Morgunblaðið - 23.03.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.03.1968, Blaðsíða 27
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1968 27 Jórdanía krefst refsiað gerða gegn lsrael Enn var skipt á skotum við Jórdan í gœr Amman, Tel Avrv og New York, 22. marz. NTB-AP. JÓROANSKIR og ísraelskir her- menn skiptust á skotum tvívegis í dag 80 km. fyrir norðan þann stað þar sem ísraelskar hersveit- ir réðust yfir ána Jórdan í gær til að eyðileggja bækistöðvar arabískra hryðjuverkamanna. Lítið mannfall varð í átökunum í dag. I umræðum Öryggisráðsins í dag um ástandið krafðist full- trúi Jórdaniu þess, að ráðið fyrirslkipaðl aljþjóðlegar nefsi- aðgerðir gegn ísraelsmönnum vegna árásarinnar í gær. Tillag- an fékk dræmar undirtektir, en Arabaríkin, Frakkar og Rússar studdu hana. Fulltrúi Rússa, Jacob Malik, sagði að sovét- stjórnin mundi styðja refsiað- gerðir ef ísraelsmenn tækju ekk ert mark á ávítum ráðsins. Full- trúi Bandaríkjanna kvaðst harma árásina, en vildi ekkert láta uppskátt um afstöðu stjórn- ar sinnar til hugsanlegra refsi- aðgerða. Fulltmi ísraelsmannia, Yosef Tekoar lýsti þvi' yfr, að í ár- ásinni I gær hefði fundizt risa- stór bækistöð hryðju’verkamann.a með miklum birgðum vopna og sbotfæra. Hann sagði að þorpinu Karamah hetfði verið breytt í bækistöð fyrir 1.000 hryðjuverka menn úr samtökunum E1 Fatah og að nota hefði átt þessa bæki- stöð til að gera árásir á ísrael. Þegar fundinum var frestað í dag hafði enn ekki náðst sam- komulag um, til hvaða ráða grípa skuli af hálfu Öryggsráðs- ins vegna árásar Ísraelsmanna, en ljóst er að tillaga Araiba um refsiaðgerðir nýtur lítils stuðn- ings. Samtímis þessu reyndi Hussein Jórdaníukonungur í daig að fá leiðtoga Arabaríkjanna til að koma saman til fundar, en Saudi-Arabíu og nokkur önnur Aralbaríki vildu ekki taka af- stöðu til tillögunnar. Aðalgagtan í rústum. Blaðamenn, sem heimsóttu bardagasvæðið í dag, komust að raun uim að meginþungi árásar ísraelsmanna beindist gegn þorp inu Karameh, og virtust ísraels- menn hafa sprenigt í lotft upp hverja einustu byggingu við að- algötuna í þorpnu, sem er 800 metra löng. Fjöldi eyðilagðra ökutækja Jórdaníumanna lá á götunni og í dalnum þar sem Jsirae|Lsmenn sóttu fram lágu flök margra ökutækja fsraels- manna, sem eyðilagzt höfðu í árásinni, meðal annars tveir vörubílar og einn jeppi. f þorpinu sjáltfu hatfa mörg þorp orðið fyrir sprengjuárásum, en þorpsbúar virðast taka öllu með ró og þolinmæði. Margar verzlanir voru opnar og þorps- búar u-nnu við viðgerð á hús- um sinuim. Jórdanskur liðsforingi sagði, að ísraelsmenn hefðu beitt um 400 stríðsvögnum og bryn- vörðum bílum í árásinni, en í opinberum tilkynningum Jórd- aníumanna er talað um 45 stríðs vagna, 52 önnur ökutæki og fimm flugvélar, sem eyðilagðar batfi verið. Jórdaníumenn segja, að 200 ísraelskir hermenn hafi tfallið og 10 særzt, 10 stríðsyagn- ar hafi eyðilagzt og þar að auki 10 bifreiðar og 2 fallbyssur. f umræðunum í Öryggisráð- inu vísaði ísraelski fulltrúinn á bug þeiim fullyrðingum að Kara meh hefði verið flóttamanna- þorp. Hann sagði, að vitað væri að Tassir Arfat, öðru nafni Abu Amar, leiðtogi hryðjuverkasam- ta'kanna E1 Fattah, hefði verið í aðalstöðvunum þegar árásin var gerð en komizt undan. Alls fund ust níu bækistöðvar í þorpinu að aðaLstöðvunum meðtöldum, meðal annars bækistöð Frelsis- hers Palestínu, miklar vopna- og skotfærabirgðir og mörg neðan- jarðarbyrgi, sagði ísraelski ^ull- trúinn. Hann sagði. að þorpið hetfði verið algerlega á valdi hrvðj uverkamanna. f yfirlýsingu sem sovétstjórn- in gatf út í1 dag segir, að ekki megi láta undir höfuð leggjast að refsa ísraelsmönnum fyrir ár ásina. f yfirlýsingunni eru fsra elsmenn sakaðir um tilraunir til að spilla sátta.tilraunum fyrir 'botni Miðjarðadhatfs. Morgt til skemmtunnr ú Sæluviku Skugíirðingu Sauðárkróki, 22. imarz. SÆLUVTKA Skagfirðinga hetfst á S'auðiá.i<kró(ki sunnudaiginn 24. imarz. Þann dag frumsýnir Deik- félag Sauð'áhkrók’s gaimanlei'k- inn Leynimel 13 eftir Þridrang, leikstjóri Bjarni Steinig'rfmisson. Sýninga.r verða öl'l kvölid vik- unnar. M'ánudagu.rinn er helgað- ur ynig.ri kynslóðinni. Þá verð- ur sýning gagntfnæðasikólanem- enda og unglingadansleikur. Á þriðjudag syngur Karla(kóirí.nn Feykir, stjórnandi Magnúis GlSsla son. Ungmennafélaigið Tindastóll er rnieð revíukalbarett frá mið- vikudiegi til sunnudags. Á föstu- dag synigur Karla'kór Sauðlár- kró'ks, söngstjóri Ögtm-u'ndur S'vavarisson. Hljóimisiv’eitin Flem- ingó leikur fyrir dansi í vilkunni, hljóim'sv'eitarstjóri er Geinmund- ur Valtýsson. Þess miá og geta að Gunnar Friðrilksson thefur opna mál- ■ver'kasýningu í Teim.laralhiúsinu frá föstuidegi til sunnudagls. Sau ð'á rk ró kabíó sýnir valdar myndir alla daga vikunnar. Allir vegir eru greiðfærir um sýs'luna og búizt við mörgu fó'llki að vanda. — Jón. Skipverjar á Þóir koma með skipbrotsmenn í etftirdragi frá borði hins sökkvand skips. — Ljósm.: Reynir Þór Friðþjófsson. Skipbrotsmcnnrnir á flugstöð Flugfélagsins í gærkvöldi taldir frá vinstri: Ingólfur Eggertsson, 2 stýrimaður; Magnús Einarsson, skipstjóri; Las Lo Sarvas, háseti, en hann er Ungverji; Guðmund- ur A. Guðmundsson, 1. vélstjóri; Georg Valgarðsson, matsveinn; Svavar Guðmundsson, 2. vélstjóri og Sveinn Daníelsson, 1. stýrimaður. — Ljósm.: Kr. Ben. Hallgrímssamkonna í Hainarfirði ar, heldur mlál þjóðarinnar a'llr- ar, sem steeði í mikilli þaklkar- slkuld við sálimaskáWið. Aðaliundur ríkisstarfsmanna MBL. hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning: Aðalfundur Starfsmannafélags ríkisstofnana var haldinn 14. þessa mánaðar í samkomuhúsinu Lídó. Á fujidinum voru rædd helztu baráttumái ríkisstarfsmanna og samþykktar ályktanir. Stjórn félagsins var sjálfkjör- in, en hana skipa: Formaður, Tryggvi Sigurbjarn arson, Rafmagnsv. ríkisins. Aðal- stjórn: Einar Ólafsson, ÁTVR, Sigurður Ó. Helgason, Tollstjóra skrifst., Gunnar Bjarnason, Þjðð- leikhúsið, Helgi Eiríksson, Skipa útgerð ríkisins, Páll Bergþórs- son, Veðurstofa íslands, Þórhall- ur Bjarnason, Kleppsspítalanum. Varastjórn: Hulda Eiriarsdóttir, Landspítalanum, Ágúst Guð- mundsson, Landmælingar Is- lands, Sverrir Júlíusson, BSRB. Auk þess voru kosnir 20 aðal- fulltrúar á þing BSRB 1968. — Fundinn sátu hátt á annað hundr að félagsmenn. í ályktunum fundarins segir m. a.: „Aðalfundur SFR 1968 mót- mælir harðlega Kjaradómi frá 30. nóvember 1967, þar eð ekk- ert tillit var tekið til sanngjarnr ar kröfugerðar BSRB um kjara- bætur. Fundurinn ályttar, að með uppkvaðningu þessa dóms hafi enn einu sinni sannazt, að hagsmunamál ríkisstarfsmanna komast ekki í viðunandi horf fyrr en þeir hafa fengið fullan samningsrétt". „Aðalfundur SFR 1968 mót- mælir harðlega afnámi laga um verðtryggingu launa og bendir á, að með því hafi hinum lægst launuðu ríkisstarfsmönnum ver- ið gert ókleift að lifa sómasam- legu lífi af tekjum sínum. Er nú svo komið, að átök fara síharðn- andi til að halda því er náðst hefur í kjarabaráttunni, og hef- ur því aldrei verið brýnna en nú, að ríkisstarfsmennn standi þétt saman og hrindi hverri árás á kjör sín og stefni fram til nýrra sigra“. Á MORGUN, sunnu'dag, verður .Ha'Ugríimssaimlkloma i Hatfnar- fjarðarkirfcju, kl. 5 eJh. Dr. Jak- ■oib Jóns"Son flytur erindi: Minn- ingar frá Róm.aiborg mieð fyrir- sögn úr Pa'sö'íu'sálmunuim.: Dauð- inn tapaði en drottinn vann. Þá verður saimleikur á fiðlu og or.gel: Jónas Dagbjartsöon fiðki- leikari og Páll Kr. Ptáisson org- anisti leika. Löks les séra Ragn- ar Fjalar Lárusson úr verkum séra Ha'llgrimis Péturss'onar. Kir'kj uikór Hatfnarfj arð arkirkj u aðstoðar við safnaðarsönginn og sóknarpresturinn, séra Garðar Þorsteinsson, prótfastur, mun stjórna saimkom'unni. Að lokinni samlkicim'unni verð- ur mönnum gefinn kostur á að ikaupa happdrættilsimiða Kven- llJurjgmlíiIa&iíí AUGLYSINGAR SÍIVII 22*4*80 félagá Hallgrim.s.kirkju til styrkt ar kirkjunni, Mhl. spuirði dr. JakOb Jónstson að því í giær, hvort fyridhugað væri að halda sl'íkar saimtkoimur sem þessa víðar. Hann svaraði því til, að engar álkvarðanir .hefðu enn verið teknar u'm það miál, en pró'fasturinn í Hatfnar- ■firði og söngfó'lkið þar hetfðiu teikið þ'essu máli Vel ag gæti vel verið að hægt yrði að etfna til sl'íkrar samkoma vtfðar, ef þess væri óskað. Megintiiigarugurinn væri að vekja athygli m.anna á því, að Hallgrim.skir.kja væri ekki einkairwál Ha 1 l'gr-íimBs afn-að- Flugvél rænt og llogið til Kúbu Caracas, 22. marz. NTB. FARÞEGAFLUGVÉL frá Vene- zúela var rænt er hún var á flugi yfir norðurhluta landsins í dag og flugstjóri hennar neydd ur til að fijúga henni til Kúbu. 50 farþegar voru í vélinni. Þetta er í fjórða sinn á einum mánuði sem flugvél er rænt og flogið til Kúbu. — Forsetakjör Fraimhald atf blis. 28 „Ég spái engu um úrslit. Við skýrum sjónarmiðin fyrir þjóð- inni og hún mun dæma“. Þá spurðum við Gunnar Thor- oddsen, hvort hann teldi það neikvætt eða jákvætt fyrir hann að hafa tekið þátt í stjórnmál- um. „Ég tel það jákvætt“, svaraði hann. „Störf forseta krefjast þekkingar og reynslu um stjórn- mál og atvinnulíf. í hinum al- mennu störfum, og einkum um stjórnarmyndanir, er þjóðmála- þekking og mannþekking forset- anum nauðsyn. Stjórnmálastarf stuðlar að hvoru tveggja". „Að lokum þetta: Sumir tala um tengdir þínar í sambandi við forsetakjör og að embættið eigi ekki „að ganga að erfðum“. Hvað mundirðu vilja segja um það?“ „Talið um erfðir og erfðarétt er næsta undarlegt og órökrænt, þar sem kosið er í embættið með almennri kosningu landsmanna. En tengdir við núverandi forseta fslands hafa að sjálfsögðu haft þá þýðingu, að ég hef kynnzt stárfsemi forseta og embættinu betur en ella“, sagði Gunnar Thoroddsen að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.