Morgunblaðið - 17.04.1968, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 19®8
19
Úr Mývatnssveit
Björk, Mývatnssveit, 2'4. marz.
EFTIR langan harðindakafla
brá hér til suðlægrar áttar með
góubyrjun, gerði þá hlýindi í
nokkra daga. Leysing var ör og
tók mjög upp hinn mikla gadd.
Sæmileg beitijörð kom fyrir
sauðfé, en þá var búið að gefa
því inni hér samfellt í 10 vikur.
Hélzt góð tíð fram í miðja góu
en þó var nokkuð stormasamt
suma daga. Síðan fór að herða
frostið, sem haldizt hefur, og
jafnvel komizt í 20 stig. Eflaust
hafa bændur eittíhvað getað
sparað hey að undanförnu, þrátt
fyrir storma og hálfgerða íshafs
veðráttu. Ekki hafa heybirgðir
almennt verið kannaðar hér, en
gera má ráð fyrir að sumsstað-
ar sé nokkuð farið að ganga á
þær sem eðlilegt er.
Vegir voru ruddir hér strax
og hlánaði ,síðan má heita að
færð hafi vérið góð og flutning-
ar gengið vel.
Um síðustu helgi gerði hér
norðan hörkuveður, setti þá nið
ur nokkurn snjó, en ekki svo
mikinn að vegir lokuðust.
Verkfalls-hugleiðingar
Ekki urðum við hér mikið vör
hins mikla verkfails sem nýlok-
ið er, nema þá af fréttum í út-
varpinu, svo og að menn fengp
frí við lestur blessaðra dagblað-
anna. Að vísu má geta þess, að
sumir starfsmenn Kísiliðjunnar
fengu frí einn dag vegna verk-
fallsboðunar frá Húsavík.
Okkur hér sem vorum aðeins
áheyrendur, ef svo má að orði
komas';, að þessum verkfallsátök
um, verður á að spyrja: Er það
sæmi ægt í okkar þjóðfélagi, þar
sem frjálsnæði er talið ríkja og
þjónar það einhverjum sérstök-
um tilgangi að börn fái ekki
mjólk og aðrir er mest hafa
hennar þörf? Á sama tíma er
mjólkinni hellt niður. Ennfrem-
ur, hvers eiga sjúklingar og
þeir, er höllustum fæti standa
að gjalda. Er ekki hér verið að
náðast á garðinn þgr sem hann
er lægstur. Hefur þjóð okkar
efni á því á þessum tímum að
kasta milljónatugum á glæ í
verkföllum. Er ekki mál til kom
ið að löggjafinn samþykki
þannig lög, að ýmsir þeir atburð
ir, er áttu sér stað í síðasta verk
falli, og hér að framan er get-
ið, endurtaki sig ekki oftar.
Hlýtur það líka ekki að marg
borga sig fyrir deiluaðila hverju
sinni ,að þrautreyna með næg-
um fyrirvara, allar samkomu-
lagsleiðir áður en til verkfalls
er boðað.
Silungsveiði hefur verið ákaf
lega léleg í Mývatni í vetur, má
sjálfsagt ýmsu þar um kenna. ís
inn er orðinn mjög þykkur á
vatninu .sennilega 80—100 cm.
enda frosthörkur verið miklar.
Minkurinn sækir á
Mikið hefur sést af minkaslóð
um hér við Mývatn í vetur.
Bendir það ótvírætt til þess, að
meira sé af mink hér nú en oft
áður. Eru það sannarlega
ískyggilegar horfur. Á undan-
förnum árum hefur mikið verið
gert til að hefta útbreiðslu
háns hér við vatnið, og sýnileg-
ur árangur af því starfi. Nú virð
ist hinsvegar vera svo, að upp á
síðkastið hafi minni áherzla ver
ið lögð á að vinna hann hér.
Það er að vísu alveg rétt að hér
við Mývatn er aðstaðan mjög
erfið til þeirra hluta. Vel má
líka vera að vanir menn til þessa
starfs liggi ekki á lausu, en það
réttlætir á engan hátt slíkt að-
gerðarleysi, sem nú virðist rikja
í þessum rnálum.
Verður að krefjast þess, að nú
þegar verði allt gert sem í mann
legu valdi stendur til að reyna
að eyða minknum við Mývatn.
Má í því efni ekkert til spara,
hér eru svo mikil verðmæti í
húfi að aldrei verða metin til
fjár. Verður því að vona, að
réttir aðilar taki þetta mál til
alvarlegrar íhugunar.
Skólahald.
Heimavistarbarnaskólinn á
Skútustöðum tók til starfa um
miðjan okt. sl. í skólanum eru
í vetur 60 nemendur, þar af 16
i unglingadeild. Vegna rúmleys-
is í heimavistinni verður að
skipta nemendum til dvalar í
skólanum. Er það gert með
þeim hætti, að þeir dvelja þar
hálfan mánuð í senn, en eru síð-
an heima hjá sér jafn langan
tíma, koma þar aðrir nemendur
í þeirra stað, og dvelja í skólan-
um á sama hátt, virðist slíkt
fyrirkomulag gefast vel, þótt
námstíminn sé ekki lengri.
Nemendur í unglingadeild fá
hinsvegar samfellda kennslu.
Heimavistar-barnaskólinn á
Skútustöðum var tekinn í not-
kun í janúar 1963. Áður hafði
barnakennsla hér í sveitinni
farið fram á ýmsum stöðum, og
án efa oft við erfiðar aðstæður.
Síðast var kennt í félagsheim-
ilinu Skjólbrekku. Árið 1963
þegar kennsla var hafin í skól-
anum, var eftir að byggja sér-
staka álmu við skólann. Þar í
voru kennslustafur, leikfimi-
gangur, áhaldageymsla og
kennaraherbergi .
Árið 1964 var hafizt handa
við að koma upp þessari álmu.
Á síðasta ári var svo þessi bygg-
ing fullfrágengin, og hófst þá
kennsla þar. Batnaði þá til
muna öll aðstaða í skólanum,
bæði varðandi sjálfa kennsluna,
svo og aðra starfsemi innan
veggja skólans.
Síðastliðið haust, bárust skóla-
nefndinni hér tilmæli frá
nökkrum foreldrum, m.a. ný-inn
fluttum, þess efnis, að börn
þeirra 7-8 ára að aldri fái ein-
hverja tilsögn á yfirstandandi
vetri. Hér í þessu skólahverfi,
hefur gilt undanþága fyrir börn
á þessu aldursskeiði, þar sem
ekki hefur verið hægt að sjá
þeim fyrir kennslu. Bentu for-
eldrarnir á hvort ekki mundi
hægt að fá leigt húsnæði t.d. í
Reynihlíð, þar sem hægt væri
að hafa heimangöngu skóla
fyrir væntanlega nemendur.
Skólanefnd og sveitastjórn
samþykktu síðart að fella niður
þessa undanþágu fyrir börn 7-8
ára, sem sótt gætu heimagöngu-
skóla í Hótel Reynihlíð. Leitað
var umsagnar námsstjóra og
fræðsluyfirvalda, til framgöngu
þessu máli. Fengum við þar
samþykki og góða fyrirgreiðslu,
af þeirra hálfu. Sama má segja
varðandi húsnæði, þar sem
kennsla gæti farið fram, eigend-
ur hótelsins veittu góðfúslega þá
aðstöðu.
Skömmu eftir síðustu áramót
iiófst kennsla í Hótel Reynihlíð.
Komu börnin þangað eftir há-
degi, fjóra daga í viku hverri.
Kennari var ráðinn Helga Vil-
borg Pétursdóttir, Austurhlíð.
Helga er stúdent að mennt,
og hefur áður fengizt við barna-
fræðslu austur á Vopnafirði.
Nemendur í skólanum í Reyni-
hlíð hafa verið 18. Kennt var 3
stundir á dag. Óhætt er að
segja, að börnin hafi sýnt sér-
stakan áhuga og dugnað við
námið.
Þráinn Þórisson hefur nú
starfað hér bæði sem kennari
og skólastjóri yfir 20 ár. Á sama
tíma hefur kona hana, Margrét
Lárusdóttir, einnig unnið við
skólann, fyrst sem ráðskona við
mötuneyti, og síðan haft á
hendi stundakelnnslu. Stöndum
við vissulega í þakkarskuld við
þessi ágætu hjón fyrir þeirra
langa og gifturíka starf. Ekki
er að efa, að stjórn og umsjón
heimavistarskóla, er mjög eril-
samt og ábyrgðarmikið starf.
Veltur á miklu í hverjum skóla,
að það starf sé samvizkusam-
lega af hendi leyst. Ég held, að
fullyrða megi að þa’ð hefur
Þráinn Þórisson reynt eftir
beztu getu.
Rétt er að geta hér fleiri, sem
unnið 'hafa við heimavistar-
skólann á Skútustöðum. Séra
Örn Friðriksson hefur verið þar
stundakennari frá því skólinn
tók til starfa. í eldhúsi við
mötuneyti, hafa þær systur
Helga og Guðfinna Axelsdætur
unnið frábært starf sem ráðs-
konur. Vil ég færa öllum þakk-
ir, sem á einn eða annan hátt
hafa unnið ágæt störf í þágu
skólans.
— Kristján.
SVAR MITT f*j|i
EFTIR BILLY GRAHAM
ÉG er húsmóðir og er að nálgast sextugt. Ég hef elzt /
á undan manninum mínum. Hann virðist vera yngri I
en ég. Ég fékk að finna fyrir þessu í vikunni, sem
leið, þegar einhver spurði mig, hvort ég væri móðir
hans! Hvað á sú kona að taka til bragðs, sem virðist
vera eldri en eiginmaður hennar?
ÉG er nú eiginlega ekki rétti maðurinn til að svara
þessari spurningu. En ég ráðgaðist við konuna mína,
og ég skal reyna að gefa yður ráð.
Skoðun okkar á því, hvað sé elli og „ellisvipur“,
ákvarðast fremur af viðhorfum og mati á lífinu en því,
hve mörg ár við höfum lifað. Þetta er reynsla fjöl-
margra kvenna: Þær finna, að líkami þeirra er farinn
að láta á sjá; þær sjá hrukkur færast yfir andlitið, og
axlirnar eru teknar að síga lítið eitt. Þær gefast því
upp fyrir Elli kerlingu og ganga hinu óhjákvæmilega
á vald. Illu heilli setja slíkar konur sig líka í andlegar
stellingar, sem eru í samræmi við hina „líkamlegu
uppgjöf“. Þær draga sig inn í skel, hætta að brosa,
hætta að lesa, hætta að koma á mannamót. Allt bendir
til þess, að þær hafi dáið fyrir aldur fram.
Þótt líkaminn eldist, getur hjartað verið ungt!
Verið með opnum huga og látið hlýju streyma frá
yður. Berið umhyggju fyrir öðrum. Veitið viðtöku
þeim styrk, sem Davíð talar um, þegar hann segir:
„Gleðin í Drottni er hjálpræði mitt“. í hópi þeirra
kunningja minna, sem eiga hvað mest af eldmóði
æskunnar, er einnig roskið fólk. Takið nú nýja af-
stöðu í þessu máli, og þér sláizt í hópinn.
Raðhús í Hafnaríirði
Til sölu raðhús á 2 hæðum, v/Smyrlahraun. Á efri
hæð eru 4 svefnherbergi, bað og tauherbergi. Stofur,
eldhús og þvottaherb. á neðri hæð. Bílskúrsréttur.
SKIP & FASTEIGNIR
Austurstræti 18 sími 21735,
eftir lokun 36329.
Til sölu við Miðbæinn
6 herb. efsta hæð í þríbýlishúsi í nýlegu steinhúsi.
Sérhiti, sérþvottaherbergi á hæðinni, tvennar
svalir. I.aus eftir samkomulagi.
FASTEIGNASALAN, Garðastræti 17
símar 24647—15221. Kvöldsími 41230.
Fréttabréf úr Stykkishólmi:
Lúðrasveitin hélt hljómleika
STYKKISHÓLMI 8. apríl —
Lúðrasveit Stykkishólms efndi
hinn 7. apríl s.l. til hljómleika
í leikfimisal Gagnfræðaskólans í
Stykkishólmi. Stjórnandi Lúðra-
sveitarinnar er Víkingur Jó-
hannsson og hefir hann verið
það frá upphafi, en Lúðrasveit-
in var stofnuð á sumardaginn
fyrsta 1944 og er því að verða
24 ára gömul. Hún hefir jafn-
an haldið uppi ágætu starfi, ferð
azt víða um og leikið fyrir fólk
og allstaðar mætt góðu viðmóti.
Á hljómleikaskránni voru 15
lög, en auk þess varð að leika
aukalög. Hljómleikarnir voru
vel sóttir og menn ánægðir með
þessa ágætu stund.
Endurvarpsstöð sjónvarps.
Nú verður senn hafizt handa
með smíði stöðvarhúss fyrir end
urvarpsstöð sjónvarpsins hér.
Hefir verið valinn staður
skammt fyrir ofan Stykkishólm,
ca. 4 km. frá bænum. Er þetta
ágætur staður. Verkfræðingar
voru hér í dag að mæla út fyrir
húsinu og mun smíði þess verða
boðin út.
ísinn minni á Breiðafirði.
ísinn hefir minnkað að mun
hér á Breiðafirði og má hann
að mestum hluta teljast auður.
Undanfarna daga hefir verið
góðviðri og er það mikil til-
breyting frá því sem verið hefir.
Klaki er mikill í jörðu, sem von-
legt er, enda veturinn með ein-
dæmum harður. Vegir eru allir
værir um Snæfellsnes og ágætis
færð er inn í Dali.
Árshátíð Barnaskólans.
Árshátíð Barnaskólans í Stykk
ishólmi var föstudaginn 5. þ.m.
og var hún fjölbreytt og vel
sótt. Þrjár sýningar voru og
fullt hús á öllum sýinngum.
Önnuðust nemendur öll atriði,
sem voru upplestur, leikþættir
og söngur og að lokum var sjón-
leikurinn Gilitrutt fluttur af
nemendum og þótti vel takast í
alla staði. Allur ágóði mun
renna í Menningarsjóð skólans
og ferðasjóð skólabarna, en á
hverju ári er farin ferð til fróð-
leiks og skemmtanar fyrir nem-
endur sem ljúka lokaprófi.
Stykkishólmi 8. apríl 1968
MOBGUNBLAOID
Til sölu
3ja herb. íbúð á 1. hæð (jarðhæð samþykkt) á
einum bezta stað í Kópavogi. íbúðin sem er smíðuð
árið 1965 er skipt þannig: Tvö svefnherb., ein stofa,
eldhús, (vantar innréttinguna), baðherbergi, þvotta
hús og geymsla. Inngangurinn er sér. Lóð er að
mestu frágengin. Hagkvæmir greiðsluskilmálar ef
samið er strav.
Upplýsingar í síma 22911, 19255.
ÍBÚÐ ÓSKAST
liöírnn kaupanda
að 4ra—6 herb. hæð sem mest sér. bílskúr, helzt
innan Hringbrautar, við Safamýri, eða í Laugar-
neshverfi. Um staðgreiðslu gæti verið að ræða.
EINAR SIGURÐSSON, HDL.,
Ingólfsstræti 4, simi 16767,
kvöldsími 35993.