti atorkumaður, góður búmaður, verkhagur og á- gætur sjómaður. Hann var hraust menni og snarmenni, svo að orð var á gert, en fremur dulur í skapi, vel greindur, manna gam ansamastur og or’ðheppinn. Þau hjón voru samhent og lét Guð- mundur sér mjög annt um heimili sitt. Heyrði ég til þess vitnað, þegar ég var drengur, að Guðmundur hefði eitt harð- indavor farið einn á báti frá Ingólfsfirði undir Hornbjarg og hlaðið hann þar af fugli og eggj- um. Sigldi hann svo til baka einn i norðan bráðaleiði fyrir Strandir inn á Ingólfsfjörð, og var veðrið ekki betra en það, að vanur formaður á sexæring, sem lagði af stað frá Homi sam tímis Guðmundi, setti upp á Dröngum. Guðmundur lézt úr lungna- bólgu tæplega hálfsextugur sumarið 1915. Börn hans voru þá öll komin upp. Nokkru fyrr höfðu þau hjónin tekið tvö fóst- urböm. Annað þeirra er Eirík- ur Eiríksson, síðar bóndi í Galt- arvík og víðar. Voru foreldrar hans barnmargir og fátækir. Hitt fósturbamið, frú Ólína Sig- t Þakka auðsýnda hluttekn- ingu við andlát elskulegrar eiginkonu minnar, Elínar. Knud Freuchen Pagh. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför Kristínar Magnúsdóttur hjúkrunarkonu, Neskaupstað. Jóhann Magnússon, börn, tengdasonur, bamaböm, barnabarna- böra og systkin. valdadóttir, er náfrænka Guð- rúnar. Tóku þau hjón Ólínu til sín, þegar faðir hennar dó frá fjómm ungum börnum. Bæði þessi fóstuTböm sýndu Guð- rúnu umhyggju og ræktarsemi sem væri hún móðir þeirra. Eftir lát manns síns hélt Guð- rún áfram að vera á Eyri hjá Guðjóni syni sínum og hinni ágætu konu hans, Sigríði Hall- dórsdóttur, en Guðjón tók við búi að föður sínum látnum. Rýmkaðist nú brátt efnahagur heimilisins, bæði var Guðjón athafnamaður hinn mesti og svo var um það leyti hafin starf- ræksla síldarsöltunarstöðva á Eyri. Þegar Guðrún var fyrir löngu orðin ekkja og nokkuð við ald- ur, lézt Hólmfríður dóttir henn- ar frá ungum börnum. Tók þá Guðrún að sér eitt barnið, Ey- borgu Guðmundsdóttur, sem nú er listmálari og á heima í Reykjavík, og sá að öllu leyti um uppeldi hennar. Eftir að Guðjón sonur hennar missti konu sína árið 1961, var Guðrún áfram á Eyri í skjóli hans og sonarsonaT hans, Ólafs Ingólfssonar, og konu hans, Svanhildar Guðmundsdóttur, sem reyndist henni frábærlega vel. Rúm 77 ár dvaldist Guð- rún á EyrL Hún kom þangað ung stúlka, þar var hún lengi húsmóðir á mannmörgu heimili og þar var hún í ellinni umvaf- in ástríki elzta sonar síns, barnabama og bamabarnabarna. Hún var tengd Eyri svo sterk- um böndum, að hún gat ekki hugsað sér að vera annars stað- ar til langframa, þótt hún ætti þess kost. Eyrr á árum var hún þó stundum um tíma hjá börn- um sínum í Reykjavík, en óðara en varði greip hana heimþrá. Ég, sem þessar línur rita, þekkti Guðrún vel bæði sem unglingur og fullorðinn maður. Hi'ui var meðalkona á hæð, gerð arleg og sviphýr, með glóbjart mikið hár. Hún var haeglát og háttvís á framkomu og svo mik- il skapstillingarkona, að aldrei sást sinni hennar bregða. Hún lét ekki mikið að sér kveða út á við, heimili sínu helgaði hún alla starfskrafta sína. Eins og börn hennar, ættingjar og sam- búðarfólk mega gerst vita, var hún hjartahlý og glaðlynd og birtust þessir eiginleikar fyrst og fremst í bamgæzku hennar. Hvarvetna kom hún fram "til góðs og leitaðist við að rétta þeim hjálparhönd, sem miður máttu sín. Hún var nærfærin við sjúkra, var ljósmóðir margra bama og tcúcst mjög vel að sitja yfir sængurkonum. Allir þeir, sem slegnir voru kvíða og von- leysi. áttu hjá henni öruggt at- hvarf, huggáði hún þá og gladdi með skapstyrk sínum og bjart- sýni. Á langri ævi bar henni margt mótdrægt að höndum, en trúartraust hennar veitti henni þrek í andstreymi og gæddi hana mildi og mannkærleika. Nú er þessi hugljúfa góða kona horfin héðan úr heimi eftir langt og vammlaust líf. Við sveitungar hennar minnumst hennar með söknuði og virð- ingu og sendum börnum henn- ar, ættingjum og ástvinum inni- legust samúðarkveðjur. Símon Jóh. Ágústsson. Jóhann Sveinbjörns- son — Minningarorð JÓHANN Sveinbjömsson fyrr- verandi tollvörður á Siglufirði andaðist að Hrafnistu hinn 8. marz og var jarðsettur frá Foss- vogskirkju hinn 18. sama mán- aðar. Mig langar til að minnast þessa gamla vinar míns og sveit imga með nokkrum orðum. Jóhann var sonur Sveinbjam- aT bónda Halldórssonar að Brekku í Svarfaðardal og Önnu Jóhannsdóttur konu hans. Munu ættstofnar hans flestir eiga ræt- ur í Svarfaðardal, og þáð langt aftur. en hér verður ekki nema fátt eitt tínt til af slíku. En svo að nefndir séu einhverjir frændur Jóhanns, sem mörgum eru kunnir, má geta þess, að hróðir hanns var Tryggvi Svein hjörnsson sendiráðunautur í Kaupmannahöfn, en föðurbróðir þeirra bræðra var séra Zóphóní- as Halldórsson í Viðvík. Alvara lífsins vitjaði Jóhanns snemma. Meðan hann var enn á harnsaldri lézt faðir hans úr haldsveiki, og varð það hlut- skipti Jóhanns að vínna búi mdður sinnar og síðar stjúpa, eftir að móðir hans giftist öðru sinni og þau fluttust að Selá á Árskógsströnd. Á þessum árum var búskapur víðast smár, en sjórinn var bjargvætturinn, sem á var treyst, og á sjóinn lá leið Jóhanns undír eins og hann hafði burði til. Gerðist hann komungur mikill og harðfengur sjómaður, fór í hákarlalegur, síð ar var hann á skútum, og þótti vel skipað rúm hans jafnan. Þó stóð hugur hans öðrum þræði til búskapar, og þegar hann rúm- lega tvítugur giftist frændkonu sínni Sesselju Jónsdóttur frá Tjörn, settu þau saman bú, fyrst að Brekku, en síðan á Sauða- nesi á Upsaströnd. Ekki var auður í garði hjá þeim hjónum, en fjöiskyldan gerðist brátt stór. Hvarf Jóhann þá að því ráði að bregða búi og gerast sjó- maður á Dalvík, en þegar kona hans missti heilsuna leitaði hann með fjölskyldu sína tii Reykja- víkur og var þar togarasjómaður um skeið. Meginþáttaskil verða svo í lífi hans, þegar hann verð- ur tollvörður á Siglufirði um 1930, en því starfi gegndi hann með sæmd þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir og fluttist þá aftur til Reykjavík- ur og dvaldist þar það sem eftir var. Þetta er fátækleg upptalning á nokkrum æviatriðum Jóhanns Sveinbjörnssonar. Hann fór ekki varhiuta af harðri lífsbar- áttu fremur en aðrir íslenzkrir alþýðumenn af hans kynslóð, og er slikt ekki svo mjög í frásög- ur færandi. Hitt er fremur frá- sagnarvert, að Jóhann varð fyr- ir fleiri áföllum í einkalífi sínu en flestir menn aðrir. Kona hans dó af slysförum á bezta aldri frá börnunum hálfstálpuð- um, og síðan tók raunar við hvert áfallið á fætur öðru. Mér er ekki kunnugt um neinn mann annan, sem goldið hefur annað eins afhro’ð í ástvinamissi og Jóhann Sveinbjörnsson. Við lát hans eru aðeins þrjú börn Lýst eftir öku- manni og vitnnm Rannsóknarlögreglan óskar eft ir að ná tali af jeppabílstjóra, sem varð vitnl að árekstri á mótum Snorrabrautar og Lauga- vegar 15. febrúar sl. Einnig eru önnur vitni, ef einbver eru, beð- in að gefa sig fram. Áreksturirm var’ð með þeim hætti, að leigubíll kom niðuT Laugaveg, en Saab-bíll og jep>pí óku samhliða suður Snorrabraut. Nam jeppinn staðar á gatnamót- unum, en Saabinn hélt áfram og lenti þá í árekstri við leigubíl- inn. Báðir bílstjórarnir segjast hafa ekið á grænu IjósL hans af átta á lífi, og auk þessa féllu í valinn í kringum hann margir nákomnir frændur hans og tengdamenn í blóma lífsins, og var því líkast, sem sá mælir ætlaði aldri að verða fullur. Má sem dæmi nefna þá hörmung, þegar tveir tengdasynir hans drukknuðu ungir hvor á sínu skipi, í sama mannskaðaveðrinu. Að öðru leyti skal þessi rauna- ferill ekki rakinn, enda er hans minnzt hér aðeins fyrir þá sök, að hann sýndi svo glöggt af hverjum málmi Jóhann sjálfur var gerður. Allt stóð hann af sér með dæmafárri karlmennsku. Þótt hann væri mikill tilfinn- ingama’ður, lét hann sér ekki bregða, svo að menn sæju. Hann kunni að bera harm sinn í hljóði, æðrulaus og fáorður, og halda áfram för sinni uppréttur, þegar hver hrinan var um garð gengin. Það vakti eftirtekt og aðdáun margra, hvilíkt þrek þessum manni var gefið til að þola mikla persónulega harma. Jóhann Sveinbjömsson var um margt eftirtektarverður per- sónuleiki. Hann var hár maðúr vexti, frríður sýnum og vörpu- legur á vellL Hann var alvarleg- ur í bragði og tót í fasi, eflaust dulur að eðlisfari og hafði löng- um fá orð um hluíina. En hann var prýðilega greindur maður og hugsaði margt, og við nánari kynningu var hann hýr og kým- inn og vildi þá gjarnan ræða margt, sem fyrir hann hafíi borið á lífsleiðinni. Hann kunni frá mörgu að segja frá fyrri tíð á Norðurlandi og ritaði jafnvel nokkrar minningar sínar, og Innilega þakka ég vinarhug fólksins er heimsótti mig á 80 ára afmæli mínu þann 1. marz síðastliðinn, og heiðraði mig með gjöfum og heillaósk- um. Þar á meðal var vegleg gjöf frá nokkrum vinum mín- um í Bæjarsveit í Borgar- firði, er þeir færðu mér um langan veg; ennfremur þakka ég innilega tengdadóttur minni og syni er sáu um mót- töku gestanna af mesta mynd- arskap. Guð gefi ykkur öllum far- sæla framtfð. Agúst L. Pétursson, Keflavík. Hjartans þakkir sendi ég vandamönnum mínum og öll- um vinum og kunningjum fyr ir skeyti, gjafir, blóm og hlý handtök á 75 ára afmæli mínu 14. f. m. Guðmundur Magnússon, Kirkjuteig 33.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.