Morgunblaðið - 17.04.1968, Side 17

Morgunblaðið - 17.04.1968, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVÍKUDAGUR 17. APRÍL 1908 17 Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR ## EKKISVÍKUR BJÖSSI ## Sigurb.jöru Þorkelsson: HIMN- ESKT ER AÐ LIFA, sjálfsævi- saga II. 448 bls. Leiftur h.f. Reykjavík, 1968. SIGURBJÖRN í Vísi er mann- legur, bjartsýnn, upplífgandi og traustvekjandi söguritari. Hann hefur ekki lifað stórbrotnu lífi. Ævisaga hans er ekki saga stórviðburða. Sumt, sem hann segir frá, kynni að þykja hlægi- lega smátt í frásögn annarra manna. Tökum lítið dæmi: Sig- urbjörn er að koma ofan úr Kollafirði, skrapp þangað lífs- frauðsynlegra erinda og ríður hjóli. Hann er aðframkominn af þreytu og sulti. Inni við Elliða- ár hittir hann vin sinn, þiggur af honum tvær brauðsneiðar og verður harla feginn, því nokk- ur spölur er þá enn til bæjar- ins fyrir þreyttan hjólandi mann. Nú má spyrja: Er þessi at- burður þess verður, að hann sé lagður á minnið? Og er hann svo merkilegur, að taki því að segja frá honum í ævisögu? Svara má, eins og stundum er að orði kveðið, að veldur hver á heldur. Sigurbjörn segir frá mögum atvikum af þessu tagi. En í frásögn hans verða þau hreint ekki ómerkileg. Þvert á móti tekst Sigurbirni að segja svo frá hinum lítilfjörlegustu at- vikum, að þau sýnast skipta máli. Sá er sumsé mergurinn máls- ins, að Sigurbjörn kann að töfra fram þá römmu angan liðins tíma, sem er aðal sagnritunar. Ævisöguritari þarf ekki að- eins að sjá fyrir sér löngu liðna atburði, eins og þeir hefðu gerzt fyrir skömmu. Hann verður líka að blanda í þá kryddi minning- anna, sem stækkar hið smáa og bregður irauðum bjarma yfir svið, sem kann að hafa verið harla hversdagslegt, meðan það var og hét líðandi stund. Ævisaga Sigurbjörns er hvergi laus í reipunum. En hún er ekki heldur nema miðlungi skipulegt verk. Sá er að minni hyggju stærsti kostur þessarar ævisögu, að hún nýtur til fulls eiginleika munnlegrar frásagnar. Það er eins og maður hlusti á sögumanninn segja frá. Og frá- sögn hans er jafn eðlileg sem hún er lífleg. Og hvers er þá fleira að óska? Kjósum við ef til vill, að höf- undurinn sé þjálfaðri fagmaður, að hann sýni á sér eitthvert til- búið rithöfundarsnið? Ég efast um það. Að vísu er gaman að lesa snjalla höfunda, sem koma á óvart með óvæntri hnyttni og slá um sig með nýstárlegri anda- gift. En slíkt á ekki alltaf við. Séu þvílíkir tilburðir hafðir í frámmi — ekki af náttúrlegri hvöt'— heldur í auglýsingaskyni einu saman, þá er verr af stað farið en heima setið. Þegar öllu er á botninn hvolft, er einfald- leikinn varanlegastur. Hann einn breytist ekki. Hérlendis þykir hlægilegt og heimskulegt að vera montinn og hæla sjálfum sér. Þess vegna þekkjast hér tæpast montnir ævi sagnaritarar, sem er að vísu eng- inn höfuðkosbur, því montnir menn eru skemmtilegir. En klaekjarefir leita þá annarra bragða. Þeir, sem vilja mikla sig í augum annarra, en þora ekki að vera montnir, belgja sig í staðinn út með alls konar laundrýldni: segja ekki beint, það sem þeir þó vildu sagt hafa, heldur luma á því, láta það „svona berast út“. Laundrýldnu mennirnir eru jafn hundleiðinlegir eins og montnu mennirnir eru skemmti- legir. En því er verr og miður, að margur lesandi, sem fordæmir hinar síðar nefndu, varar sig ekki á hinum fyrr nefndu. Það er kannski óviðkunnan- legt að drepa á þetta hér í sömu andrá og rætt er um ævi- sögu öðlingsmannsins, Sigur- björns í Vísi. En því aðeins minnist ég hér á þessa almennu áráttu íslenzkra sjálfsævisagna- ritara, að ég hef ekki formerkt af einu orði í ævisögu Sigur- björns, að hann reyni að upp- hefja sjálfan sig í augum ann- arra manna eða gera meira úr sjálfum sér en efni standa til. Þvert á móti finnst mér hann stundum gera helzti lítið úr sjálf um sér, og mun ástæðan þá vera sú, að hann vill forðast hið gagnstæða. Sigurbjörn er líka hleypi- dómalaus maður. Hann dæm ir ekki. Eins og bjartsýnna manna er háttur, þykja honum flestir hlutir harla góðir. Og hann lítur mildum augum á bresti náungans. í augum Sig- urbjörns eru allir menn guðs- börn, ef til vill ekki jafngóðir, ekki allir. En Sigurbjörn telur að minnsta kosti ekki í sínum verkahring að aðskilja sauði og hafra. Sigurbjörn er líka lífsglaður maður. Slíkir lenda sjaldan — alla vega sjaldnar en aðrir — í árekstrum við aðra menn. Þeir eru mýkri í viðkynningu, eftir- sóttari félagar. Og það er svo hlýtt og notalegt í kringum þá, að þeir taka síður nærri sér eina og eina kalda skvettu, sem yfir þá kann að dynja. En Sigurbjörn hefur líka ver- ið — aulk þess að vera vin- Sigurbjörn í Vísi fastur og vinmargur — sérlega heppinn með vini. Vinum sínum mátti hann treysta í blíðu og stríðu. Ég sagði, að Sigurbjörn hefði ekki lifað stórbrotnu lífi. Vitan- lega ber ekki að skilja það svo, að hann hafi lifað fábreyttu eða tilbreytingalausu lífi, enda er þar tvennu ólíku saman að jafna. Einkalíf hans hefur verið við- burðaríkt. Sigurbjörn segir bert frá því, og opnar þá hvert sitt hugarfylgsni. Það ber sjálfsævi- söguritara líka að gera. Að öðr- um kosti á hann ekki að skrifa neina ævisöguna. Hreinskilni Sig urbjörns minnir stundum á Jón Steingrímsson, Eirík frá Brún- um eða síra Árna Þórarinsson, þó hann líkist þeim mönnum ekki mikið, nema helzt hinum fyrst nefnda. Margendurteknar athugasemd- ir úr sjálfsævisögum eins og: „frá því get ég ekki skýrt, „frá því verður ekki skýrt hér“, „hirði ekki um að segja frá því hér“ og þar fram eftir götun- um fyrirfinnast ekki í þessari bók Sigurbjörns. En Sigurbjörn hefur ekki að- eins lifað frásagnaverðu einka- lífi. Hann hefur líka tekið mik- inn þátt í félagslífi. í Kristilegu félagi ungra manna stóð hann eins og á milli þeirra séra Frið- riks og séra Bjarna. Á stjórn- málasviðinu var hann allra manna gunnreifastur, lagði t.d. nótt við dag, til að Knud Zimsen yrði borgarstjóri í Reykjavík. í félagsskap bindindismanna var hann líka virkur þátttakandi, en þau samtök voru fyrir eina tíð hin merkustu, en hefur víst dag- að uppi vegna breytts hugsun- arháttar. Sú stífni og formfesta, sem félagsskapur sá byggðist upphaflega á, varð smám saman að hjákátlegri smámunasemi í augum almennings. Sigurbjörn segir t.d. frá því — til að skemmta lesendum, býst ég við, er hann eitt sinn kom, kaldur og illa til reika, til séra Bjarna, og séra Bjarni taldi hann á að súpa lítið eitt af port- víni til að forða honum frá bráðu heilsutjóni. Sú drykkja olli samt nokkrum eftirköstum. Sigurbjörn fékk samvizkubit af tiltæki sinu, því hann hafði brotið boðorð regl- unnar. Hann skýrði nú yfir- yfirmönnum reglunnar frá þessu broti sínu, og gátu þeir í fyrst- unni fáu svarað, því slíkt stór- mál varð auðvitað að bera undir æðsta ráðið. En „bráðlega," Seg- ir Sigurbjörn, „fékk ég þær frétt ir, að ég hefði verið sýknaður“. Sigurbjörn slær ekki um sig með fyndni í þessari bók sinni. En hann hefur næmt auga fyrir spaugilegu hliðinni á tilverunni, eins og t.d. fyrrgreind saga ber með sér. Undirtitill þessarar bók ar, Ekki svíkur Bjössi, ber raun ar vott um hið sama, því þau orð voru sögð undir kringum- stæðum, sem voru að vísu dá- lítið raunalegar, en þó ekki síð- ur skoplegar. Sigurbjörn hefur safnað í þessa bók fjölda mörgum göml- um ljósmyndum, fáeinum þeirra gamalkunnum, en fleiri sjaldséð- um. Prentvillupúkinn, sem gerðist óþarflega ágengur ' við Sigur- björn í fyrsta bindi ævisögunn- ar, hefur nú heykzt á annað hné. Og megi hann aldrei þrífast. „Það er eitthvað í manninum" Víðfrægur tónsnillingur, sem hér var á ferð fyrir skömmu, sagði frá því, og æði áhyggju- fullur, að í Bandaríkjunum og fleiri löndum, þar sem hann þekkti til, væri starfandi margt mikilhæfra skapandi listamanna, einkum í tónlist og myndlist, sem engin von væri til að nokkru sinni kæmu fram opin- berlega, af ótta við að verða hálsbrotnir í burðarliðnum af miskunnarlausum gagnrýnendum blaða og fjölmiðlunartækja. Þetta rifjaðist upp fyrir mér, er ég í annað sinn fór ofaní Iðnó að horfa á leiksýningu Jök- uls Jakobssonar, „Sumarið 37 “. Ég var satt að segja dálítið kvíð andi eftir að hafa gleypt í mig það, sem um leikritið hafði verið skrifað, hér í blaðinu og tæp- lega gaf til kynna að um á- hugavert verk væri að ræða, þó slíkt kæmi þeim að vísu á óvart, er fylgst hafa með því, sem skáldið hefur áður afrekað. Nú er ég hef séð leikritið í annað sinn, langar mig að biðja yður, hr. ritstjóri, með sam- þykki gagnrýnanda yðar, að ljá mér rúm fyrir nokkur þakkar- orð til höfundar og leikenda. Ég spyr, hversvegna förum við í leikhús? Ég held að erindi flestra í leikhús sé einfaldlega að skemmta sér, þó það svar segi raunar býsna fátt um það, sem við kunnum að fá þar í aðra hönd. Það sem flestir sækjast eftir á æðri stöðum, á borð við góð leikhús, er þátttaka í and- legu starfi. Manneskjan er í stöðugri leit að skemmtilegu sam félagi og viðfangsefnum. Og það eitt verður góðu leikhúsfólki skemmtun, sem knýr það til þátt töku í leiknum, kemur hug þess á hreyfingu, sem leiðir til skiln- ings og skemmtunar í senn. Ekk- ert resept mun vera til uppá hvernig þetta nær að þróast, og í þeim efnum nægir hvorki Ték- off eða Miller einir saman, jafn- vel ekki Sjekspír, ef ekki er jafnframt til staðar meðal á- heyrenda opinn heill hugur og lotning fyrir mannlegri viðleitni. Það ljós sem góð list tendrar. Þorsteinn Ö. Stephensen í hlutverki sínu. mun ef til vill helzt í ætt við viðbrögð barns við undrum ver- aldar. Við gamla fólkið skyldum vara okkur á því að halda að við vitum mikið um þessa hluti framyfir þau. Því má vera ljóst að hver einstaklingur fer heim úr leikhúsi með sína eigin per- sónulegu reynslu, furðu ólíka annarra. Hefur höfundi og leik- endum tekist að ná okkur, af lífi og sál, með sér uppá svið- ið, skiptir kanske öllu máli. Nú að liðnum mörgum dögum, og ég hef aftur gleyrnt því sem ég sjálfur lagði að mörkum til sýningar Jökuls Jakobssonar, er ég að reyna að rifja upp um hvað leikritið fjallar í stórum dráttum, og í hug minn komu samstundis þrjár örlagaþrungn- ar setningar: „Ég er að fara til Perú“, „Það var sumárið 37“, „Það er eitthvað í manninum". Gamall og lífsþreyttur athafna maður og víkingur — svo sann- arlega rammíslenzkur í báðar ættir — , hefur unnið marga glæsilega og eftirminnilega sigra í lífinu, jafnt á þeim vettvangi þar sem þorskur pabba hans trónar á skj aldarmerki, — og heimshungrið bíður eftir um alla veraldarbyggð, — og þar sem fagrar konur sitja í hásæti og segja heiminum fyrir verkum. En hér er fyrir höndum upp- gjör, sem ekki verður lengur slegið á frest. Lífsförunautur- inn er fallinn í valinn og tek- ið með sér í moldina unað lífs- ins, og ástbarn hans er að búa sig til Perú, þar sem lífið geisar. Sólargeisli lífs hans, von hans og öryggi, sá sem fékk í sinn hlut flotann hans pabba, afa og langafa, hann hefur brugðist, fyrsti hlekkurinn í hinni traustu keðju hefur ryðgað í sundur. Sá sem allt var lagt uppí hend- urnar á brást á örlagastund, ástin og baráttuhugurinn, hvort- tveggja farið veg allrar verald- ar, já, allt, allt nema wiskíið. Hann áformar jafnvel að selja síðasta togarann og setja á stofn frímerkjaverzlun, sem er arð- vænlegra lífsstarf. Og það brestur strengur í brjósti hins örþreytta víkings- Hann sigldi um fjarlæg höf og álfur með fiskinn hans pabba síns undir þiljum, þar sem hann beið síns vitjunartíma, meðan hann sjálfur ofan þilja, ennþá ungur og blóðheitur, fékk á sig smáskrámur, sem ekki greru með öllu á langri og erilsamri æfi. Það var „sumarið 37“. Og nú er loka hríðin að skella yfir. Hann reynir með aðstoð wiskíglassins að halda hópnum saman eina nótt, og berja í hann kjark, því í öllum þessum erf- iðu samskiptum hans við lífið og mennina, yfirgaf hann aldrei þetta dularfulla ljós; „Það er eitthvað í manninum." Þó togararnir hans afa komi kannske ekki oftar drekkhlaðn- ir að landi og hætt verði að sigla miklum skipum til sólar- landa, þar sem fiskurinn hans var á borð við gullin aldin. „Þá er áreiðanlega eitthvað í mann- inum“, sem mun leiða hann til baka á vit heilbrigðrar skyn- semi og manndáða. Og það gerir kannske ekki svo mikið til þeg- ar öllu er á botninn hvolft, þó maðurinn sé ekki sérlega sterk- ur í latínunni, meðan kjarkur- inn ekki bilar. Við Reykvíkingar skuldum höfuðsnillingnum og spekingn- um Þorsteini Ö. ótaldar stórar stundir. Hér hefur hann gefið okkur enn einu sinni heilsteypt listaverk, gert úr brotasilfri þjóðarjarðvegsins, margslungna manngerð frá 1930 árunum. Þetta geðþekka grófa brotasilfur hafa þeir Jökull steypt í var- anlegt efni af dæmafáum hag- leik. R.J. ^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.