Morgunblaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1968
17
Jöíi á Reynistað
áttræður
JÓN bóndi Sigurðsson á Reyni-
stað varð áttræður hinn 13.
marz sl. Jón er borinn og barn-
fæddur á Reynistað, einu feg-
ursta og búsældarlegasta höfuð-
bóli á íslandi. Þar hefur hann
átt heima alla sína löngu ævi og
gert garðinn frægan, svo að sízt
hefur hallað á hi'ð forna höfð-
ingjasetur um daga hans og frú
Sigrúnar, hans glæsilegu hús-
freyju. Vandfundin munu þau
trúnaðarstörf, sem Jón Sigurðs-
son hefur ekki verið kjörinn til
af samhéraðsmönnum sínum. Fá-
ir hafa setið lengur á Alþingi en
Jón á Reynistað og ætíð hefur
hann komið þar fram til góðs,
verið mannasættir og flestum
öðrum tillögubetri. Eftir mann-
virðingum hefur Jón Sigurðsson
hins vegar aldrei sótzt. Sann-
færing hans er sú, að á Islandi
sé ekki til meiri heiðurssess en
bóndastáðan á Reynistað. Þann
sess hefur hann sannarlega setið
með sæmd.
Vetur við Árbæ. (Ljósm. Sn. Sn.)
REYKJAVÍKURBRÉF
iLaugard. 23. marz
Þunglniiiir menn
Þegar það fréttist um og eftir
helgina, að sættir væru að kom-
ast á í verkföllunum létti flest-
um. Þó voru frá því nokkrar
undantekningar. A Dagsbrúnar-
fundi reyndu ungir verkfallsverð
ir, þ.e.a.s. útsendarar Æskulýðs-
fylkingar kommúnista, að koma
í veg fyrir sættir. Þar hlutu þeir
harla litlar undirtektir fundar-
manna, en því betri í forysítu-
grein Þjóðviljans sl. miðvikudag.
Á Alþingi hefur Lúðvík Jósefs-
son sjaldan verið þungbúnari en
á mánudag og þriðjudag. Svipað
var um núverandi sálufélaga
Lúðviks, Eystein Jónsson.
Báðir höfðu þessir menn ásamt
Þórarni Þórarinssyni og Magnúsi
Kjartanssyni opinberað hug sinn
tii skjótrar lausnar verkfallanna
í umræðum utan dagskrár í
neðri deild fimmtudaginn í fyrri
viku. Þá gerðu þeir kumpánar
mikinn rabaldur út af kröfu um
útvarpsumræður um „Til-
lögu til þingsályktunar um
lausn verkfalla“, sem Lúðvík
Jósefsson, Ólafur Jóhannesson,
Magnús Kjartansson og Þórarinn
Þórarinsson höfðu flutt mánu-
daginn þar á undan. Sjálf er
þessi þingsályktunartillaga með
algjörum endemum. Hún hljóðar
svo:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að beita sér þegar í
stað fyrir lausn verkfallanna
með lagasetningu um verðtrygg-
ingu launa í samræmi vfð það,
sem verkalýðshreyfingin hefur
sett fram“.
Ef tillögumennirnir hefðu trú-
að því, að lagasetning um verð-
tryggingu launa mundi líkleg-
asta ráðið til lausnar þeirra
vandamála, sem við var að etja,
þá mundu þeir að sjálfsögðu
hafa flutt slíkt lag^frumvarp
sjálfir. í stað þess báru þeir
fram þingsályktunartillögu um
áskorun þessa efnis á ríkisstjórn
ina, þó að hún hafi í sl. nóvem-
ber fengið *líka lagasetningu af-
numda og marglýst því síðan, a'ð
skoðun hennar á þessu væri ó-
breytt. Og ekki var svo vel, að
í tillögu fjórmenninganna
væri sagt, hvert efni væntan-
legrar lagasetningar skyldi vera.
Fljótt á litið hlutu menn að
ætla, að það væri endurlögfest-
ing ákvæðanna, sem félld voru
úr gildi í nóvember. Samkvæmt
skýringum Ólafs Jóhannessonar
í sjónvarpi, sem a.m.k. Fram-
sóknarmennirnir síðán tóku und-
ir í umræðum á Alþingi, þá
átti efni væntanlegrar löggjáfar
að vera ótilteknar tillögur
verkalýðshreyfingarinnar, sem
hún „hafði sett fram“ á ein-
hverju stigi samningaviðræðna
hjá sáttasemjara. Aldrei fékkst
þó gerð grein fyrir um hver frá-
vik frá upphaflegum kröfum
væri þarna raunverulega að
ræða. Allt var í lausu lofti og
bersýnilega flutt einungis í áróð-
ursskyni.
i>engid a snio vio
verkalýðsíoring j -
ana
Eftirtektarverðast við tillög-
una var þó, að á meðal tillögu-
manna var enginn verkalýðsfor-
ingjanna, sem setu eiga á Al-
þingi og unnu að málinu á veg-
um verkalýðshreyfingarinnar. —
Víst er, áð sumir þeirra höfðu
beinlínis neitað því að vera
flutningsmenn, enda sýna verkin
merkin, að enginn þeirra skrif-
aði upp á tillöguna. Skýringin á
þessari afstöðu þeirra fór ekki
fram hjá neinum. Hún var sú, að
þeir töldu tillöguna lagaða til að
spilla lausn en ekki greiða fyrir
henni. Enda varð sú raunin á,
að þegar að því kom að ákveða
skyldi dag fyrir útvarpsumræð-
ur um tillöguna, þá létu fyrir-
svarsmenn beggja samninga-
nefnda, verkalýðshreyfingarinn-
ar og vinnuveitenda, og sátta-
semjhri uppi þá sköðun, að eins
og á stæði væri slík umræða til
þess löguð að spilla sáttamögu-
leikum eða a.m.k. að draga þá á
langinn.
Blygðimarlausari
eu kommar
Ætla hefði mátt að eftir aÓ
óskir þessara aðila voru vitaðar,
hefðu flytjendur tillögunnar
ekki einungis orðið ásáttir um
að falla frá útvarpsumræ'ðum
á þessu stigi heldur beinlínis
fara fram á, að úr henni yrði
ekki. En það var síður en svo,
að slíkt byggi í huga þeirra.
Bæði Lúðvík Jósefsson og Ey-
steinn Jónsson fullyrtu þvert of-
an í staðreyndir, að það væri úr
lausu lofti gripið, að aðilar
hefðu borið fram þvílíkar óskir.
Þvert á móti notúðu þeir þessi
tilmæli til dólgslegra árása á
forseta Sameinaðs Alþingis og
ríkisstjórnina. Lúðvík Jósefsson
lét að því liggja, að formaður
18 manna nefndar verkalýðsfé-
laganna væri maður, sem engu
réði um framgang mála innan
nefndarinnar. Eysteinn Jóns-
son fór ekki dult með,
að efst var í huga hans að knýja
fram stjórnarskipti eða a.m.k. að
skapa aðstöðu, sem gerði honum
hægara fyrir að bera sakir 6
ríkisstjórnina, hvað sem lausn
sjálfs verkfallsins liði.
í sjálfu sér þurfa menn ekki
að undrast framkomu manna
eins og Lúðvíks Jósefssonar og
Magnúsar Kjartansson. Þeir trúa
á nauðsyn verkfalla og nytsemi
þeirra til hvatningar verkalýðn-
um í baráttu fyrir nýju þjóð-
skipulagi. Til skamms tíma hefur
slíkur hugsunarháttur hins veg-
ar verið harðlega fordæmdur af
Framsóknarmönnum. Nú virðist
annað vera uppi. Einmitt á þeim
tíma, þegar bændur á Suður-
landi urðu að hella niður mjólk
að því er talið var fyrir 1 mill-
jón króna á dag, þá gerðu for-
ustumenn Framsóknar sér leik
að því að draga verkfallið á
langinn, að dómi forustumanna
beggja aðila og sjálfs sáttasemj-
ara ríkisins.
r
Ometanleg viður-
Um einstök atriði verkfallsbar
áttunnar og samningsgerðarinn-
ar ver'ður, ef af líkum má ráða,
þrætt langa lengi. Óhagganleg
staðreynd er samt, að a'ðalatrið-
ið í samningsgerðinni er viður-
kenning á, að menn verði að
sníða sér stakk eftir vexti, draga
úr kröfum og eyðslu vegna
þeirra viðhorfa, sem skapazt
hafa af völdum hinna marghátt-
uðu áfalla, sem atvinnuvegir ís-
lendinga hafa orðið fyrir síðustu
misserin. Á einskis manns færi
er nú að kveða á um hversu
þessar byrðir verði þungar áður
en yfir lýkur. Óvissan í íslenzk-
um atvinnuháttum er allt of
mikil til þess, að slíkt verði með
nokkurri nákvæmni metið og
vegið fyrirfram. Aðalatriðið er,
að menn viðurkenni örðugleik-
ana og hafi Itjark til að snúast
gegn þeim m#ð sameiginlegu á-
taki, með sameiginlegri fórn, ef
menn vilja svo til orða taka.
Eldri kynslóð Framsóknarmanna
hefur gengið harðast fram í því,
að loka augunum fyrir þessum
staðreyndum og neita, að nú
væri við nokkuð óvenjulegt að
etja. í þessu hefur offors hinna
öldnu Framsóknarforingja verið
enn meira en jafnvel manns eins
og Lúðvíks Jósefssonar, sem
sannarlega lætur sér þó ekki allt
fyrir brjósti brenna. Hann sýn-
ist vera þeim mun nær hinu
verst stæða fólki, atvinnuþörf
þess og afkomu, að hann lokar
ekki með öllu augunum fyrir
staðreyndum. Engu að síður er
meginmunur á honum og verka-
lýðsforingjunum. Þeim verður
ekki legið á hálsi, þó að þeir
berjist eftir föngum fyrir hags-
munum umbjóðenda sinna, og
krefjist þess, eins og þeir segja,
að byrðunum sé réttlátlega jafn-
að niður. En þeir hafa nú í
verki viðurkennt, að byrðum
verði að jafna niður, og allir
verði nokkuð á sig að leggja. Þeg
ar litið er til ofstækis þeirra
eigin flokksmanna, sem meta
stjórnmála- og stéttabaráttuna
meira en raunverulega hagsæld
verkalýðsins, og stöðugra ögr-
ana Framsóknarflokksins, þá
verður að játa, að sú viðurkenn-
ing, sem verkalýðsforingjarnir
veittu með samningsgerðinni,
er þakkarverð, enda hafa þeir af
henn1 vaxið.
Neituðu að gerast
liandbendi öfga-
aflanna
Rík ástæða er einnig til a'ð
benda á, að hinir vinstrisinnuðu
verkalýðsforingjar voru enn að
þessu sinni ófáanlegir til þess að
haga meðferð mála svo, að í
odda skærist á milli ríkisvalds-
ins og verkalýðshreyfingarinnar.
í nóv. sl. duldist engum, sem
með fylgdist, fyrir hvílíkum
vonbrigðum forystumenn Al-
þýðubandalags og Framsóknar-
flokks urðu, þegar þá tókst að
leysa úr málum án stórátaka.
Magnús Kjartansson var þegar
búinn að flytja — me'ð bros á
vör — útfararræðu yfir ríkis-
stjórninni. Hann og sálufélagar
hans huggðu eigi síður gott til
glóðarinnar nú. Þeir töldu víst,
að stjórnin gæti ekki staðið af
sér „allsherjarverkfall“, eins og
þeir komust að orði. Auðvitað
hafa þeir verkalýðsforingjar,
sem andstæðir eru stjórnarstefn-
unni, enga löngun til að styrkja
ríkisstjórnina. En þeir létu nú,
eins og í nóvember, málefnin
ráða og leystu þegar á reyndi
deiluna í gó’ðri samvinnu við
ríkisstjórnina, með beinu fyrir-
heiti um áframhaldandi sam-
starf að því að halda uppi at-
vinnu í landinu, eins og ríkis-
stjórnin hefur lagt megin-
áherzlu á frá upphafi.
Það er einnig rétt að gera sér
ljóst, að 18 mannanefndinni
voru mjög um geð öfgarnir,
sem lýstu sér í framferði Sókn-
ar gegn sjúklingum, einmitt
þeim er helzt mætti ætla að væri
haldið utan við þvílíkar deilur.
Sjaldan hefur sjálfsblekking orð-
ið ljósari, en þegar form. Sókn-
ar hélt því fram í alþjóðaráheyrn
að framferði félags hennar nyti
almennrar samúðar. Ábyrgðar-
leysið og ofstækið virtist vera
hóflaust. Formaðurinn hafði ekki
gert sér neina grein fyrir hversu
margar félagskonur hennar væru
í verkfalli, og sýndist af algeru
handahófi hafa valið þá, sem
fyrir þessari atlögu urðu. Eins og
fyrr segir ber að meta, að hinir
eiginlegu verkalýðsforingjar
vildu ekki eiga þátt í þvílíku at-
ferli. En þeir höfðu ekki rænu
á að gera gagnráðstafanir. í fram
tíðinni veröa allir að leggjast á
eitt um, að komi’ð verði í veg
fyrir, að annað eins hneyksli
endurtaki sig.
Var Iiægt að ná
hinn sarna án verk-
falls?
Samtimis því, sem viðurkennt
er það, sem vel hefur verið gert,
þá hljóta menn að spyrja, hvort
því hefði ekki verið unt að ná
án þess, a'ð í verkfallið væri far-
ið. Allar líkur benda til þess, að
allir eða flestir forystumenn
verkfallsins hafi leiðzt út í það,
án þess að hafa til þess eindreg-
inn ásetning. Þvert á móti munu
þeir hafa trúað því í lengstu lög,
að fram hjá verkfalli yrði kom-
izt. Innbyrðis ágreiningur, tor-
tryggni, metingur og gagnkvæm-
ar ögranir urðu til þess að farið
var lengra, stig af stigi, en ætlun
in upphaflega var. Samningav'ð
ræður við atvinnurekendur voru
alls ekki teknar upp fyrr en á
næstu dægrum áður en verkfal'-
ið skyldi skella á og þá með sl'k
um lausatökum, að öllum mátti
vera ljóst, að vonlaust væri um
árangur, enda ekki við honum
að búast á meðan allt logaði í
tortryggni á me’ðal verkalýðsfor-
ingjanna. Sjálfir ræddu þeir
ekki sín á milli af neinum trún-
aði um raunhæfa lausn fyrr en
töluvert var liðið á verkfallið.
Trúin á gildi verkfalla til
lausnar vandamálum fer óðum
minnkandi. Annað mál er, hvort
menn telja fært að banna þau
með öllu. Svo er hvergi gert í
lýðfrjálsum löndum, nema sér-
staklega standi á, þó áð verkföll
þyki höfuðglæpur allsstaðar. þar
sem kommúnísk stjórn er við
völd. Á meðan verkfallsréttur er
viðurkenndur, — og það væ'i
algjörlega óraunsætt að ímynda
sér, að slík viðurkenning ver’ði
afnumin á íslandi í fyrirsjáan-
legri framtíð — þá verður að
krefjast þess, að aðilar hafi raun
verulega leitað samninga og
sátta hæfilega löngu áður en
verkfall á að hefjast. Skilyrði
slíkra sáttaumleitana er að sjálf-
sögðu það, að aðilar hafi sjálf r
gert sér grein fyrir áð hveriu
stefna beri og hverjar séu þær
lágmargskröfur, sem þeir hljóti
að gera. Að þessu sinni er óhætt
að fullyrða, að hvorugt þessa var
fyrir hendi.
Stuiidiim verður
að reyna á
Sjaldan vinnst með verkföll-
um það, sem ekki er hægt að ná
friðsamlega með skynsamlegum
samningum, ef til þeirra gefst
nægur tími. En stundum verður
til hlítar að reyna á og koma í
ljós, að áðilum sé fullkomin
alvara. Mjög er með ólíkindum
að sú breyting á verðtryggingu
launa eða verðlagsuppbót, sem
nú hefur fengizt með frjálsum
samningum, hefði tekizt átaka-
laust, ef hana hefði átt að knýia
fram með löggjöf frá Alþingi.
Þá hefði til viðbótar ásökunum
um kjaraskerðingu verið haldi'5
fram, að kjaraskerðinguna ætti
að knýja fram með valdi þvert
ofan í vilja aðila sjálfra; þvílíka
þvingun yrði að hindra, hvað
sem öllu öðru liði. Þess vegna
mun það nær sanni, að enn hafi
sýnt sig, að þótt frjálsræ'ðið sé
oft kostnaðarsamt og erfitt, þá
er það líklegast til árangurs. Án
þessa frjálsræðis er meira en ó-
líklegt, að fengizt hefði hin ó-
metanlega viðurkenning á nauð-
synlegum viðbrögðum við áföll-
unum, sem fékkst með samning-
unum sl. mánudag.