Morgunblaðið - 23.03.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 196« -j==*£r/UUI/KAM Rauðarárstíg 31 S'imi 22-0-22 MAGJMÚSAR skipholti21 símar23Í90 eftir iokun sími 40331 - tiMI 1-44.44 mmm Hverfisgöta 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN faigóifsstræti 11. Hagstaett leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 1497» eða 81748 Sigarður Jónsson. BÍLALEIGAINi - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Get bætt við mig nemendum ■ ökukennslu. ÞÓRIR HERSVEINSSON Sími 19893. BLÓMAIJRVAL Gróðrarstöðin við Miktatorg Simj 22822 og 19775. að bezt er að auglýsa í MORGWIMU Brauð, en ekki hnífapör „Matgoggur" skrifar: .JCaeri Velvakandi: Má ég biðja yður vinsam- legast að birta eftirfarandi, ef það gæti orðíð til þess, að ein- hver tæki við sér? Fyrir nokkrum dögum bar svo við, að ég þurfti að Ijúka ákveðnu verkefni í skrifstofu minni, og hrökk venjulegur vinnutími ekki til þess, þair eð niðurstöður þurftu að liggja fyrir næsta morgun. Sat ég því eftir, hringdi heim til konunn- ar og sagðist ekki mundu koma heím í kvöldmat. Þegar kiukkuna fór að haila i hina elleftu stund, tók mig sánrlega að svengja. í>ar sem ég sá fram á, að með sama vinnu- hraða mundi verki minu eigi lokið fyrr en um klukkan hálf tvö um nóttina, hringdi ég til emnar af hínum mörgu (og, að ég hygg, ágætu) brauðstof- um borgarinnar og bað um, að mér yrðu sendar nokkrar brauðsneiðar með áieggi. Kona ein varð fyrir svörum, og tók sú vel í það að senda mér hina jarðnesku fæðuna. Þegar ég hafði sagt henni, hvað ég vild: helzt fá ofan á brauðíð, bætti ég við í sakleysi mínu: „Og svo auðvitað hnífapör". ★ „Með guðsgöffl- unum“ Konan skiídi mig ekki fyrst og hváði v:ð, heídur bet- ur harkalega. Ég endurtók setninguna, — en nú auðmjúk- lega. „Hva, hnifapör?" spurði konan, aldeilis steinhlessa. „JMe-hei, það er nú alveg úti- lokað fyrir okkur að fara að selja hnífapör". „Já, hnífapör, ég er nú vanur því að borða með hnífi og gaffli, — væri ekki nokur Xeið að kaupa af ykkur hnífapör úr plasti, — nú, eða jafnvel úr málmi?“ — Nú hló konan hressilega. „Nei, nei, það getum við ails ekki gert“. „Nú, jæja“, sgjaði ég, „þá nær það ekki iengra“. Þegar hér var komið sögu, hefur konunni sennilega fund’zt, að við vær- um orðin svo málkunnug, að hún gæti farið að þúa mig, því að næst stynur hún upp milli hláturhviðnanna: „Nei, góði, þú verður bara að borða með guðsgöfflunum, he-he-he-he“. Ég lét það gott heita, og fékk síðan sendar nokrar prýðiieg- ar brauðsneiðar, hlaðnar af eggj um, síldarkre'stum, hum- artægjum, steiktu kjöti og spældum eggjum .Varð mér gott af öllu saman, og vil ég einmitt nota tækifærið til þess að þakka þetta indæla brauð. it Skortur á þjón- ustuanda En það hvarflaði að mér eftir á: Hvers vegna er svo fár- ánlegt að vilja fá sendar spísi- græjur með brauðinu? Ég kom þvi að visu ofan í mig með teskeið, papirshnifi og þremur fingrum hvorrar handar. (Te- skeiðina fann ég inni í kaffi- stofu íyrírtækisins). Er þetta ekki dæmigerður skortur á þjónustuanda, sem v:ð verðum alltof oft vör við á fslandi? í sjálfu sér er þessi saga ómerkileg, en hún kastar ljósi yfir þennan Ieiðinda-hugsunar- hátt, sem er einum um of ríkur með okkur íslendingum, að aldreí eigi að gera „of mikíð" fyrir kúnnann. Ég hefi' aðeins tvívegis áður staðið í þeim stórræðum að panta brauð á vinnustað. í bæði skiptin var það vestur í Bandaríkjunum. Þetta var sitt í hvorri borginni, en í bæði skiptin fékk ég sent ■án uimræðna) með brauðinu plasthnífapör í maríuglershylki pipar og salt í Iitlum byssum og lítil en snotur vasadagatöl með auglýsmgum frá fyrir- tækjunum. Því er rrú ekki hægt að gera svona hér? A.m.k. að selja manni hnífapör? Yður og öðrum sent til um- hugsunar, Matgoggur". ic Ólæti í kvikmynda- húsum Hér er bréf frá „Bíó- manni'‘, sem hefur beðið nokk- uð. „Kæri Velvakandi: Hvernig skyldi standa á því, að í flestum kvikmyndahúsum hér er engin gæzla höfð, með- an á sýningu stendur? Ætla skyldi maðuir þó, að í miða- verðinu væri slík gæzla inni- falin, eða a.m.k. vernd bíó- gesta fyrir áleitni óprúttinna unglinga og drukkinna manna. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grens- ásvegi 9, miðvikudaginn 27. marz kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sölunefnd varnarliðseigna. Bifreiðakaupenclur Fiat 1500 árg. ’66 og Taunus 20M árg. ’66 til sölu. Mjög vel með farnir bílar. Opið til kl. 4 í dag. VÖKULI, H.F. Hringbraut 121, sími 10600. ENN I GILDI -,i00* FÖT KR 70 ™ A0U» 8» . H0(K . JAKKl 8» 40 00 ki st«ó BUXUR 3*5.00 BORQARTÚN 3 SIMI10135 Svo virðist þó ekki vVra. Ég skal nefna estt dæmi af mörgum, sem ég hef verið vitni að. 5. jan. sl. fór ég á fimm- sýningu í Austurbæjarbíói. Nokkrir drukknir piltar sátu þíir saman og höfðu uppi há- reysti allan tíman. Myndin var löng og gert hlé í henni miðrL Bjóst ég þá hálfvegis við, að tækifærrð yrði notað fil þess að koma kauðunum út, en þvi var ekki að heíísa, þv eftÍT hlé voru þeir enn drukknari. Hélt einn þerrra uppi hrópum allan seinni hluta myndarinnar, jós úr sér klámi, ragni og heimskiu fyndní, milli þess sem hanu sagði frá næstu atrburðum myndarinnar, en hann hafði greinilega séð hana áður. Ekki var svo mikið sem gengið til piltanna og þeir beðnir um að minnka háreystina. Getur Velvakandi frætt mig á því, hvort emhver skylda hvfli ekki á herðum bíóeig- enda í þessu sambandi? Bíómaður". Velvakandi telur víst, að svo sé, en gott væri að fá svar frá félagi kvikmyndahúsaeigenda. ikr Fyrirspurn svarað Til Hildar Bjarnadóttur: Velvakanda er ekki kunnugt um 3likan iista. if Pennavinur í Wales 33ja ára gamall maður í Wales vil komast í bréfasam- band við fslendinga. Utaná- skriftin er: James L. Booth, Ernest Street 48, Rhyl, Flint, Wales, Unrted Kirrgdom. ÍT Átján ára með ónýtar tennur „Kópavogi 6/2 ’68. Hei þú dottandi „Velvak- andi“, hvar í ósköpumim er góði tannlæknirinn, sem mað- ur tosnar við að borga hjá? Við erum nefnilega hérna þrjár stúlkur, sem fegnar vild- um minka útgjöld n í sambandi við *annfegurð. Ein okkar er nýbúin að eyða öllum „Mall- orca“ peningunum sínum í geiflurnar á sér, þ. e. um 30.000.— já krónur þrjtátíu þús- und 00/100. ÖnnuT gengur til tannlæknis og getur ekki sofn- að aif áhyggjum, vegna gjald- dagans, og er því aldrei vel- vakandi. Sú þriðja tímir alls ekki að fara t:l tannlæknis, vegna þess að tennurnar eru hvort sem er ónýtar. En hún vill helzt ekki hafa fruisisandi falskar tennuir undir tvítugt. Við erum sjálisagt heimskar (allavega það hermskar að við finnum ekki fyrir því), en er ekki ósköp ltið unnit að fá úr þessu sjúkrasamlagi. Það eru greiddar tæpar tvær þúsundir á ári í þetta og hvað svo? Ef maður kemur með lyfseðil til þess að fá lyf, þá „tekur sam- lagið ekki þátt" í þessu o.s.frv. Við erum ekki að skammast (ennþá), en við viljum sem fróðleiksfúsar ungar stúlkur fá að vita fyrirkomulag á svona málum, ef e nhver veit. Jæja þá höfum við Iétt á hjörtum okkar og þitt er að dæma, hvort bréfið er prent- hæft. Þrjár átján ára“. — Nei, tannlækningair eru ekki innifaldar í sjúkrasam- laginu, — sem betur fer, því að nógu dýrt er samlagið samt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.