Morgunblaðið - 17.04.1968, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1908
31
Reytingsafli
sunnanlands
TALSVERÐUR afli barst á land
í verstöðvunum sunnanlands yf-
ir páskana, en þar var mikið um
tveggja nátta fisk að ræða og
því varla hægt að tala um páska
hrotu að þessu sinni. Litlar
birgðir af salti eru fyrir hendi í
verstöðvunum á Suðurnesjum,
en von er á saltskipi í byrjun
næstu viku.
V estmannaey jar
Reytingsafli hefur verið hjá
Vestmannaeyjabótum að undan-
förnu, en þó hefur afli verið
mjög misjafn. Netabátar hafa afl
að sæmilega, en tregara hefur
verið hjá trollbátum. Afli hefur
komist upp í liðlega 1000 tonn
í dag í Eyjum Og í gær voru
bátar með frá 20-60 tonn, en
margir voru ekki væntanlegir
fyrr en seint í gærkvöldi.
Grindavík
Síðustu dagana hafa Grinda-
víkurbátar aflað vel og í fyrra-
dag bárust 750 tonn þar á land
úr 34 bátum. Mestan afla hafði
Geirfugl, 51 lest, og er hann nú
aflahæstur. Grindavíkurbáta
með 1006 lestir. Arnfirðingur er
með 836 lestir, Hrafn Svein-
bjarnarson III með 816 lestir og
Albert er fjórði með 812 lest-
ir. Er allt útlit fyrir, að vertíð-
in í ár verði betri en í fyrra, en
þá var hæsti bátur með tæpar
1000 lestir í vertíðarlok. Flestir
Grindavíkurbátar voru á sjó í
gær.
Sandgerði
Fimmtán bátar lögðu upp í
Sandgerði í fyrradag og var afl-
inn þetta frá 1 Ms tonni og upp í
6%. Línubátar hafa ekki róið frá
Sandgerði síðan á skírdag, vegna
sunnan- og suðaustanstrekkings.
í gærmorgun kom einn bátur til
— Bronsið
Framhald af bls. 30
ísl. liðið sió þarna gamalt og
gott met, það að standa svo í
Fnnum, að aldrei fyrr á Polar
Cup móti hefur sigur Finna ver-
ið minni en í þessum leik. Það
met bættu svo Svíar í úrslita-
leiknum.
í 11 fyrstu mínúturnar stóð
leikurinn í járnum og liðin skipt
ust á um forystu og hafði fsland
ÖHu betur. En slakur kafli í lok
fyrri hálfleiks færði Finnum 16
stiga forskot við leikhlé 43:27.
f síðari hálfleik var baráttunni
haldið áfram og tókst ísl. liðinu
mjög vel upp. Sýndu liðsmenn
skínandi leikkafla og komu Finn
um greinilega á óvart. Má ætla
að þetta sé bezti landsleikur ís-
lands í þessari grein og áttu all-
ir leikmenn þar hlut að.
Fór svo að síðari hálfleikur-
inn varð íslands, þannig að for-
skot Finna minnkaði um eitt
stig og varð sigur þeirra 85:70 að
lokum. Þarna höfðu ísl. leik-
mennirnir allt að vinna, engu að
tapa, léku yfirvegað og vel og
sýndu sína beztu hlið.
Stighæstir voru Þorsteinn 14,
Einar Bollason 12, Birgir Jakobs
son 11 og Birgir Birgis 9.
ísland — Noregur 123:59.
fslendingar höfðu þarna al-
gera yfibrurði eins og hin liðin
gegn Norðmönnum. Yfirburðir
voru á öllum sviðum og vart
ræðandi um leikinn sem slíkan.
í hálfleik stóð 59:24.
Stighæstir voru Einar 24, Birg
ir Jakobsson 21, Kolbeinn 13.
Þórir 12, Þorsteinr. 11.
íslendingar sýndu og sönnuðu
að þeir áttu bronsverðlaun skil-
ið — og með leik sínum yfir-
leitt (gegn Svíum undanskilið)
að þeir eiga lið sem er nær því
að fara upp í 2. sæti, en niður
á við. Skortir mest háa menn
og þyrfti að gera átaik í því að
laða hávaxna menn að þessari
skemmitilegu íþróttagrein.
— A. St.
Sandgerðis með 32 tonn.
Nokkrir Sandgerðisbáta hafa
lagt upp í Keflavík, og er afl-
inn fluttur þaðan á bílum til
Sandgerðis.
Keflavík.
Tuttugu og fjórir bátar lönduðu
afla í Keflavík í fyrradag, sam-
tals 320 tonnum af tveggja nátta
fiski. Á laugardag fyrir páska
lönduðu jafnmargir bátar í Kefla
vík samtals 323 tonnum.
Aflahæsti báturinn var Lóm-
ur með um 30 tonn, en margir
bátar voru með 20 tonn og þar
yfir. Afli smærri bátanna var yf
irleitt 12 til 15 tonn. Einn línu-
bátur lagði upp í Keflavík, 7
tonn, en aðrir línubátar frá
Keflavík hafa lagt upp í Sand-
gerði og Grindavík, en aflinn ver
ið fluttur á bílum til Keflavík-
ur-,
f gær var blíðskaparveður á
miðunum og allir Keflavíkurbát
ar á sjó.
Akranes.
Enginn Akranesbátur komst á
sjó á laugardag fyrir páska
vegna brælu, en í gær voru all-
ir Akranesbátar á sjó.
Þorlákshöfn
Afli Þorlákshafnarbáta hefur
verið góður og jafn í aprílmán-
uði, en þaðan róa nú 7 bátar, 5
eru með net og tveir á trolli.
Aflahæsti netabáturinn er kom-
inn með 646 tonn.
Á laugardag var afli Þorláks-
hafnarbáta frá 11 og upp í 42
tonn, en í fyrradag lönduðu 14
bátar í Þorlókshöfn — aðkomu-
bátar voru frá Reykjavík og
Hafnarfirði — og var aflinn frá
9 tonnum og upp í 37 tonn.
Allir Þorlákshafnarbátar reru
í gær.
Hornafjörður
Heildarafli Hornafjarðarbáta
fyrri hluta aprílmánaðar var
1544,7 lestir. Frá áramótum er
aflinn þá orðinn 4,702 lestir í
395 sjóferðum, en var á sama
tíma í fyrra 4,365 lestir í 401
sjóferð.
A'flahæstur Hornafjarðabáta er
nú Jón Eiríksson með 798,4 lestir,
Gissur hvíti er með 760 lestir og
Hvanney er með 720 lestir.
í fyrradag lönduðu 6 bátar 198
lestum af tveggja nátta fiski í
Hornafirði.
— Breyting
Framihald af bls. 1
Stjórnmálafréttaritarar í
Saigon benda á, að þessir menn
séu báðir sérfræðingar á sviði
utanríkismóla og leiða getum að
því að stjórnarbreytingin standi
í einhverju sambandi við hugs-
anlegar friðarviðræður við
Bandaríkjastjórn.
Á hinn bóginn segir í flokks-
málgagninu „Nhan Dan“ í dag,
að Bandaríkjastjórn reyni að
fresta því, að viðræður hefjist.
Áframhaldandi hernaðaraðgerð-
ir Bandaríkjamanna hafi sýnt
og sannað öllu mannkyni, að
Bandaríkjamenn hafi ekki látið
af árásarstefnu sinni. Megi líta
á það sem sönnun fyrir því að
þeir kæri sig ekki um friðar-
viðræður og mikið skorti á góð-
vilja þeirra, segir blaðið.
— Munaði
Framhald af bls. 10
mikill troðningur var að son-
urinn minn, Andrew, var
nærri troðinn undir. Urðum
við að berast að næsta neyð-
arútgangi, þar sem ég varp-
aði Andrew út og fór svo
sjálf á eftir honum. Rétt á
eftir komu svo maðurinn
minn og Kevin, hinn sonur
okkar, en við fundum ekki
Jacqueline". Seinna fannst lík
SK0TMARK HATURSINS
TILRAUNIN sem gerð var í
síðustu viku til að ráða
stúdentaleiðtogann Rudi
Dutsohke af dögum í Vestur-
Berlín hefur leitt til þess að
margir stuðningsmenn hans
hafa ráðizt á eignir og fyrir-
tæki Springer-blaðahringsins
og reynt hefur verið að stöðva
dreifingu blaða Axel Spring-
ers víða í Vestur-Þýzkalandi.
Kiesingar kanzlari, Strauss
fjármálaráðherra og fleiri ráð
herrar Bonn-stjórnarinnar
hafa bfugðið hart við í nafni
laga og reglu og komið til
varnar Axel Springer, sem er
voldugasti blaðakóngurinn á
meginlandi Evrópu. Strauss
hefur sagt, að árásir stúdenta
á Springer minnni á árásir
nazista á Gyðinga fyrir þrjá-
tíu árum.
Allir þeir, sem.vilja breyta
ríkjandi stjórnarháttum í
Vestur-Þýzkalandi, líta á
Springer sem tákn afturhalds
í landinu. Springer á aðeins
sjö af 160 dagblöðum og
sunnudagsblöðum Vestur-
Þýz'kalands, en útbreiðsla
blaða hans nemur um það bil
40% af heildarútbreiðslu allra
blaða í Vestur-Þýzkalandi og
um 65—70% blaðanna í Vest-
ur-Berlín.
Axel Cásar Springer er 55
ára að aldri, metnáðargjarn
og ágætur kaupsýslumaður.
Hatur það, sem beinzt hefur
gegn honum, á að miklu leyti
rætur að rekja til þess að
honum hefur tekizt það sem
öðrum hefur ekki tekizt. Hann
hefur til að bera óskeikult
kaupsýsluvit og útsjónarsemi
hans er einstök.Þrívegis hefur
hann lagt aleigu sína að veði
þvert ofan í ráðleggingar sam
starfsmanna sinnna, en árang
urinnn er líka só að blaðaút-
gáfufyrirtæiki hans er orðið
að stórveldi, og nemur velta
þess árlega um 100 milljónum
punda.
Springer stjórnar fyrirtæki
sínu eins og konungur ríki
sínu, en hann neitar því að
blöðin verði að lúta hug-
myndafræðilegri yfirstjóm og
birta aðeins skoðanir er sam-
rýmist skoðunum hans sjálfs.
Hins vegar hefur Springer
mjög ákveðnar pólitískar skoð
anir. Hann er innnilega trú-
aður. herskár andstæðingur
kommúnista og finnst hann
hafi sérstöku hlutverki að
gegna. Það kann að vera rétt,
að hannn stjórni ekki þvi sem
blöð hans segja, en hugmynd-
ir hans berast rétta boðleið.
Norður-þýzkur ritstjóri hefur
látið svo um mælt, að hann
spyrji alltaf sjálfan sig: „Hvað
mundi Axt:l Springer gera“
á sama hátf og honum var
kennt í æsku sinni: „Hvað
hefði Jesús gert?“.
Springer á dagblöð, sunnu-
dagsblöð, kvennablöð og ungl
ingablöð, en tvö áhrifamestu
blöð hans eru Bild Zeitung
(upplag: 4.6(10.000) og Die
Welt (280.000). Sunnudagaút-
gáfur þessara blaða eru Bild
am Sonntag (2.700.000) og
Welt am Sonntag (480.000).
Bild Zeitung er í stíl við
brezka blaðið Daily Mirror,
prýtt fjölda mynda, fréttirnar
stuttorðar og gagnorðar, fyrir
sagnirnar suttar og hnitmið-
aðar og ritstjórnargreinarnar
örstuttar og tilfinnninga-
þrungnar. Áhrif Bild Zeitungs
Axel Springer.
eru gífurleg, blaðið hefur
neytt ráðherra til að segja af
sér og þingið til að ræða mál
sem það hefði annars leitt
hjá sér og átt mikinn þátt í
falli Erhard-stjórnarinnar.
Enginn ráðherra, stjórnmála-
maður eða stjórnmálaflokkur
þorir opinberlega að mæla á
móti Bild Zeitung.
Fá önnur blöð í Vestur-
Þýzkalandi en blöð Springers
hafa stutt hinnn umdeilda
fjármálaráðherra, Franz Josef
Strauss, sem er sagður góður
vinur Springers og ritstjóra
Bild-Zeitung, Peter Bamnisoh
Bild Zeitung styður de Gaulle
samstarf Frakka og ÞjóðVerja
og Franz-Josef Strauss. Það
er frekar óvinveitt Bretum
andvígt samningi um bann við
útbreiðslu kjarnorkuvopna,
svarinn fjandmaður kommún
ista og afar vantrúað á minnk
andi spennu í 'sambúð austurs
og vesturs. Blaðið kallar sig
„rödd þjóðarinnar“. og slag-
orðakenndar fyrirsagnir þess
hafa greypzt í hugum flestra
Vestur-Þjóðverja. Prestur
nokkur sagði nýlega um ferm
ingarbörn sín að hugsanir
þeirra mótuðust af Bild-
Zeitung. ,
Á hinn bóginn er Die Welt,
sem kallað er flaggskip
Springerflotans, keypt af
menntamönnum. Á undan-
förnum árum hefur blaðið
yfirleitt verið hægrisinnað,
en örlað hefur á frjálslyndi
svo að ekki er auðvelt að átta
sig á því og kann það að staía
af því að ritstjórar blaðsins
séu sjálfum sér sundurþykk-
ir. Die Welt hefur eins og öll
önnur blöð Springers mikil
áhrif, ekki sízt vegna þess að
þau böð. sem lesin eru um
landið allt, eru tiltölulega fá.
í raun og veru ná aðeins brjú
böð til landsins alls og tvö
þeirra eru blöð Springers,
Bild Zeitung og Die Welt
(þriðja blaðið er Frankfurter
Allgemeine Zeitung). Og
eina blaðið sem almennra vin-
sælda nýtur er Bild Zeitung,
sem hefur engan keppinaut.
En Springer-blöðin eiga sér
harða andstæðinga. Áhrifa-
mestu keppinautar hans eru
Der Spiegel ,sem selt er í
milljónaupplagi, og Die Zeit
(300.000). frjálslynt vikublað,
sem óhrætt lætur skoðanir
sínar í ljós. Súddeutsche
Zeitung, sem er vinstri sinn-
að, er ágætt blað. og að lang-
mestu leyti keypt í Bayern.
Vikublaðið Stern hefur einn-
ig gert harðar árásir á Spring
er. En öll þessi blöð til samans
geta ekki vegið upp á móti
áhrifum Springer-blaðahrings
ins, iafnvel þótt þau væru
sameinuð. ,
Springer hefur haldið þvi
fram, að útvarp og sjónvarp
hafi miklu meiri áhrif en blöð
hans. og auðvitað er mikið
til í bví. Útvarp og sjónvarp
eru ríkisfyrirtæki.
Springer hefur sett sér það
takm.ark að endursameina
Þýzkaland og ..bjarga Berlín",
en til þess að þvi takmarki
verði náð kvaðst hann eitt
sinn fús að leggja líf sitt í
sölurnar. En raunalegt er
hvernig hann hefur gert of
mikið úr pólitízkum áhrifum
sinum. Árið 1958 fór hann til
Moskvu í þeirri bjargföstu
trú að hann gæti talið Rússa
á að sameina Þýzkaland. Til-
raunin fór út um þúfur og
það var þá sem Springer-
blöðin tóku upp öfgakennda
andstöðu gegn kommúnistum.
Ginsburg-málinu
vísað Irá í Sovét
Moskva, 16. apríl. NTB.
DÓMSTÓLL í sovétlýðveldinu
Rússlandi vísaði í gær frá áfrýj
unarbeiðni frá menntamönnun-
um Ginsburg og Galanskov, en
þeir voru ásamt tveimur öðrum
dæmdir til þræikunarvinnu og
fangelsisvistar þann 12. janúar
dóttur þeirra í brunarústun-
um.
Eftir bráðabirgðarannsókn
á flugslysinu var það haft
eftir einum sérfræðinganna,
sem að rannsókninni stóðu, að
ef lendingin hefði dregzt um
nokkrar sekúndur frá því sem
var, mætti reikna með að
flest allir sem í vélinni voru
hefðu farizt.
sl. og vöktu dómarnir mikinn
úlfaþyt víða um heim.
Þeir Ginsburg og Galanskov
voru dæmdir til 7 og 5 ára þrælk
unarvinnu á sínum tíma. Dubrov
olsky hlaut tveggja ára fangels-
isdóm og Vera Laskhova var
dæmd til árs fangelsis. Hún hef
ur nú verið látin laus.
Hvorugur þeirra Ginsberg né
Galanskov var viðstaddur er
fjallað var um málið í dag, en
ættingjar þeirra biðu í hliðar-
herbergi eftir niðurstöðum dóms-
ins. Ekki er vitað, hvort þeir
hafa verið fluttir til þrælkunar-
búða, eða eru enn í fangelsi
skammt fyrir utan Moskvu.
Fréttastofufregnum ber ékki
saman um, hvort Vera Laskhova
hafi verið viðstödd, segja sum-
ar að hún hafi verið þar ásamt
ættingjum hinna dæmdu, en aðr
ar taka fram að hún hafi hvergi
sézt.
Blaðamenn fengu ekki aðgang
að dómssalnum.
Þá var tilkynnt í Moskvu, að
þekktur sovézkur listmálari Bor
is Birges hafi' verið rekinn úr
kommúnistaflokknum, vegna
þess að hann mótmælti dómnum
yfir fyrrnefndum menntamönn-
um. Fylgir fréttinni, að annar
listamaður hafi fengið duglegar
ákúrur fyrir sams konar „glæp“.
Fyrr í þessum mánuði birti blað
sovézkra listamanna í Moskvu
frétt um, að margir listamenn
hefðu verið útilokaðir frá starf-
semi listamannasamtakanna, af
því að þeir hefðu undirritað mót
mæli gegn réttarhöldunum í jan
úar.
AUGLYSINGAR
SÍMI SS*4*80