Morgunblaðið - 17.04.1968, Síða 2
2
MORGUNBLA.ÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1!>6S
Hárskerar Irskka
verðið í 73 kr.
— telja tilganginum náð
HÁRSKERAR lækkuðu í gær
verð á klippingu í 73 krónur,
sem er það hámarksverð, sem
verðlagsnefnd samþykkti fyrir
nokkru, en svo sem kunnugt er
af fréttum hafa hárskerar um
nokkurt skeið selt klippingar á
80 krónur og ekki viljað una á-
kvörðunum verðlagsnefndar.
Mbl. sneri sér í gær til Vil-
helms Ingólfssonar, formanns
verðlagsnefndar Meistarafélags
hárskera og spurðist fyrir um
Bókomarkoður-
inn í Unuhúsi
orsakir hinnar breyttu afstöðu
hárskera. Vilhelm Ingólfsson
sagði að hárskerar teldu tilgang-
inum náð með deilu þeirri sem
þeir hafa átt við verðlagsyfir-
völdin, þar eð þeim hefði nú ver
ið stefnt fyrir verðlagsdóm og
sagði Vilhelm að með því mundi
þeim gefast tækifæri til þess að
fá fram þann grundvöll, sem
verðlagsnefnd byggi ákvarðanir
sínar um gjaldskrá á en þann
grundvöll teldu hárskerar sig
ekki hafa haft undir höndum til
þessa.
Leikrit Odds Björnssonar, Tíu tilbrigði, hefur vakið athygli og hlotið lofsamlega dóma gagn-
rýnenda. Þriðja sýning verður í Lindarbæ í kvöld kl. 21, og skal bent á, að fáar sýningar eru
fyrirhugaðar að þessu sinni.
Sveit Benedikts Jóhannssonar
5. sveit Simonar Símonarson-
arsonar 41 st.
BÓKAMARKAÐURINN í Unu-
húsi stendur enn yfir og hafði
Mbl. tal af Ragnari Jónssyni í
Smára í gær og spurði hann,
hvernig markaðurinn gengi.
— Það hefur verið mikil ös
hérna, sagði Ragnar, og markað
urinn stendur til mánaðamóta.
Verður reynt að tína fram nýjar
bækur eftir hendinni.
— Hvaða bækur seljast helzt?
— íslenzku skáldsögurnar,
ævisögur og bækur um þjóðlegt
efni seljast mest. Þar má nefna
verk Kambans, Skálholt, Vítt sé
ég land og fagurt og Meðan hús-
ið svaf, Sögusöfn Hagalíns, bæk
ur Kristmanns, Guðmundar Daní
elssonar, Laxness og Nordals.
Það er athyglisvert við þennan
markað, að fólk kaupir aðeins
góðar bækur.
— En eftirprentanirnar?
— Já, fólk kaupir minni mynd
irnar nokkuð til fermingjar-
gjafa, þær sem prentaðar eru á
lakkeraðan pappír og hægt er að
þvo af óhreinindi. Það eru smá-
myndir Kjarvals, Ásgríms o.fl.
Guðmundur
Jensson lútinn
GUÐMUNDUR Jensson fram-
kvæmdastjóri og eigandi Nýja
Bíós, lézt í Landsspitalanum að
morgni hins 15. apríl. Hafði hann
átt við vanheilsu að stríða að und
anförnu, en hann var á 76. aldurs
ári, er hann lézt.
Guðmundur Jensson fæddist í
Reykjavík 26. september 1892,
sonur Jens Björnssonar, sjó-
manns og konu hans Ingibjarg-
ar Guðmundsdóttur. Árið 1911
brautskráðist Guðmundur frá
Verzlunarskóla íslands, en var
síðan bókhaldari um hríð. Frá
1920 var Guðmundur eigandi og
framkvæmdastjóri Nýja Bíós í
félagi við Bjarna Jónsson.
Guðmundur var kvæntur Þór-
dísi Sigríði Sigurðardóttur frá
Þórarinsstöðum við Seyðisfjörð.
Islandsmeistari í bridge
ÍSLANDSMÓTIÐ í bridge fór
fram um páskana, og urðu úr-
slit þar sem hér segir:
Úrslit í sveitakeppni meistara-
flokks:
fslandsmeistarar: Sveit Bene-
dikts Jóhannssonar 53 st.
Benedikt Jóhannsson,
Jóhann Jónsson,
Jón Arason,
Sigurður Helgason,
Lárus Karlsson,
Ólafur H. Ólafsson.
2. sveit Steinþórs Ásgeirssonar
48 st.
Steinþór Ásgeirsson,
ViL'hjálmur Sigurðsson,
Þorsteinn Þorsteinsson,
Sigurhjörtur Pétursson,
Rósmundur Guðmundsson,
Stefán Jónsson.
3. sveit Hjalta Elíassonar 47 st.
Hjalti Elíasson,
Ásmundur Pálsson,
Jón Ásbjörnsson,
Kari Sigurhjartarson,
99
IMeue Zuricher Zeitung
66
Einar Þorfinnsson,
Jakob Ármannsson.
4. sveit Hannesar Jónssonar
Akranesi 45 st.
6. sveit Agnars Jörgensonar
33 st.
7. sveit Gísla Geirs Hafliða-
sonar 29 st.
8. sveit Gunnars Sigurjónsson-
ar Keflavík 27 st.
9. sveit Ólafs Guðmunds-
sonar Hafnarfirði 22 st.
10. sveit Jóns Stefánsonar 15
st.
Gríska stjórnin fer
á stúfana aftur
selt í Sovétríkjunum
Zúrioh, 16. apríl NTB.
SVISSNESKA dagblaðið, „Neue
Ziiricher Zeitung", sem í þessari
viku verður til sölu í Sovétríkj-
unum, fyrst ókommúnískra dag-
blaða frá Vesturlöndum, upplýs-
ir í dag, að Sovétstjórnin hafi
átt frumkvæðið að sölu blaðsins.
Segir blaðið, að það hafi ekki
reynt að fá aðgang að markaði
í Sovétríkjunum þar sem yfir-
leitt hafi verið vonlaust að fá
seld þar vestræn dagblöð önnur
en kommúnisk. Því hafi tilboð
Sovétstjórnarinnar komið mjög
á óvart.
Einhverjir hafa haldið þvi
fram, gð Sovétstjórnin hafi tekið
þessa ákvörðun fyrir atbeina
vestrænna aðila á vettvangi kaup
sýslu eða ferðamála, en blaðið
S'egir, að ekkert bendi til þess að
svo sé.
„Neue Zuricher Zeitung" er
190 ára og hefur verið talið með
tíu beztu dagblöðum í heimi.
Stuðlaði Beria að
dauða Masaryks?
— mikil blaðaskrif í Tékkóslóvakíu
Vín, Prag, 16. apríl. NTB, AP.
MÁLGAGN tékkneska komm-
únistaflokksins, Rude Pravo,
hvatti í gær sovézku stjórnina til
að veita aðstoð við að upplýsa
um nánari atvik við dauða fyrrv.
utanríkisráðherra landsins, Jan
Masaryk, árið 1948.
Blaðið segir berum orðum, að
ráðherrann hafi ekki framið
sjálfsmorð, eins og tilkynnt var
opinberlega á sínum tíma, held-
ur hafi þarna verið framið póli-
tískt morð, sem aðstoðarmenn
Beria, yfirmanns sovézku örygg
islögreglunnar, hafi haft af-
skipti af. Rude Pravo skrifar
ennfremur, að ekki megi taka
neinum vettlingatökum á þessu
máli, þar sem vitað sé hvert
hlutverk Beria var í ofsóknum á
hendur ýmsum starfsmönnum
tékkneska kommúnistaflokksins
á árunum 1949-1954. Blaðið lýk-
ur hugleiðingum sínum á þann
veg, að ef til vill liggi persónu-
Iegur harmleikur að baki dauða
ráðherrans, að hann hafi ef til
vill framið sjálfsmorð vegna
þess að hann átti ekki annars úr-
kosta.
Annað tékkneskt blað, Lidova
Democracio, birti á föstudaginn
langa grein eftir Önnu Pavel-
kova, fyrrverandi starfsmann í
utanríkisráðuneytinu. Þar segir,
að skýrslu um dauða Masaryks
hafi verið stolið af skrifborði
tékkneska fulltrúans hjá Sam-
einuðu þjóðunum árið 1948.
Pavelkova segir, að ætlunin
hafi verið að lesa skýrsluna upp
hjá Sameinuðu þjóðunum og sá
sem stal henni, hafi unnið við
sendiráð Tékkóslóvakíu í Banda
ríkjunum.
Svo sem áður hefur verið
greint frá hefur verið sett á stofn
nefnd í Prag til að rannsaka
nánar öll atriði um dauða Masa-
ryks. Tékknesku blöðin, sem
ekki eru ritskoðuð lengur, hafa
síðustu daga birt ýmsar greinar
um Masaryk-málið, og viðtöl við
fólk, sem sá Masaryk daginn
sem hann lézt.
Einn sjónarvotta kveðst hafa
séð far við annað eyra ráðherr-
ans, er hann var borinn burtu úr
garðinum, þar sem hann fannst.
Æskulýðsblaðið Mlada Fronta
segir, að stjórnarvöldin reyni að
koma í veg fyrir að sjtjöl og
plögg frá valdatíma fyrrv. stjórn
ar, verði eyðilögð. Samkvæmt
frásögn balðsins var stórum
vörubíl hlaðirm skjölum, ekið
brott frá forsetahöllinni skömmu
áður en Antonin Novotny sagði
af sér hinn 22. marz sl.
Aþenu, Amsterdam, London
16. apríl. NTB.
TVEIR fyrrverandi forsætisráð-
herrar Grikklands, hafa að nýju
verið settir í stofufangelsi, að því
er upplýst var í Aþenu í gær-
kvöldi. Eru það Georges Papan-
dreu og Panajotis Kanellopolos.
Samkvæmt NTB-fréttum voru
verðir settir við heimili þeirra
á mánudagskvöld- Báðir voru
handteknir í fyrra, er hershöfð-
ingjar hrifsuðu völd í Grikklandi.
Siðar var þeim sleppt og sagt,
að þeir færu héðan í frá frjálsir
ferða sinna.
Þá var fyrrverandi iðnaðar-
málaráðherra landsins Ioannis
Zigdis kallaður fyrir grísku ör-
yggislögregluna í gær og varað-
ur eindregið við að gefa nokkr-
ar pólitískar yfirlýsingar.
Gríski utanríkisráðherrann Pip
inellis er staddur í Amsterdam,
þar sem hann situr NATO fund.
Hann neitaði að segja nokkuð
um þessar nýju aðgerðir gegn
Papandreu og Kanellopolos og
kvaðst ekkert um þær vita.
Frá London berast þær frétt-
ir, að brezka stjórnin hafi lýst
yfir því fyrir helgi, að hún hefði
sannanir fyrir því, að pólitískir
fangar á eyjum Grikklands væru
beittir pyntingum. Hins vegar
vildi talsmaður stjórnarinnar ekk
ert segja um það, hvort stjórnin
mundi gera einhverjar ráðstaf-
anir vegna þessa.
Johnson undirrítar húsnæðis-
málalögin
Blökkumönnum tryggð
— aukin réttindi í búsnœðismálum
Washington, 16. apríl NTB—AP
Á SKÍRDAG undirritaði Lyndon
B. Johnson, forseti Bandaríkj-
anna, lög, þar sem bannað er að
beita kynþáttamisrétti við sölu
og leigu á húsnæði í Bandaríkj-
unum. Einnig eru ákvæði, sem
banna hvers kyns misrétti ann-
að, svo sem á grundvelli trú-
arbragða.
Frumvarp að lögum þessum
hafði verið samþykkt í fulltrúa-
deild bandariska þingsins dag-
inn áður, en afgreiðsla þess á
þinginu tók um eitt ár. Undir-
skrift laganna var mjög fagnað
af öllum forystumönnum rétt-
indabaráttu blökkumanna. Sam-
kvæmt þeim er líka bannað að
beita hvers konar þvingunum.
eða hótunum til þess að koma í
veg fyrir að blökkumenn not-
færi sér þau réttindi, sem þeim
eru þannig tryggðt í húsnæðis-
málunum. Er gert ráð fyrir að
mál, er varða framkvæmd lag-
anna sé hægt að reka fyrir al-
ríkisdómsstóli.
Lög.n koma til framkvæmda
á næstu tveimur árum.