Morgunblaðið - 17.04.1968, Side 21

Morgunblaðið - 17.04.1968, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRIL 1958 21 Myndin var tekin á Kurfurstendamm í Vestur-Ber lín á fimmiudag, er óeirðimar höfðu brotizt út eft- ir tilræðið við Rudi Dutschke. Lögreglan beitti vantsslöngum og kylfum gegn stúdentum. — Tilxæðismaðurinn Framihald af bls. 1 beinzt gegn honum og blaðaút- gáfu hans og þeir hafa reynt að hindra dreifingu blaða hans. t Meðal eldri kynslóðarinnar hafa þessar óeirðir vakið ugg og óánægju. Þykir mörgum, sem þær minni ískyggilega á þá at- burði, er gerðust á dögum Weimar-lýðveldisins og urðu m. a. til þess, að Hitler náði völdum í Þýzkalandi. t Yfirvöld borga og bæja, svo og háskólayfirvöld hafa skor að á stúdenta að láta af óeirðuiv- um og beina hugum sínum að náminu þess í stað, en stúdentar láta sér ekki segjast og hafa boðað áframhaldandi aðgerðir. Segir talsmaður lögreglunnar í Hamborg, að stúdentar hafi fyrst í gærkyöldi beitt valdi gegn lögreglumönnum. Þá hafi gengið í lið með þeim „Ieður- jakka-unglingar“ og ekki látið sitt eftir liggja í átökunum. t Eftir því sem næst verður komizt hafa 59 lögreglumenn meiðzt og 60—80 úr hópi stúd- enta og annarra. — f Miinchen berjast læknar við að bjarga lífi þýzks blaðaljósmyndara, er fékk stein í höfuðið á mánudagskvöld ið. Annar ljósmyndari, Karl Frings frá AP eP einnig lífs- hættulega slasaður. Hlaut hann heilameiðsl í átökunum og hef- ur gengizt undir meiriháttar skurðaðgerð. 4 ÞRJÚ SKOT HÆFÐU DUTSCHKE Upptök óeirðanna urðu sem fyrr segir þau, að sósíalistaleíð- toga stúdenta Rudi Dutschke, 28 ára heimspekistúdent, var sýnt banatilræði. Hann var að koma frá skrifstofu stúdentasamtaka sinna og var á reiðhjóli. Er hann hjólaði eftir Kurfiirstendamm sat tilræðismaðurinn fyrir hon- um, dró hann af hjólinu og skaut á hann af skammbyssu. — Þrjájr kúlur hæfðu hann, fór ein í heil- ann, önnur í hægri kinnina, hin þriðja í brjóstið, og segja lækn- ar hina mestu furðu, að maður- inn skuli enn vera lífs. Lögregl- an kom þegar á vettvang og tókst að handtaka tilræðismann- inn, en þó ekki fyrr en eftiir klukkustundar átök við hann, þar sem hann beitti byssu sinni óspart. Hlaut hann sjálfur skot- sár af lögreglunni og var illa sæi*ður, er hann var loks yfir- bugaður og fluttur í sjúkrahús. Að því er lögreglan upplýsir, er tilræðismaðurinn Josef Bach- mann, 23 ára að aldri, ættaður frá Reichenberg, sem nú er X Austur-Þýzkalandi, en kom til Vestur-Berlínar árið 1956. Við húsleit á heimili hans í Peine fundust málverk, er hann sjálf- ur hafði gert af Hitler og Napo- leon. Haft var eftir móður hans, að hann hataði kommúnista eins og pestina og sjálfur sagði hann, að óbeit sín á Dutschke og stjórn málaskoðunum hans væri eina orsök tilræðisins. Kva’ðst hann hafa lesið um morðið á Dr. Martin Luther King og þá sagt við sjálfan sig: „Þetta átt þú líka að gera“. Lögreglan hefur einnig upp- lýst, að Bachmann hafi tvisvar verið handtekinn fyrir þjófnað, fyrst árið 1964 í Dortmund og síðar í Frakklandi, í júlí 1966, og þá einnig fyrir að bera skot- vopn. Fómarlamb hans, Dutschke, er einnig frá Austur-Þýzka- landi, flýði þaðan fyrir nokkr- um árum til þess að komast hjá herþjónustu. Hann kvæntist á sl. ári bandarískiri stúlku, er stundar nám í guðfræ'ði. 4 „NAZISTAR — MORГ Þegar eftir tilræðið hófust ó- eirðir, en þó ekki að ráði fyrr en á föstudag. Þá tóku um 6.500 stúdentar þátt í mótmælaaðgerð- um í Berlín, fóm fylktu liði um götur og torg og sungu: „Nazist- ar, nazistar, morð, morð“. Þeir reyndu að ráðast á ráðhúsið, höfðu uppi vígor’ð gegn þýzkum stjórnarvöldum og kröfðust af- sagnar borgarstjórans. Aðeins um þúsund stúdentar komust að torginu, Kennedy-torgi, fyrir framan ráðhúsið og eftir klukku- stundar viðureign við lögreglu, var þar orðið kynrt. Á laugardag hélt óeirðunxxm á- fram og átti lögreglan þá jafn- framt við að stríða umferðaröng þveiti vegna hátíðarinnar. Þá tók refði stúdenta að beinast gegn blaðaútgáfu Springers, en á laug- ardagsmorgxm hafði eitt blaða hans, „Bild Zeitung", krafizt þess, að ekki yrði tekið neinum vettlingatökum á stúdentum. Þeir reyndu að stöðva dreifingu blaðsins í ýmsum borgum Þýzka- lands, m.a. í Munchen, Frank- furt, Essen og Haxmover. Segja stúdentar, að blöð Springers hafi skapað óþolandi andnims- loft í Þýzkalandi og stefna þeirra hafi leitt tif tilræðisins við Dutschke. Á sunnudag var áfram haldið og gerðist nú lögreglan harðhent ari en áður. Fréttaritari Reuters segir að lögreglumerm hafi slegið með kylfum sínum til hægri og vinstri án þess að skeyta nokkuð um það, hver yrði fyrir höggun- um. Hafi ekkert haft að segja að sýna skírteini fréttaritara eða önnur gögn. Fjöldi ferðamanna var i Berlín um helgina og flúðu þeir fljótlega, er til átakanna kom, enda gaf lögreglan fólkinu fimm mínútna frest til að koma sér burt frá átakasvæ'ðinu, áður en hún léti til skarar skríða. í mótmælaaðgerðum stúdent- anna á mánudag voru blaðahús Springers í Frankfurt og Ham- borg sett í algert umsátur. Lög- reglan, sem beitti eins og áður kylfum og vatnsslöngum, brauzt gegnum stúdentaþvöguna. En allt ætlaði um koll að keyra eft- ir að fréttist um atvik, er gerð- ist í Hamborg, er einn af bifreiða stjórum Springerblaðanna ók á fullri ferð á stúdentahópinn, sem ætlaði að varna bifreiðinni veg- arins. Einn piltur varð fyrir bif- reíðinni og slasaðist alvarlega. í Berlín var kveikt í bílskúr fyr- irtækisins og tólf bifreiðar brenndar. Óeirðir þessar í Þýzkalandi breiddust einnig til annarra landa, m.a. til ítalíu og Bret- lands, þar sem hópar manna söfnuðust saman og fóru fjölda- göngur til að „hefna fyrir Rudi Dutschke", eins og sagt var. Á sunnudag reyndi múgur manns að ryðjast inn í Lundúnaskrif- stofu Springer-blaðanna. Lögregl an var kölluð á vettvang og urðu þar svo hörð átök, að margir slösuðust verulega. Mótmælaað- gerðir þessar vegna Dutschke voru einskonar hliðarspor frá aðalmótmælum hátfðarinnar, mótmælum gegn kjarnorkuvopn- um, sem fara skyldu fram með friðsamlegum hætti. Var það hin svonefnda Aldermaston-ganga, sem farin er árlega. f Ihenni tóku þátt um 20.000 manns. — Innlendir FramlhaM atf Ibls. 32. varðar tollstöð í Reykjavík án þess að blaðið hafi vitneskju um grundvallaratriði málsins. Tollstöðvarhúsið í Reykjavík er þannig gert, að á því eru stór ir gluggaveggir, rammar með ísettu gleri. Þar eð hér er um að ræða mjög umtalsverðan hluta af byggingarkostnaði var það verk að smíða og setja upp þessa gluggaveggi boðið út og bárust tilboð frá 10 aðilum, sem voru mjög mismunandi að verði og gæðum, allt frá röskum 5 millj. kr. og yfir 12 millj. kr. á eldra gengi. Eins og áður sagði var efni það, sem í boði var frá hin- um ýmsu tilboðsgjöfum, mjög misjafnt að gæðum og styrk- lei'ka. Það kom enn fremur í ljós, að öll tilboðin, hvort held- ur þau komu frá innlendum eða erlendum' aðilum voru fyrst og fremst erlend og í engu tilfell- inu innlend að meiru en Vs hluta. Fyrir gengisfellingu íslenzku krónunnar höfðu tilboð verið könnuð og bygginganefnd húss- ins komizt að þeirri niðunstöðu, að af innlendum tilboðum kæmi helzt til greina að taka tilboði Perspektiva A/S, dansks fyrir- tækis. Verðmunur þessarra til- boða var talinn yfir 20% hinu innlenda hlutafélagi í óhag. Eftir gengisbreytingu var gerð ný könnun á tilboðum. Voru þá sérstaklega tekin til at- hugunar þau sjónarmið, sem ríkisstjórnin hefur gert að stefnuskráratriði sínu, að við slíkar aðstæður Skuli leitazt við að hlynna að innlendum iðnaði eftir því sem frekast er kostur. Var þá sérstaklega kannað til- boð Völundar hf., sem varð all- miklu hagstæðara en áður af völdum gengisbreytingarinnar. Niðurstaða bygginganefndar hefur orðið sú, að Völundur smíði hluta glugganna, en að öðru leyti leggi danska fyrir- tækið Perspektiva A/S til efni (prófíla) í gluggaveggina, en uppsetning þeirra eigi sér stað á vegum innlendra aðila. Með þessum hætti telur bygginga- nefndin, að hvorttveggja náist, lægra verð, sem í boði er, og stærstur innlendur hluti í srrxíði veggjanna. Er talið, að með þessum hætti kosti'veggirnir upp settir um 7 milljónir króna, þar af verður keypt efni frá Per- spektiva A/S fyrir d. kr. 280.000.00, eða ísl. kr. 2.144 þús., og er ekki um annan erlendan kostnað að ræða í því sam- bandi. Tilboð Raftækjaverk- smiðju Hafnarfjarðar h/f er um 8,5 siillj. kr. Gagnvart innlendum iðnaði verður þannig hluti smíðinnar alinnlendur, en hluti verðui fólginn í innflutningi á „prófíl- um“ og gluggúm, sem verða settir saman hér heima. Það skai tekið fram, að gluggasmíði Raf- tækjaverksmiðju Hafnarfjarðai h/f er einnig fólgin í innflutn- ingi á „prófílum", að vísu úr málmi, sem síðan eru sniðnir og settir saman. Hlutur íslenzks iðnaðar í verkinu eins og það verður unnið er því sízt minni en verið hefði, ef tilboði Raf- tækjaverksmiðju Hafnarfjarðar hefði verið tekið. Hins vegar 70 fórust Dacca, 16. apríl. NTB TALIÐ er, að a. m. k. 70 manns hafi látið lífið og um 700 meiðst, er fellilbylur gekk yfir Faridpur hénaðið í Austur-Pakistan á skírdag. Geysilegt tjón varð á bygginguim, m. a. lögðust þrír smábæir í rúst og þúsundir manna eru heimilislausir. verður verkið um 1.5 millj. kr. ódýrara". i — Tanzanía Framhald af bls. 1 Nígeríu, er dvalizt hafa í Tanz- aníu, verið kallaðir heim. Stjóm Biafra hefur átt fastan fulltrúa í Dar Es Salaam í sex mánuði, eða þar um bil, og ný- lega voru mikilsmetnir Biafra- merm gestir Juliusar Nyreres, forseta Tanzaníu. Þegar utanríkisráðherra Tanz- aníu skýrði frá ákvörðun stjóm- ar sinnar tilkynnti hann, að vissulega harmaði hún að Biafra skyldi segja sig úr lögum við Nígeríu — það væri áfall fyrir einingarhugsjón Afríkjuríkjanna. En ljóst væri, að vonlaust vseri að halda ríkjunum saman með valdbeitingu og blóðsúthellingum og íbúamir í Biafra hefðu kom- izt að þeirri niðurstöðu, að eina lífsvon þeirra væri, að slíta sam- bandinu við Nígeríu og lifa sem sjálfstæð þjóð. Um síðustu mánaðamót til- kynnti stjórnin í Lagos, að „bylting Biafrabúa hefði verið brotin á bak aftur að langmestu leyti“ og helztu borgir hefðu fall ið í hendur hersins. Sfðan hefur sókn hans stöðvazt að mestu, en í AP-frétt á laugardag segir, að víða stundi Biafrahermenn enn- þá skæruhernað og geti Lagos- hernum reynzt erfitt að ráða nið- urlögum þeirra að fullu. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum, er William Westmore- land, hershöfðingi, hélt frá Andrews-flugstöðinni til S-Víetnam, eftir tveggja daga viðræður við Johnson, forseta, í Washington. Forsetinn fylgdi honum frá Hvíta húsinu til flugstöðvarinnar og kvaddi hann þar. Hann hefur nú skipað Creighton Abrams, hers- höfðingja, í embætti yfirmanns bandaríska herliðsins í Suður- Veítnam, er Westmoreland lætur af því starfi. — Ósamið Framhald af hls. 1 Fun.d þennan átti upþhatflega að halda um sáðustu helgi, en þá frestaði forsetinn för sinni vegna morðsins á Dr. Martin Luther King og kynþáftaóeirð- anna, er urðu eftir það. í frétt frá NTB segir, að John son hafi ljóslega verið óánægður í dag vegna ósamfko>nmlagsins við Hanoistjórnina um það, hvar haMa skuli undinbúningsviðræð- ur um Vietnam. Eftir að forset- inn kom til HonoÉhiIu í gær, sendi hann Hanoistjórninni að- vörun þar sem sagði, að nú væru liðnar tvær vikur frá því hann hefði lá'tið hætta loftárásium á Norður Vietnam og enn hefði ekki náðzt samkam'ulag itm fundarstað. Þannig hefði þessi tími til einskis farið og væri nú farið að ganga nokíkuð á þol- inmæði Bandaríkjastjórnar. Hann sagði, að Hanoi hefði ekki enn svarað uippástunguim Bandaníkjamanna um einhvern eftirtalinna fundarstaða: Genf. Vientiane, Rangoon, Dj akarta og Nýju Delhi en hann kvaðsf haía gert Hanoi stjórninni fuiila grein fyrir því, hvers vegna hann gæti hvorki sætt sig við Varsjá né Pnom Penh. Af uippástungum Bandaríkja- manna er talið Liklegast, að Hanoistjórnin sætti sig við Nýju Delhi. Hefur hún tilkynnt stjóm inni indverisku, að uppástungan hafi verið tekin til íhiugunar og komi til greina, enda þótt Hanoi- stjómin mundi heldur kjósa að fundarstaðurinn væri nær Han- oi. í AP írétt segir, að ein óstæð- an til þess, að Johnison forseti, geti ekki fallizt á Vansjá eða Pnom Penh sé sú að sögn opin berra embættismanna, að ýmis bandalagsríki Bandarikjamanna hafi ekki stjórnmáiasaimband við þessi ríki, svo sem Thailand og S—Kórea. Bandaríkjamenn sjálf ir hafa ekki stjórnmálasamband við Cambodiu. En fréttastofan hefur eftir öðr um embættismönnum, að þeir óttist, að deilan um fundarstað verði að áróðursstríði deiluaðiil- anna, ef áfram haldi sem horfir. Þá kemiur það fram í fréttum frá Manila, að stjórn Suðxxir-Vi- etnam óskar eftir að haMinn verði leiðtogafundur þeirra ríkja, sem hlut eiga að máli í S-Vietnam, áður en friðarviðnæð ur hefjast við Hanoistjómima, — með það fyrir auigrum að marka sameiginlega stefnu í friðarumleitunum um Vietnaim og ræða jafnframt í heiM hin ým®u öryggisvandamál Suðaust- ur Asíu og Suðvesturhluta Kyrra hafssvæðisins. Ríkini, sem hér eiga hlut að máli, eru auk Bandaríkjanna og S-Vietnam, Ástralía, Nýja Sjáland, Thailand, SuðuT Kórea og Filippseyjar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.