Morgunblaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 196«
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands.
FÉLAGSLEG VANDA-
MÁL í BORGINNI
ess verður vart í vaxandi
mæli, að Reykjavík stend
ur frammi fyrir svipuðum
vandamálum í félagslegum
efnum og stórborgir erlend-
is. Þetta kemur glögglega
fram í starfi skóla, barna-
verndarnefndar, æskulýðs-
ráðs, lög”eglu og annarra að-
ila, sem starfa á svipuðum
vettvangi. Líklegt er, að þessi
vandamál hafi lengi verið
fyrir hendi, en það er ekki
fyrr en á allra síðustu árum,
sem þau mótast að ráði í vit-
und hins almenna borgara.
Barnaverndarnefnd og skól
arnir eru þeir aðilar sem
verða tvímælalaust fyrst var
ir við þau félagslegu vanda-
mál, sem hér er við að etja.
Barnaverndarnefnd fær til
meðferðar vandamál fjöl-
skyldna, sem af einhverjum
ástæðum er þannig ástatt
um, að þær þurfa á aðstoð
að halda og oft naumast verj-
andi að láta börn dveljast á
slíkum heimilum. Skólarnir
verða varir við vandamálið,
þegar nemendur sækja illa
* skóla, vinna ekki heimavinnu
sína, skrópa, koma of seint
o.s.frv. Lögreglan kynnist
vandamálinu, þegar ungling-
arnir lenda á villigötum, ger-
ast sekir um smáhnupl og al-
varlegri afbrot og um .svipað
leyti kemst æskulýðsráð í
tengsl við vandann. Félags-
málastofnun Reykjavíkur-
borgar stendur svo m.a.
frammi fyrir vandanum, þeg-
ar fólk er komið á fullorðins-
ár og þarf á framfærsluað-
stoð að halda, húsnæði eða
annarri fyrirgreiðslu.
Hið alvarlega við þessi
, miklu vandamál er það, að
oft virðast tvær og jafnvel
þrjár kynslóðir sömu fjöl-
skyldu lenda á sömu braut
og hægt væri að nefna fjöl-
mörg dæmi um það, að for-
eldrar, börn og barnabörn
koma með einhverjum hætti
til meðferðar ofangreindra
aðila. Oft er undirrótin eryf-
iðar heimilisástæður, drykkju
skapur, fjárhagslegir erfið-
leikar, sambúðarvandamál
hjóna o. fl., sem veldur börn-
um og unglingum sálrænum
kvölum og stuðla að því að
eyðileggja þá manneskju,
sem er að vaxa úr grasi.
Reykjavíkurborg hefur þeg
ar gert sér grein fyrir því, að
hér er að koma fram á sjón-
arsviðið viðamikið vandamál,
sem krefst róttækra aðgerða.
Til þess þarf bæði fjármagn
og vel menntað starfslið og
ýmis konar starfsaðstöðu,
nauðsynlegar stofnanir og
aðrar forsendur, sem þurfa
að vera fyrir hendi.
Á sl. ári var gerð grund-
vallarbreyting á hinu félags-
lega starfi borgarinnar, þeg-
ar Félagsmálastofnunin og
félagsmálaráð voru sett á
stofn, en með þeirri skipu-
lagsbreytingu er grundvöll-
ur lagður að því, að hin fé-
lagslegu vandamál borgar-
innar verði tekin nýjum tök-
um, sem eru í samræmi við
þarfir tímanna.
Hitt er svo ljóst, að hvorki
fjármagn né velmenntað
starfslið nægir, ef skilning
borgarbúa skortir. Þess
vegna ríður á miklu að borg-
arbúar séu vaktir til vitund-
ar um það mikla vandamál,
sem hér er að skapast. Þetta
er ekki vandamál efnahags-
eða atvinnulífs, þetta er
vandamál, sem snertir fólkið
í borginni meir en flest ann-
að, spurning um það, hvort
við ætlum að láta verulegan
hluta íslenzkrar æsku eyði-
leggjast í höndunum á okk-
ur eða ekki. Borgarstjórn og
Reykjavíkurborg hafa gert
sér grein fyrir vandanum, en
það þarf samhent átak borg-
arbúa allra til þess að leysa
hann.
ÖNUG
VIÐBRÖGÐ
Ckrif Framsóknarblaðsins
^ um yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar um aðgerðir í
atvinnumálum eru næsta
furðuleg og aldeilis óskiljan-
legt, að blaðið skuli halda
áfram dag eftir dag stöðug-
um þvættingi um þetta mál.
í forustugrein blaðsins í gær
er því haldið fram, að þurft
hafi verkfall til þess að rík-
isstjórnin fengist til aðgerða
í atvinnumálum.
Sannleikurinn er auðvitað
sá, sem Framsóknarblaðið
ætti að vita, að svo til öll
þau atriði, sem drepið er á
í yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar, hafa verið til athug-
unar og umræðu hjá ríkis-
stjórninni um nokkurt skeið.
Hér er því hvorki um að
ræða „útdrátt“ út atvinnu-
málatillögum ASÍ né það, að
ríkisstjórnin hafi verið „knú-
in“ til þessara athugana.
Hún hefur lýst því yfir, að
hún muni hraða þeim athug-
unum og aðgerðum, sem hún
hefur um skeið haft í undir-
búningi.
Annars verða hin önugu
viðbrögð Framsóknarblaðs-
VJSJ
UTAN ÚR HEIMI
Kynt undir Gyð-
ingahatri í Póllandi
Ókyrrðin í löndum Austur-
Evrópu hefur að því er virð-
ist aðeins eitt sameiginlegt:
óskina um aukið frelsi. Innan
lands beinist hún að meira
4 lýðræði og frjálsari stjótnar-
háttum, en út á við að meira
sjálfstæði gagnvart Sovét-
ríkjunum. Það er þessi sama
grundvaltarþrá, sem knýr stú
denta, menntamenn og aðra
þá, sem að mótmælaaðgerðum
hafa staðið og einkum hafa
látið að sér kveða í Tékkó-
slóvakíu og Póllandi.
I Að öðru leyti er mikill mun
ur á þeim aðferðum, sem beitt
hefur verið, þeim árangri sem
hefur náðst eða þeim afleið-
ingum, sem fylgt hafa í kjöl-
farið. Þar sem „frjálslyndari
kommúnistar" í Tékkóslóva-
kíu hafa náð svo miklum ár-
angri, að þar er unnt að tala
um „hláku“, þá hafa mótmæla
aðgerðir pólskra stúdenta,
sem hafa verið miklu ofsa-
fengnari, orðið að sæta svo
harðhentum gagnráðstöfunum
að nú virðist sem „uppreisn“
þeirra hafi verið brotin á
bak aftur með valdi.
Ríkisstjórn Gomulkas hef-
ur beitt aðferðum, sem minna
óþægilega á Stalíns- og að
nokkru leyti Hitlers-tímabilið
beitt verkamönnum gegn
menntamönnum. Hún hefur
beitt lögreglumönnum búnum
stálhjálmum, vopnum og vatns
slöngum gegn þeim, sem tóku
þátt í mótmælaaðgerðum ekici
aðeins til þess að kljúfa rað-
ir þeirra, heldur til þess að
brjóta á bak aftur kjark
þeirra og skapa ótta á með il
þeirra, sem felur í sér langt-
um meiri hrottaskap. Stjórnin
hefur oft látið refsa aðstand-
endum þeirra, sem hún hefur
viljað ná sér niður á.
En pólska stjórnin hefur
þó einkum grafið upp gamait
vopn, sem á að baki sér ö-
hugnalega fortíð í pólskri
sögu, þ.e. Gyðingaandúðina.
Þetta orð hefur að vísu ver-
ið notað af varkárni. í komm-
únistískum löndum er kyn-
þáttamismunun opinberlega
bönnuð. En Gyðingahatrið er
skelfileg staðreynd, er liggur
að baki vaxandi áróðursferð
ar af hálfu valdhafanna, þar
sem Gyðingum og meintu „al-
þjóðlegu samsæri zionista" er
kennt um ókyrrðina í Pól-
landi.
ins við yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar um atvinnu-
mál ekki skilin á annan veg
en þann, að Framsóknar-
mönnum sé eitthvað í nöp
við hinar fyrirhuguðu að-
gerðir til eflingar atvinnu-
lífi landsmanna. Er það og í
samræmi við almenna af-
stöðu þeirra til allra til-
lagna um uppbyggingu ís-
lenzks atvinnulífs.
INNLEND TILBOÐ
A borgarstjórnarfundi í sl.
viku var til umræðu
tillaga frá borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins þess efn-
Fyrir aðeins stuttu hefði
það virzt óhugsandi að beita
þessu vopni. f fyrsta lagi eru
aðeins 20—25 þúsund Gyð-
ingar eftir í Póllandi, þar sem
meiri hluti þeirra 3ja millj.
Gyðinga, sem voru í landinu
fyrir stríð, var útrýmt í fanga
búðum Hitlers og síðan hafa
mæli ítaðhæft, að „alþiSð'egi
zionisminn" stæði að r.aki ö-
kyrrðinni í landinú. Aðgerð-
ir skipulagðar af opinberri
hálfu gegn mótmæalaaðgerð-
um í Varsjá og öðrum stærri
borgum landsins hafa m.a.
mótazt af því, aðskilti og
spjöld hafa verið mjög áber-
andi, þar sem letraðir hafa
verið textar eins og „Hreins
ið flokkinn af zionistum" og
„Niður með fimmtu herdeild-
ina“. Þá hefur útvarpið skýrt
frá heilli mótmælaöldu „frá
hinu vinnandi fólki gegn ögr
unum zionista".
Það er einkennandi fyrir þró
unina, að allri skuldinm
vegna kröfunnar um aukið
frelsi, sem mjög mikill hluti
Hér hafið þið óeiraseggina.
margir þar að auki flutzt út
til ísraels. Af þeim, sem eftir
eru, er fjórðungurinn á elli-
heimilum. Það ætti því að
vera erfitt að sannfæra nokk
urn mann um það, að stjórn
landsins stafaði nokkur hætta
af Gyðingum.
í öðru lagi ætti stuðningur
pólskra stjórnarvalda við á-
iróðursíierfarð austurþýzku
stjórnarinnar gegn nýnazisma
sem haldið er fram, að kom-
inn sé upp í Vestur-Þýzka-
landi, að verða til þess að
Gyðingaandúð sé ekki vakin
eða and-zionisminn, eins og
hún er opinberlega nefnd.
Þegar staðreyndin reyndist
samt ekki síður sú og það
smám saman í verulegum og
vaxandi mæli, getur það ein-
ungis bent til örvæntingarfull
rar óskar valdhafanna um að
brjóta allar frelsistilhneing-
ar á bak aftur með öllum ráð-
um. í þessu felst aðalmunur-
inn á Tékkóslóvakíu og Pól-
landi.
„Alþjöðlegi síonisminn“ á sök
ina
Blöð, útvarp og sjónvarp
í Póllandi, sem stjórnarvöld-
ín ráða yfir, hafa í siaut'uim
is, að við mat á tilboðum í
vörur og þjónustu á vegum
borgarinnar skuli jafnan
taka tillit til þjóðhagslegs
gildis þess, að tilboðum inn-
lendra aðila verði tekið, þótt
þau séu nokkuð hærri en til-
boð erlendis frá. Slíkar
reglur gilda víða um lönd.
Bragi Hannesson, borgar-
fulltrúi, benti á í ræðu, sem
hann flutti fyrir tillögunni,
að þótt ákveðnar reglur
hefðu ekki verið fyrir hendi
fram til þessa hefði þessa
sjónarmiðs þó verið gætt í
tilteknum málum. Þannig
hefði t.d. verið tekið tilboði
innlendrar skipasmíðastöðv-
þjóðarinnar stendur að, er
smám saman skellt á Gyð-
inga. Þetta kemur fram í á-
lyktunum, sem samþykktar
eru á fundum, sem engir sér-
stakir aðilar standa að, en
eru samt skipulagðir að ofan,
Þar er krafizt refsingar yfir
þeim, sem standi að baki ó-
eirðunum, en það séu „zion-
istiskir áhangendur, sem
hafi öðlast hvatningu vegna
þess umburðarlyndis sem
þeim hafi verið sýnt.“ í
einni ályktun var sagt: „Við
munum ekki leyfa, að zion-
istar hljóti vernd með því að
ásaka okkur um Gyðigahat
ur“.
Það er smám saman að
verða að mjög útbreiddu
kænskubragði á mörgum stöð
um í heiminum að halda því
fram, að and-zionismi ogGyð
ingahatur sé tvennt ólíkt.En
hin opinbera afstaða pólskra
stjórnarvalda kemur fram í
svari í flokksblaðinu „Try-
buna Ludu“ við spurningum
frá mörgum lesendum blaðs-
ins, hvað zionismi er. Þar seg
ir, að „zionismi sé hin borg-
aralega þjóðernisstefna Gyð-
Framh. á bls. 31
ar í strandferðaskipin, þótt
það hafi verið nokkru hærra
en lægsta erlend tilboð og á
sama hátt hefði verið ákveð-
ið að byggja yfir hina nýju
vagna SVR hérlendis, þótt
það verk hefði fengizt á nokk
uð hagkvæmara verði er-
lendis.
Þessi sjónarmið eru auð-
vitað sjálfsögð, enda hlýtur
það að skipta atvinnulíf þjóð
arinnar töluverðu máli, að
sem allra flest verk, sem
hægt er að vinna í landinu
sjálfu, verði unnin hér en
ekki erlendis. Þeirri reglu
eiga a.m.k. opinberir aðilar
að fylgja svo sem kostur er.