Morgunblaðið - 17.04.1968, Síða 3

Morgunblaðið - 17.04.1968, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1968 3 vélar og vira daginn eftir. Hestur þessi var sterkur gripur, stríðalinn gæðingur, 9 vetra gamall. Hann var bleikur á lit, eign Inga Löv- dal, og munu margir Reyk- víkingar kannast við þennan gullfallega hest, því eigand- inn hefur verið mikið með hann hér síðan hann var fjögursa vetra. Var hann bæði mikill fjörhestur og ganghestur. urinn losnaði við hestinn og komst hann heill á húfi yfir. Hesturinn synti yfir ána og var kominn langleiðina. Þarna í ánni liggja leifar af geysistórum hættulegum rörum. í rörunum hefur myndazt svo mikið sog í flóð inu, að það tók hestinn og sogaðist hann niður í rörið, þar sem hann festist og drukknaði. Náðist hann ekki úr því fyrr en komið var með við klakhúsið við Vatnsenda- veginn. Þarna hafði vegur- inn farið í sundur í fyrri flóðunum. Var búið að fylla í skarðið, en það fór aftur nú. Síðdegis á föstudaginn voru hestamenn á leið fram með þessum ál. Riðu þeir eftir skafli á öðrum bakkan- um. Skaflinn var orðinn meyr og sprakk fram. Einn hesturinn og maðurinn, sem honum reið, fóru í ána. Mað- UJM BÆNADAGANA varð mikið flóð í Elliðaánum. í vikunni hafði hlýn<j5 mjög. mikið, og snjórinn á vatna- svæði Elliðaánna bráðnaði ört. Flóðið varð þó ekltí nærri eins mikið og fyrr í vor, þó mikið vatnsmagn væri í án- um. Á föstudaginn langa voru árnar mjög vatnsmiklar. >á lá strengur með ásnum, þar sem efri hesthús Fáks eru og Sinfóníuhljómsvestin: llngur Akureyringur ein- leikari á næsta konsert Á NÆSTU tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Islands leikur ung- ur islenzkur cellóleikari með henni í fyrsta skiptið. Þetta er Hafliði Hallgrímsson frá Akur- eyri, sem lauk námi v?ð Royal Academy of Music í Lundúnum í desember sl. Þar var aðalkenn- ari hans Derrick Sirhpson. Þar áður var Hafliði í Róm og var nemandi við Santa Cecilia, jafn- framt því, sem hann naut kennslu Einrico Mainardis. Haf- liði brautskráðist frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík vorið 1961, eftir fjögurra ára nám þar hjá Einari Vigfúessyni. Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar leikur Hafliði celló- konsert í C-dúr eftir Haydn, konsert, sem var „uppgötvaður“ í Tékkóslóvakíu um það bil, er Hafliði var að ljúka námi við Tónlistarskólann hér. Þá hafði konsertinn verið gleymdur og grafinn í tvær aldir. Stjórnandi á þessum tónleik- um er Bohdan Wodiczko, sem nú kemur aftur eftir stutta heim- sókn til Pólands. Hann byrjar tónleikana með Haffner-sinfóníu Mozarts, en lýkur þeim me’ð átt- undu sinfóníu Beethovens. Það er bjart og létt yfir báðum þess- um verkum, og samflot þeirra með konsert Haydns í meðförum ungs, íslenzks cellóleikara, ætti að koma fólki í sumarskap eftir langan vetur. Hafliði Hallgrímsson. Á Hannover-iðnsýningunni sýna yfir 5 þús. fyrirtæki frá 30 löndum allar helztu nýj- ungar i iðnaði og tækni. Þeim sem hafa í hyggju að heimsækja þessa merku kaup- stefnu viljum við vinsamlega benda á að hafa samband við oss sem fyrst varðandi nánari upplýsingar, flugfarseðla, aðgöngukort og aðra fyrirgreiðsla. Enkaumboð Ilannover Messe á fslandi: FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS, Gimli-Lækjargötu, sími: 11540. HELZTU VÖRUTBGrUNDFR: Járn, stál og aðrir málmar, myndavélar og ljósmyndatæki, lækn- ingatæki, alls konar verkfæri, r afmagnsvörur, raflagnaefni, heimilistæki, sjónvarps- og útvarps- tæki, electronisk tæki, raflampar, lampaskermar, raftæki, tæki fyrir byggingariðnað, byggingar- efni, dælur, skrifstofuvélar, glervörur, gjafavörur, skartgripir, úr, kíukkur, borðbúnaður, plastvör- ur, þungavinnuvélar. LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SfMI 11540 HANNOVER IÐNSÝNINCIN 29. APRÍL - 7. MAÍ STAKSl NWI! Hefgi má en fólkið ekki Helgi Sæmundsson ritar grein í Alþýðublaðið hinn 10. apríl sl. þar sem hann segir m.a.: „Mér blöskrar, að Morgunblað ið skyldi í siðustu viku efna til eins konar skoðanakönnunar um hver ætti að verða næsti forseti Bandaríkjanna.“ Nokkrum lín- um ofar lét Helgi Sæmundsson hins vegar svo ummælt: „Ég vil helzt ekki sjá eða heyra Lyndon B. Johnson, en hvemig mundi umhorfs í veröldinni, ef Gold- water liefði sigrað og Ragnax minn í Smára fengið vilja sinn.“ Eins og fram kemur í þessum tveimur tilvitnunum í grein Helga Sæmundssonar, lætnr hann annars vegar uppi álit sitt á forseta Bandaríkjanna og öðrum stjómmálamanni þar í landi, sem sótt hefur eftir for- setaembættinu, en hins vegar fárast hann yfir þvi, að Morgun- blaðið skyldi spyrja fólk úr ýms um stéttum og starfshópum vegna yfirlýsingar Johnsons for- seta um að hann mundi ekki gefa kost á sér, hver það teldi að verða mundi næsti forseti Bandaríkjanna. Helgi Sæmunds- son má sem sagt hafa skoðanit á bandarískum stjórnmálum, en almenningrur á íslandi má það ekki að hans dómi. Þetta er auð vitað dæmigerður hugsunarhátt- ur manna, sem telja að fólkinu í þessu landi megi skipta í ein- hvers konar „úrval“ annars veg- ar og „almenning“ hins vegar og auðvitað á „urvalið" að hafa vit fyrir „almenningi" eins og glögg lega skín í gegn í orðum Helga Sæmundssonar. En það er óneit anlega kaldranalegt, að slíkur hugsunarháttur skuli birtast í skrifum mann,s sem telur sig „jafnaðarmann“ og á síðum blaðs, sem telur sig helgað bar- áttu fyrir „jafnaðarstefnu." Hitt er svo annað mál að Mbl. sneri sér til almennings fyrst ©g fremst til að heyra skoðanir hans á friðartillögum Johnsons, en spurði um forsetakosningarn- ar í leiðinni. Hefur ekkert breytzt?, F.ins og menn muna brást kommúnistablaðið á íslandi afar illa við yfirlýsingu Johnsons Bandaríkjaforseta um stöðvun loftárása á Norður-Víetnam að mestu og tilboði hans um samn- ingaviðræður. Sama daginn og ríliisstjórnin í Hanoi sendi já- kvætt svar við tilboði Banda- ríkjaforseta, birti kommúnista- blaðið á íslandi það álit sitt, að Hanoi ætti að taka upp samn- ingaviðræður og það væri hin mesta firra að krefjast jákvæðs svars frá Ho Chi Min. Samninga viðræður munu væntanlega hefjast innan tíðar. En augu ritstjóra kommúnistablaðsins, hafa enn ekki opnast fyrir því, að friðsamlegri horfur eru nú í Víetnam en áður. Það kemur berlega fram í því hversu viðskotaillur hann er yfir því, að hin breyttu viðhorf hafa gert það að verkum, að ástæðulaust er að Alþingi fjalli frekar um tillögu þá sem kommúnistar og Framsóknarmenn lögðu þar fram fyrir nokkrum vikum, og m.a. fól í sér „að ríkisstjóm Bandaríkjanna stöðvi þegar loft- árásir á Norður-Víetnam . . að stjórn Norður-Víetnams og ÞjóS frelsishreyfingin í Suður-Víet- nam sýni ótvíræðan vilja af sinni hálfu þegar loftárásum linnir, að ganga til samninga og draga svo úr hernaðaraðgerðum að leiða megi til vopnahlés." Eins, og sjá má af þessum til- vitnunum í tillöguna, er þessum forsendum að mestu fullnægt og þess vegna engin ástæða til frek ari meðfcrðar á Alþingi. < r «

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.