Morgunblaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1968 Sextug á morgun: Steinun Jónína Sigurðardóttir Ég tel það mér ávallt til tekna að kynnast góðu fólki. Og þar sem ég hef nú í seinni tíð verið alltíður gestur á heimili Finns Árnasonar og Steinunnar J. Sig- urðardóttur, Óðinsgötu 21, og notið gestrisni þeirra ag góðvild- ar, þykir mér hlýða að minnast þessa áfanga í ævi hennar. Steinunn er fædd 25. marz 1908 á Þórshöfn á LanganesL Foreldrar hennar voru hjónin Sigþrúður Þórðardóttir og Sig- urður Jónsson. í tilhugalífinu voru þau vinnuhjú á prestssetr- inu Sauðanesi, hjá þeim ágætis- hjónum séra Arnljóti Ólafssyni og maddömu Hólmfríði Þorsteins dóttur. Þegar séra Arnljótur var búinn að pússa hina ungu elsk- endur saman vorið 1907, þá fluttu Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Finnbogi Finnbogason, fyrrverandi skipstjóri, Njálsgötu 27, lézt á Landakotsspítala 22. marz. Guðrún Finnbogadóttir, Hermann Guðlaugsson og börn. Móðir okkar Kristín Hansdóttir verður jarðsungin frá Frí- kirkjunni mánudaginn 25. marz kl. 2 e.h. Blóm afbeð- in, en þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti líknastofn- anir njóta þess. Fyrir hönd vandamanna. Vilberg Guðmundsson, Davíð Guðmundsson. Sigurður I. Sigurðsson Dvergasteinum, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju miðviku- daginn 27. marz. Athöfnin hefst með bæn að heimili hins látna kl. 1,30 e.h. Blóm afbeðin. — Ferð frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 11.30 sama dag. Vandamenn. Hjartkær eiginkona mín, Soffía Eydís Júlíusdóttir, Símstöðinni, Egilsstöðum, sem andaðist 19. þ.m. verður jarðsett þriðjud. 26. þ.m. kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Fyrir mína hönd, barna okkar og annarra vanda- manna. Björgvin Lúthersson. Kveðjuathöfn um Halldór Guðmundsson frá Súðavík, sem andaðist að Hrafnistu hinn 17. þ.m., fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. marz kl. 1,30. Börnin. þau til Þórshafnar og stofnuðu sitt heimili þar, og þar voru þau upp frá því. Steinunn giftist fyrri manni sínum, Gunnari Jónssyni tré- smið í Þorlákshöfn 1928. Gunn- ar var Vopnfirðingur að ætt. — Þau eignuðust fjórar dætur. Þær búa ein í Grímsey, ein í Hvammi í Þistilfirði, ein í Kópavogi og ein í Ameríku. Gunnar lézt 1940. Fjórða janúar 1944 giftist Steinunn seinni manni sínum, Finni Árnasyni, garðyrkjumanni, búfræðingi frá Hólaskóla, ættuð- um úr Borgarfirði eystra. Þau bjuggu fyrst á Þórshöfn. Dóttur Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Guðbjargar Þorsteinsdóttur frá Reykjum, Barónsstíg 53, Reykjavík. Björn Jóhannesson, Þorsteinn Björnsson, Guðrún Jónsdóttir, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Einar Þorsteinsson, Ósk Ágústsdóttir, Sigurjón Þorsteinsson, Sigurbjörg Ágústsdóttir. Okkar innilegasta þakk- læti til Hríseyinga og ann- arra vina og vandamanna fyr ir samúð við andlát og jarð- arför systur okkar, Guðrúnar Þorleifsdóttur. Helga Þorleifsdóttir, Pálina Þorleifsdóttir, Guðlaugur Þorleifsson. Innilegar þakkir og kveðj- ur sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, Helgu Daníelsdóttur, Grænugötu 6, Akureyri. Jón G. Jónsson, Daníel Jónsson, Ólafur Jónsson, Valgarður Jónsson, Gunnar Jónsson, Guðrún Daníelsdóttir, Magnea Daníelsdóttir, og aðrir vandamenn. eignuðust þau 23. marz 1944 og hlaut hún móðurnafn föðursins, Guðný María, og er starfandi fóstra hér í Reykjavík. Haustið 1946 fluttu þau til Ak- ureyrar. Þar eignuðust þau dreng 1947, en hann lézt aðeins 4ra mánaða gamall. Vorið 1955 fluttu þau svo til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan. Steinunn er sérlega hlédræg kona, en ævinlega í góðu skapi, trygglynd og vinföst, og þar hef- ur Finnur frændi minn eignazt góðan félaga og lífsförunaut. — Steinunn hefur átt við mikla vanheilsu að stríða í seinni tíð, en þó sérstaklega í vetur. En alltaf heldur hún þessu dásam- lega jafnvægi hugans og létta skapi. Finnur hefur nú heldur ekki farið varhluta af heilsu- leysi, og á fyrra ári var hann langdvölum á sjúkrahúsi. Þá sýndi Steinunn hversu mikill dugnaðarforkur hún er, því mik ið mæddi á henni þá, enda í mörgu að snúast. Það var mikið áfall fyrir þau, er Tómas Hjalta- son, tengdasonur þeirra fórst af slysi 6. sept sl. haust, því hann var þeim mjög kær, því Tómas var ágætis drengur og allra hug- ljúfi er þekktu. Steinunn mín. Ég vil svo að endingu óska þér til hamingju með þennan áfanga, og óska þér batnandi heilsu og ykkur hjón- um og börnum allrar gæfu og blessunar á ókomnum árum. 24. marz 1968. Davíð Ó. Grímsson. Þorsteinn Jóhannesson fyrrv. prófastur—Sjötugur í dag er sjötugur einn ágæí- asti maður íslenzkrar prestastétt ar, Sr. Þorsteinn Jóhannesson prófastur frá Vatnsfirði. Hann hefur unnið langan starfsdag há- vaða- og skrumlaust við miklar vinsældir safnaða sinna í af- skekktum byggðum, þar sem sam göngur voru lengztum mjög erf- iðar. Sr. Þorsteinn er fæddur þann 24. marz 1898 í Ytri-Tungu á Tjörnesi, sonur hjónanna Jóhann esar bónda þar Jóhannessonar, síðar á Ytra-Lóni á Langanesi og konu hans Þuríðar Þorsteins- dóttur prests á Þóroddsstað Jóns sonar prests í Reykjahlíð. Að honum standa Laxamýrarætt og Reykjahlíðarætt, miklir ættar- meiðir, en rætur þeirra liggja víða og djúpt í þjóðlífi íslend- inga. Lim þeirra er mikið og fag- urt og ávextirnir kostamiklir. Þessa hefur ríkulega gætt í skáld skap og ýmsum lífsgreinum, stjórnmálum og athafnalífi þjóð arinnar. Sr. Þorsteinn Jóhannes son er kynborinn sonur þessarar mikilhæfu ætta, búinn miklu at- gerfi, fjölhæfum gáfum og mann kostum. Hann ólst upp í föðurgarði á ágætu menningarheimili, þar sem ráðdeild og iðjusemi í harðri lífs- baráttu þeirra ára hlaut að sitja í fyrirrúmi, en bókmenntir, sög- ur, ljóð og tónlist var engu að síður krydd lífsins í ríkulegum j mæli. Hann var því vel heiman- búinn, er hann fór í Gagnfræða- skólann á Akureyri. Stúdents- prófi lauk hann frá Menntaskól- anum í Reykjavík, vorið 1920 og kandidatsprófi í Guðfræði við Háskóla íslands vorið 1924. Samavor tók sr. Þorsteinn vígslu til Staðar í Steingríms- firði. Þjónaði hann því presta- kalli til 1929 að hann fékk veit- ingu fyrir Vatnsrfirði, ásamt Nauteyrar, Melgraseyrar og Un- aðsdalssóknum. Prestakallið náði því yfir allt Inn-Djúpið. Ferðir um það voru oft erfiðar, eink- um á vetrum, aðallega á sjó með misjöfnum farkostum, og veður oft válynd. Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, Jóns ívars, Hávallagötu 11. Fyrir hönd vandamanna. Rósa ívars. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóð ur og ömmú, Jónínu Guðmundsdóttur Christensen. F. h. barna minna, tengda- barna og barnabarna. Evald Christensen. Sr. Þorsteinn lét af embætti á árinu 1955 og fluttu þau hjón þá til Reykjavíkur. Starfaði hann um tíma sem fulltrúi í Stjórnar- ráðinu og nú hin síðari árin í Landsbanka Islands. í júní 1923 kvæntist Sr. Þor- steinn mikilhæfri og ágætri konu Laufeyju Tryggvadóttur kaup- manns á Seyðisfirði, síðar gjald- kera í Reykjavík Guðmundsson- ar frá Efra-Seli í Ytrahreppi í Árnessýslu. Þau hafa eignast 5 velgefin og glæsileg börn. Þau eru: Tryggvi læknir í Reykja- vik, kvæntur Hjördísi Björns- dóttur Sveins Björnssonar for- seta íslands. Þuríður gift Barða Friðrikssyni frá Efri-Hólum hæst aréttarlögmanni f Reykjavík, Jó- hannes vélsmiður á ísafirði kvæntur Sjöfn Magnúsdóttur frá ísafirði. Jónína gift Guðmundi Finnbjörnssyni sölustjóra í R. vík og Haukur tannlæknir í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Axelsdóttur Blöndal í Reykjavik. Tvær fósturdætur hafa þau hjónin alið upp sem sín eigin börn, frú Elínu Jónsdóttur, Reykj avík og Sigurlínu Helgadóttur, er býr hjá fósturforeldrum sín- um. Hér í Reykjavík stendur nú heimili prófastshjónanna frá Vatnsfirði við Bugðulæk 18 og í sambýli við dóttur og tengda- son, Jónínu og Guðmund Finn- björnsson. Þótt eigi væri langt á milluin okkar Þorsteins á bernsku- og æskuárum voru persónuleg kynni okkar engin. En frá foreldrum hans og þeim bræðrum sonum þeirra fóru þau ein tíðindi, er góð þóttu og þeim til sæmdar. Á skólaárum Sr. Þorsteins bár- ust um hann þær fréttir að hann þætti frábær námsmaður og heill andi og góður félagi skólabræðra sinna. Þessa get ég hér sérstak- lega vegna þess, að ég tel næsta fátítt að menn varðveiti æsku- eigindir sem þessar fram um sjötugsaldur svo vel og trúlega 25. M AR4. Hrúturinn 221. marz — 19. apríl Aðstaða á vinnustað 'creytist til batnaðar í dag. Vertu samt ekki of fljótur að gleypu við öllum nýjungum. Kynntu þér stað- reyn'hr, áður en þú tekur ákvörðun. Naunð 20. apríl — 20. maí. Vmnufélagar þínir virðast heldur ósamvinnuþýðir í dag. Láttu eins og þú takir ekki eítir því og haltu þínu striki óhindrað. Rannsakaðu nytt verkefni í kvöld. Tvíburarnir 21. maí — 20 júní. Þú ættir að láta fylgjast nánar með heilsufarinu og fara að ráðum sérfróðra manna. Ókyrrð sú, sem verið hefur umhverfis þig oð undanförnu hefur haft slæm áhrif á þig. Krabbinn 21. júni — 22. júlí. Peningaráð af skornum skammti í dag. Þú skalt keppa að því að liuka ákveðnu verketni, sem þér hefur verið falið, og mun þá greiðast úr ýmsu fyrir þér. Ljói. >ð 23. júií — 22. ágúst. Þer verður gert tilboð i dag, sem við fyrstu sýn virðist hag- stætt í betra lagi. Þó e> pér eindregið ráðlagt að kynna þér öll atriði þess sem gerist í rikum mæli. Vogin 23. september — ?2. oktober. Skeiltu skollaeyrum við öllum slúðursögum um vini þína, sem þér berast I dag. Þú ert einum of fljótur að trúa illu um aðra. Umbu’-ðarJyndi og tamin framkoma ákjósanleg. Drekinn 23. oktober — 21. nóvember. Dómgreind þín virðist ekki upp á marga fiska 1 dag og því skyldirðu ekk: géfa nein loforð, þú myndir iðrast þess síðar. Sýndu maka þínum eða nánum vini ástúð og blíðu i erfiðleikum. Hogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Ýmsir óvæntir atburðir bera að höndum í dag og ekki allir já- kvæðir. Þú ert maður til að taka þvi og skalt umfram allt bregðast við af stillingi og varfærni. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. V i.ur þinn leitar hjálpar hjá þér og þér ætti að vera ljúft að leiðbiina honum eftir fóngum. Lánaðu nauðstöddum ættingja fé, hann mun greiða það aftur innan tiðar. Vatnsberinn 20 .janúar 18. febrúar. Hætt við að þú verð'r fyrir einhverjum vonbrigðum i dag. Mundu þó, að sökin þarf ekki að vera þín og líttu bjartsýnum augam á framtíðina. Firkamir 19. febrúar. — 20. marz. Öil fjárfesting heppileg og gróðavænleg I dag, svo framarlega sem þú teflir ekki of djarft. Vertu heima við í kvöld og bjóddu til bín góðum vinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.