Morgunblaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1968 3 Jón Auðuns, dómpróf.: Fjarlæg markmið SUNNUDAGINN 3. marz talaði ég við þig um freistingar, út frá guðspjaiii þess sunnudags. Ég kvaðst þá ætla að halda þræð- inum áfram á næsta sunnudegi. Þótt nú sé liðinn, vegna verk- fallsins, lengri tími en ég ger’ði ráð fyrir, mun ég halda þræð- inum áfram. Guð hefir sett freistinguna í miðdepil mannlegrar reynslu. Hún er ekki inn í mannlífið komin sem fólskubragð frá myrkrahöfðingja, sem lék á sjálf an Guð og hefir síðan við hann í heilu eða hálfu tré. En sú hug- mynd er ævagamall arfur, sem kom frá persnéskum goðsögnum inn í gyðingdóminn og frá hon- um inn í kristinn dóm. Frá þess ari eldfornu goðsögn er komin hugmyndin um syndafall og fall inn heim. Vísum á bug þeirri frum- stæðu hugmynd, að Gu'ð vilji allt, sem við mennirnir stofnum til. Guð leyfir syndina. Hann leyfir þjáninguna einnig, þótt margar þjáningar séu fram komnar af fávizku manna en ekki fyrir ætlan Guðs. Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sig- urjónssonar hefir dregið að sér mikinn fjölda leikhússgesta í vet ur. Enda mikið listaverk. Eitt allra átakanlegasta atriðið er það, þegar Halla storkar trú Ey- vindar og segir með háði og gremju, að Guð hafi engan tíma til að hlusta á bænir hans, því a’ð hann muni önnum kafinn við að losa um einhvern skriðjök- ulinn, svo að ægileg snjóflóð eyði byggðir og drepi menn, eða hann sé allur við að hreinsa kokið á einhverju eldfjallinu, svo að það fái unnið sitt voða- verk. Þessar óhugnanlegu hugmynd- ir sækja þau Jóhann Sigurjóns- son og Halla beint í gamlan, gyðinglegan trúararf, sem lifir með oss enn. Okkur langar til þess a’ð heim urinn, sem við lifum í, sé nota- legur, allt sé þar öruggt, ljúft og blítt. Við viljum fá að lifa í heimi, þar sem engin snjóflóð koma, heldur aðeins þægilegur skíðasnjór. Vil viljum lifa í heimi, þar sem engin eldgos verða önnur en þau, sem mynda saklausar Surtseyjar úti í hafi. Við viljum fá að lifa í heimi, þar sem engin verða hættuleg vatnsflóð, heldur aðeins fallegar Laxár og glitrandi silungslækir. Við viljum fá að lifa í heimi, þar sem menn virða lögmál bræðra- lagsins og þekkja samfélagslög- máli'ð svo vel, að þar séu verk- föll óhugsandi. Þetta viljum við. En þetta er fjarlægt markmið. Og til þess að hjálpa okkur til að ná markmið- inu, hefir Guð látið okkur fæð- ast inn í heim, sem er fullur af erfiðleikum, en ekki brúðuver- öld værðar og barnaleikja. Af átökunum við' erfiðleikana eigum við að vaxa. Hlutverk freistinganna er vafalaust hið sama. Af átökum vi'ð sterkar freist- ingar eiga að fæðast sterkir menn. Það er engin hætta á, að þær yfirgefi jafn skemmtilegan leikvang og við erum fyrir þær báðir, ég og þú. Við þurfum að takast á við þær ævilangt. Það kostar sársauka, stundum mikla þjáningu, að falla fyrir þeim. En að þær séu í sjálfu sér böl, — er annað mál. • Er hitt ekki sennilegra, hvað sem trúfræðikenningum líður, a'ð freistingarnar séu vísdóms- full ráðstöfun Guðs, og að í gegn um eldraun þeirra liggi leiðin að fjarlægum markmiðum? En þá er líka fráleitt að ætla, að freistingarnar séu komnar inn í mannlífið gegn vilja Guðs eða fyrir tilverknað Satans. Við erum að feta okkur áfram, ég og þú. Við erum einhvers- staðar á lei'ð, sem er svo löng, að við eygjum hvorki upphaf hennar né endi, en leið sem áreiðanlega liggur bæði um jarðneska og ójarðneska heima. „Ógurleg er andans leið upp á sigurhæðir11, sagði séra Mattihías. Leiðin er löng, vegurinn grýtt- ur. Steinarnir á veginum eru freistingar, smáar og stórar. Og hver hefir lagt þennan veg, þennan grýtta veg? Hvað kennir þér kristinn dómur um það? En hafi Guð lagt steinana á veginn, veginn minn og þinn, þá eru þeir líka meiri blessun en við gerum okkur ljóst, méð- an við erum að hnjóta um þá og meiða okkur. Af átökum á viljans stál að stælast. Okkur dettur ekki í hug, að verkföll verði ævarandi fyrir- bæri í þjóðlífinu. En við þurf- um að læra vissar lexíur áður en við losnum við þau. Freistingarnar eiga ekki að fylgja manninum endalaust. En við þurfum að læra miklu fleiri lexíur, ganga miklu lengri veg, á’ður en þær verða dæmdar úr leik. s Guð er með okkur á veginum, I þér og mér. r ÉÉ ÉÉ EFTIR EINAR SIGURÐSSON Togaramir. Sæmilegur afli hefur verið hjá ■ toguTunum undanfarið, upp und j ir 200 lestir í túr. Hatfa 4 togair- j ar landað hér syðra í síðustu; viku, einn á Akranesi, annar í i Hafnarfirði og tveÍT í Reykja- ' vík. Annars hafa togararnir j siglt með atflann til Englands, og neyddust sumir þeirra til þess vegna verktfallsins, sem annars hefðu landað heima. Slæmt tíðarfar hetfur hamlað veiðum hjá togurunum eins og bátaflotanum ,þótt þeir séu ekld eins háðir veðráttunni. Sölur hafa verið lélegar nema rétt þær síðustu, og hefur það m.a. verið af því, að fiskurinn hefur verið óhentuguir fyrir brezkan markað, mikið af ufsa. Togarasölur síðustu viku: Lestir Krónur kg. Harðbakur 177 1.153.000 6/51 Jón ÞorLs. 192 869.000 4/52 Þork. Máni 139 1.222.000 8/79 Kaldbakur 128 787.000 6/15 Img. Arn.s. 170 1.860.000 10/94 Júpíter 249 2.758.000 11/08 Reykjavík. Tíðin hefur verið slæm und- anfarið til lan.ds og sjávar, oft- ast hvöss austan- og norðaust- anátt. Sem dæmi upp á, hve ttð- j in hetfur leikið hart togbátanna, 1 má geta þess, að það hefur hvað eftir annað komið fyrir að þeg- j ar þeir hatfa verið nýbúnir að kasta, hefur hann rokið upp og j menn orðið höndum seinni að; ná trollinu inn atftur og hafa sig ' til lands. Það má segja, að afli hafi ver- ið rýr í öll veiðarfæri. Keflavík. Róið vnr eitthvað flesta daga vikunnar, en ótð hamlaði mjög róðrum og dró úr aflanum. Einn tíaginn vav þó sæmilegur atfli, þá bárust á !and 350 kftir eða e:ns mikið og aliu hina dagana. Afli hja línu- og netabáturr. var álíka um 10 lestir á dag al- gengast. Togbátar veru að fá 3— ; 6 lestir eftir solarhringinn. Togar: tók netatrossu eins og hún lagði sig frá m/b Akurey i 5 rnílur innan landhelgi. 6500 j lestum hefur verið landað af loðnu. Sandgeði. Afli hefur verið misjafn, al- gengastur 7—10 lestir á bát, kom izt mest upp i 20 lestir hjá neta- bátunum eftir tvær nætur. Búið er að landa 3500 lestum af loðnu. Tíðin hetfur hindrað, að bátar kæmust þangað með veiðarfær- in, sem þeir vildu helzt, og einatt orðið að fleygj a þexm á grunn- mið, þar sem lítil aflavon var. Meðalafli í róðri í öll veiðar- færi, línu, net og troll er frá ára mótum 5,3 lestir. Var í fyrra 5 lestir. Útlitið með vertíðina er ekki gott, enn er sáralítill þorsk- ur í netafiskinum, og hefur eng- inn þorskuir gengið með silinu. Akranes. Línubátar, sem beitt hafa loðnu, hafa verið að fá upp í 10 lestir, og er það bezt. í netin hefur fengizt mest ufsi, og var atflahæsti báturinn í vikunni einn daginn með 28 lestiir, 2ja nátta. 1000 lestum hefur verið land- að af ioðnu. Mjög er nú tekið að liða á ver tðina, og er útlitið slæmf. Mikið tapaðist af afla þann hálfa mán- uð, sem verkfallð stóð, en þá var tíð yfirleitt sæmileg. Vestmannaeyjar. Mjög erfið tíð var síðustu viku, stóras'tormur og í 2 sólar- hringa svarta bylur. Muna eldri menn ekki jafnmikla snjókomu. Það má segja, að jafnfallinn snjór sé meter á dýpt og enn meiri „upp á bæjurn". Sæmiieigur afli barst á land daginn, sem verkfallið leystist, en síðan mó segja, að ekki hafi verið hundi út sigandi og lítið fengizt. Nokkrú bátar komu einn dag- inn síðari hluta vikunnar með loðnuatfla úr Grindavíkursjó, Loðnan er nú gengin hjá, og jókst verksmiðiunum ekki nærri að fylla hjá sér þrærnar vegna verkfalls ns, og er nú verið að ljúka við að bræða. Er þetta mikið tjón fyrir Eyjarnar. Aíl: er heidur að iglæðast í net in og verða meira þorskborinn. Erfið afkoma sjávarútvegsins. En er ekki hægt að segja, að neitt fiskerí hafi verið, sem heit- ið getur. Síldveiðir. brást í byrj- un ársins, eins og hún gerði í haust. Afli á línu hefur verið yf- irleitft rýr. Þorskur hefuir varla sézt í net, Það ,sem hetfur feng- izt í net!n, hefur verið verðlitill ufsi. Það væri þó hrein hörmung hjá netabátunum. ef þessi ó- venjulega ufsagengd hefði ekki verið, a.m.k. til að hækka tonna töluna. Hjá trollbátunum hefur afli verið mjög rýr það sem af er, rétt sðustu daga hetfuir nokk- uð oirðið vart við ýsu, sem hef- ur naumast sézt í vetur. Það eina, sem hefur ve:ðzt sæmdlega af ,er loðnan. En þar eyðilagði verkfallið milljónatugi í afla- og framleiðsluverðmæti. Og það verður ekki bætt. Verksmiðjurn ar voru stopp í viku til hálfan mániuð, og það var tilfinnanleg- ast, enn tiLfinnanlegra en þegar bátarnir voru að sigla með loðnu sem þeir veiddu upp í landstein- um við Vestmannaeyjar, aust- ur á Firði, sem tók þá 3—4 sól- arhringa fram og til baka, en þurtfti ekki að taka þá nema hálf tíma . Veiðimaðurinn vonar alltaf, að nú sé bráðin á næsta leyti, og segja má, að mikið sé eftir atf vertíðinni, þó að tímatali sé það ekki nema einn mónuður. í stærstu bátaverstöð landsins, Vestmannaeyjum, má segja að1 vetrarvertíð sé iokið um 20. apríl, þótt það geti teygst nokkra daga lengur etftiir göng- unum. En það getur. borizt mik- ill atfli á land á þessum mán- uði, ef fiskurinn gengur á mið- in og ógæftir hamla ekki veið- | unum. Og vissulega getur mikill afli betur en nokkuð annað rétt hag útvegsins, en við skulum bara ekki blekkja okkur með því í erfiðleiku-m liðandi stundar. Við trúðum líka á mikinn afla L fyrra, fyrst á vetrar- vertíðinni og svo á síld- veiðinni. En hvernig fór? Einn af endurskoðendum borgarinnar sagði þeim, sem þetta ritar, að hann hefði ’okið við að gera upp reikningana fyrir fimm frystihús og þau væru öll með bullandi tap, þetta 10—15% af veltunni. Meðal frystihús með 30—40 milljón króna veltu væri þá með 3—6 milljón króna tap. Þetta eru lygilegar töluir, en engu að siður rétt spegilmynd af ástandinu .Þessi frystihú? tapa ekki annað árið í röð í slík- um fjármunum. Þau veirða ao loka. Stóru síldarbátarnir hafa tapað V2—IVi. mi'lj. króna á sl. ári og eru nú flestir undir hamr- inum. Þorksveiðibátarnir hafa alltaf tapað árlega undanfarið og svo eru togararnir. Sjávarútvegur nn í dag er í fjárhagsleigri rúst. Á það rót sína að rekja til aflabrests, ógæfta og verðfalls afurðanna, og síð- a.st en ckki sízt verðbólgunnar. Frystihús, sem ekki hefur fyrir daglegum þörfum, hvort heldur það eru vinnulaun, hráetfní eða rafmagn, veitir ekki atvinnu til lengdar. Útgerðarmaður, sem getur ekki gert upp við skips- höfn sína, keypt olíu eða veið- arfæri á skipið sitt, gerir það ekki út lengi úr því. Vélarnar í síldarverksmiðjunum snúast heldur ekki lengi, eftir að hrá- efnisskuldir og alls konar laus- ar og fastar skuldir hafa hrúg- azt upp í kring um þær. Fljótt verður að taka málefni sjávarútvegsins „föstum tökum“ ef ekki á illa að fara, ekki að- eins fyrir þeim mönnum, sem í þessu standa, heldur allri þjóð- inni. Hér má ekki láta reka leng ur á reiðanum. Og þó að það sé raunalegt að þurfa að segja það eftir öll góðu árin á undan, þá verður fyrsta skrefið til við- reisnar sjávarútveginum að vera skuldaskil, það er að koma lánamálum hans á heil/brigðan grundvöll, lengja lánin og lækka vextlna, og annað að búa hon- um þann st'irfsgrundvöl'l, sem han þarf til þess að vera rek- inn hailalaust. Sjávarútvegur á fslandi verður ekki rekinn með 12% refsivöxtum. Búkolla er orðin geld. Það verður í lengstu lög að forða þjóðinni frá böli atvinnuleysisins með þvi að treysta undirstöðuna. Froskmaður um borð. Færeyski netabáturinn Noma- gestfur, sem er nú á þorskveiðum við suðurströnd íslands og kom til Reykjavíkur í vikunni hefuir sinn eigin froskmann um borð, ef báturinn skyldi flá net í skrúf una. írar í þorskastríði. fnskir fiskimenn hafa kvartað yfir ágengni útlendinga í land- helgi þeirra. Hafa þeiir krafizt þess, að írskir togarar verði vopn aðir til þess að þeir geti varið landhelgina. Þetta sjónarmið var einnig setft fram í þorska- stríðinu hér um árið. Danskir útgerðarmenn kaupa síldarverksmiðju. Hinn kunni danski útgerðar- maður Claus Sörensen hefur boð ið 38 útgerðarmönnum í Esbjerg að kau-pa meirihlutann atf hlutfa- fénu í Vestjysk Sildeolie Ind- ustri. Al'ltf hlutaféð er 860.000 d. krónur, en það, sem útgerðar- mennirnir kaupa, er 436.000 d. « krónur, og er ætlunin, að með tíð og tíma kaupi þeir allt hluta féð. Fiskveiðar Bandaríkjamanna ganga saman. Á síðastliðnu ári minnkuðu fiskveiðar Bandaríkjamanna um 3% og er gert ráð fyrir, að þeir þurtfi á árinu 1968 að flytja inn helminginn af neyzlutfiski sínum. Enskur vísindamaður ræktar stærri rækjur. Minningarsjóður Winston Churehills hetf.ur veitt enskum vísindamanni í Yorkshire styrik fyrir að hafa fundið aðtferð til þess að rækta rækjur, svo að þær verði álíka stórar og humar. Vís indamaðurinn álítur, að fyrsta „uppskeran“ geti orðið tilbúin innan fimm ára. Síldveiðar Norðmanna. Norðmenn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með vetr- '* arsíldveiðar sínar. Fiskilfræðing- ar þeirra voru búnir að spá því statt og stöðugt, að súdin kæmi um miðjan febrúar, en sáralít- ;ð hefur veiðzt, síidin stendur djúpt, og svo hafa ógæftir bag- að. Sjómenn bíða enn í ofvæni eftir, hvortf göngur komi nær ströndinni eða sldin haldi sig áfram úti í dýpinu. En tíminn er að fjara út. Reynir þetta mjög á taugarnar. „Síldin er ekki eins heimsk og ég hefi haldið hana“ sagði nýlega hinn gamalkunni síld- arskipstjóri Lngvar Pálmason, og átti þá við, hvað hún dýpkaði á sér eftir því sem næturnar dýpkuðu. Með öðrum orðum: varaði sig á tækninni. Það skyldi nú aldrei vera, að síldin tæki m upp á því að forðast „gildrurn- ar“ við strendur Noregs eins og íslandsstrendur. Til fermingargjafa National ferðatæki frá kr. 1100.— Siera ferðatæki frá kr. 2.480.— National ferðaseguibönd frá kr. 3.346.— Siera ferðaplötuspilarar frá kr. 1.712.— Viðgerðaþjónusta á eigin verkstæði. RADÍÓSTOFAN SF. Óðinsgötu 4 — Sími 14131. Byggingarfélag alþýðu Reykja\ík Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudag- inn 28. þ.m. kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu, inngangur frá Hverfisgötu. Fundarefni: 1. Venjnleg aðalfundarstörf, 2. Onnur mál. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.