Morgunblaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1968 5 Það þurfti engum að koma á óvaent, þótt Alþýðubandalags- menn og Framsóknarmenn gerðu verkfallsmálin að umræðuefni á Alþingi. Hitt er öllu meira undr- unarefni hvernig málatilbúnaður þeirra var, og ber hann einn vitni þess hversu mikil heillyndi umrædda stjórnmálamanna var um lausn vinnudeilunnar. Strax á fyrsta degi verkfalls- ins urðu töluverðar umræður um það utan dagskrár. Málshefjandi var Lúðvík Jósefsson, sem taldi ríkisstjórnina geta leyst úr verk föllunum og þeim erfiðleikum, sem við var að etja, með yfir- lýsingu einni saman! Þegar verk fallið hafði svo staðið um viku- tíma, fluttu þingmenn áður nefndra flokka tillögu til þings- ályktunar um lausn verkfall- anna. Sem kunnugt er eiga sæti á Alþingi, sem þingmenn Alþýðu- bandalagsins, þrír atkvæða— og áhrifamestu forystumenn verkalýðshreyfingarinnar, þeir Hannibal Valdimarsson forseti A.S.Í. og, Eðvarð Sigurðsson og Björn Jónsson, báðir formenn fjölmennra verkamannafélaga. Það hefði því mátt búast við að þessir menn mundu standa að tillögunni, fyrst hún var á annað borð flutt. En svo var ekki. Flutningsmenn voru Lúð- vík Jósefsson, Eysteinn Jónsson, Magnús Kjartansson og Þórar- inn Þórarinnsson. Línukommún- istar og maddama framsókn höfðu því enn einu sinni skrið- ið saman undir feld, og þar var vissulega um að ræða ástir sam- lyndra hjóna. Það kom á daginn að verka- lýðshreyfingin taldi tillögu þessa ekki flutta í sína þágu, eða a.m. k. kærðu forystumennirnir sig lítt um að fram færi um hana útvarpsumræða, með pólitískum æsinga og áróðursræðum, þegar vinnudeilan var komin á samn- ingastig. Samkvæmt þingsköpum höfðu flutningsmenn tillögunnar rétt til að óska útvarpsumræðu um málið, hvað þeir og gerðu. Og sénnilega hafa þeir hugsað gott til glóðarinnar. Verkföll eru ó- vinsæl og þarna hugðu þeir tæki færi biðist til að koma þeim ó- vinsældum á ríkisstjórnina. Stjórnarflokkarnir munu hafa verið tilbúnir að ganga á móts við óskir flutningsmanna tillög- unnar, að hún yrði rædd, hið fyrsta. En þá komu fram óskir frá báðum deiluaðilum í vinnu- deilunni og sáttasemjara um að umræðu þessari yrði frestað og hefði það vægast sagt verið ein- kennileg ráðstöfun, ef ekki hefði verið farið að óskum þessara að- ila. Þessi málalok voru komm- únistar og framsóknarmenn ekki sáttir við. Þeir sáu fram á að vinnudeilan var að leysast, án þess að þeim gæfist tækifæri til að spilla fyrir með viðræðunum á opinberum vettvangi. Lúðvík og Eysteinn sáu, að enn á ný voru þeir að fara halloka fyrir Hannibal og Birni. Þetta þótti ærið tilefni til nýrra umræðu utan dagskrár, og að þessu sinni var veitzt að forseta Sam- einaðs Alþingis, fyrir að hlýta ekki þeirra ráðum og hafa um- ræðuna tafarlaust. Töluðu þeir Lúðvík og Eysteinn fjálglega um, að ekki væri viðhöfð venju- leg þingleg meðferð á máli þessu, og sannaði það, að ríkisstjórnin óttaðist opinberar umræður um það. Það var óravegur frá sannleik anum að halda því fram að til- laga þessi sætti ekki þinglegrj meðferð. Fundir Sameinaðs—Al- þingis eru jafnan haldnir á mið vikudögum og eru þá þingsá- lyktunartillögur teknar til um- ræðu. En venjan er, að á fyrsta fundi í Sameinuðu—Alþingi, eft- ir að tillagan er lögð fram, sé tekin ákvörðun um hvernig hún skuli rædd, og hún síðan tekin til umræðu næsta miðvikudag á eftir. Líður því oftast um hálf- ur mánuður frá því að tillag- an er lögð fram, unz hún kemur til umræðu. í ljósi þessa, er ekki ófróð- legt að gefa gaum að efni til- lögunnar, en hún var svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að beita sér þegar í stað fyrir lausn verkfallanna með lagasetningu um verðtrygg- ingu launa í samræmi við það, sem verkalýðshreyfingin hefur sett fram.“ Af þessu má sjá, að tillagan felur í sér áskorun til ríkisstjórn arinnar um að semja frumvarp um verðtryggingu launa og leggja það fram á Alþingi. Hefði ekki legið beinna við fyrir flutn ingsmenn að semja sjálfir slíkt frumvarp, leggja það fram og leita eftir hvort það nyti stuðn ings eða ekki? Þá hefði líka get- að farið fram 1. umræða um mál- ið daginn eftir að frumvarpið var lagt fram, , án þess að til afbrigða frá þingssköpum hefði þurft að koma. Forsætisráðherra, Bjarni Bene diktsson, flutti snjalla ræðu, í tilefni moldviðris flutningsmanna tillögunnar um að hún sætti ekki þinglegri meðferð. Sagði for sætisráðherra m.a. í ræðu sinni: Það er mikill ábyrgðarhluti að vilja knýja fram umræður á þessu stigi, þvert ofan í yfir- lýsingar forystumanna beggja deiluaðila, um að opinberar deil- ur, sem óhjákvæmilega hlytu að verða harðvítugar, væru látnar bíða meðan menn væru að reyna að finna lausn í þessu mjög erf- iða máli. Það er eins og haft er eftir einum glöggum og gegn- um stjórnmálamanni. Hann á að hafa sagt, að þær viðræður, sem hafa átt sér stað í útvarpi og sjónvarpi að undanförnu milli forystumanna aðila, væru svip- aðar þvi eins og menn ætluðu að fara að semja um lausn deil- unnar gegnum hátalara á sjálfu Lækjartorgi. Það var glöggur og greindur maður, margreyndur, sem gaf þessa lýsingu á þessari samningsaðferð. Hafi sú lýsing átt á sér rétt á þeim fréttaflutn- ingi, sem fram hefur farið nú þegar, á hún enn þá frekar við þá aðferð, sem hér er verið að stinga upp á og reynt er að knýja forseta með ögrunum að láta fram fara, á þeim tíma sem aðilar þeir, sem eru að semja um málið, biðjast undan þeim.“ Eysteinn Jónnsson flutti einn- ig ræðu um málið, og sagði í henni m.a. að ríkisstjórnin þyrfti ekki annað en að rétta út hendi til að leysa vinnudeiluna. Ráða- góður maður Eysteinn og virðist fara fram með aldrinum. Að minnsta kosti var hann ekki svona ráðagóður á síðustu dög- um vinstri stjórnarinnar. Ef til vill er hann búinn að gleyma hvað varð þeirri stjórn að falli, en það var einmitt vinnudeilur, sem voru þeim mun auðleysan- legri þá en nú, að þjóðhagsleg- ir erfiðleikar sökum aflaleysis og sölutregðu á erlendum mörk- uðum voru ekki svipað því eins miklir. Þegar frumvarp til stjórnskipu laga kom til 3. umræðu í efri— deild í vikunni flutti Pétur Bene diktsson athyglisverða ræðu. Mönnum hefur verið tíðrætt um tillögu hans um að forsetaem- bættið yrði lagt niður, og sýnist þar eðlilega nokkuð sitt hverj- um. Flestir munu þó á þeirri skoðun að ekki séu æskilegar breytingar á æðstu stjórn lýð- veldisins, — en viðurkenna verð ur, að sjónarmið Péturs í máli þessu á fyllilega rétt á sér. Enn það var annað atriði i ræðu Péturs, sem var að mun verðara þess að því væri veitt athygli. Þar ræddi Pétur um endurskoðun á ákvæðum stjórn- arskrárinnar, er varðar kjör- dæmaskipunina. Þar var rætt um mál, sem orðið er aðkallandi og verður að endurskoða hið fyrsta og nauðsynlegt er að hið mikla misræmi verði leiðrétt. All ir geta verið sammála um það, nema ef til vill fáir Framsókn- armenn, að mikið ávannst í rétt- lætisátt með breytingunni 1959 En til að sýna hversu mjög skort ir á jafnan rétt kjósenda til að hafa áhrif á gang þjóðmála, leyfi ég mér að tilfæra kafla úr ræðu Péturs þar sem hann fjallar um málið: „Kjósendum landsins hafði fjölgað úr tæpum 100 þús. við kosningarnar 1963 í rösklega 107 þús. við síðustu alþingiskosn ingar, eða nákvæmar tiltekið um 7.303 kjósendur. Af þessarifjölg un féll langmestur hlutinn á Reykjavík, en þar næst áReykja nes. í Reykjavík hygg ég að fjölgunin hafi verið sem næst því, sem kjósendum í landinu hafði fjölgað almennt, ekkilangt frá 7,5% en í Reykjaneskjör- dæmi yfir 22%. í öðrum hlut- um landsins var fjölgunin mjög lítil, og jafnvel engin í tveimur kjördæmum. Tala kjósenda á hvern kjördæma kjörinn þing- mann var við síðustu kosningar hér í Reykjavík 3.785, á Reykja- nesi 3.345, á Norðurlandi, Vest- fjörðum og Vesturlandi að meðal tali 1.168 og á Suðurlandi, Aust- urlandi og Norðurlandi eystra 1.368. Með öðrum orðum hafa því íbúarnir í Norðurl. vestra, Vestfjörðum og Vesturlandi þre- faldan kosningarétt á við þá sem búa í Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi. Geta menn fært nokk ra skynsamlega ástæðu fyrir þessum mismun? Geta menn sagt mér t.d., svo ég taki dæmi af ágætum bónda í mínu kjördæmi, sem fluttist hingað norðan úr hinu fagra Húnaþingi, — hvers vegna á hann að hafa eitt at- kvæði, en fermingabræður hans, sem búa álíka góðum búum í Þingi eða Vatnsdal, að hafa þrjú. Það hlýtur að koma að því fyrr en síðar að það óréttlæti sem Pétur benti á ræðu sinni verð leiðrétt. Margir hallast að því, og ekki sízt ungt fólk, að taka beri á ný upp einmenn- ingskjördæmi, og hafa þau ein- göngu, en þá auðvita bundin öðrum mörkum en var 1959. Með því fyrirkomulagi eru fullir möguleikar á að koma á jöfn- uði, ekki síður en með hlutfalls- kosningu. Annars sló Pétur á gamansama strengi í þessari ræðu sinni, eins og hann á oft til að gera. Þó að þau mál sem Alþingi fjall- ar um, sé í fæstum tilfellum nein gamanmál, mætti þingmenn upp til hópa gjarnan tala í léttari tón. „Húmor“-leysi er áberandi í umræðum, — svo áberandi að það verkar eins og vin í eyði- mörk þegar þingmaður slær á léttari strengi. Hugimyndin uim þegnskylidu- vinnu hefur enn einu sinni skot- Framh. á bls. 12 Móttaka fermingarskeyta sumarstarfs KFUM og K er í Melaskólanum og Amtmannsstíg 2B, kl. 10—5 sunnudaga. Vatnskógur — Vindáshlíð. Einbvlishíis óskast j Höfum kaupanda að góðu steinhúsi (einbýlishúsi) um 160 ferm. á góðum stað í borginni. Má vera 15—20 ára. Mikil útborgun. NÝJA FASTEIGNASALAN, Laugavegi 12, sími 24300. WKARNABÆR Klapparstíg 37 — Sími 12937. SIMYRTIVÖRUDEILD TAKIÐ VEL EFTIR! VIÐ HÖLDLHi KYNIMIIMGU Á IVIARY QLANT SNYRTIVÖRIJIVi ★ BRUSH LIPSTICK Stórkostleg nýjung í varalitum, seldur í nokkra daga, aðeins með hálfvirði. ★ LIQUID SHADOW Fljótandi augnskuggi — nýjung, aðeins í nokkra daga á hálfvirði. ALLAR VÖRUR FRÁ MARY QUANT FÁ- ANLEGAR — KOMIZT í KYNNI VIÐ ÞESSAR MARGUMTÖLUÐU SNYRTIVÖR- UR UNGU KONUNNNAR. w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.