Morgunblaðið - 27.04.1968, Page 7

Morgunblaðið - 27.04.1968, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUii 27. APRIL 1968 7 Sandlóan er komin i fföruna Og enn gengum við niður í fjöruborðið til að fylgjast með ferðum farfuglanna, hinna vængjuðu vina okkar. Það var að kvöldi sumardags ins fyrsta. — Eilítið þótti okk ur hann svalur, en fegurðin á hauðri, hafi og himni eins og mildaði kuldann. í vestri seig sólin við Suður nes, eins og rauð kringla, hægt og hægt, n-eðar og neðar, unz hún hvarf í djúpið vest- an við Snæfellsjökul, sem trónaði þar í blámóðunni og kvöldroðanum, — eins og risi á verði, — með gignum fallega, þeim hinum sama, sem Jules Verne lætur Arne Sak- numsen klífa niður í á leið hans niður í iður jarðar eins og segir í bókinni frægu: Leyndardómar Snæfellsjök- uls. Skerin bar svört við sjóinn, allgáraðan og blýgráan. Heill Heiðlóuihópur-, sjálfsagt nær hundrað lóur-, sat í fjöruborð inu, og rétt í jaðri hans, sáum við nýjastg gestinn í hópi far fuglanna að þessu sinni, hina smáfríðu Sandlóu (Charadri- us Hiaticula -L) ). Þær voru þarna þrjár, kát- ar og hressar, og virtust ekk ert hafa orðið meint af volk- inu. Sand'lóan er skemmtileg ur fugl, og margur maðurinn minnist með gleði og kæti, Sandlóan litla og fagra er komin til landsins. þegar honum verður hugsað til ferða hennar á sumrin, — þegar hún‘ reynir að beina athygli vegfarenda frá ung- um sínum og eggjum, hvern- ig hún barmar sér, — lafandi vængjum þýtur hún um fjör una, og stélið eins og sópar fjörusandinn, en ámátlegt kurr, gefur hún frá sér. Og nú er hún komin, bless uð litla sandlóan fríða, mætt til að gleðja alla þá íslend- inga, og þeir eru margir, og þeim fer ört fjölgandi, sem yndi hafa af náttúruskoðun, og þá ekki sízt hinu yndislega fuglalífi landsins. — Fr. S. FRÉTTIR Kvenfélagið Hrönn heldur fund miðvikudaginn 1. maí að Bárugötu 11 kl. 8.30. Haf- liði Jónsson kemur á fundinn og talar um garðyrkju og svarar fyrirspurnum. Kvenfélag Lágafellssóknar Aðalfundur haldinn að Hlégarði fimmtudaginn 2. maí kl. 8.30. Happdrætti Dregið hefur verið í skyndihapp drætti Nemendasambands Hús- mæðraskólans á Löngumýri. Upp komu þessi númer: 597 (garð- stólasett), 746 (bangsi). Upplýs- ingar í síma 400042. Kristileg samkoma í samkomusalnum Mjóuhlíð 16 sunnudagskvöldið 28. apríl kl. 8. Verið hjartanlega velkomin. Kristniboðsfélag karla Fundur mánudagskvöld kl 8.30. Umræðuefni: Endurkoma Jesú Gísli Guðnason. Allir karlmenn velkoronir, Filadelfia, Reykjavík Almenn samkoma sunnudaginn 28. apríl kl. 8 Ásmundur Eiríks- son talar. Tveir ungir menn flytja stutt ávörp. Pjölbreyttur söngur. Safnaðarsamkoma kl. 2. Kvenfélag Neskirkju hefur kaffisölu í Félagsheimilinu til ágóða fyrir starfsemi sína, sunnudaginn 5. maí að aflokinni guðsþjónustu kl. 3. Æskulýðsstarf Neskirkju Fundur pilta, 13—17 ára, verður í félagsheimilinu mánudaginn 29. apríl. Opið hús frá kl. 7.30, Frank M. Halldórsson. Heimatrúboðið Almenn samkoma sunnudaginn 28. apríl kl. 8.30. Allir velkomnir. Ljósmæðraféiag íslands heldur kaffikvöld mánudaginn 29. apríl kl. 9 í Ljósmæðraskól- anum. Valgerður Guðmundsdótt ir, fyrrverandi formaður, kvödd. Fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk Kirkjunefnd Kvenna Dóm, kirkjunnar veitir öldruðu fólki kost á fótaaðgerðum á mánudags morgna kl. 9—12 í Kvenskáta- heimilinu í Hallveigarstöðum. Símapantanir í 14693. Kvennadeild Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík heldur basar og kaffisölu 1. maí í Lindarbæ kl. 2. Vinsamlegast skilið munum á basarinn sunnud. 28. og mánud. Náttúrulækningafélag Reykja- víkur heldur félagsfund í mat- stofu félagsins Kirkjustræti 8 mánudaginn 29. april kl. 9 síð- degis. Vignir Andrésson íþrótta- kennari flytur erindi: Tauga- og vöðvaslökun og almenn heilsu- vernd. Veitingar. — Allir vel- komnir. Akranesferðir Þ. Þ. Þ. Frá Akranesl mánudaga, þriðju- daga, fimmtudaga og laugardaga kl. 8, miðvikudaga og föstudaga kl. 12, sunnudaga kl. 4.15. Frá Reykjavík kl. 6 alla daga nema laugardaga kl. 2 og sunnu- daga kl. 9. Skipadeild S.Í.S. Arnarfeil fór í gær frá Flateyrí til Rotterdam og Hull. Jökulfell lestar á Norðurlandshöfnum. Dísafell fer í dag frá Bíldudal til Vestmannaeyja. Litla- fell fer í dag frá Reykjavík til Vest- mannaeyja. Helgafell er á Sauðár- króki. Stapafell fór 25. þ.m. frá Reykja vík til Þórshafnar og Akureyrar. Mæli leil er i Gufunesi. Hafskip hf. Langá er í Reykjavík. Laxá er á Akranesi Rangá er i Reykjavik. Selá er i Reykjavík. Maroo er í Gautaborg. Skipaútgerð Ríkisins Esja fer frá Reykjavík á mánudag- inn austur um land til Seyðisfjarðar. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum I dag til Reykjavíkur. Blikur er á Norð urlandshöfnum á austurleið. Herðu- breið er á Vesturlandshöfnum á suður leið. Loftleiðir hf. Bjarni Herjólfsson er væntanlegur frá New York kl. 0930. Heldur áfram til Luxemborgar kl. 1030. Er væntan- legur til baka frá Luxemborg kl. 0200. Heldur áfram til New York kl. 0300. Þorfinnur karlsefni fer til Óslóar, Gautaborgar og Kaupmannahafnar kl. 1930. Snorri Þorfinnsson er væntan- legur frá Helsingfors, Kaupmannahöfn og Ósló kl. 0130. Flugfélag íslands hf. Millilandaflug: Gullfaxi fer til Giasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:30 í dag. Væntan- legur aftur til Keflavikur kl. 18:10 í kvöld. Vélin fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:30 f fyrramálið. Væntanleg aftur til Keflavíkur kl. 18:10 annað kvöld. Leiguflugvél Flug félagsins er væntanleg til Reykjavíkur frá Kaupmannahöfn Bergen og Fær- eyjum kl. 22:30 annað kvöld. Innanlandstflug: í dag er áætlað að fljúga til: Akur- eyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja (2 ferðír), Patreksfjarðar, ísafjarar, Egvlsstaða og Sauðárkróks. Skipaútgerð Ríkisins Esja fer frá Reykjavík á mánudag- inn austur um land til Seyðisfjarðar. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum i dag til Reykjavíkur. Blikur er á Norð urlandshöfnum á austurleið. Herðu- breið er á Vesturlandshöfnum á suð- urleið . H.f. Eimskipafélag íslands Bakkafoss fór frá Sauárkróki í dag 26. 4. til Odda, Kristiansand, Gauta- borgar og Kaupmannahafnar. Brúar- foss fór frá Reykjavík í fyrradag 25. 4. til Bíldudals, Flateyrar, ísafjarðar, Glouchestor New York Cambridge og Norfolik. Dettifoss fer frá Porkala i dag 27. 4. til Kotka og Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá New York 17. 4. til Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Ham- borg 23. 4. til Reykjavikur. Gullfoss er 1 Kaupmannahöfn. Lagarfoss fór frá Kristiansand í gær 26. 4. til Ham- borgar og Reykjavi-kur. Mánatfoss fór frá Seyisfirði 25. 4. til Bremen, Lond- on og Hull. Reykjafoss fer frá Rotter dam í dag 27. 4. ti-1 Reykjavíkur. Sel- foss fór frá New York í gær 26. 4. til Reykjavikur. Skógafoss fór frá Akra- nesi 25. 4. til Moss, Gautarborgar og Hamborgar. Tungufoss fór frá Akur- eyri 24. 4. til Gdansk, Gdynia, Vent- spils og Kotka. Askja fer frá London 29. 4. til Leith og Reykjavíkur. Kron- prins Frederik fer frá Reykjavik i dag 27. 4. til Færeyja og Kaupmanna- hatfnar. Havlyn fór frá Kaupmanna- höfn 24. 4. til Rey-kjavikur. (Sunnudagaskólar ( \ Sunnudagaskólar KFXJM og K k 1 í Reykjavík og Hafnarfirði í / hefjast í húsum félaganna kl. ) ) 10.30. Öll börn eru hjartanlega \ i velkomin. i i Hjálpræðisherinn , I Sunnudagaskóli kl. 2 e. h. — ) \ Öll börn velkomin. I IHeimatrúboðið / Sunnudagaskólinn kl. 10.30. — J Öll börn hjartanlega velkomin. I Sunnudagaskólinn, t Mjóuhlíð 16, kl. 10,30. — Öll ) börn hjartanlega velkomin. 1 Fíladelfía i Sunnudagaskólar hefjast kl. / 10.30 að Hátúni 2 og Herjólfs-1 götu 8. Öll örn velkomin. ( Sunnudagaskóli , kristniboðsfUaganna í Skip- 1 holti 70 hefst kl. 10.30. — Öll 4 börn velkomin. / SUMARMÁL Það heilsar nú sigrandi sumar, og sólskini, meyjar og gumar, fagna með frjálslegum vilja, en feigð sækir mjöll, —.vegna bilja. Ungir og aldnir nú vona, að ei muni vetra til svona. Til langframa ljóma hver dagur, svo lifni aftur sveitanna hagur, Sjómenn á sígrænum legi, senn munu fagna þeim degi, er störf þeirra leika í lyndi, við lækkandi ra-stir, frá vindi. Börnin þá bjartsýn sér leika við blómin, þau akrana reika og græða upp garðana sína, við gamanið andlitin skina. Aðrir þeir æða á bílum, í allskonar skrautlegum „stílum". Með unnustur, konur og krakk og keppast til sólskyns að hlakka. Á síðasta vetrardag 1968. Gunnar B. Jónsson frá Sjávarborg. Óska eftir kvöldtímum í almennri rökfræði. — Uppl. í síma 14283. Fasteignatryggð skuldabréf að upphæð kr. 250 þús. til sölu. Tilb. legg- ist inn á afgr. Mbl. merkt: „8538“. Ford Zephyr ’63 i góðu standi til sölu. — Skipti á gömlum Willy’s koma til greina. Uppl. í s. 30244 eftir hádegi í dag. Óska eftir 2ja—3ja herb. íbú'ð á Ála- fossi. Tilboð sendist Mbl., merkt: „8886“. Innanhússmíði Tek að mér smíði innrétt- inga og ýmsa innanhús- smíði. Ákveði'ð verð eða tímavinna. — Útvega allt efni. Uppl. í síma 31307. íbúð, raðhús eða einbýlishús 6— 7 herb. óskast til leigu. — Uppl. í sima 40182. Vauxhall Velox árg. 1955 til sölu. Hentugur til niður rifs. Gangfær. Uppl. í sím- um 15647, 13699 eða 12799. Ford Fairlane 500 1964 til sölu. Skipti á góð- um jeppa koma til greina. Uppl. í síma 11088. 2ja—3ja herb. íhúð óskast fyrir 14. maí. Uppl. í síma 82175 eftir kl. 2 í dag og á morgun. Keflavík — H-ljós Hef flestar gerðir H-ljósa fyrir bifreiðir. Sími 1426, Hörður Valdemarsson, Keflavík. Bíll, ódýr Til sölu Volga ’59 til stand- setningar eða níðurriifs. — Góð vél, dekk og undir- vagn. Þarfnast lagfæringar á boddíi. Uppl. í síma 40031 næstu daga. Atvinna Kjötiðnaðarmaður óskar eftir atvinnu í kjötbúð eða kjötvinnslu. Fleira kemur til igreina. Tilb. merkt: — „Kjötiðnaður 8887“ sendist Mbl. fyrir 30. apríl nk. Veiðileyfi Veiðin við Loftsstaðaós er til leigu í sumar. Uppl. gef ur Kristján Jónsson, Skóla- völllum 10, Selfossi, sími 1282. Svartur hundur tík, hvít á hægri framlöpp, týnd. Hringið í síma 32699. Fundarlaun. Stúlka úr 3. hekk Kvennaskólans óskar eftir atvinnu í sumar. Er vön verzlunarstörfum. Margt kemur til greina. Tilb. send ist Mbl. merkt: „Áhugasöm 8890“. Góð íhúð óskast Ung hjón, sem vinna úti, vilja taka á leigu 3ja—4ra herb. íbúð, helzt í Vestur- bæ. Góð umgengni og skil vísi. Sími 23033 kll. 1—5 laugardag og sunnudag. Mótatimbur Til sölu notað mótatimbur 1x6 og 1x4. Einnig harð- viður og plankar, tilvalið í stillans. Uppl. í síma 33846. Húsnæði, um 140 ferm. fyrir skrifstofur eða hrein- legan iðnað, svo og geymsl ur, er til leigu í Garða- stræti 2. Uppl. í síma 17866 Keflavík og nágrenni Óska að ráða kvenmann til afgreiðslustarfa. Uppl. um aldur og fyrri störf leggist inn á afgr. Mbl. í Keflavík merkt: „Afgreiðslustarf — 1234“. Kjólföt sem ný á fremur stóran karlmann ásamt 2 vestum, skyrtu og hönzkum til sölu á Brávallagötu 16, ne'ðstu hæð. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Halló — Halló 10 ára nemendur Hús- mæðraskólans, Varmalandi Farið verður 12. maí. Þær sem ætla að fara, tilkynni þáttt. strax í s. 32620, 38624 Lögfræðingur óskar eftir góðu starfi við sitt hæfi Tilboð sendist Mbl fyrir 30. þ.m. merkt: „Jus — 8889“. íbúðir til sölu 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir á góðum stað í Breið- holti. Verða seldar tilbúnar undir tréverk, til af- hendingar í jan. og febr. 1969. Beðið verður eftir hiuta af húsnæðismálastjórnarláni. SKIP OG FASTEIGNIR, Austurstræti 18, sími 21735, eftir lokun 36329.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.