Morgunblaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 19W
sprenging yrði í vinstra væng
hennar, en vængurinn stóð í
björtu báli tveimur mínútum
eftir flugtak. Hefði eldurinn
kviknað út frá innra hreyfli
undir vinstri vængum og
breiðst óðfluga út. Sendi
Taylor strax út neyðarkall,
og fékk samstundis heimild
til að lenda á næstu flug-
braut, sem annars er ekki
ætluð þotum. Tókst lending-
in mjög vel, en ekki mátti
tæpara standa, því skömmu
eftir að vélin stöðvaðist urðu
í henni miklar sprengingar.
„Ég hafði rétt stöðvað vél-
ina þegar fyrsta sprengingin
varð“, segir Taylor flug-
stjóri. „Sá ég þá logandi elds
neyti flæða yfir flugstjórnar-
klefann utanverðan, en inni
í vélinni óðu farþegarnir
þykkan reykjarmökkinn við
að reyna að komast út“. Sagði
flugstjórinn, að þrátt fyrir
fffffffffffffffffffff’fi' > ff'ff'> "f
"■■■* :/■;&/%
.
Þannig var umhorfs á slysstaðnum þegar tekizt hafði að
slökkva eldinn.
Charles Taylor flugstjóri með hundinn sinn, Dinah. Myndin
var tekin daginn eftir slysið.
., ... .......... .... :
ÞAÐ þykir ganga kraftaverki
næst að 111 af 115 farþegum
skyldu hafa komizt lífs af úr
brezku Boeing 707 þotunni,
sem fórst á Heathrow-flug-
velli við London á mánudag-
inn fyrir páska. Flestum bar
saman um, að það sé Charles
Taylor flugstjóra að þakka
að svo vel tókst til. Flug-
stjórinn segir hinsvegar, að
áhöfnin öll hafi unnið saman
sem einn að því að bjarga því
sem bjargað varð eftir að eld-
ur kviknaði í einum af fjór-
um hreyflum þotunnar
skömmu eftir flugtak.
í viðtali við fréttamenn
fyrir helgina sagði Taylor
flugstjóri, að sjálfur hefði
hann efazt um að sér tækist
að lenda þotunni áður en
voðann hafi ekkert æði grip-
ið farþegana og þakkaði hann
áhöfn sinni frábæra frammi-
stöðu við að koma farþegun-
um út.
Eins og fyrr segir, fórust
fimm manns með þotunni,
fjórir farþegar og flugfreyja.
Meðal farþeganna, sem af
komust var frú Slhirley
Cooper, en níu ára dóttir
hennar, Jacqueline, varð eld-
inum að bráð. Frú Cooper
segir svo frá: „Maðurinn
minn þreif til tveggja
kvenna, sem sátu skammt frá
okkur og reyndi að fá þær til
að koma sér út úr flugvél-
inni eftir lendingu. Þær voru
svo stjarfar af hræðslu að þær
neituðu að hreyfa sig. Svo
Framhald á bls. 31
.
■ . ■
Brennandi farþegaþotan rétt eftir lendingii.
Ferjuslysið við
l\lýja-S jáland
EINS og sagt var frá í blöð-
u<m á skfírdag, fórst 8,900
tonna ferja „Waihine“ við inn-
siglinguna ^ við Wellington á
Nýja Sjálandi s. 1. miðviku-
dag, Mikið fárviðri brast á
snögglega, hið versta sem
gengið hefur yfir Nýja Sjá-
land.
Ferjan var þá að koma frá
Ohristdhurdh og átti skammt
ósiglt inn á höfnina i Welling-
to.n Hrakti ferjuna fyrir vindi
og sjó á sker, skammt frá
innsiglingunni. Þá var vind-
hraði um 200 km á klukku-
stund. Nokkru síðar losnaði
skipið af skerinu og rak nú
hratt að hafnarmynninu.
Björgunarsveitir voru þá
komnar á vettvang og voru
settir út bátar til að freista
þess að bjarga fólkinu. sem
öllum þótti sýnt að væri hætt
komið. Fjöldi manna sóð á
bryggjunni og fylgdist með.
Snögglega fór ferjunni að
hvolfa og innan stundar var
hún sokkin. Áður hafði tekizt
að setja niður báta og fóru
eins margir farþegar í þá
eins og hægt var að komá
fyirr. Tvo bátanna fyllti
skömmu síðar, en flestum sem
í þeim voru tófcst að bjarga.
Sveitirnar í landi gerðu og
hetjulegar tilraunir til að ná
til sfcipbrotsmanna og ber öll-
um saman um, að þakka megi
vaskleika björgunarmanna
hversu mörgum tókst að koma
lifandi í land.
Er ferjunni hvolfdi stukku
margir fyrir borð og er talið
að suma hafi hrafcið upp í
kletta og þeir hafi marizt til
bana. í fyrstu var talið, að
14 manns hefðu verið með
ferjunnni og smám saman
fundust 56 lík. Á föstudaginn
langa tilkynnti lögreglan í
Wellington, að langtum feiri
farþegar hefðu verið innan-
borðs en haldið var og léki
ekki vafi á því, að fjöldi
laumufarþega hafi verið með
skipinu. Lögreglan gaf þá upp
töluna 817, og af þeim er nú
talið víst að tvö hundruð hafi
farizt. Yfir eitt hundrað
manns voru í sjúkrahúsi yfir
háíðina eftir slysið og margir
/00
■*•
'IWí
mmzm
Björgunarbátur kemur að landi með nokkra þeirrra sem
sluppu lifandi úr þessu hörmulega sjóslysi.
Ferjunni hvolfdi á svipstund u. Rannsóknarnefnd hefur nú
verið skipuð til að kanna orsakir slyssins.
þungt haldnir. Lögreglan
sagði, að mistök hefðu orðið
er skýrt var frá nöfnum lát-
inna og lifenda, hefðu sumir
sem komust lífs af verið tald-
ir af og svo öfugt. Olli þetta
auknu hugarangri og skelf-
ingu hjá aðstandendum skip-
verja, sem margir hverjir
horfðu á er ferjan bvarf í
sjóinn. ,
Á fösudaginn langa voru
haldnar minningarguðsþjón-
ustur um allt Nýja-Sjáland
vegna- slyssins.
Ferjan „Waihne“ var aðeins
tveggja ára gamalt skip og
smíðað í Skotlandi fyrir rétt-
um tveimur árum. Ástralskt
björgunarfyrirtæki hefur til-
kynnt, að vel sé hugsanlegt
að ná flakinu upp, ef hafizt
verður handa strax.
Átta klukkustundum eftir
að fárviðrið skall á, kyrrði
jafn skyndilega, sjórinn varð
sléttur á ný og skýjaþykknið
greiddist sundur, innan stund
ar skein sólin björt og varla
gáraði á haffletinum. En
þessar átta kluk'kustundir
höfðu kostað um tvö hundruð
manneskjur lffiö.
L