Morgunblaðið - 27.04.1968, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.04.1968, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRTL 190« Verðum að Ijúka könnun á aðild að EFTA fyrir áramdt — Aðild íslands cð norrœnu tollabandalagi útilokuð — sagði viðskiptamálaráðherra á blaða mannafundi DR. Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra sagði á fundi með fréttamönnum í gær, að hann teidi óhætt að fullyrða, að ís- lendingar gætu ekki tekið þátt í Norrænu tollabandalagi og því síður norrænu efnahagsbanda- lagi. Sagði ráðherra, að ef til þess kæmi að Norðurlöndin hin mynduðu með sér slík viðskipta handalög stæðum við íslending- ar gagnvart miklu vandamáli og væri því enn meiri nauðsyn að kanna möguleika á inngöngu ís- lands í Fríverziunarbandalagið. Taldi ráðherra brýna nauðsyn að ljúka þeirri könnun fyrir næstu áramót. Eins og kunnugt er var sam- þykkt á fundi forsætisráðherra Norðurlanda nú í vikunni að skipa nefnd til að leggja fram til lögur um myndun norræns tolla bandalags. Sóttu fundinn fyrir Lík finnst i hofninm LÍK fannst í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun og reyndist það vera af Kristjáni Bernódussyni, 26 ára til heimilis að Lönguhlíð 23, en hann hvarf að heiman frá sér að kvöldi 8. janúar sl. íslands hönd dr. Gylfi Þ. Gísla- son viðskiptamálaráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, sendiherra og Þórhallur Ásgeirsson, ráðu- neytisstjóri og auk þeirra þing- mennirnir, prófessor Ólafur Björnsson, prófesSor Ólafur Jó- hannesson, Sigurður Ingimundar- son, efnaverkfræðingur og Magn ús Kjartansson, ritstjóri. Dr. Gylfi Þ. Gíslason ræddi a fundi sínum með fréttamönnum þau viðhorf, er skapast hafa vegna þessarar ákvörðunar Norð urlandanna. Sagði dr. Gylfi, að ljóst hefði verið að Norðmenn, Svíar og Danir, sem allir hafa sótt um aðild að Efnahagsbanda- laginu, væru á einu máli um, að mjög gæti dregizt á langinn, að fá aðild þar að. Hefðu Danir lagt á það áherzlu að vinna bæri því að norrænni lausn, og væri þar verið að taka upp þráðinn frá því fyrir tíu árum. Norðmenn væru frekar hikandi, en teldu þó ó- maksins vert að kanna málið. Sagði ráðherra, að hik Norð- manna stafaði mjög af því, að landbúnaður þeirra væri ekki fær um að keppa við hinn danska. Aðalverkefni hinnar nýskipuðu sérfræðinganefndar er að leggja fram tillögur um norrænt tolla- bandalag. Þá er einnig meining- in að kanna, hvernig efnahags- | bandalag Norðurlanda liti út, þar ]sem mótuð væri sameiginleg | efnahagsstefna líkt og í Efna- 'hagsbandalaginu, en ekki ein- göngu um að ræða samvinnu um tolla eins og hjá Fríverzlunar- bandalaginu. í þriðja lagi er hug myndin að kanna möguleika á að stofnsetja norrænan fjárfest- ingarsjóð,, sem fjármagnaði nor- rænar framkvæmdir. Sagði við- skiptamálaráðherra, að slíkur sjóður yrði að miklu gagni fyrir íslendinga, enda hefðum við á- samt Finnum verið fúsastir til Áð stofna slíkan sjóð. Svíar væru hins vegar tregastir, enda kæmu þeir til með að leggja meginfjár magnið í slíkan sjóð. Ekki er búið að taka neina ! pólitíská ákvörðun um þessi mál og verður það ekki gert fyrr en : niðurstöður liggja fyrir. Ráðherra kvaðst vilja leggja á það áherzlu, að hann teldi ó- hætt að fullyrða, að við gætum ekki tekið þátt í tollabandalagi eða efnahagsbandalagi Norður- [landa. Væri skýringin sú, að á milli íslands og _ hinna Norður- ,landanna væri ísland hálfu á- : berandi skortur á viðskiptalegu gagnkvæmi, hvað þetta snerti. Það væri meginatriði í aðila að tollabandalagi, að þjóð fengi á- líka hagræði af dvöl sinni þar og Frarrlhald á bls. 31. Frá slökkvistarfinu. Goldberg lætur af starfi aoaifuiltr. Við tekur George Ball, fyrrum aðstoðarutanríkismálaráðherra Tjón í „Grillinu" ekki undir 700 þúsund kr. — segir Konráð Guðmundsson eftir brunann í fyrradag Washington, 26. apríl AP-NTB ARTHUR J. Goldberg, aðal- fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur fengið lausn frá því starfi af einkaástæðum og er talið, að hann muni snúa sér á ný að málflutningsstörfum. John- son Bandaríkjaforseti til- kynnti þetta á fundi með fréttamönnum og sagði þá jafnframt, að Ge>orge W. Ball, fyrrum aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna hefði verið skipaður í stað Goldbergs. Samkvæmt ósk Johnsons mun Goldberg gegna aðalfulltrúastarfinu áfram, þar til í júní. Afsögn Arthurs Goldbergs kom ekki á óvart, þar sem vitað hefur verið um nokkra hríð, að hann hefði hug á að snúa sér að málflutningsstörfum og draga sig út úr opinberu stjórnmála- vafstri. Goldberg var verkaiýðs málaráðherra í stjórn John F. Kennedys, og síðar dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna. John son forseti skipaði hann aðal- fulltrúa landsins hjá SÞ, að Adlai Stevenson látnum árið 1965. Johnson forseti kvaðst á fund- inum með fréttamönnunum harma afsögn Goldbergs, en sagði, að Goldberg hefði fall- izt á að gegna embætti fram í júní. Jafnframt lét forsetinn þess getið, að Gold- bergn hefði fullvissað sig um, að stjórnin mætti reiða sig á fulltingi hans og ráðleggingar, ef þeirra yrði óskað. Talið er víst ,að Goldberg muni taka þátt í samningaviðræðum við full- trúa Norður-Vietnam ,ef sam- komulag næst milli Bandaríkja- manna og stjórnarinnar í Hanoi um friðarviðræður. Blaðið The Daily News sagði í gær, að þótt vitað hefði verið lengi, að Goldberg vildi draga sig í hlé, hefði honum fundizt Johnson ganga fram hjá sér, er hann skipaði þá Averill Harri- j röðum embættismanna í Was- mann og Cyrus Vance sem sér- I hington. Hann hefur lengi verið lega samningamenn fyrir hönd þess hvetjandi að reynt yrði að Bandaríkjanna. I binda enda á Vietnamstyrjöld- Skipu George Ball í embætti ina eftir að hann lét af störf- aðalfulltrúa -vakti mikla furðu Framhald á bls. 31. Arthur Goldberg ÉG geri ráff fyrir því aff kostn- affur viff viffgerð á eldhúsi og kaup á nýjum tækjum verffi aldrei undir 600 til 700 þúsund krónum, sagði Konráff Guffmunds son, hótelstjóri Hótel Sögu í viff- tali viff Mbl. í gær. Grilliff mun og verffa óstarfhæft í um viku tíma, aff minnsta kosti vonum viff aff um lengri töf verffi ekki aff ræffa. Konráð skýrði frá því, að tölu vert miklar skemmdir hefðu orð- ið í Grilleldhúsinu og skemmdust eina mest loftræstingarbólkar frá eldhúsinu og einanjgnun í þaki hússins o girafmagnsáhöld í eld- húsi skemmdust mikið. Konráð taldi það mjög hafa bj'argað hús- inu, hve slökkviliðsmenn votru gjörkunnugir öll'um hús'akynn'um enda höfðu þeir nýlega skoðað húsið. Þeir skoða allar stórbygg- ingar í Reykjavík árlega. Edurinn kom upp um kl. 13.30 á fimmtudag, sagði Gústaf Guð- jónsson Mbl. í gær, sem er varð- stjóri í slökkviliðinu. Við sáun> er eldurinn kviknaði og vorum þegar komnir út í bílana, er hringt va.r og tilkynnnt um brun ann og logaði þá í þili að baki grillofns. Slökkviliðið vissi af kunnug- leika á aðstæðum, hvert eldurinn svalir og upp á efstu plötu húss- ins, sem er um met.ri á kant og þar stóð eld'urinTi út um rimla á loftræstiopi. Stigi hafði verið reistur upp við bygginguna, sem súlnasalurinn er til húsa í og voru slöngur hífðar upp þaðan. Gústaf tjáði Mbl. að með því að opna loftræstiopið á þakinu 'hefði allur reykur komizt út og vairð slökkviliðinu þannig mun hægara um vik. Eldurinn komst aldrei á mjög stórt svæði og tókst að sækj.a að honum frá þremur stöðum. Tók slökkvistarfið á aðra klukkkustund, en slökkvilið ið varð að vera á verði nokkru lengur, þar eð eldur hafði kom- izt í einangrun. — Mér finnst hafa tekizt giftu- samlega að ráða niðuirlögum þessa elds, sagði Gústaf í viðtali við Mbl. Vel stóð á hjá okkur, þar eð heil vakt var á reykæfingu um 100 metra sunnan við slökkvistöð ina, ásamt norskum þjálfara, sem hér er nú. Þ,eir voru strax kvadd ir á staðinn og á fyrstu mínútun um voru alls 55 slökkviliðsmennn komnir á brunastað, sem teljast má til tilviljana. Ræður miklu, er svo margir koma á staðinn á fyrstu au'gnablikum brunans. Þá er ómetanlegt að allár vabtir kynna sér staðháttu í Hótel Sögu Franska bóka- sýningin áfram FRÖNSKU bókasýningunni í Bogasal Þjóðminjasafnsins átti að ljúka í gærkvöldi, en vegna góðr aa* aðsóknar verður hún nú opin til sunnudagskvölds. Stór vöruflutningabifreiff fór út af veginum skammt fyrir ofan Lækjarbotna í gærmorgun. Enginn hægffarleikur var aff ná bifreiðinni upp á veginn aftur og þurfti til þess tvo kraftmikla bíla. (Ljósm. Þ.H.) myndi leita og var því farið út á árlega, en svo er og um fleiri stór ...........................hýsi hér í bæ. Vormót I Hlégarðí SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Kjós arsýslu halda árlega vormót í Hlégarffi í kvöld kl. 21 og hefst þaff meff ávarpi f jármálaráffherra. Ýmislegt verffur þarna til skemmtunar, s.s. skemmtiþáttur Ragnars Lár og hinir vinsælu Kátu félagar munu leika fyrir dansL Þessi vinsælu vormót hafa ver iff haldin um árabil, ýmist aff Félagsgarffi í Kjós effa aff Hlé- garði í Mosfellssveit. Aff venju eru allir í sýslu og utan velkomn ir á þetta vormót sjálfstæffis- manna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.