Morgunblaðið - 27.04.1968, Side 4

Morgunblaðið - 27.04.1968, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1968 'O/&0 Rauðarárstíg 31 Sími 22-0-22 MAGIMÚSAR ISKIPHOLTI 21*SÍMAR 21190 eftirlokurrsimi 40381 ”” w ^ s.m. 1.44.44 Hverfisgötu 103. Sími eftir iokuu 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurúur Jónsson. BÍLALEIG4N - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRALT NÝIR VW 1300 SENDUM SÍMI 82347 Sparið fé og fyrirhöfn Daggjald 300 kr. 3 kr. pr. km. Bílaleigan BRAUÍ Hringbraut 93, Keflavík. Sími 2210. Skolphreinsun Losa um stífluð niðurfalls rör. Niðursetningu á brunn- um. — Smáviðgerðír. Vanir menn. Sótthreinsum að verki loknu. — Sími 23146. ★ Kynning á sjón- varpsþáttum „Kæri Velvakandi! Mig langar að koma á fram- færi í dálkum þínum málefni, er varðar Sjónvarpið. Það er sú undarlega ráðstöf- un að birta ekki í skrám sín- um efni allra þátta, t.d. Á önd- verðum meiði og Á blaða- mannafundi. Þar er aldrei get- ið efnis þáttanna, en þess alltaf getið, hver umsjónarmaður þáttarins er, þótt gera megi ráð fyrir, að flestir sjónvarps- áhorfendur/heyrendur séu því gerkunnugir, hverjir þeir 'eru. Mér finnst, að allir sjón- varpsáthorfendur/heyrendur eigi sk'' 'isa kröfu til þess að vita efni allra þátta fyrirfram, a.m.k. geta kynnt sér efni þeirra í dagblöðum samdæg- urs. Það gerir Útvarpið sem betur fer. 'A' Óþolandi kartöflusala Einnig vil ég nefna, að öþolandi er, hvernig ríkisvald- inu leyfist einkasala á kart- öflum; fyrir skömmu varð ég að fleygja ca. 80% úr 5 kilóa poka, og meðalrýrnunin er lík- lega 20-25%, að öllu jafnaði. ARGUR". ★ — Velvakandi heldur, að dagskrá útvarps og sjónvarps sé prentuð með viku fyrirvara, og þar sem umgetnir þættir fjalia oft um „há-aktúelt“ efni, getur verið erfitt að ákveða þá og útvega þátttakendur með löngum fyrirvara. Hins vegar mætti kynna þættina til hlítar, um leið og þeir eru ákveðnir, a. m. k. degi fyrir flutning, svo að áhorfendur-hlustendur viti deili á þeim fyrirfram. — Um kartöflurnar getur Velvakandi sagt hið sama, og segist t.d. kona hans aldrei fleygja undir 20% úr hverjum poka, en oftast allmiklu meira magni. -Ar Gunnhildur og áheitið Helga Jónasardóttir frá Hólabaki skrifar: „Einhver „collega" minn á Vífilsstöðum, Guðlaugur Gisla- son að nafni, segist hafa heitið á Gunnhildi okkar — og hafi hún brugðizt vel við. Mjög trúlegt, — kerla vill áreiðanlega ekki vera staðnum til skammar. Ekki þekki ég til ættar hennar, en kannast vel við kerlu eftir 10 ára dvöl þarna. En nú hefur hún hvísl- að í eyra mér, hvernig hún vilji ráðstafa þessu fé. Furðu gott bókasafn er á Vífilsstöðum, þegar miðað er við efnaleysi þess og lítið hús- rúm. Vann ég við það hartnær 10 ára skeið, og skorti þar til- finnanlega tvennt: Húsrými og var ekki gott við að gera, þar eð ávallt biðu fleiri sjúklingar en að komust, svo að ekki dugði að skerða annað hús- rými. En fagna mundi ég þeim degi, er ég frétti, að raknað hefði úr því. í öðru lagi bag- aði okkur ávallt féleysi sem önnur fámenn lestrarfélög. Ég held, að Gunnhildi kerlu fyndist því tilvalið að gefa safn- inu umrætt áheit. Þá kemur það að góðum notum á þágu allra vistmanna. Með kveðju til míns éþekkta „collega“, Guðlaugs. Helga Jónasardóttir frá Hólabaki. — nú á Reykjalundi‘“. Dýrasta páskaeggjapúta „Kæri Velvakandi! Þannig er mál með vexti, að ég keypti páskaegg handa dótt- ur minni, sem ég álít, að flest- ir foreldrar hafi gert fyrir börn sín. Eggið var frekar lítið og kostaði 76.80 kr. Síðan rennur upp sú stóra stund, að eggið skuli opnazt. Eftirvænting ríkir, er eggið brotnar, — hvað skyldi vera í því? Jú, út úr egginu velta tvær kúlur, (sem einu sinni voru kallaðar tíuaurakúlur), 2 stk. súkkulaði-vindlar (einu sinni á 25 aura), 2 stk. kon- fektmolar (sennilega ódýrasta framleiðsla) og síðast málshátt urinn, sem ekki má gleyma: DYGGÐ ER GULLI DÝR- MÆTARI. Að gamni mínu vó ég eggið. Súkkulaðið, sem í egginu var, var 115 gr., innihald 30 gr. samanlagt 145 gr. Mér varð að orði: Eitthvað hljóta mennirn- ir að græða: Nú langar mig til að vita, hver eftirlit hafi með slíkri framleiðslu, og þá sér- stáklega verðinu, því að ekki get ég gert að því að eggið fannst mér dýrt í meira lagi. Erum við varnarlausir gagn- vart slíkri framleiðslu? Ekki er miði með egginu, sem á stendur, hvað í því er. Það mætti segja mér, að það væri hollt fyrir framleiðendur að læra málshættina, sem þeir setja í þessi egg, svo sem DYGGÐ ER GULLI DÝR- MÆTARI — eða kannske það sé okkar, sem kaupum þessa framleiðslu, að hugsa um málsháttinn (lítið er betra en ekki neitt). Sigurður Jóhannsson". Taimlækningaslofa Nálægt Miðborginni er til leigu tannlækningastofa í fyrsta flokks ástandi, búin fullkomnum tækjum. Upplýsingar gefur BERGUR BJÖRNSSON, IIDL., Óðinsgötu 4 — Sími 20750 kl. 10—12 og 13—15. Kennaraskólakórinn 1968. SAMSÖNGUR í Austurbæjarbíó sunnudaginn 28. apríl kl. 3 e.h. Stjórnandi Jón Ásgeirsson. Aðgöngumiðasala eftir kl. 4 á laugardag og kl. 1—3 á sunnudag. GILDIR ENNÞÁ r \ *K * | föt kr 70 oo ; A0U» Kt 1 >0 90 JAKKI KR 40 00 AOU» K» 41 00 • BUXUR KR.35.OO i AOUI KI ‘ 1013 S i Öska eftir Volkswagen árg. ’60—’65 gegn staðgreiðslu, ekki rúgbrauð. BLIKK og STÁL H.F. Grensásvegi 18 —- Sími 36641. V erkstæðishúsnæði óskast um 100 til 150 ferm. — INNKEYRSLA. Kaup koma til greina. Sími 81075 eftir kl. 1 e.h. KJÖRSKRÁ til kjörs forseta íslands, sem fram fer 30. júní n.k., liggur frammi almenningi til sýnis i Manntaisskrif- stofu Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð kl. 9 — 17 alla virka daga nema laugardaga frá 30. apríl til 27. maí n.k. Kærufrestur er til 8. júní n.k. Reykjavík, 26. apríl 1968. Borgarstjórinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.