Morgunblaðið - 17.04.1968, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1968
'BIUULHKAM
-a/ £3
Rauðarárstíg 31
Sími 22-0-22
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 1L
Hagstætt leigngjald
Sími 14970
Eftir lokun 14970 eða 81748
Sigurður Jónsson.
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
Sundlaugavegi 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
BÍLALEIGAN
AKBRAUT
NÝIR VW 1300
SENDUM
SÍMI 82347
Skolphreinsnn
Losa um stífluð niðurfallsrör.
Niðursetningu á brunnum. —
Smáviðgerðir. Vanir menn.
Sótthreinsun að verki loknu.
Sími 23146.
Hofnarfjörðnr
Ung hjón sem eru að byggja
óska eftir smoturri 1—2ja her-
bergja íbúð fyrir sanngjarnt
verð. Góð umgengni og reglu
aemi áskilin. Uppl. síma 52200
Fræðsla fyrir
saumaklúbba
Lesandi sendir Velvak-
andi eftirfarandi:
„Kæri Velvakandi.
Frá því var sagt í blöðum
ekki alls fyrir löngu, að H-
nefndin hefði áhuga á að senda
fulltrúa sína m.a. í sauma-
klúbba í Reykjavík til þess að
fræða þá um hægri akstur. Auð
vitað er það mjög nauðsynlegt
að saumaklúbskonur aki á
réttum kanti í og úr sauma-
saumaklúbbum — og jafnvel
endra nær. Ég hef samt grun
um að saumaklúbbar borgar-
innar — og jafnvel utan henn
ar líka — hefðu gott af að fá
fræðslu á öðrum svi'ðum, og
vil ég þá ekki rýra gildi um-
ferðarfræðslunnar. Sú fræðsla,
sem mér er efst í huga til
handa kvenfólkinu, er sett vel
fram í forystugrein Vísis laug-
ardaginn 6. þ.m. Ég vil fara
þess á leit við þig, kæri Vel-
vakandi, að þú endurprentir
þessa grein. Hún er þörf hug-
vekja, bæði fyrir saumaklúbba
og aðra, sem hlut eiga að máli.
Þeir eru því miður allt of marg
ir í okkar litla þjóðfélagi.
— Lesandi".
^ Kógsiðja
Velvakandi ætlar að
verða við ósk lesandans og
birta greinina, sem hér fer á
eftir óstytt:
„Margir segja, að vandlifa’ð
sé orðið hér á Islandi. í fá-
menninu, þar sem allir þekkj-
ast, er fylgzt vel með gerðum
náungans og ekki auðvelt að
snúa sér við án þess að það sé
á allra vitorði. Og jafnvel hér
í höfuðborginni, þar sem íbúa-
talan er þó um 80 þús. manns,
virðist þeim, sem áhuga hafa,
ótrúlega auðvelt að afia sér
vitneskju um athafnir og einka-
líf náungans. En verst er hve
óheiðarlega er oft farið með
þessa vitneskju, hve langt er
vikið af vegi sannleikans í sögu
burðinum og sögum logið upp.
Og þar er komið að meinsemd,
sem of lítið hefur verfð gert til
að uppræta í íslenzku þjóðiífi
— hnýsninni, illkvittninni og
öfundsýkinni í garð náungans.
Sumt fólk veltir sér í þessu
eins og heilsubótarbaði og líð-
ur hvað bezt þegar það hefur
frétt og getur skilað áfram
nógu andstyggilegri slúður-
sögn um einhvern annan, karl
eða konu.
Enginn er óhultur fyrir þess-
um rógi, hvar sem hann stend-
ur í mannvirðingastiganum, en
hann bitnar jafnvel hvað mest
á þeim, sem einhvers mega sín
og ábyrgðarstöðum gegna. Þáð
er minni matur í því, að sví-
virða hina. Og með þessari
þokka iðju er hægt, og hefur
oft tekizt, að ræna að meira
eða minna leyti mannorði hinna
mætustu manna, enda var fólk,
sem ástundar rógburð, til
skamms tíma nefnt mannorðs-
þjófar. Við höfum vissulega
enn mikil not fyrir það orð,
og hvergi meiri en hér í Reykja
vík.
Sögur um misheppnúð hjóna-
aukningu á öllum vegum í ná-
bönd og framhjáhald eru mjög
gómsætt umræðuefni hjá mörg-
um. Eflaust er oft einhver fót-
ur fyrir þeim, en stundum eru
þær mjög ýktar og ósjaldan
með öllu upplognar. Þeir, sem
koma slíkum sögum af stað,
skyldu minnast þess, að þær
geta haft örlagarík áhrif á
einkalíf hjóna, sem fyrir þeim
verða, ef þær ná eyrum þess að
ilans, sem ótrúmennskan á að
hafa verið sýnd. Þess eru mörg
dæmi, að slíkur söguburður
hefur eyðilagt góð hjónabönd.
Það er hægara sagt en gert að
uppræta fræ tortryggninnar
þegar því eittsinn hefur verið
sáð.
Sem betur fer verða margar
sögur af þessu tagi skammiíf-
ar. Framleiðslan er mikil, og
þær síðustu falla oft í gleymsku
þegar þær næstu fara af stað.
Og sennilega eru þær sjaldn-
ast beinlínis búnar til í þeim
tilgangi, að koma á skilnaði
hjóna, þótt þess séu dæmi. Til-
gangurinn með þeim er því í
fæstum tilvikum hinn sami og
með hinum, sem logið er upp
af illkvittni og öfundsýki yfir
velgengni og frama náungans,
til þess að bregða fyrir hann
fæti og spilla mannorði hans.
Höfundar slíkra sagna láta
sjálfir oftast lítið á sér bera.
Þeir læða þeim með lævísleg-
um hætti, og oft hálfgert undir
rós, í eyra einhvers, sem svo
kemur þeim áleiðis til næsta
manns, og svo koll af kolli.
Þessi iðja ber oft tilætlaðan
árangur".
it Mállýti í dagblöðum
Jón Vigfússon skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Hefirðu rúm fyrir eftirfar-
andi?
Er ekki smekklaust að nefna
karl og konu, sem komin eru að
því að ganga í hjónaband:
„hjónaleysi"? Er ekki réttara
áð segja „hjónaefni“? Mér
datt þetta í hug þegar ég sá í
einu víðlesnasta blaði bæjarins
tví- eða þrítekið þetta orð í
þessu sambandi, m.a. þegar rík-
isarfi Dana „hyggur í hjóna-
band“. Annars eru flest eða öll
dagblöðin sek um smekkleys-
ur, t.d. þegar heimsfræg hjón,
— rithöfundur og leikari og
kona hans, sem er líka heims-
fræg leikkona, komu til Eng-
lands, var sagt, að „skötuhjóin
hefðu stigið á land“. Þó hefir
eitt dagblaðið slegið met þ.
12./1. ’68 bls. 4, þegar „skötu-
hjúin Þórunn og Wladimir
Ashkenasy“ höfðu keypt hús í
Reykjavík.
Eftir því sem ég veit bezt,
hefir þetta orð: „skötuhjú"
aldrei verið notað nema um
fólk sem ef til vill búa saman
ógift, og voru máske að ein-
hverju leyti ekki eins og annað
fólk, t.d. ófrómt eða eitthvað
þ. h.
I einu dagbl. var svohljóð-
andi auglýsing: „Hugguleg efri
hæð til sölu“, o.s.frv. Orðið
„hugguleg" finnst mér ósköp
„óhuggulegt" og auðvitað
beint úr dönskunni, þó íslenzk-
an hafi „huggulegri" orð til að
lýsa því sem við er átt. Svo var
það fréttagrein um flóð í
Ölfusá, fyrir nokkrum árum:
„Af Kambabrún mátti sjá að
dropótt myndi í ölfusá“?
Frá Hveragerði: „Mikkelsen
krýndi nú Áslaugu Auðbergs-
dóttur með blómsveig úr nell-
ikkum og gladiólum sem hann
hafði gjört sjálfur". „Umferða-
talning vegamálastj. hefir yfir-
leitt leitt stóríellda umferða-
grenni Reykjavíkur í ljós, mið-
að við umferð í fyrra“.
Svo var það frönsk „síma-
gála“, ekki símamær, sem
hafði lent í einhverjum óþæg-
indum, og „kynbombukvendi“
sem hafði verið kjörin fegursta
stúlkan í fegurðarsamkeppni,
ekki „fegurlðardís“, eða eitt-
hvað þ.h.
Það er meira til.
Jón Vigg.
if Þykkur er
bréfabunki ....
Bréfastaflinn á borði Vel
vakanda er óvenju-þykkur
um þessar mundir. Bæði hafa
margir sent honum línu nú
í kringum páskana, þegar
gott næði gefst til skrifta, en
mestu skiptir þó, að geysi-
mikið hlóðst upp hjá Velvak-
anda af bréfum í verkfallinu,
þegar Morgunblaðið kom
ekki út. Verða því margir að
sýna þolinmæði, og auðvitað
eru því takmörk sett, hve hægt
er að geyma bréf lengi.
ir í þúsundasta
skipti
Þá verður Velvakandi
víst að taka eftirfarandi fram
í þúsundasta skipti: Velvak-
andi setur sjálfur fyrirsagnir
og millifyrirsagnir; hann áskil-
ur sér rétt til að ieiðrétta bréf,
stytta og endursegja; óbirt bréf
eru ekki endursend; nafn,
heimilisfang og staða bréfritara
verður að fylgja bréfi, en nafn-
leynd er hofð, ef óskað er; bréf,
sem birtast mega undir fullu
nafni, ganga að öðru jöfnu
fyrir öðrum; ekki má skrifa
nema í aðra hverja línu og
öðru coegin á blað; spássía þarf
að vera breið; bezt er, að bréf
séu vélrituð, en að öðrum kosti
skýrt skrifuð.
•k Nú í dag og næstu daga
mun Velvakandi reyna að birta
eitthvað af þeim bréfuim, sem
safnazt hafa fyrir hjá honum,
en af skiljanlegum ástæðum
verður að stytta flest þeilrra
verulegta eða endursegja efni
þeirra.
ir Snati á Lindarflöt
Drengur í Garðahreppi,
Jakob Jóhannsson á Lindarflöt
17, sendi fyrir alllöngu bréf.
Segir þar, að hann hafi lesið
í Morgunblaðinu, að banna eigi
allt hundahaid í Garðahreppi,
„senniiega vegna allra þeirra
hunda, sem flækjast hér uim
Flatirnar alla daga og lítið er
hugsað um, en svo eru lika
til hundar“, sem vel er gætt,
vel eru vandir og gangia aldrei
einir, lausir úti, „eins og Snati
minn. Væri ekki hægt að leyfa
hundahald og sjá um, að regl-
um sé framfylgt, annans ver®
hundarnir teknix burtu fná
eigendunum?"
Velvakandi vonar, að bréf
þetta birtist ekki alltof seint.
ÍT Til útvarpsins
Tvö bréf hafa Velvak-
vankana borizt, þar sem hann
er beðinn um að skila þakklæti
til Ríkisútvarpsins fyrir páska-
dagskrána, sérstaklega fyrir
tónlistina.
VITID ÞÉR
it að glæsilegasta og mesta úrval
landsins af svefnherbergishús-
gögnum er hjá okkur.
it að verðið er lægst hjá okkur.
ir að kjörin eru bezt hjá okkur.
Leitið ekki langt yfir skammt.
Laugaveg 26