Morgunblaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNB'liAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1968 MFagias: FIMMTA W mmN hennar með. Og það á tímum, þegar menn áttu helzt að vera ástfangnir af öllu, sem þýzkt var. Té á hverjum eftirmiddegi. Jafn vel meðan umsátin stóð yfir. í kolakjallaranum, með þrjátíu manns á nokkruan fermetrum, þau sem fólkið varð að eta og sofa, spila, elska og ganga örna sinna. —Við höfðum tvö berklatil- felli í kjallaranum þar sem ég var meðan á umsátinni stóð, sagði Nemetz. Annað — það var ung stúlka — dó meðan á þessu stóð. Við urðum að jarða hana í kjallaranum. Það var bara ekki vandlega gert og eftir fáa daga var óþefurinn orðinn óþolandi. Þessvegna tók ég saman föggur mínar, eina nóttina meðan verð irnir sváfu, og flutti mig upp i íbúðina mína á fjórðu hæð. Ég vildi heldur springa í loft upp en kafna. — Ég var í læknaliðinu í ó- friðnum, hélt læknirinn áfram. Við vorum í sjúkralestinni og ókum fram og aftur milli rúss- nesku vígstöðvanna og Buda- pest. Við vorum að losa nokkra sjúklinga á Suður—brautarstöð- inni, þegar rússneski herinn kom til borgarinnar. Þetta var seint í desember, rétt fyrir jól. Þá var ég orðinn þreyttur á stríð- inu og í stað þess að fara aftur með þjóðverjunum til vígstöðv- anna, strauk ég. Ég var í ein- kennisbúningi og varð þess- vegna að komast heim, til að fá mér önnur föt. Það var tals- vert langt frá stöðinni í Buda og heim til móður minnar í Pest. Það hættulegasta var ekki Rúss- arnir, heldur þýzku SS—menn- irnir og ungverska herlögreglan, sem var stöðugt á stjái að leita strokumanna. Um fimmleytið um daginn komst ég heim og fann móður mína í kjallaranum. Þar sat hún, innan um allan skítinn, í hægindastól frá tíma Önnu drottningar og við ekta Regency —borð og helti te úr Wedge- wood—könnu í Crown Derby bolla. Á borðinu var ræfilslegur kniplingadúkur og á bakka lá gamalt brauð með svínafloti á Og Anna stóð við hliðina á henni með könnu af heitu vatni. Þetta var hreint brjálæði. Þarna sat móðir mín og fylgdi út í aesar þessum gömlu te-seri- moníum, meðan lítill drengur þar skammt frá henni var að gubba í kopp og kona að rista lauk yfir sprittvél. Anna stóð HAMBORG Loftleiðir h.f óska eftir að ráða íslenzka stúlku til starfa í skrifstofu félagsins í Hamborg frá 15. apríl 1968 til ársloka 1969. Umsækjendur séu á aldrinum 20—25 ára, hafi góða almenna menntun og gott vald á ensku og þýzku. Umsóknir fást á skrifstofum félagsins Vestur- götu 2, Reykjavíkurflugvelli og á Keflavíkurflug- veli, svo og hjá umboðsmönnum félagsins úti á landi, og skulu umsóknir hafa borizt ráðningar- stjóra Loftleiða fyrir 5. apríl n.k. llOFTLEIDIR ARWA SOKKABUXUR FALLEGAR STERKAR ÓDÝRAR teen-hose ARWA ARVtA ER MERKtÐ SEM TRYCGIR BEZTU GÆÐl FYRIR BEZTA VERÐ ANDVARI HF., Smiðjustíg 4, Sími 20433. þarna og horfði á, eins og ein- hver miskunnarengill í svarta kjólnum með hvítu svuntuna. Að minnsta kosti var hún á þessari stundu eins og engill í mínum augum. Ég hafði komizt yfir hana í einu fríinu mínu og það, að ég fór að strjúka, var mest vegna þess, að mig langaði að sofa hjá henni aftur. Hann þagnaði snögglega og leit á Nem etz. — Hversvegna í fjandanum er ég að segja yður þétta allt? Hann hló, snöggt og kuldalega. — Og þér hlustið á það. Hvers- vegna? — Ég hélt, að ég hefði sagt það fullskljjanlega, svaraði Nemetz, — að ég vildi fá heild- armynd af konunni yðar og öllu umhverfi hennar og uppruna, svo og lífsvenjum hennar. Þess- vegna er þetta, sem þér hafið sagt mér, einmitt það, sem ég vildi gjarna heyra. — Þér eruð skrítinn náungi, herra fulltrúi, sagði Halmy og hló. Stórmerkilegur. Þér fallið alls ekki inn í þá mynd, sem ég hafði gert mér af ungversku lögreglunni. — Þá er myndin kannski skökk. Ég tók eftir því, að jafn- vel þetta, að maður geti haft gaman af bókum, kom yður á ó- vart. En heyrið þér nú, sagði hann og sló út í aðra sálma. — Þér sögðust hafa strokið vegna Önnu Toth. Þá verð ég að álykta, að þér hafið verið ástfanginn af henni. Halmy hristi höfuðið. — Nei, ekki ástfanginn. Þetta að vera ástfanginn — ég á við sjálfa tilfinninguna, allt þetta hugtak — er hrein skynvilla. Ekki ti) nema sem ímyndun. Að minnsta kosti bendir það á eitthvert þroskaleysi. Mann langar til að sofa hjá stúlku. Eða maður hef- ur þegar sofið hjá henni og þótt það gott. Þetta kallar sumt fólk ást. En það geri ég ekki — að minnsta kosti ekki tilfinningar mínar gagnvart Önnu. Ég gerði einga tilraun til að blekkja sjálf an mig, enda hefði það mistekizt. Því . .. sjáið þér til, ég hafði einusinni verið ástfanginn áður. — Þér voruð rétt að segja, að — Ég var búin að lofa Sigurði krónu fyrir hvert bein sem hann gæti fundið. þér tryðuð ekki á neitt þess- háttar. — Nei, nú orðið geri ég það heldur ekki. En þó gerði ég það. Ég hafði verið trúlofaður stúlku með því rómantiska nafni Cle- mentine Monghetti. Hún var af ítölskum ættum, höfðingjum, og rammkaþólsk. Ég var sjálfur ka- þólskur, svo að ekkert var því til hindrunar, að við gætum gift okkur, hvorki af hendi mömmu né foreldra hennar. Eina skil- yrðið var, að við skyldum bíða þangað til styrjöldinni væri lok- ið. Clementine var glæsileg og aðlaðandi stúlka og í hvert skipti sem ég fór aftur til víg- stöðvanna, eftir að hafa hitt hana, var ég alveg viti mínu fjær. Hún vildi ekki sofa hjá mér en heimtaði samt órjúfandi tryggð. Þessvegna hafði ég í meira en heilt ár, ekki verið með neinni stúlku, og ef á það er litið að ég var hálfþrítugur og fullkomiega eðlilegur, gerði þetta tilveruna að hreinasta hel- víti. Ég er sannfærður um, að hún elskaði mig, en það var bara þessi vitleysislega trú hennar, að hún ætti að ganga ósnortin upp að altarinu, sem kom henni tii að þrjózkast við. Vitanlega kysstumst við og gældum hvort við annað, en það var bara verra en ekki neitt. Þar við bætt ist þessi hræðsla hennar, að ég kæmist ekki lifandi úr stríðinu og hún var hreinasta plága. Þannig fór ég að líta á sjálfan ! mig sem einhvern píslarvott, sem yrði að líða fyrir fyrirfram tap- að mál, og þá fannst mér það ! minnsta, sem hún gæti gert væri | að hún gæfi frat í allar siða- ! reglur og kæmi uppí til mín. En, svo að ég ljúki sögunni ■ í stuttu máli, þá slapp ég lifandi I og óskaddaður, en í einni árás | Bandamanna varð hús foreldra ; Clementine fyrir sprengju og i eyðilagðist gjörsamlega. Þar var I ekki eftir eitt pund af holdi fjölskyldunnar, ekki svo mikið sem hárlokkur af Clemen- tine, ekki einn útlimur eða bein- flís. Öll sú fegurð og fullkom- j leiki, sem verið hafði Clementine var nú rokið út í veður og vind. | Það voru þessir blessuðu Eng- lendingar hennar mömmu, sem i gerðu þetta. Sonur frænku henn ! ar „jolly good fellow“, Freddy- I boy getur vel hafa verið sá, sem ' kastaði sprengjunni. Við Freddy 24. MARZ. Hrúturinn. 21. marz — 19. apríl. Þú ættir að styðja starfsemi, sem þér er hugstæð, ekki nauð- synlega með peningum, heldur með áhuga og góðum vilja. Farðu í kirkju og bjóddu síðan heim til kaffidrykkju. Nautið. 20. apríl — 20. maí. Þér finnst afskaplega gaman að tala í dag og ættir að láta það eftir pér. Ýmis gullkorn munu óhjákvæmilega fljóta með og þeim verður tekið með fögnuði. Tvíburarnir. 21. maí — 20. júní. Farðu í kirkju í dag og síðan rakleitt heim til þin. Gættu þín í umferðinni. í kvöld skaltu bjóða heim til þin gömlum skólafélögum, sem þú hefur ekki séð lengi. Krabbinn. 21. júni — 22. júlí. Þú ert eirðarlaus og órólegur í dag og við því er ágætt ráð: fara í kirkju og taka þátt í söng og bænagjörð. Þú hefur unnið vel og dyggilega undanfarið og skalt hvíla þig síðdegis. Ljónið. 23. júli — 22. agúst. Þegar þú hefur lokið skyldustörfum dagsins skaltu gera á- ætlanir um næstu viku og síðan mættirðu gjarnan framfylgja þeim af áhuga og dug. Jómfrúin. 23. ágúst — 22. spetember. Þú skalt fara í kirkju í dag og sækja þangað andlegan styrk og hressing Skemmtu þér í hófi með góðum vinum þínum um kvöldið. Vogin. 23. september — 22. oktober. Þú nýtur hylli hvar sem þú birtist í dag. Farðu í kirkju. Gættu að mataræði þínu, þú ert ekki nógu hraustur til að þola það sem þú hefur látið í þig upp á síðkastið. Drekinn. 23. október — 21. nóvember. Skapsmunir þínir eru óttalega leiðinlegir í dag. Farðu í hress- andi gönguferð og reyndu að jafna þig. Það er engin ástæða til að þetta bitni á þínum nánustu. Bogmaðurinn. 22. nóvember — 21. desember. Þú skalt velja úr þá sem þú vilt umgangast í dag, sýndu' þeim vináttu og veittu þeim af rausn á heimili þínu í kvöld. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Ungt fólk, og börn geta valdið þér nokkrum sárindum í dag, en ekkert er þó af illvilja gert og skaltu hafa það hugfast. Farðu í kirkju. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Þú verður var við mikinn áhuga á sjálfum þér og störfum þínum I dag .Útskýrðu ákveðið mál fyrir vini þinum og reyndu að komast að samkomulagi. Fiskarnir. 19. febrúar — 20. marz. Þú ættir að hlusta vel á allt, sem sagt er s kringum þig 1 dag og leggja það á minnið. Farðu í ný föt. Eyddu ekki of miklum peningum. Leggðu fé fyrir til morgundagsins. Framh. á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.