Morgunblaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.04.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 190» Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstj órnarfulltr úi: Fréttastjóri: Auglýsingast j óri: Ritstjóm og afgreiðsla: Auglýsingar: I lausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. HOFLEG BJARTSÝNI OG AÐ VÖR UNARORÐ Aársfundi Seðlabanka Is- lands, sem haldinn var fyrir nokkru, flutti dr. Jó- hannes Nordal, formaður bankastjórnar Seðlabankans, ræðu, þar sem hann ræddi viðhorfin í efnahagsmálum landsmanna. í ræðu Seðla- bankastjórans gætti hóflegrar bjartsýni um að takast mundi að ráða fram úr þeim vanda- málum, sem gert hafa vart víð sig vegna verðfalls á út- flutningsafurðum okkar og aflabrests. Um þetta efni sagði dr. Jó- hannes Nordal m.a.: „Ég sagði áðan, að sú varn- arbarátta í efnahagsmálum, sem háð hefur verið hér á landi gegn afleiðingum hinna stórfelldu efnahagsáfalla und anfarið hálft annað ár, hafi borið verulegan árangur. Tek izt hefur að draga úr áhrifum samdráttarins á atvinnu- og framleiðslustarfsemi, jafn- framt því, sem neyzla og fjár- festing hafa smám saman hneigzt til aðlögunar við hin breyttu viðhorf. Með gengis- lækkuninni var stigið stórt skref í átt til betra jafnvægis út á við og í atvinnumálum, enda þótt ekki yrði hjá því komizt, að hún raskaði því jafnvægi, sem náðst hafði í kaupgjalds- og verðlagsmál- um. Varla verður þó annað sagt en nokkur skilningur hafi náðst fyrir nauðsyn þess að koma í veg fyrir, að ávinn- ingi gengisbreytingarinnar verði eytt af víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags“. Janframt viðhafði dr. Jó- hannes Nordal nokkur aðvör- unarorð er hann sagði: „Jafnframt vill bankastjórn Seðlabankans leggja áherzlu á það, að ekki verður lengur hægt að brúa bilið milli tekna og eftirspurnar í þjóðfélaginu með notkun gjaldeyrisforð- ans, ef koma á í veg fyrir það, að hann falli niður fyrir það mark, sem samrýmanlegt er fjárhagslegu öryggi þjóð- arinnar og frjálsum viðskipt- um. íslenzk stjórnvöld verða því að vera við því búin að grípa til frekari efnahagsað- gerða, ef þróunin verður ó- hagstæðari en nú er gert ráð fyrir eða ef þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið bera ekki tilætlaðan árangur". Nú sem fyrr skiptir það að sjálfsögðu meginmáli, að þannig verði haldið á efna- hagsmálum landsmanna, að áhrif gengisbreytingarinnar fyrir útflutningsatvinnuveg- ina eyðist ekki á skömmum tíma. Að því marki hafa að- gerðir ríkisstjórnarinnar stefnt og enn sem komið er a.m.k. virðist bærilega hafa til tekizt, eins og dr. Jóhann- es Nordal benti á í ræðu sinni. EINKENNILEGT INNRÆTI fólks við þeirri á- kvörðun Alþingis að fella niður fjárveitingu til starf- rækslu prestsembættis í Kaupmannahöfn sýna glögg- lega, að íslenzki presturinn, sem þar hefur starfað um nokkurt skeið hefur unnið mikið og gott starf, sem vert er að þakka. Jafnframt er á- stæða til að hvetja almenn- ing til þess að taka vel þeirri áskorun biskupsins yfir Is- landi að leggja fram fé til stuðnings þessari starfsemi. Vafalaust eiga margir bágt með að skilja þá ákvörðun Alþingis, sem hér er um að ræða, þótt jafnframt sé Ijóst, að þegar grípa þarf til rót- tækra sparnaðaraðgerða, hljóta þær að koma niður á ýmsum góðum málum. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á viðbrögðum eins manns, ritstjóra og alþingis- manns, gagnvart þessu máli, en hann segir svo í Þjóðvilj- anum hinn 9. apríl sl.: „Biskupinn yfir fslandi hef- ur flutt hjartnæma ræðu í út- varp og birt ávarp, þar sem hann hvetur fólk til að leggja fram fé til stuðnings heið- ingjatrúboði því, sem - starf- rækt hefur verið í Kaup- mannahöfn um nokkurt skeið . Undir lokin skýrði biskupinn frá því, að tilgang- urinn með fjársöfnuninni væri ekki fyrst og fremst sá að tryggja framhald trúboðs og líknarverka í Kaupmanna- höfn, heldur hvatti hann menn til þess að knýja ríkis- stjórn og Alþingi til að hætta sparnaði og leggja á nýjan leik fram háar fúlgur til prestsembættis í borginni við sundið. Hér var sem sé um að ræða evangelíska fjárkúgun- artilraun af næsta nýstárlegu tagi . Ummæli sem þessi lýsa vissulega harla einkennilegu innræti, sem vert er að fólk- ið í landinu veiti verðuga athygli. UTAN ÚR HEIMI Chiang Kai-shek horfir vongóð- ur til meginlandsins SHIANG KAI-SHEK forseti leiðtogi kínverskra þjóðern- issinna á Formóisu, hefur loksins lagt öll innrtásaráform á hilluna og er kominn á þá skoðun, að óranhætft sé að reyna að ná yfirnáðum yfir meginlandi Kína með her- vaidi. En hann spáir því, að þess verði ekki langt að bíða, að þróun móla á megin- iandinu geri honum kleitft að setja menn á land á suður- ströndinni, án þess að veitt verði mótspyrna og án þess að biðja þurtfi Bandaríkja- menn um aðstoð. Þjóðernissinnar telja, að á næsta þingi kínverska kommúnistaflokksins verði éfnt til nýrrar „menningar- byltingar“. sem koma muni af stað nýju umróti. Þess vegna telja þeir að búast megi við að deilur Kínverja og Rússa harðni enn, að kín- verskir kommúnistar taki á ný u*pp herskáa utanríkis- stefnu og auki undirróður er- lendis til þess að etfla áhrif kenninga Maos, að innan- lands verði hatfin barátta fyrir því að binda enda á allan sjálfstæðan búskap, og fólk verði í enn ríkari rnæli en nú neytt til að startfa á sam- yrkjubúum og að taka við iaunum fyrir vinnu sína í vöru en ekki peningum. Fáir telja, að Kínverjar muni snúa baki við Mao fyrir fullt og allt og landið klofni í ótal smáríki, þar sem vold- ugir herstjórar ráði ríkjum og fari með stríði á hendur hver öðntm. En þó búast þeir við hörðum innanlands- átökum og jafnvel uippreisn einstakra fylkja gegn stjórn- inni í Peking. Þá gæti þannig ástand skapazt, að hérað eins og Fukien, sem er gegnt For- mósu og hefur á að skipa 350.000 hermönnum og þriðj- ungi alls flugflota Kínverja, þyrfti nauðsynlega á stuðn- ingi bandamanns að halda. Og þjóðernissinnar, sem segja að fulltrúar þeirra standi í sambandi við hertforingja á megnlandinu, sem Peking- stjórnin eigi erfitt með að treysta, segja, að möguleiki á einhverju slíku bandalagi sé kjarni málsins. Chiank Kai-Shek hefur á að skipa voldugum her, alls 600.000 mönnum, ötflugum flugher og allisterkum innrás- arflota, en suðunströnd Kína er rammlega varin. Etf þjóð- ernissinnar ætla að gera ein- hverskonar árás á strendur Kína verða þeir að geta treyst því, að Bandaríkja- menn ióti þeim í té skip til flutninga og birgðir handa innrásarliðinu eftir að það hefur stigið á land. En Banda ríkjamenn neita harðlega að láta teyma sig út í slíkt ævin- týri. Birgðamálin eru því aðal vandamál Chiang Kai-siheks og raunar óleysanleg, því að hann gerir ráð fyrir að komm únistar skilji eftir sviðna jörð, etf þeir neyðast til að leggja á tflótta, og þá verða þjóðernissinnar að fæða íbú- ana. Ráðunautar hains óttast einnig, að kommúnistar varpi kjarnorkusprengju á Formósu í hefndarskyni, ef minnsta tií raun verður gerð til þess að setja menn á land á megin- landinu. Forsetinn leggur því nú á það meg náherzlu, að valda- baráttan í Kína verði að ganga fyrir öllum róðagerð- um um sókri gegn meginland- inu. Orka hans beinist nú aðallega að því að gera For- mósu að sýningarglugga kín- verskrar menningar og stjórn málaþroska. Hann heldur því eindregið fram, að staðsetn- ing herja hans méðist ekki við árás á strendur Kína, sem eru í um 190 km fjar- lægð, heidur við vörn gegn hugsanlegri árás kommún- ista á Quemoy eða jafnvel sjálfa Formóisu. Samt sem áður miðast ölfl barátta þjóðernissinna við það, að emn góðan veðurdag komist sæmi’.lega voldugur en aðþrengdur herstjóri (eða herstjórar) í Suður Kína að samkomulagi við Chiang for- seta og þjóðernissinnastjórn- iha á Formiósu. „Og á því er enginn vafi, að við tækjum tiiboði um að setja her á land hvað svo sem Bandiaríkja- menn segðu,“ sagði einn af herforingjum kínverskra þjóð ernissinna nýlega. „Þetta er líka hvað sem öllu líð>ur eini tilgangurinn í Lífi okkar. Og birgðaflutningavandamál- in mundu leysast án Banda- ríkjamanna.“ (OFNS — Einkaréttur). // Speglinum" hrint á flot — Ási í Bæ ritstjóri HÁÐBLAÐIÐ Spegillinn hef- ur nú skipt um eigendur og að nokkru um búning, en I. blað nýju eigendanna kom út nú um páskana. Eigendur blaðsins eru: Ási í Bæ, sem verður aðalrit- stjóri og Ragnar Lár., sem verð- ur aðalteiknari. Blaðið mun koma út mánaðarlega og verða 36 síður að stærð. Hinir nýju eigendur Spegils- ins boðuðu blaðamenn á sinn fund og kynntu þeim nýja út- gáfu Spegilsins og framtíðarhug myndir. I. blað nýju eigendanna er komið út og er það 36 síð- ur að stærð, en áður var blað- ið 28 síður. Það er gömul hug- mynd hjá Ása og Ragnari að standa að slíku blaði, sem Speg- illinn er. Þeir ræddu þetta fyrst, þegar þeir réru saman á skaki við Eyjar og ræddu spaklega við þorskinn og fleira lifibrauð. Máske var það undirbúningur undir það sem nú tekur við. Eigendurnir sögðu, að þeir myndu leggja áherzlu á að fá sem flest ungt fólk í lið við útgáfu blaðsins og nú þegar væri mannval á bæði borð. Út- lit blaðsins er nokkuð breytt og t.d. verður hver síða teiknuð sérstaklega. Auglýsingar verða einnig teiknaðar sérstaklega fyr ir auglýsendur án kostnaðar. Efni verður víða fengið að og skop dregið fram úr því sem það á skilið .Ákveðnir þættir verða í blaðinu, svo sem um: táninga, tónlist, íþróttir o.fl. Sem fyrr segir er Ási í Bæ aðal- ritstjóri og aðstoðarritstjóri er Jón Hjartarson. Benedikt Vigg- óson sér um táningasíðu og út- litsteiknari er Ragnar Lár. Auk Ragnars teikna í blaðið: Þór- dís Tryggvadóttir, Haraldur Guðbergsson, Birgir Bragason og Bjarni Jónsson. Spegillinn kemur út mánaðarlega og kostar 40 kr. Prentsmiðja Þjóðviljans prentar blaðið, Lithoprent gerir kápuna og myndir eru gerðar í Prentmyndagerð Alþýðublaðs- ins. Sem stendur er ritstjórinn á Landspítalanum og því er rit- stjórnarskrifstofan ekki opnuð enn, en pósthólf Spegilsins er 594. : ■: ' mm Asi í Bæ ritstjóri Spegilsins og Ragnar Lár. útlitsteiknari blaðsins skoða nýja útgáfufor mið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.